Morgunblaðið - 25.06.1989, Page 15

Morgunblaðið - 25.06.1989, Page 15
CHURCHJLL 187+ -1Q6<Í MQRGUNBtéítf© SU.NUi.UBAGVIÍ; 25,' íJÚNÍ,:1989 feiminn. Bartholomew segir í bók sinni að á alþjóðlegum fundum sé hann aivarlegur í bragði, hafi fátt til málanna að leggja og minni á skóladreng í sparifötum, sem hafi allt í einu þurft að mæta á fund með kennurum sínum. Blaðamenn eiga ekki upp á pallborðið hjá hon- um. Eitt sinn þegar hann var á fundi með þeim vakti hann skelfingu þeirra þegar hann hóf skothríð, en í ljós kom að byssan var hlaðin púð- urskotum. Á síðasta áratug var soldáninn tíður gestur í næturklúbbum í Lund- únum og París og fékk orð fyrir að vera glaumgosi. Vopnasalinn Adnan Khashoggi, sem nýlega var hand- tekinn í Sviss, kom sér í kynni við hann í ábataskyni. Soldáninn þótti lítt veraldarvanur og vinir hans segja að Khashoggi kunni að hafa haft miður heppileg áhrif á hann. Soldáninn á tvær konur. Þegar hann var 19 ára kvæntist hann 16 ára gamalli frænku sinni, Salehu prinsessu. Um 1980 gekk hann að eiga flugfreyju af malajískum, skozkum og japönskum ættum, Mariam Bell, sem var opnari og vin- gjarnlegri en flestar stúlkur í Bru- hann lét reisa handa Miriam, er minnismerki þessa sigurs, en fyrri höllina reisti hann handa Salehu prinsessu, fyrri konu sinni. í júlí 1985 kom aftur upp alvarleg- ur krytur innan íjölskyldunnar. Fað- ir soldánsins, sem hafði haldið áfram að gegna hlutverki „æðsta leiðtoga trúarinnar", mælti svo fyrir að hann skyldi einnig ávarpaður „soldán og æðsti stjómandi" í bænahúsum landsins. Eins og Bartholomew bendir á jafngilti tilkynning Saifudd- ins yfírlýsingu um að hann ætlaði sér að fara með öll æðstu völd og soldáninn sagði: „Ef faðir minn vill ná hásætinu aftur skal hann reyna það.“ Þessar fjölskyldueijur stóðu í eitt ár og enduðu með því að sir Hasa- anal Bolkiah hélt völdum sínum yfír lögreglunni, hemum, Qölmiðlunum og trúarstofnunum og varð andlegur leiðtogi þjóðarinnar. Saifuddin viður- kenndi sig sigraðan og feðgamir sættust heilum sáttum. Keypti Dorchester-hótélið Sem trúarleiðtogi hefur soldáninn átt þátt í því að viðhalda hófsemi landsmanna í trúmálum. Enginn er Bmnei. Hann á til dæmis fræg lúx- ushótel í erlendum stórborgum: Dorchester í Lundúnum, Beverly Hills í Los Angeles og Hyatt í Singa- pore. Þegar dóttir hans varð 11 ára hélt hann henni veizlu, sem kostaði hann 100.000 pund, á Claridges- hótelinu í Lundúnum. Bankastjórar, vopnasalar, leyni- þjónustumenn, smjaðrarar og svik- arar hafa stöðugt sótzt eftir vin- fengi hans. Khashoggi kynnti hann fyrir vafasömum Indveija, krafta- verkamanninum Shri Chandra Swamiki Maharaj („Swarni"). Swami var vinur Pamellu Bordes, fegurðardísarinnar sem fékk starf í Neðri málstofunni og brezkir þing- menn og ritstjórar áttu vingott við. Indverska stjómin hefur sakað Swami um gjaldeyrissvik og hann bíður þess nú að verða leiddur fyrir rétt eins og Khashoggi. Sér til skelfíngar hefur soldáninn hvað eftir annað dregizt inn í deilur út af vafasamri sölu á brezka fyrir- tækinu House of Fraser og „flagg- skipi" þess, Harrods-verzluninni. „Tiny“ Rowland, framkvæmdastjóri Lonrho-fyrirtækisins, hefur haldið því fram að soldáninn hafi hjálpað Studdi „kontrana“ Soldáninn hefur slitið öllu sam- bandi sínu við Al-Fayed-bræðuma. Bartholomew segir að hann kunni að hafa látið blekkjast vegna þess að bræðumir hafi verið í slagtogi með brezku ríkisstjórninni í þessu máli. Skýrslan um rannsóknina get- ur valdið soldáninum erfíðleikum og blaðið The Guardian segir að það sé ein af ástæðunum til þess að hún hefur ekki verið birt. Hvað sem þessu líður hefur Al- Fayed-bræðmnum verið leyft að halda Harrods — frægustu verzlun heims. Soldáninn hefur hana í meiri hávegum en nokkra aðra verzlun. Þangað hefur hann jafnan farið til að kaupa jólagjafír handa starfsfólki sínu. Annað mál, sem hefur valdið sold- áninum erfíðleikum, er stuðningur hans við kontra-skæruliða í Nic- aragua. í ljós kom fyrir þremur árum að hann hafði gefíð 10 milljónir dala í bandarískan leynisjóð, sem var notaður til að standa straum af kostnaði við uppreisn kontranna. En peningarnir komu aldrei fram. Þeir munu hafa verið lagðir á reikning með röngu númeri í banka í Svíss og eigandi reikningsins virðist hafa hirt þá. Oliver North ofursti var grunaður um að hafa átt einhveija sök á þessum mistökum, en málið hefur aldrei verið skýrt til hlítar. Á 42 ára afmæli sir Hasaanal Bolkiahs soldáns 15. júlí í fyrra lauk 10 daga hátíðahöldum með fjórum Soldáninn á hersýningu: •GúrkhsPhermenn veija lándið. Azahari: uppreisn með stuðningi Indónesa. skrúðgöngum í Bandar Seri Begaw- an. íbúar Brunei hylltu þjóðhöfð- ingja sinn og fögnuðu bættum hag. Árstekjur nema yfirleitt sem svarar 1,3 milljónum ísl. króna á ári og enginn þarf að greiða tekjuskatt. Annar hver maður á bíl og benzín er hræódýrt. Menntun og læknis- þjónusta eru ókeypis og góðir nem- endur eru styrktir til náms erlendis. Annar hver maður starfar fyrir stjómina eða Shell og atvinnuleysi þekkist varla. Auðvelt er að fá vaxtalítil lán til íbúðakaupa og allir hafa rétt á ellilífeyri. Brunei er því sannkallað velferð- arríki — eða shell-ferðarríki eins og það hefur verið kallað. Olían og jarðgasið munu ganga til þurrðar fyrr eða síðar, en þjóðin skuldar ekki neitt, enginn halli er á viðskipt- um við útlönd og hún á meiri vara- gjaldeyrisforða en Kínveijar — 20 milljarði dala. Þjóðin er svo fámenn að hún mun geta lifað af tekjum af fjárfestingum soldánsins og virðist tiltölulega ánægð með ástandið eins og það er og hafa lítinn áhuga á að breyta því. Svo kann þó að fara að hún krefjist aukinnar hlutdeildar í olíuauðnum, þótt hann hljóti að minnka. grýttur fyrir brot á Kóraninum og boðendur öfgafullrar múhameðstrú- ar hafa fengið lítinn hljómgrunn. Soldáninn hefur rækt skyldur sínar sem trúarleiðtogi af samvizkusemi, en lifir allt öðru lífi þegar hann kem- ur ekki fram í því hlutverki, klæðist fötum frá Saville Row í stað þjóð- búnings og stundar fjárhættuspil í Lundúnum. Soldáninn á fjölda eigna utan Ómar Saifuddin: faðirinn laut í lægra haldi. Elzti sonurinn í snóker meö Terry Griffiths: kennslustundin kostar 27.000 kr. Gullhúðað hvolfþak soldánshallarinnar: Höllin kostaði 400 milljónir dollara. egypzkum bræðrum að kaupa House of Fraser. Soldáninn hefur harðiega neitað því að hann hafí verið viðrið- inn þetta mál, þótt hann viðurkenni að hann sé góður kunningi annars bróðurins, Mohameds Al-Fayeds, sem er fyrrverandi mágur Khas- hoggis. Rannsókn var hafín á því á vegum brezka viðskipta- og iðnaðarráðu- neytisins hvað raunverulega gerðist þegar House of Fraser var keypt. Efni úr skýrslunni var lekið til viku- blaðsins The Observer, sem er í eigu Tiny Rowlands, og brezkur þing- maður lét svo um mælt að Al- Fayed-bræðumir væm „prettvísir þorparar". Enginn virðist trúa sold- áninum og brezka lögreglan, sem rannsakar uppmna bræðranna, vill fá áheym hjá honum. Líkneski af Churchill í Brunei: vinátta við Breta. nei. Enginn hefði haft neitt við að athuga, ef hann hefði gert hana að hjákonu sinni, og landar hans urðu undrandi þegar hann kvæntist henni á laun. Þótt landsmenn séu múhameðstrúar er ekki lengur talið viðeigandi að menn taki sér fleiri en eina konu. Saifuddin, faðir soldánsins, sem var valdamikill að tjaldabaki, reidd- ist ráðahagnum og taldi hann alvar- legustu ógnunina við völd sín síðan hann setti son sinn í hásætið 14 árum áður. Hann kallaði hina nýju konu sonar síns aldrei annað en „þennan Japana“ og það lýsti vel niðurbældri reiði hans og annarra Bmnei-búa í garð Japana, sem her- sátu landið í stríðinu. Litlu munaðr að soldáninn glataði hásætinu vegna þessa máls, sem minnti að sumu leyti á reynslu Ját- varðs VIII í Bretlandi. Hann hótaði að leggja niður völd, en ákvað að beijast öfugt við Játvarð og fór með sigur af hólmi. Síðari höllin, sem prins í heimsókn: kemur til að spila póló.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.