Morgunblaðið - 25.06.1989, Side 25

Morgunblaðið - 25.06.1989, Side 25
, MOKGUNBLADU), MIIMNINGAR SUNNjUtBAGUR 25. JÚNÍ 1989 Minninff: Stefanía Sigiusclóttir írá Bóndastöðum Stefanía Sigfúsdóttir, Hvanna- völlum 2, lést í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 9. júní sl. Hún var jarðsett frá Akureyrarkirkju 19. júní. Gengin er góð og göfug kona. Við minnumst hennar fyrst sem stóru systur, þegar við ólumst upp á sama bæ. Seinna á lífsleiðinni varð það hennar hlutskipti að fórna sér fyrir sína nánustu og létta þeim og öðrum lífsbaráttuna er áttu við heilsuleysi að stríða. Kom það best í ljós hve dugleg hún var að heim- sækja gamla sveitunga, vini og frændfólk, er það dvaldist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Stefanía fæddist á Bóndastöðum í Hjaltastaðarþinghá 7. febrúar 1911. Dóttir hjónanna Sigfúsar Einars Magnússonar og Elínar Margrétar Stefánsdóttur. Sigfús var sonur hjónanna Magnúsar Ein- arssonar og Sólveigar Sigfúsdóttur á Hrolllaugsstöðum. Margrét var dóttir Stefáns Sigurðssonar bónda á Ánastöðum og Sigurlínar Einars- dóttur konu hans. Sigfús og Margrét hófu búskap á Bóndastöðum árið .1907. Karl faðir okkar fluttist til þeirra árið 1910 og var í heimili hjá bróður sínum og mákonu til ársins 1921 er foreldrar okkar stofnuðu eigið heimili á Bóndastöðum. Þar bjuggu þessar tvær fjölskyldur saman, sem í mörgum tilfellum voru sem ein, með aðskilinn fjárhag og verksvið, eða allt til ársins 1944. Þá brugðu Sigfús og Margrét búi sökum van- heilsu og fluttust til Stefaníu dóttur sinnar á Akureyri. Þótt húsakynni væru þröng á Bóndastöðum á nútíma mæli- kvarða, var samkomulag allt eins og best varð á kosið. Skipti þá ekki máli þótt margt fólk væri í heimili og gestagangur oft mikiil einkum senni árin, þegar þjóðbraut lá við túngarðinn. Sigfús og Margrét eignuðust þijú börn. Tvö þeirra fæddust andvana. Fósturdóttir þeirra er Lukka Ing- varsdóttir, sem búsett er í Reykjavík. Stefanía ólst upp í föðurhúsum. 19 ára gömul hleypti hún fyrst heim- draganum er hún fór til náms í Hvítárbakkaskóla. Þar stundaði hún nám veturinn 1930-31. Eftir það fór hún í gagnfræðaskóla í Reykjavík og loks í Samvinnuskól- ann 1934-35. Þá dvaldi hún um nokkurra ára skeið í Reykjavík og vann þar einkum við veitingarekst- ur. Hún afiaði sér einnig menntunar á því sviði. Um 1940 fluttist Stefanía til Akureyrar, þar sem hún kynntist eftirlifándi eiginmanni sínum, Erik Kondrup. 1942 hófu þau Stefanía og Erik veitingarekstur á Hótel Svaninum. Þau ráku veitingasölu þar í nokkur ár eða þar til Erik hóf veitingarekst- ur á Hótel Norðurlandi 1946. Jafn- framt leigðu þau út herbergi á Svaninum og seldu leigjendunum einnig oft fæði. Eftir að þau hættu veitinga- rekstri á Svaninum setti Stefanía þar á stofn þvottahús, sem hún rak til ársins 1958 er fjölskyldan flutti í nýja íbúð, sem Erik hafði byggt á Hvannavöllum 2, en hann er rétt- indamaður bæði í húsa- og hús- gagnasmíði. Stefanía og Erik eignuðust fimm börn. Þau eru: Heiðar Víking, tæknifræðingur, Reykjavík, kvæntur Elleni Svavars- dóttur, kennara. Sigmar Viðar, byggingameistari, . Reykjavík. Hanna Fjóla, hjúkrunarfræðingur, Hafnarfirði, gift Jóni Magnúsi Brynleifssyni, vélfræðingi. Eiga þau tvo syni, Börk og Eirík Örn. Sif Karla, heyrnartæknir, Reykjavík, gift dr. Sigurði'Thorlaciusi, lækni. Þau eiga tvö börn, Elínu Margréti og Örnólf. Gunnar Jón bifvélavirki, verslunarmaður á Akureyri. Hann á eina dóttur, Stefaníu Rut. Stebba frænka var nánast eins og uppeldissystir okkar og höfum við jafnan iitið á hana sem stóru systur. Hún kallaði föður okkar allt- af Frænda og sýnir það hve náin vinátta og frændsemi var milli þeirra. Hún var ekki há í loftinu, en hafði stórt hjarta og sterkan vilja. Það var ávallt hressandi andblær í kringum hana. Lognmolla og seina- gangur var henni ekki að skapi. Hún hafði ákveðnar skoðanir og fór ekki dult með þær. Hún var fljót að taka ákvarðanir og dugleg að hrinda þeim í framkvæmd. Gilti þá einu hvort ráðist skyldi í fram- kvæmdir eða fórnað sér fyrir aðra. Hennar lífsstefna var að hjálpa og liðsinna öðrum eftir mætti. Lengst af hefur heimili hennar á Akureyri verið líkt og hótel fyrir frændur og vini, sem átt hafa leið um Akureyri eða þurft að sækja þangað skóla eða læknishjálp. Þar var einatt nóg húspláss og ekki skorti veitingar. Ekki höfðu gestir stansað lengi uns borð voru hlaðin girnilegum krás- C 25 um. Enda var bakstur og matar- gerð hennar sérsvið. Hún hafði mikið yndi af því að veita öðrum og gera það með myndarbrag. Það sýnir vel dugnað Stefaníu að jafnframt því að vera húsmóðir á stóru heimili stundaði hún oftast aðra vinnu. Annaðhvort við rekstur , eigin fyrirtækja eða vann hjá öðr- um. Foreldrar hennar áttu athvarf hjá henni nærfellt 20 ár eða þar til þau létust. Sigfús dó 1961 og Margrét 1963 og hafði hún verið asmasjúklingur um margra ára skeið. Reyndi þá oft á Stefaníu við umönnun hennar. Síðustu æviárin hefur Stefanía annast, eiginmann sinn, sem missti heilsuna langt um aldur fram. Að lokum viljum við þakka fyrir skemmtilegar samverustundir og höfðinglegar móttökur á Akureyri í gegnum árin. Fyrir jólapakka í gamla daga, sem innihéldu margs konar dýrindi, sem sveitabörnin á Bóndastöðum höfðu ekki kynnst fyrr. Að ógleymdu sælgæti, sem ekki var skorið við nögl, en slíkt var fáséð á heimaslóðum á þeim tíma. Síðast en ekki síst viljum við þakka órofa tryggð og vináttu sem aldrei brást. Við vottum eftirlifandi eigin- manni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Sigurður og Sædís frá Bóndastöðum. Minning: Sigríður B. Krisijáns- dóttir - Patreksfírði Fædd 12. jjúní 1940 Dáin 15. apríl 1989 Hinn 22. apríl síðastliðinn var borin til hinstu hvílu Sigríður Benn- ey Kristjánsdóttir, til heimilis að Brunnum 10, Patreksfirði. Það var fyrir rúmu ári síðan, að Bennsý veiktist af þeirri veiki, sem tók hana burt frá okkur langt um aldur fram. Bennsý eins og hún var jafnan kölluð sýndi ótrúlega elju og hugrekki í veikindum sínum, og ekki síst þegar haft er í huga að bróðir hennar Theodór veiktist um líkt leyti og hún, sem varð til þess að Theodór var borinn til moldar mánuði áður en Bennsý lést, en hann var ári yngri en hún. Þrátt fyrir að Bennsý væri mikið veik eftir alvarlegar aðgerðir, fannst mér hún á stundum hugsa meir um bróður sinn en sig og ósk- aði þess heitt að hann næði heilsu. En Guð tók hann líka til sín iangt um aldur fram. Kær frænka, systurdóttir mín, er horfin á besta aldri. Já, vegir Drottins eru órannsakanlegir, sumir deyja ungir og er það sárt fyrir ástvini og aðra sem eftir lifa. En hinsvegar þegar maðurinn lifir það að verða gamall vill hann kveðja þessa veröld hérna á jörðinni eins og gömul ekkja sem ég hitti hér einn daginn á förnum vegi, og spurði hana hvort hún væri ekki hress, og svaraði hún: „Jú, ég er vel hress, mér líður ágætlega, en ég vona að ég fái nú bráðum að fara.“ Sigríður Benney Kristjánsdóttir var fædd í Reykjavík, dóttir Ingi- bjargar Guðmundsdóttur frá Pat- reksfirði og Kristjáns Benjamíns- sonar strætisvagnastjóra í Reykjavík. Bennsý ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Ingibjörgu G. Magnúsdóttur og Guðmundi S. Guðmundssyni á Patreksfirði, og var hún þeim einstakur sólargeisli til æviloka þeirra. Þann 3. október 1962 giftist Sigríður B. Kristjánsdóttir eftirlif- andi manni sínum Unnari F. Mikael- syni og byggðu þau sér glæsilegt einbýlishús að Brunnum 10 á Pat- reksfirði, þar sem þau stofnuðu fyrirmyndarheimili. Bennsý og Unnar eignuðust þijú böm; Ómar, rafvirki fæddur 17. nóvember 1962 heitbundinn Píu Jörgensen, Kristinn fæddur 27. apríl 1964 og Unnur Guðrún fædd 7. september 1968. Bennsý og Unnar voru mjög samrýnd og kapp- kostuðu að sjá um velferð heimilis- ins og barna sinna, og má því segja að fjölskyldan hafi verið ein óijúf- andi heild, var það því mikiil harm- ur og raun að Bennsý var svo skyndilega kvödd í burtu. Ég, konan mín og börn okkar þökkum Bennsý fyrir samferðina, ávallt var hún með hjartagæsku og hlýhug er við komum í heimsókn að Brunnum 10, og þá stóð aldrei á hennar góðu gestrisni. Unnar, Ómar, Pía, Kristinn og Unnur Guð- rún, ég bið Guð að styrkja ykkur í þessari miklu raun. Fjölskylda mín sendir ykkur innilegustu samúðar- kveðjur og vonum við að minningin um Bennsý verði sorginni yfirsterk- ari. Magnús Guðmundsson t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HERMANN JÓNSSON, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, sem lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 20. júní verður jarðsunginn mánudaginn 26. júnífrá Landakirkju, Vestmannaeyjum kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn Hermannsson, Þorvaldur Hermannsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur og afi, SVAVAR HALLDÓRSSON, Breiðvangi 20, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 28. júní kl. 15.00. Kristín Ingvarsdóttir, Sigríður I. Svavarsdóttir, Steingrímur Guðjónsson, Ólöf Svavarsdóttir, Garðar Flygering, Halldór Svavarsson, Jósefína V. Antonsdóttir, Sigri'ður Jónsdóttir og barnabörn. t Tengdamóðir mín, EDITH KAMILLA GUÐMUNDSSON, fædd KAARBYE, Ránargötu 22, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavfk þriðjudaginn 27. júní kl. 13.30. Blóm eru afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Fyrir hönd annarra vandamanna, Heimir Áskelsson. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og systir, ÁSTRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Stangarholti 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. júní kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afbeðin en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Sigurður Sigbjörnsson, Guðmundur Elíasson, Ragnheiður Briem, Eifn Guðmundsdóttir, Guðmunda S. Guðmundsdóttir. t Útför móður okkar, DAGFRÍÐAR FINNSDÓTTUR kennara, Heimahaga 3, Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju, miðvikudaginn 28. júní kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á safnaðar- heimili Selfosskirkju, Hallveig Guðjónsdóttir, Pétur Guðjónsson, Sveinbjörn Guðjónsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JAKOBJÓNSSON fyrrverandi sóknarprestur, sem lést á Djúpavogi 17. júní, verður jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju mánudaginn 26. júní kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hallgrímskirkju, Reykjavík. Þóra Einarsdóttir, Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, Hans W. Rothenborg, Svava Jakobsdóttir, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Þór Edward Jakobsson, Jóhanna Jóhannesdóttir, Jón Einar Jakobsson, Gudrun Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.