Morgunblaðið - 25.06.1989, Síða 21
morgunblaðið, MENNIIUGARSTRAUMAR . a 25. JÚNÍ. 1989
c 21
De La
SoulP.A.
Pasemaster
Mase,
Ti'ugoy (yog-
hurt afturá-
bak, uppá-
halds fæða
hans) the
Dove og Pas-
dnuos.
Framtíð rap-
tónlistarinn-
ar?
I
um, skærum litum og blómum og
á tónleikum sveitarinnar eru á svið-
inu tvær dansstúlkur sem kasta
blómum til áheyrenda og tónlistin
hefur verið kölluð sýrurap. Þeir
P.A. Pasemaster Mase, Trugoy the
Dove og Posdnuos, sem skipa De
La Soul neita því þó harðlega að
þeir séu hippar og segjast vera
boðberar nýrrar hugsunar. Þeir
skera sig og úr í rapheiminum í
klæðaburði og bregða fyrir sig eig-
in slanguryrðum í stað þess að taka
úr slangursafni raptónlistarinnar
sem er mikið að vöxtum. Á plöt-
unni gætir ótal áhrifa og þekkja
má búta frá Liberace, Johnny Cash,
Steely Dan, Sly Stone og Otis Redd-
ing, svo eitthvað sé nefnt. Tónlistin
er samt sem áður frumleg og sjálf-
stæð, þó það virðist ef til vill þver-
sögn. Hún er reyndar öll sett saman
á hugvitssamlegan hátt úr tón-
bútum, utan radda drengjanna og
stöku trommuheila og fjölbreytnin
er slík að það er alltaf eitthvað sem
kemur á óvart. Félagamir í De La
Soul, segjast ekki telja tónbútun
þjófnað, enda sé öll rytmatónlist
unnin upp úr sömu grunnhugmynd-
um. Þessi nýja plata De La Soul
hefur til þess alla burði að ná til
poppplötukaupenda ekki síður en
rapáhugamanna, enda ein besta og
aðgengilegasta rapskífa sem völ er
á. Segja má að platan sé samfelld
ótrúlega fjölbreytt galsafengin
skemmtun, með hápólitísku inn-
skoti, s.s. í laginu Ghetto Thang.
Eitt lag af henni, Me Myself and
I, hefur notið talsverðrar hylli ytra
og platan sjálf á eflaust eftir að
seljast í stóru upplagi og á það vel
skilið. Þegar menn eru svo komnir
á bragðið og langar í eitthvað mat-
armeira má benda á Pure Righ-
teousness með múslímanum Lakim
Shabazz; öllu þyngri en litlu síðri.
um frá því sem var á plötunum.
Þannig má fá sígild verk eins
og Double ' Bass með
Niels-Henning og Sam Jones á
geisla, Something different, þar
sem Dexter Gordon blæs með
Philip Catherine, Niels-Henning
og Billy Higgins, Live at Montm-
artre með Stan Gets, fyrrnefnda
dúóhljóðritun Lee Konitz og Red
Mitchell, Live in Japan þar sem
Duke Jordan leikur með Wilbur
Little og Roy Heynes o.s.frv.
Mjög margir SteepelChase-
listamenn hafa leikið á íslandi:
Chet Baker, Dexter Gordon,
Kenny Drew, Niels-Henning,
Stan Getz, Eddie Harris, Duke
Jordan, John McNeil, Tete Mon-
toliu, Doyg Raney, Horace Parl-
an, Arild Andersen, Wilbur
Little, Philip Catharine og Ernie
^ Wilkins.
Ein af nýrri skífunum er
komu í þessari sendingu er On
the Roll með Ernie Wilkins Alm-
ost Big Band. Þeir eru 13 félag-
arnir í bandinu, m.a. Jens Wint-
her og Jeff Davis á trompeta,
Richard Boone á básúnu, Jesper
Thilo, Bent Jædig og Jan Zum
Worde á saxa, Kenny Drew á
píanó og Ed Thigpen á tromm-
ur. Ópusarnir eru sex og allir
eftir Wilkins nejna Lover man.
Wilkins kom til íslands 1983 og
stjórnaði hér stórsveitum og blés
í saxafón á minningartónleikum
um Gunnar Ormslev. Hann var
þekktastur sem útsetjari Count
Basie-bandsins en skrifaði líka
mikið fyrir Harry James,
Tommy Dorsey, Clark Terry og
Lionel Hampton. Hann settist
að í Kaupmannahöfn árið 1980
og hefur fengið mikið hrós fyrir
„Næstum stórsveit“ sína. En þó
þeir félagar séu aðeins þrettán
sveifla þeir tónlistinni af sama
krafti og bestu stórsveitir djass-
ins. Það sýður á keipunum í
Almost Basie þar sem Kenny er
í hlutverki gamla greifans. Aft-
urámóti ríkir fegurð draumsins
í upphafi óðsins til Billy Stray-
horns en í millikaflanum láta
þeir Jens Winther og Richard
Boone gamminn geysa og svo
er Ed Thigpen réttur maður á
réttum stað í Give the Drummer
Some. Lover Man er blásið rösk-
lega, svo er að sjálfsögðu blús
fyrir Rikka Boone að syngja og
skífunni lýkur á A Little Bit of
Duke, þar sem Kenny beitir ell-
ingtonískum töktum í leik
sínum. Stórgóð skífa fyrir alla
unnendur sannrar sveilíu.
KVIIilVIYNDIR/ Stendur Timothy Dalton sigí
Bondhlut'verkinu?
LEYFIÐ AFTVRKALLAÐ
að er Bondár í ár. Sautjánda
myndin í myndaflokknum um
njósnara hennar hátignar James
Bond verður frumsýnd næstu daga
í Bandaríkjunum, hún heitir „Licen-
ce to Kill“ eða
Leyfi til að drepa
í beinharðri þýð-
ingu og hún ætti
að duga milljónum
aðdáenda langleið-
ina fram á næsta
Bondár.
Breski leikarinn
Timothy Dalton
tók við stöðu njósnarans af Roger
Moore í síðustu mynd og stóð sig
feikivel í viðkvæmu og óvenju hjart-
fóignu hlutverki enda var heimurinn
tilbúinn að grilla hann af minnsta
tilefni. En heimurinn brosti framan
í Dalton og leit á hann með vel-
þóknun. Nú er að sjá hvort góðvild-
in endist. Var fyrsta myndin byrj-
endaheppni eða er Dalton okkar
eini sanni Bond? Sjálfur veðja ég á
hið síðarnefnda.
Nýjasta myndin, sem John Glen
leikstýrir að vanda, er svolítið sér-
kennileg því nafnið kemur ekki frá
Ian Fleming og söguþráðurinn er
hinn óvenjulegasti að því leyti að
njósnarinn okkar í þjónustu hennar
hátignar segir sig úr þjónustunni
og leitar persónulegrar hefndar.
Eiturlyfjabarón pínir og drepur
besta vin Bonds og eiginkonu hans.
Af því glæpamaðurinn er maður
forkunnarríkur og valdamikill gerir
Timothy Dalton í hlutverki
James Bonds; leyfislaus en alltaf
jafnhrifinn af fjárhættuspili, konum
og þurrum martíní.
enginn neitt í málinu. Kemur þá til
sögunnar maður að nafni
Bond . . . James Bond, sem fyrir
utan að vera njósnari er fjárhættu-
spilari, óforbetranlegur kvenna-
maður og sólginn í þurra martíní-
drykki — hrista en ekki hrærða.
Eða var það öfugt. Bond neitar aldr-
ei þessu vant að gegna yfirboðurum
sínum og heldur í persónulega
hefndarför svo leyfi hans til að
drepa er afturkallað.
Það átti raunar myndin lengi vel
að heita, Leyfið afturkallað („Licen-
ce Revoked"), en því var breytt
eftir því sem Dalton segir, vegna
þess að auglýsingamennirnir og
dreyfingaraðilarnir voru ekki vissir
um að bandarískur almenningur
vissi hvað afturkallað eða „revoked"
þýddi. Fyrsta reglan vestra virðist
vera: Ætíð skaltu vanmeta banda-
rískan almenning.
Þótt Bondsögur Flemings séu
allar komnar á filmu og heitið sé
fundið upp af auglýsingadeildinni
en ekki lengur fengið af snjáðri
bókarkápu sækja handritshöfund-
arnir, Michael G. Wilson og Richard
Maibaum (sá hefur unnið við 12
Bondmyndir), enn ýmislegt i smiðju
Bondhöfundarins. Þannig nota þeir
þætti úr þremur verkum hans í
nýju myndina; skáldsögunni „Live
and Let Die“ frá 1954 og smásög-
unum „The Hildebrand Rarity" og
„For Your Eyes Onley“.
Licence to Kill verður sýnd í Bíó-
höllinni/Bíóborginni.
Gleðilegt Bondár.
eftir Arnald
Indriðason
FJALLAHJÓLVERÐFRÁ 28.250,- 3 GÍRA KARLMANNS-OG KVENMANNSHJÓL MEÐ
DRENGJAFJALLAHJÓL, VERÐ FRÁ 17.450,- FÓTBREMSU, VERÐ FRÁ 19.950,-
10 GÍRA KARLMANNSHJÓL, VERÐ FRÁ 18.500,- 12 GÍRA KEPPNISHJÓL, VERÐ FRÁ 31.500,-
BMX, 9.600,-
DTSÖLUSTAÐIR
Reylýavik: Sportval, Kringlunni
Kópavogur: JöFar hf.
Keflavik: Sportvörabúð Óskars
Akranes: Bilver sf.
Akttreyri: Skiðaþjónustan
Dalvik: Sportvik
Húsavik: Bókaverslun Þórarins Stefánssonai
ísafjörðar: Vélsmiðjan Þór
10 -15% VERÐLÆKKUN
0
JÖFUR HF
NÝBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600
VERTU Á RÓLI Á PEUGEOT HJÓLI
PEUGEOT REIÐHJÓL