Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 1
40 SIÐUR B OG LESBOK 180. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 12. AGUST 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Eistland: Rússarnir halda áfram verkföllum Moskvu. Reuter. Rússneskir innflytjendur í Eistlandi neituðu í gær að hlýða fyrir- skipunum stjórnvalda og snúa aftur til vinnu en síðustu daga hafa þeir verið í verkfalli til að mótmæla nýrri kosningalöggjöf. Segja þeir, að lög, sem heimila bann við kjaradeilum, taki ekki til þeirra vegna þess, að þeir séu í pólitísku verkfalli, ekki að krefjast hærri launa. Vladímír Vínogradov, einn helsti talsmaður samtaka rússneskumæl- andi fólks í Eistlandi, sagði í gær, að verkföllunum yrði haldið áfram, en með þeim vilja Rússarnir mót- mæla kosningalöggjöf, sem bindur kosningarétt í landinu við tveggja Svíar reka Sovétmann Stokkhólmi. Reuter. SÆNSK stjórnvöld skýrðu frá því í gær, að þau hefðu rekið úr Iandi starfsmann sovésku ræðis- mannsskrifstofúnnar í Gauta- borg. Var honum gefið að sök að hafa stundað iðnaðari\jósnir. Sænska utanríkisráðuneytið vildi ekki segja frá nafni Sovétmannsins en sagði, að hann hefði reynt að komast yfir sænsk og vestræn iðn- aðarleyndarmál án þess þó að hafa haft erindi sem erfiði. Lengi hefur verið heldur fátt með Svíum og Sovétmönnum og ber ýmislegt til, ekki síst grunsemdir um ferðir sovéskra kafbáta, sem enn verður verður vart í sænska skerjagarðinum, og ástandið i sænska sendiráðinu í Moskvu en heita má, að það sé fóðrað með hljóðnemum og hlerunartækjum. ára búsetu og kjörgengi við fimm ár. Forsætisnefnd eistneska æðsta ráðsins samþykkti í gær, að verk- föllin væru ólögleg og skipaði verk- fallsmönnum að hefja störf að nýju. Vínogradov .sagði hins vegar, að um væri að ræða pólitísk verkföil, sem ekki væru bönnuð. Margir Rússar hafa flust til Eystrasaltslandanna og lengi var það stefna sovéskra stjórnvalda að „rússneska" þjóðirnar. Nú eru þær að snúa þessari þróun við og þjóð- tungurnar hafa tekið sess rússnesk- unnar sem opinbert mál. Uppgjör í íran: v Reuter I gær var mikil hátíð meðal shíta, sem eru önnur megingrein múha- meðstrúarinnar, og var myndin tekin þegar leiðtogar og stuðnings- menn HizboIIah-hreyfingarinnar minntust dagsins í Suður-Beirut. Á sama tíma kváðu við drunurnar frá fallbyssum Sýrlendinga og krist- inna manna, sem hafa barist látlaust í rúman sólrahring. Hafa tugir manna beðið bana og hundruð særst. Vorið í Prag: Pólverjar fordæma innrásina Varsjá. Reuter. EFRI deild pólska þingsins sam- þykkti í gær ályktun þar sem innrás Varsjárbandalagsríkja í Tékkóslóvakíu árið 1968 var for- dæmd sem brot á rétti þjóða til að ráða eigin málum. _ Allir þingmennn deildarinnar, 100 að tölu, greiddu samþykktinni atkvæði en 98 þeirra eru félagar í stjórnarandstöðuhreyfingunni Samstöðu. Lýsti deildin sorg sinni vegna þátttöku pólskra heija í innrásinni en auk þeirra og Sovétmanna tóku Austur-Þjóðveijar, Ungveijar og Búlgarar þátt í henni. Rafsanjam býst til að ryðja burtu harðlínumönnunum Nikósíu, Beirút. Reuter. NÝ ríkisstjórn verður skipuð í næstu viku í Iran og er búist við, að Ali Akbar Rafsanjani, nýkjörinn forseti, láti nú um Reuter Stál í stál milli Austur- og Vestur-Þjóðverja Embættismenn Austur- og Vestur-Þýskalands hafa enn ekki leyst deiluna, sem upp er komin vegna meira en 300 Austur-Þjóðveija, sem komið hafa sér fyrir í sendiskrifstofum Vestur-Þýskalands aust- an járntjalds. Austur-Þjóðvetjarnir neita að fara fyrr en þeir hafa fengið vegabréfsáritun frá alþýðulýðveldinu. Að sögn æðsta' samn- ingamanns Vestur-Þjóðveija er engin lausn í augsýn. Á myndinni að ofan sjást nokkrir Austur-Þjóðveijanna, sem eru í sendiskrifstof- unni i Austur-Berlín, en alls dvelst þar 131 maður. helgina til skarar skríða gegu harðlínumönnum og útiloki þá frá embættum. Andlegur leið- togi Hizbollah-hreyfingarinnar í Líbanon, sem nýtur stuðnings Irana, bauðst í gær til að að- stoða við lausn vestrænna gísla ef arabískir fangar í Israel yrðu látnir lausir. Mikil spenna er I sögð ríkja í íran vegna yfirvofandi uppgjörs milli harðlínumanna og þeirra, sem hóf- [ samari eru taldir, og ber fréttaskýr-1 endum saman Rafsanjani um, að Rafsanjani muni standa eða falla með viðureigninni við öfgamanninn og innanríkisráð- herrann Ali Akbar Mohtashemi. Rafsanjani vill bæta samskiptin við vestræn ríki en tiiraunir hans til að höggva á þann Gordíons- hnút, sem eru gíslamálin í Líban- on, hafa sætt mikilli gagnrýni harðlínumanna. Sérfræðingar um írönsk málefni segja hins vegar, að takist Mohtashemi ekki að æsa upp landsfólkið geti ekkert komið honum til hjálpar. Annar andstæð- ingur Rafsanjanis er Mir-Hossein Mousavi forsætisráðherra en sam- kvæmt nýlega samþykktum stjórnarskrárbreytingum á emb- ætti hans að hverfa til forsetans. Það var Mohtashemi, sem stofn- aði Hizbollah-hreyfinguna í Líban- on þegar hann var sendiherra þar 1982, og hann hefur haft mikil ítök í henni síðan. Sagt er þó, að áhrif írana innan Hizbollah, sem er talin hafa 17 vestræna gísla á valdi sínu, fari aðallega eftir fjár- stuðningnum við hreyfinguna, sem er sagður vera þijár milljónir doll- ara á mánuði. Mohammed Hussein Fadlallah, andlegur leiðtogi Hizbollah, sagði í Beirut I gær, að hann vildi gera sitt til, að vestrænir gislar yrðu látnir lausir og arabískir fangar í ísrael. Einn af veraldlegum leið- togum hreyfingarinnar sagði hins vegar skömmu síðar, að af samn- ingum við ísraela yrði aldrei, að- eins valdbeiting. Lundur í Svíþjóð: Utlátasamt að segja upp dæmdum þjófi Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbladsins. FYRIR tveimur árum gerðist það á elliheimili í Lundi í Svíþjóð, að einn gæslumannanna var staðinn að því að stela frá vist- fólkinu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að hann hafði stund- að þessa iðju í fimm ár, og vildi sveitarfélagið þá reka hann umsvifalaust úr sinni þjónustu. Nú er komið á daginn, að til að það sé unnt verður bæjarfélagið að kveðja þjófinn með tvennum árslaunum, 2,7 millj. ísl. kr., og skaðabótum að auki. Maðurinn, sem er 24 ára gam- dómsuppkvaðningunni. all, var handtekinn árið 1987 og síðan ákærður fyrir að hafa stolið fatnaði og skartgripum, sem metnir eru á 1,3 millj. ísl. kr. Manninum var strax sagt upp en þá leitaði hann á náðir verkalýðs- félagsins, sem fékk því fram- gengt, að beðið yrði með uppsögn- ina þar til dómur félli. Að ári liðnu var maðurinn dæmdur til að hlíta ströngu skilorðseftirliti í nokkurn tíma og var hann þá látinn fara. Verkalýðsfélagið höfðaði þá mál fyrir vinnudómstólnum á þeim grundveili, að manninum hefði ekki verið tilkynnt uppsögnin með eðlilegum fyrii-vara að lokinni Niðurstaða vinnudómstólsins var sú, að maðurinn skyldi aftur fá starfið og Lundarbæ var gert að greiða verkalýðsfélaginu rúm- ar 90.000 ísl. kr. í skaðabætur. Bæjaryfirvöld gátu að sjálfsögðu ekki hugsað sér að hafa manninn í vinnu og hefur nú samist um, að hann hætti gegn tvennum árs- launum og skaðabótum fyrir að ekki var staðið rétt að uppsögn- inni. Þjófurinn fær því frá bæjar- félaginu eða bæjarbúum nærri 4,6 milljónir ísl. kr. Þetta mái hefur vakið hneyksl- an og reiði meðal Svía og finnst flestum sem nú sé mælirinn fullur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.