Morgunblaðið - 27.05.1989, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.05.1989, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989 Svar við athugasemd um sjónvarpsþátt eftir Bjarna Daníelsson í Morgunblaðinu laugardaginn 20. maí sl. gerir Einar Hákonarson at- hugasemd við sjónvarpsþátt um myndlist sem ég stjórnaði og sýndur var í Ríkissjónvarpinu 16. maí sl. Athugasemd Einars er sprottin af því að klippt voru úr þættinum um- mæli hans um synjun Kjarvalsstaða á sýningaraðstöðu fyrir Listmálara- félagið (á næsta ári). Einar segir að þessi ummæli hafi verið klippt út af „einhveijum annar- legum ástæðum“ og að vinnubrögð viðkomandi þáttargerðarmanna minni á „svipaða starfshætti og tíðkast í sumum austantjaldslöndum þar sem skoðanafrelsi er fótum troð- ið“. Einnig segir Einar að þátturinn hafi verið „snurfussaður og lagaður til, svo sumir þátttakendur kæmu betur út en efni stóðu til“. Sannleikurinn í þessu máli er miklu fátæklegri og einfaldari en þessi samsærishugmynd Einars. Þátturinn var tekinn upp seinni- part fimmtudags 11. maí í sjón- varpssal. Að þeirri upptöku lokinni vissi ég ekki betur en þátturinn yrði sendur út eins og þar var frá honum gengið. Laugardaginn 13. maí var hringt til mín frá Sjónvarpinu og mér sagt að þátturinn væri fjórum til fimm Bjarni Daníelsson mínútum of langur til að hann kæm- ist fyrir á dagskrá sýningarkvöldsins og því væri nauðsynlegt að stytta hann sem því næmi. Ég fór þá yfir myndband af upptökunni og gerði W SJALFSTÆÐISFLOKKIIRINN BAKHJARL OG BRAUTRYÐJANDI / (xfe. Hugmyndaþing í Valhöll 27. mal / tilefni af 60 ára afmcéli Sjálfstœðisflokks- ins efnir nefnd um framtíðarstefnumótun flokksins til hugmyndaþings í Valhöll laugardaginn 27. maí kl 10.00-15 00. Sjálfstæðisstefaan og framtíðin - Hugmyndnþing Dagskrá Kl. 10.00 Májþingið sett með ávarpi formanns Framtíðamefndar, Davíðs Oddssonar, borgarstjóra. Kl. 10.10 Frelsi og framtak einstaklinga. Erindi: Árdís Pórðardóttir, framkvœmdastjóri. Umsögn: HannesH. Gissurarson, lektor. Fyrirsþumir úrsal. Kl. 10.35 Þjáðin, sagan, tungan. Erindi: Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari. Umsögn: Guðmundur Magnússon, sagn- frceðingur. Fyrirsþumir úr sal. Kl. 11.00 VeKerðarþíóðfélagið. Erindi: Katrín Fjeldsted, lœknir. Umsögn: Vilhjálmur Egilsson, hagfrœðingur. Fyrirsþumir úrsal. Kl. 11.25 ísland og umheimurinn. F.rindi. Bjöm Bjamason, aðstoðar- ritstjóri. Umsögn.- Björg Einarsdóttir, rithöfundur. £ Fyrirsþumir úr sal. 1 Kl. 11.50 Atvinnuiífið og aldamótin. f Erindi: Ólafur Davíðsson, framkvœmdastjóri. Umsögn: | Þorgeir Pálsson, þrófessor. g Fyrirsþumir úr sal. Kl. 12.15 Léttur hádegisverður í Valhöll. Kl. 13.00 Pallborðsumrœður: Verkefni Sjálfstæðisflokksins næsta áratuginn. Stjómandi: Friðrik Soþhusson, alþingismaður, varaformaður Sjálfstœðis- flokksins. Þátttakendur: Davíð Oddsson, borgarstjóri, Einar Oddur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri, Guðrún Zoéga, verkfrœðingur, Hreinn Lofts- son, lögfrœðingur, Sigríður Þórðardóttir, kennari og Valur Valsson, bankastjóri. Fyrirsþumir úr sal. Kl. 14-30 Teknir saman þræðir: Þorsteinn Pálsson, alþingismaður, formaður Sjálfstœðisflokksins. Kl. 15-00 Hugmyndaþingi lýkur. Ráðstefnustjóri erFriðrik Soþhusson, alþingismaður, varaformaður Sjálfstœðis- flokksins. „ Allar klippingarnar voru gerðar með það eitt í huga að stytta þáttinn án þess að rjúfa samhengi eða rýra verulega upplýsinga- gildi þess sem viðkom- andi voru að segja.“ tillögur um nokkrar niðurfellingar þar sem ég taldi að þær kæmu minnst að sök. Eitt af því sem ég benti á voru ummæli Einars um Kjarvalsstaði. Ástæðan var fyrst og fremst sú að enginn fulltrúi Kjarvalsstaða var í sjónvarpssal til andsvara, en einnig að ummælin voru frekar óljós fyrir þá sem ekki voru þegar kunnugir málavöxtum. Þátturinn var af minni hálfu ætl- aður almenningi til fróðleiks, en ekki innvígðum í málefni myndlistar. Ég taldi því að þessi ummæli Einars mættu missa sig þar sem engin umræða gat orðið um þau til frekari skýringar. Á þremur öðrum stöðum voru klipptir úr bútar, en það var í fyrsta lagi inngangur sem ég hafði í upp- hafi þáttarins, í öðru lagi hluti af Iýsingu Gunnars Kvaran á starfsemi Kjarvalsstaða og í þriðja lagi hluti af lýsingu Beru Nordal á starfsemi Listasafns íslands. Aliar klippingarnar voru gerðar með það eitt í huga að stytta þáttinn án þess að ijúfa samhengi eða rýra verulega upplýsingagildi þess sem viðkomandi voru að segja. Samkvæmt upplýsingum frá Sveini Einarssyni er það grundvallar- regla hjá Sjónvarpinu að klippa ekki til svona upptökur nema að höfðu samráði við viðkomandi aðila. Mér var því miður ekki kunnugt um þessa reglu fyrr en eftirá og starfsmenn Sveins hjá Sjónvarpinu virðast heldur ekki hafa þessa grundvallarreglu á hraðbergi. Því fór sem fór. Mér þyk- ir afar leitt að hafa látið fella niður úr þættinum ummæli sem Einari var svo sárt um og tek heils hugar und- ir það sjónarmið sem fram kemur í athugasemd hans í Morgunblaðinu að helst eigi að komast hjá klippingu í svona tilfellum. Ég frábið mér hins vegar aðdrótt- anir Einars um annarlegar ástæður, vanvirðu á skoðanafrelsi og snur- funsun til að mismuna fólki. Þær fullyrðingar eru langt sóttar af litlu tilefni. Ég bið alla hlutaðeigandi afsökun- ar á þeim mistökum sem gerð voru. Höfiindur er skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla íslands. Lúðrasveit Árbæjar- og Breiðholtsskóla 20 ára eftir Sigurjón Ara Sigurjónsson Um þessar mundir eru rúmlega tuttugu ár síðan Framfarafélag Ar- bæjar- og Selásshverfa, FSÁ, lagði grunn að stofnun lúðrasveitar bama í_ hverfínu, og fékk til liðs við sig Ólaf L. Kristjánsson til þess að kenna börnunum. Má segja að með þessu hafi FSÁ, ásamt foreldrum þeirra bama sem fyrst nutu þessa fram- taks, verið brautryðjendur á þessu sviði. Fáum hefði boðið í gmn að með þessu hafi grundvallast það starf sem hefur nú staðið í tvo áratugi, með sama kennara allan tímann, og gefið mörgu ungmenninu tækifæri til þess að kynnast tónlist og læra að meta hana. Fljótlega eftir að FSÁ stofnaði lúðrasveit barna í hverfinu, fór félag- „Þeir eru orðnir margir sem hugsa nú á þessum merku tímamótum hlý- lega til þess tíma er þeir voru með sveit- • • LL mm. ið þess á leit við borgaryfirvöld að yfirtaka rekstur sveitarinnar, og með góðum stuðningi og velvild varð til Lúðrasveit Árbæjar- og Breiðholts- skóla. Þetta átak má þakka mörgum góðum mönnum, og held ég að ekki sé hallað á einn eða annan þó að sérstaklega séu nefndir menn eins og Geir Hallgrímsson, þáverandi borgarstjóri, og Jónas B. Jónsson þáverandi fræðslustjóri. Nú getur þessi lúðrasveit státað af mörgum utanlandsferðum, þar sem henni hefur verið vel tekið, fíöl- margar lúðrasveitir njóta liðmanna sem hófu sín fyrstu spor á listabraut- inni í þessari lúðrasveit barna í yngstu hverfum borgarinnar þá. Og spor hafa legið til lengra náms, því lengi býr að fyrstu gerð, lúðrasveitin á fyrrverandi nemendur í Sinfóníu- hljómsveitinni, nemendur í námi er- lendis, eldri nemendur hafa verið við kennslu í sveitinni hin síðari ár, Ól- afi L. Kristjánssyni til aðstoðar og svo mætti lengi telja. Þakklátasta starf sveitarinnar er þó fyrst og fremst það að hafa lagt til þekkingu og samstarf barna og unglinga við það að kynnast tónlist og tónmennt, og ræktað í huga og hjarta vilja til áframhaldandi náms. Ekki verður að þessu sinni rakin saga Lúðrasveitar Árbæjar- og Breiðholtsskóla, en þó get ég ekki látið hjá líða að segja frá tilfinningu minni þegar lúðrasveitin hélt sína fyrstu tónleika í Árbæjarskóla, og hafði þá verið undir stjórn Ólafs í þijá mánuði, og við buðum til tónleik- anna öllum þeim sem höfðu lagt sveitinni lið, á margvíslegan máta. Skemmst er að segja frá því að það voru afar stolt börn og aðstandendur sem tóku á móti dynjandi lófaklappi, og mörgum árnaðaróskum þann dag. Það voru 14 börn sem nutu fyrstu kennslunnar í sveitinni, þeim hefur síðan fjölgað mikið, og eru nú um 40-70 böm og unglingar á hveiju ári í sveitinni, og þeir eru orðnir margir sem hugsa nú, á þessum merku tíma- mótum, hlýlega til þess tíma er þeir voru með sveitinni. Ég óska Lúðrasveit Árbæjar- og Breiðholtsskóla til hamingju með þennan áfanga í starfi sínu, og á þá ósk einlægasta, að starfið verði áfram blómlegt og gott um langa framtíð. Höfundur er stórkaupmaður og fyrrverandi formaður FSÁ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.