Morgunblaðið - 27.05.1989, Page 37

Morgunblaðið - 27.05.1989, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989 37 Hundatunga í fullum blóma. Hundatunga Pulmonaria mollis Blóm vikunnar Ágústa Björnsdóttir 124. þáttur I síðasta þætti var sagt frá nokkrum Pulmonarium, ágæt- ustu jurtum sem algengar eru í görðum hér á landi og svo sem eins og í framhaldi af því verður nú getið enn einnar, þ.e. Hunda- tungu — Pulminaria mollis. Af jurt þessari hefur Herdís rækt- unarkona í Fornhaga í Hörgárd- al sagt eftirfarandi sögu: „Fyrir allmörgum árum var ég að bauka í garðinum mínum og kom þá auga á fræplöntu sem ég hugði vera kvöldstjörnu. Setti ég hana í sólreit og fór hún fljót- lega að dafna. Þegar blöðunum íjölgaði sá ég að ekki gat þetta verið kvöldstjarna, blöðin voru lengri og mjúkhærð og nú varð ég spennt að vita hvaða gestur væri hér á ferðinni. Að tveim árum liðum, strax og snjóa leysti, kom upp blóm- kollur jafnframtfyrstu blöðunum og fljótlega sýndu fyrstu blómin lit. Þau voru rauðleit en urðu blá þegar frá leið. Ég sá strax að þetta var forláta garðjurt en hafði ekki hugmynd um nafn á henni. Svo lifði hún og blómgað- ist þó kalt væri í veðri og blóm- stönglunum fjölgaði með árunum og héldu áfram að koma fram eftir sumri. Með tímanum varð þetta föngulegur brúskur 35—40 sm hár og álíka mikill um sig. Ég sýndi plöntuna Jóni heitnum Rögnvaldssyni, þá forstöðu- manni Lystigarðsins á Akureyri, og sagði hann að hún héti Cyno- glossum — Hundatunga á íslensku. Nú er hún flokkuð undir nafn- inu Pulmonaria mollis.“ Hunda- tunga hefur verið ræktuð hér með góðum árangri bæði norðan- lands og sunnan, en er þó mikl- um mun fágætari en frænkur hennar sem getið var um í síðasta þætti. Hún hefur margt til að bera sem ræktunarfólk metur mikils, vex ekki mjög hratt, leggir eru beinvaxnir og stinnir og þurfa því engan stuðn- ing. Harðger er hún svo af ber og lætur verstu vorhret ekki buga sig. Árum saman getur hún staðið á sama stað án þess að leggja undir sig mikið pláss og litur stórra blómkollanna er sannarlega frísklegur og fal- legur, en gott er að klippa þá af jafnóðum og þeir visna. Ekki hef ég orðið þess vor að hún myndi fræ og hef því fjölgað henni með því að kljúfa sundur hnausana á nokkurra ára fresti. Sennilega er ekki mikið um Hundatungu á almennum mark- aði — hún hefur gengið þeim mun meira manna á milli — þó minnist ég þess að hafa ein- hverntíma séð hana á plöntuskrá frá gróðrarstöðinni Mörk og þá nefnda Pulmonaria sp. VIÐ FLYTJUM Vinnumálasamband samvinnufé- laganna flytur um helgina af Suður- landsbraut 32 í nýja Sambandshúsið á Kirkjusandi (Laugalæk 2a). Þar verður það til húsa á 3. hæð. Símanúmer er óbreytt - VMS 686855 Vinnumálasamband samvinnufelaganna. ligneroset M I R H L E S V H I H G Um helgina sýnum við húsgögn frá ligne-roset. Lögð verður sérstök áhersla á Domus-línuna, sem hefur hlotið fádæma vinsældir. Húsgögn í Domus-línunni eru ekki aðeins óvenju falleg og fagurlega unnin; hönnun þeirra öll ber með sér þá sjaldgæfu fágun sem gerir hana sígilda. Á sýningunni eru ennfremur húsgögn frá B&B Italia en um næstu helgi verða þeim gerð sérstök skil á annarri sýningu. Opið verður á laugardaginn kl. 10-16 og sunnudag frá kl. 14-17. VIÐ I NGJAIHIG, SIMI 689155

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.