Morgunblaðið - 25.06.1989, Síða 22

Morgunblaðið - 25.06.1989, Síða 22
22 C_______ Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Heild korísins Margar af þeim greinum sem birtast í þessum pistli fjalla um stjömumerkin og þá um eitt stjömumerki í einu. Al- gengt er að sagt sé að einung- is sé verið að fjalla um hið dæmigerða merki og að hver maður eigi sér nokkur stjömu- merki. Hin merkin Það hvaða stjömumerki menn eiga, eða eru samansettir úr, ákvarðast af stöðu pláneta í merkjum og því hvaða merki er að risa yfir sjóndeildar- hringinn og hvaða merki er hæst á lofti á fæðingardag og -stund. Merki Sólar, Tungls og Rísandi skipta mestu máli, em aðalmerkin, og síðan merki Merkúrs, Venusar, Mars og Miðhimins. Sól er táknræn fyrir grunneðli, vilja og lífsorku, Tungl fyrir tilfinn- ingar og daglegt hegðunar- mynstur og Rísandi fyrir fas, framkomu og persónulegan stíl. Merkúr er táknrænn fyrir hugsun, Venus fyrir ást, sam- skipti og fegurð, Mars fyrir framkvæmdaorku og Mið- himinn fyrir markmið og stefnu í þjóðféiaginu. Samspil þátíanna Það sem er skemmtilegast í stjömuspeki er að spá í það hvemig merkin vinna saman. Það er undirstöðuatriði að þekkja eðli hvers merkis fyrir sig, en næsta skrefið er að spá í samvinnu þeirra. Þessi sam- vinna, eða ósamvinna merkj- anna segir oft ansi mikið um það af hveiju Jón lætur eins og hann gerir. Lík og ólík merki Það má segja að ein regla í stjömuspeki sé sú að ef helstu merkin era lík megi búast við jafnvægi í hegðun viðkomandi manns, en ef þau eru ólík þá megi búast við því að viðkom- andi verði sjálfum sér ósam- kvæmur og misjafn i hegðun eftir tímabilum, eða þar til hann hefur náð jafnvægi í persónuleika sinn. SviÖsskrekkur Þegar Vog og Krabbi, sem eru óh'k merki, era saman í korti getur myndast hræðsia við athafnir. Sviðsskrekkur eða feimni er gott dæmi um það sem getur háð viðkomandi, en félagslyndi togast á við hlé- drægni, viðkvæmni og var- kámi. Regluleg óregla Útkoman getur orðið nokkuð fyndin þegar Bogamaður og Meyja era saman í korti. Þá togast á frelsisþörf og þörf fyrir öryggi og reglu. Dæmi- gert fyrir það er að taka vel til og raða fötum skipulega í skápa, og mega síðan ekki vera af því að ganga vel um. Heimilið sveiflast þá á milli snyrtimennsku og reglu og þess að allt er í drasli. Hegðun- in getur einnig orðið sérstök.' Eina viku er lögð áhersla á stundvísi, en þá næstu gleym- ist slíkt og viðkomandi mætir aldrei á réttum tíma á stefnu- mót. Sparsemi og eyösla Þegar Naut og Ljón era saman í korti getur viðkomandi sveiflast á milli þess að vera duglegur og sparsamur og þess að vera eyðslusamur og skemmtanasjúkur. Nautið heldur fast í hveija krónu í þijá mánuði, sparar klósett- pappír og munnþurrkur og svo ríkur Ljónið niður í bæ og kaupir Mercedes Benz á tvær milljónir. Maður sem hefur Naut og Ljón í korti sinu þarf að beijast við það að halda jafnvægi á milli tekjuöflunar og eyðslu. (Samspil Nauts og Ljóns er sterkt í stjömukorti íslands). Það er þetta sem gerir hina raunveralegu stjömuspeki skemmtilega, það að spá í samspil merkjanna. MORGUNBLAÐIÐ MYIMDASÖGUR sunnupagur 25. JÚNÍ 1989 BRENDA STARR HOU) PO YOO ISJVITE VOUR OU)N BROTHERTO AN"U6LV P06" COSITE5T? I DON'T EVEN KNOU) HOU) TO BE6IN THE LETTEK.. Hvernig býður maður bróður sínum í keppni um Ijótasta hundinn? Ég veit ekki einu sinni hvernig ég á að byija bréfið. Pear Ugly, Kæri Ljótur, ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Tígull út er sagnhafa vissu- lega í hag, en leysir þó ekki öll vandamál. Spilið kom upp í úr- slitaleik ítala og Bandaríkja- manna á HM 1979, báðir sagn- hafar fengu út tígul. Pittala vann spilið en Goldman tapaði því. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ ÁD73 ¥ G10764 Vestur J Á764 Austur ♦ 9 ♦ 8652 ¥K82 lllll ¥ ÁD5 ♦ D1085 Suður ♦ 92 + A6532 4 KG104 ♦ D1094 ¥93 ♦ KG3 ♦ KG87 Vestur Norður Austur Suður — 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 3 grönd Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: tígulúmma. Þao blasir við að spila hjarta í öðrum slag. Á báðum borðum stakk vestur upp kóng og tromp- aði út. Báðir sagnhafar drápu heima og spiluðu aftur hjarta. Gegn Pittala reyndi austur nú lauftíuna, gosi, ás og trompað. Trompásinn upplýsti leguna, en Pittala hafði völdin. Hann fríaði hjartað með trompun, stakk lauf hátt og spilaði fríhjarta. Austur trompaði, en Pittala henti tapara og lagði upp. Gegn Goldman spilaði Franco í austur tígli þegar hann komst inn á síðara hjartað. Goldman drap í blindum og gat nú unnið spilið auðveldlega með því að trompa hjarta. En hann vissi ekkert um 3—3 leguna og ætl- aði að tryggja vinning í 3—2 tromplegu með því að taka trompin og láta hjartagosann rúlla. Hann lagði því niður spaðaás. Trompaði svo hjarta, fór inn á blindan á trompdrottn- ingu og spilaði fríhjörtunum. Franco henti tvívegis laufi, stakk svo tígulinn sem kom næst og spilaði laufi. DeFalco í vestur fékk því fjórða slag vamarinnar á tígul! í æfmgaleik landsliðsins og Pólaris var Sævar Þorbjömsson sagnhafi. Hann fékk fyrsta slag- inn á tígulgosa og spilaði strax hjarta. Austur átti slaginn og sá fram á það að hjartað myndi fríast auðveldlega og besta von- in væri að stytta blindan. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á heimsbikarmótinu í Rotter- dam í Hollandi, sem nú er að Ijúka, kom þessi staða upp í skák hins sókndjarfa heimamanns John Van der Wiel, sem hafði hvítt og átti leik, og Jan Ehlvest, Sovétríkjunum. Síðustu leikir voru 17. f4-f5 - c5-c4 og nú fléttaði hvítur stórglæsilega: 18. &g6! - cxd3 19. gxh7+ - Kh8 20. Rd5+ - fS 21. Dg4!! (óvenjulega glæsilegur leikur. Hvítur ætlar að svara 21. - exd5 með 22. Hxf6!! - Bxg4 23. Hf7+ og mátar og sama verður upp á teningnum eftir 22. - Bxf6 23. Bxf6+ - Kxh7 24. Dh5+) 21. - e5 22. Dg8+! - Hxg8 23. hxg8=D+ - Kxg8 24. Rxc7. Hvítur hefur unnið skiptamun og eftir u.þ.b. 20 leikja vonlausa baráttu gafst svartur upp. Af þeim rúmlega þijú þúsund fléttum og fórnum sem ég hef birt hér í skák- hominu undanfarin þrettán ár slá fáar þessari við.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.