Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1989
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1989
19
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
5.000 milljóna
króna halli
Fjárlög fyrir líðandi ár eru
fyrir löngu brostin, eins
og fjárlög flestra síðustu ára.
Þetta var flestum ljóst fyrir
mörgum mánuðum. „Ríkis-
endurskoðun telur, að að öllu
óbreyttu stefni í tæpa 5 millj-
arða króna rekstrarhalla hjá
A-hluta ríkissjóðs á árinu
1989 að teknu tilliti til að-
gerða ríkisstjómarinnar í
ríkisfjármálum frá því í júlí-
mánuði. Hér er um verulega
breytingu til hins verra að
ræða, en fjárlög fyrir árið
1989 gerðu ráð fyrir rekstrar-
afgangi að fjárhæð 636 millj-
ónir króna,“ segir í skýrslu
Ríkisendurskoðunar um fram-
kvæmd fjárlaga fyrstu sex
mánuði ársins.
Svo virðist sem pólitísk ósk-
hyggja fremur en raunsæi
ráði mestu um hvaða forsend-
ur eru lagðar til grundvallar
við gerð íjárlaga. Þetta á ekki
aðeins við um fjárlög þessa
árs heldur fjárlög flestra und-
angenginna ára, enda hafa
forsendur „brugðist“ ár eftir
ár.
Við fjárlagagerðina fyrir
yfirstandandi ár var reiknað
með að verðlag hækkaði að
meðaltali um 14%, meðalverð
á erlendum gjaldeyri yrði 12%
hærra og launahækkanir yrðu
8-9% á milli áranna 1988 og
1989. Þróunin hefur auðvitað
orðið allt önnur eins og flest-
um mátti vera ljóst. Nú er
reiknað með að verðlag og
erlendir gjaldmiðlar hækki um
21% og laun um 11-12%, eins
og fram kemur í skýrslu Ríkis-
endurskoðunar. Óskhyggja
fjármálaráðherra um 636
milljóna króna afgang verður
að 5.000 milljóna króna mar-
tröð.
Ríkisendurskoðun segir að
helstu ástæður mikils halla á
ríkissjóði séu ákvarðanir um
2.500 milljóna króna útgjöld
(en þær eiga sér ekki stoð í
fjárlögum, sem Alþingi ís-
lendinga samþykkti), og einn-
ig 1.800 milljóna króna aukin
útgjöld vegna gjalda sem ekki
var „séð fyrir við gerð fjár-
laga, vanáætlunar flárlaga,
svo og að ekki mun að öllu
leyti nást fram sá sparnaður
sem fjárlög áformuðu".
Fjárlagagerð á íslandi er í
ógöngum og sjálfvirkni
ríkisútgjalda nær útilokar að
hægt sé að stjórna ríkisfjár-
málum með skynsamlegum
hætti. Það er fyrir löngu orðið
ljóst að róttækra breytinga
er þörf. Pólitískt hugrekki og
hugkvæmni eru nauðsynleg
og núverandi ríkisstjórn er
ekki líkleg til afreka hvað það
varðar. Og um leið og dregið
er úr sjálfvirkni ríkisútgjalda
og komið á skynsamlegri
stjóm á þróun þeirra verða
þingmenn að láta af ósk-
hyggju og óraunsæi sem hefur
einkennt íjárlagagerð og for-
sendur hennar.
Alveg eins og umræddar
breytingar era nauðsynlegar,
er það ekki síður mikilvægt,
að ríkissjóði sé stýrt þannig,
að það hafi ekki neikvæð áhrif
á allt efnahagslífið. Um það
er ekki deilt, að kjarasamn-
ingar ríkisins við starfsmenn
þess hafa áhrif á aðra kjara-
samninga. Eitt af því sem
hægt er að hafa áhrif á, en
þó takmörkuð áhrif, við samn-
ingu fjárlaga, era launakostn-
aður og starfsmannahald
ríkisins. I skýrslu Ríkisendur-
skoðunar kemur fram, að fjár-
lög ársins heimiluðu 400 ný
stöðugildi: „Til loka júní hefur
stöðugildum mánaðarlauna-
fólks fjölgað um 386. Hins
vegar hefur yfirvinna minnk-
að milli áranna um sem svarar
til 170 stöðugilda en hafði á
sama tímabili í fyrra aukist
um sem svarar til 180 stöðu-
gilda.“
Það er nokkurt gleðiefni,
að ríkisstarfsmönnum hafi
ekki fjölgað jafnmikið á þessu
ári og því síðasta og að tekist
hefur að draga úr yfirvinnu.
En það hlýtur að vera um-
hugsunarefni, að ríkisstarfs-
mönnum fjölgi á sex mánuð-
um um nærri 400 á sama tíma
og hvert einkafyrirtækið á
fætur öðra hefur gripið til
aðhaldsaðgerða, hagræðingar
og reynt að fækka starfsfólki.
Fyrirsjáanlegur halli upp á
5.000 milljónir króna vekur
áhyggjur ekki síst vegna þess,
að hann verður ekki brúaður
með aukinni skattheimtu. Þar
hefur þegar verið gengið of
langt. Aðhald, sparsemi og
niðurskurður era þau tæki
sem ríkisstjórnin hefur.
4-
I
Jarðgöng munu gerbylta
samgöngum Islendinga
- segir Steingrímur Sigfusson samgönguráðherra
GETA jarðgöng stöðvað fólksflótta úr dreifbýlinu? Steingrímur Sigf-
ússon samgönguráðherra er á þeirri skoðun, og í eftirfarandi við-
tali segir hann að jarðgöng, sem tengi saman helstu þéttbýliskjarna
á Vestfjörðum og AustQörðum, séu helsta forsendan fyrir að byggð
haldist og eflist á þessum svæðum. Hann segir að jarðgöng séu í
raun ódýrar framkvæmdir, þegar tillit sé tekið til samgöngubótanna
og þýðingu þeirra fyrir viðkomandi svæði, og að reynslan af jarð-
göngunum gegnum Ólafsfjarðarmúla, sem nú er verið að grafa, sýni
að jarðgangagerð sé alls ekki erfiðari hér á landi en annars staðar.
Steingrímur Sigfússon samgönguráðherra
Það er ekki ýkja langt síðan
umræður hófust um jarðgangagerð
á íslandi að nýju. Þá höfðu þær að
mestu legið niðri í áratugi þar sem
reynsla af jarðgangagreftri sem
samgöngubót var ekki góð.
Steingrímur Sigfússon sagði í
upphafí samtalsins, að lengi vel
hefðu menn almennt haft ótrú á
jarðgöngum og talið þau vera dýra,
erfiða og áhættusama framkvæmd.
„Eftir sem áður horfðu menn á
það, að aðstæður á fjöllóttum svæð-
um, eins og á Austfjörðum, Vest-
fjörðum og Mið-Norðurlandi, eru
þess eðlis, að jarðgöng eru nánast
eina lausnin á samgönguvandamál-
um. Þess vegna fór að komast
hreyfing á þessi mál aftur upp úr
1980, og á árunum 1983-1987 voru
þau nokkrum sinnum tekin upp á
Alþingi af mér og fleirum," sagði
Steingrímur.
Á tíma fyrrverandi samgöngu-
ráðherra var skipuð nefnd um jarð-
gangagerð, og í áliti sem hún skil-
aði snemma árs 1987, raðaði hún
verkefnum í forgagnsröð. Fyrst
yrðu göng grafin gegnum Ólafs-
§arðarmúla, á næsta áratug verði
grafin jarðgöng undir Breiðadals-
heiði og Botnsheiði á Vestfjörðum,
alls 9,2 kílómetrar, sem tengi Skut-
ulsfjörð, Súgandafjörð og Önundar-
fjörð.
Á Austfjörðum er gert ráð fyrir
að grafin verði göng undir Fjarðar-
heiði og Oddsskarð, sem samtals
yrðu 18 kflómetra löng. Heildar-
kostnaður við þessi mannvirki er
talinn vera um 6-8 milljarðar króna.
-Fyrir utan þessar áætlanir hefur
undanfarið talsvert verið rætt um
jarðgöng undir Hvalfjörð, og jafn-
vel jarðgöng undir Fossvogsdal í
Reykjavík.
Múlagöngin á undan áætlun
Byrjað var að grafa göngin gegn-
um Ölafsfjarðarmúla á síðasta
hausti, og sagði Steingrímur að
framkvæmdir gengju þar mjög vel.
„Það hefur komið í ljós, að það
er ekkert öðruvísi að vinna við þetta
hér á landi en annars staðar. Jarð-
fræðin hér er til dæmis mjög svipuð
þeirri færeysku og þar hafa menn
mikla reynslu í jarðgangagerð, og
tekist mjög vel að glíma við þær
aðstæður.
Það þarf einfaldlega að vanda
mjög allan undirbúning og rann-
sóknir, svo menn viti að hveiju þeir
eru að að ganga. Það hefur tekist
svo vel þarna, að það má segja að
ekkert hafi komið mönnum á óvart.
Jarðlögin reyndust vera eins og
reiknað var með og gangur verksins
hefur verið í samræmi við það.
Það hefur raunar gengið betur
en menn áætluðu og þorðu að vona.
Menn eru þarna talsvert á undan
áæltun, og ef síðari hluti verksins,
sem er nú rúmlega hálfnað, gengur
eins og fyrri hlutinn, gætu menn
lokið göngunum nokkrum mánuð-
um á undan áætlun sem er auðvitað
mjög ánægjulegt ,“ sagði
Steingrímur.
Nú er gert ráð fyrir að komist
verði í gegnum Múlann í apríl á
næsta ári, en fyrstu áætlanir gerðu
ráð fyrir að sprengingum yrði lokið
um mitt árið 1990. Þá er eftir mik-
ill frágangur ágöngunum en áætlað
er að verkinu verði lokið að fullu í
kringum áramótin 1990-91.
Steingrímur sagðist nú vonast til
þess, að í samræmi við nýsam-
þykkta vegaáætlun, verði byijað á
framkvæmdum á Vestfjörðum í
beinu framhaldi af Ólafsfjarðar-
múla. Ekki seinna en 1992 hefjist
framkvæmdir við göng undir
Breiðadalsheiði og Botnsheiði úr
Skutulsfirði yfir í Súgandaflörð og
afram í Önundarfjörð. Og þegar
væri byijað að undirbúa brú yfir
Dýrafjörð.
„Það eru þegar hafnar rannsókn-
ir til undirbúnings þessa því það
er nauðsynlegt að undirbúningur
sé vandaður og menn reyni ekki
að stytta sér leið í þeim efnum. Það
eru því einnig þegar bytjaðar for-
kannanir á Austfjörðum á aðstæð-
um, þótt það líði því miður eitthvað
Iengri tími þar til hægt verður að
hefja framkvæmdir þar. Einnig hef-
ur verið rætt í hópi heimamanna
um forgangsröð og tilhögun þeirra
framkvæmda þegar þar að kemur,“
sagði Steingrímur.
Jarðgöng sóknaraðgerð í
byggðamálum
Ýmsir efast um þjóðhagslegt
gildi þess að eyða háum fjárhæðum
í jarðgangagerð á svæðum sem séu
smátt og smátt að fara úr byggð.
Steingrímur sagði að það væri
vissulega rétt, að margir horfðu í
kostnaðinn við jarðgöng. Hins veg-
ar sé það staðreynd, að þegar búið
er að leggja vegina, hljóti menn að
snúa sér meir að því að leysa sér-
stök verkefni, brúa og grafa jarð-
göng.
„Þessar framkvæmdir skipta
slíkum sköpum fyrir þessa lands-
hluta að mér finnast þær merkilega
ódýrar. Ef það er til dæmis spurn-
ing um það hvort menn hafa yfir-
leitt trú á að byggð haldist á Vest-
Ijörðum, þá eru þessi jarðgöng svar-
ið.
í mínum huga er þetta stærsta
einstaka atriðið í því að að skapa
þarna forsendur fyrir, ekki aðeins
áframhaldandi byggð, heldur einnig
fyrir því að byggðin efiist og hafi
þróunar- og vaxtarmöguleika. Ég
tel þetta ekki vera varnaraðgerð
heldur sóknaraðgerð að fara í þess-
ar samgöngubætur. Auk þess verð-
ur þetta einnig hluti af samgöngu-
kerfi landsins og mun nýtast lands-
mönnum öllum í ferðum um þessi
svæði.
Þegar þessum framkvæmdum
lýkur á Vestfjörðum verða um %
hlutar Vestfirðinga komnir í e'ina
samgöngulega heild. Þarna verður
eitt samfellt og öflugt atvinnu-,
þjónustu- og viðskiptasvæði sem á
sér vaxtamöguleika og framtíð.
Þama verður hægt að bjóða upp á
þá þjónustu sem menn gera kröfur
um, skólagöngu á æðri stigum og
annað í þeim dúr. Það þurfa að
myndast svona sterkir samtengdir
öxlar í kjördæmunum, þungamiðjur
sem geta eflt svæðið út frá sér.
Ef við gefum okkur að áfram-
haldandi verði einhver fækkun í
aðliggjandi svæðum, getur þetta,
ásamt með öðru, skipt sköpum um
það hvort það fólk færir sig inn á
þessi svæði sem em þá að vaxa,
eða flytji til Reykjavíkur eða jafn-
vel til útlanda. Það hlýtur að vera
keppikefli að stöðva þá flutninga í
fjórðungunum.
En ég er nú reyndar þeirrar skoð-
unar, að með batnandi samgöngum
vænkist einnig hagur þessara jaðar-
svæða og sveitanna. Og það sýnir
sig að þegar komnar eru á mjög
góðar samgöngur, þá getur verið
gróska í héraðum sem liggja að
miðstöðvunum.
Þetta á ekki síður við um Aust-
firðina. Það er hægt að sjá fyrir
sér að Seyðisfjörður, Mjóifjörður,
Norðfjörður, Eskifjörður, Reyðar-
fjörður og Egilsstaðir, og jafnvel
fleiri fírðir verði samtengdir með
jarðgöngum. Þá er það auðvitað
slík gerbylting á aðstæðum á þessu
svæði að það er erfitt að finna sam-
jöfnuð.
Ég hef stundum sagt við Aust-
firðinga, að þegar þetta verði kom-
ið hjá þeim, þá séu þeir nokkurn
veginn jafn vel settir og Eyfirðingar
á svæðinu milli Ólafsfjarðar og
Húsavíkur."
Hvalfjarðargöng spennandi
möguleiki
— Hvað með göng undir Hval-
fjörð. Verða þau að veruleika í
næstu framtíð?
„Ég er að ganga frá skipun
nefndar til að fara yfir alla þá
möguleika sem þar era til umræðu.
Hugmyndin á bak við þessi göng,
er að þau verði utan við vegaáætlun
og stofnað verði félag um að grafa
göngin og reka þau. Það félag fái
leyfi frá stjórnvöldum og ýmsar
ívilnanir,' og tekjur af vegatolli
standi undir rekstrarkostnaði og
afskriftum af mannvirkjum.
Þarna koma til greina aðrir kost-
ir en jarðgöng, svo sem stokkur á
botninum, og fyrstu athuganir
benda til þess að það sé ekki ýkja
mikiil munur á kostnaði, hvor leiðin
sem farin er. Einnig hafa menn
ekki viljað útiloka brú, þótt hún
verði væntanlega dýrari.
Á pappírnum á dæmið að geta
gengið upp og þetta er því mjög
spennandi. Hinu er þó ekki að neita,
að þarna eru ýmsir óvissuþsettir og
þá verður að skoða mjög vandlega.
Það er óráðlegt að fara út í þetta
nema afla fyrst eins góðra gagna
og hægt er.
í þessu er einnig ákveðin pólitísk
spurning, hvort menn séu tilbúnir
til að fara út á þessa braut í mann-
virkjagerð. Ég hef sagt, og segi
enn, að ég er tilbúinn til að skoða
málið, ef ljóst er að um arðbært
og þjóðhagslega hagkvæmt fyrir-
tæki sé að ræða sem sparar mönn-
um tíma og eldsneyti og styttir
vegalengdir.
En það þarf að kanna pólitíska
baklandið. Það á að mínu mati ekki
að leggja af stað í svona verkefni
nema takist að skapa um það
breiða, og helst algera, pólitíska
samstöðu. Hér er um mikla íjárfest-
ingu að ræða, og menn spyija eðli-
lega hvort hún sé efst á listanum
hjá okkur íslendingum, skuldugri
þjóð, við þessar aðstæður."
Höfúðborgin í
stórverkeínaflokki
— Er ekki líka pólitísk spenna í
sambandi við jarðgangagerð á
Vestíjörðum og Austijörðum á
kostnað annarra landshluta?
„Það er auðvitað einnig horft á
nauðsyn á úrbótum á samgöngu-
kerfinu á þéttbýlissvæðinu hér suð-
vestanlands. Þess vegna hef ég ein-
mitt í vegaáætluninni sett upp stór-
verkefnaflokk, þannig að hann taki
á þeim þremur sérstökum verkefn-
um í samgöngumálunum sem ég tel
að sé nú orðið tímabært og nauð-
synlegt að ráðast í jafnhliða hefð-
bundinni vegagerð.
Þessi verkefni eru í fyrsta lagi
jarðgöngin, í öðru lagi samgöngu-
mannvirki, vegamót og brýr á höf-
uðborgarsvæðinu vegna mjög vax-
andi umferðarþunga þar, og í þriðja
lagi era stærstu brýrnar og fjarða-
þveranir.
Mín von er sú, að við þessa áætl-
un verði staðið. Og þá munu menn
á næstu 10 árum eða svo, sjá mikl-
ar framfarir á öllum þessum sviðum
samgangna, samhliða því að við
höldum okkar striki í uppbyggingu
almenna vegakerfisins eins og lagn-
ingu bundins slitlags. Til samans
mun þetta breyta landslaginu
gríðarlega á næstu 10 áram ef
menn hafa úthald til að standa við
þessa áætlun,“ sagði samgönguráð-
herra.
Auðvelt að flýta
iramkvæmdum
Steingrímur var að lokum spurð-
ur hvort ekki væri hægt að grafa
öll þessi jarðgöng á mun styttri tíma
en nú er áætlað, meðal annars í
ljósi þess að rætt væri um að grafa
tæplega 30 kílómetra löngjarðgöng
við Fljótsdalsvirkjun á tveimur
áram með stórvirkum borvélum.
„Það er auðvitað enginn vandi
að hraða þessum framkvæmdum
eins og öðram,“ sagði Steingrímur.
„En vegaáætlunin gengur út frá
því að unnið sé samfellt með einum
flpkki á svipaðan hátt og nú er gert
í Ólafsfjarðarmúla. Eins og afköstin
eru þar, er það prýðisgangur.
En því er ekki að neita að það
mun auðvitað freista manna mjög,
að reyna að flýta þessu. Ég lái
Austfirðingum til dæmis ekki þótt
þeim finnist biðin löng. En það er
ekki svo erfitt að bíða nokkur ár,
ef sú vissa fylgir að hlutirnir gangi
á endanum.
En það mun ekki standa á mér
að finna raunhæfar leiðir til að
hraða þessum framkvæmdum enn
frekar. Og ég á raunar von á að
sú umræða verði háværari eftir
nokkra mánuði þegar fólk flykkist
norður í Ólafsfjarðarmúla til að
prafukeyra göngin þar og kemst
að raun um hversu gríðarleg bylting
þau verða,“ sagði Steingrímur Sig-
fússon samgönguráðherra.
GSH.
Tvær ólík-
ar myndir
Islenskar heilbrigðisskýrsl-
ur með þeim bestu í heimi
- segja tveir breskir prófessorar sem safiia hér eftii í samanburð-
Morgunblaðið/Bjami
Bresku prófessorarnir Andrew Cliff og Peter Haggett eru hér í Qórðu
ferð sinni til að rannsaka farsóttir meðal landsmanna á þessari öld
og síðustu.
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Magnús. Sýnd í Stjörnubíói. Leik-
stjóri, handritshöfúndur, framleið-
andi: Þráinn Bertelsson.
Helstu hlutverk: Egill Ólafsson,
Laddi, Guðrún Gísladóttir, Jón
Sigurbjörnsson, Margrét Ákadótt-
ir, Árni Pétur Guðjónsson, Lilja
Þórisdóttir, Erlingur Gislason,
Randver Þorláksson, Þröstur Leó
Gunnarsson, María Ellingsen, Orn
Árnason, Gunnar Eyjólfsson, Edda
Vilborg Guðmundsdóttir.
Kvikmyndataka: Ari Kristinsson.
Tónlist: Sigurður Rúnar Jónsson.
Búningar: Sigrún Guðmundsdótt-
ir. Leikmynd: Geir Óttarr. Klipp-
ing: Skafti Guðmundsson. Nýtt líf,
1989.
Þráinn Bertelsson (Nýtt líf,
Skammdegi) hefur gert gaman-
myndir og hann hefur gert alvarlega
bíómynd og í nýjustu myndinni sinni,
Magnúsi, reynir hann við hvort
tveggja. Útkoman er tvær myndir í
einni. Önnur gamanmynd en hin al-
varleg, önnur góð og hin verri.
Það ætti engum að koma á óvart
sem fylgst hefur með Þráni að góða
myndin er gamanmyndin. Margt af
því fyndnasta sem Þráinn hefur gert
í kvikmyndum er í Magnúsi en mynd-
in skiptist á milli þess að vera léttleik-
andi og stundum sprenghlægilegur
farsi með skemmtilegum persónum
í fyndnum kringumstæðum og í það
að vera losaraleg, þung og vand-
ræðaleg saga um mann sem þarf að
takast á við lífið og „leyndardóma
tilverunnar" eftir að hann hefur
fengið fregnir um að hann gæti ver-
ið með banvænan sjúkdóm. Þunga-
miðjan er á reiki og samræmið á
milli gamans og alvöru er lítið, stund-
ilm svo að á tímabili er eins og mynd-
in hefði frekar átt að heita Laddi.
Egill Ólafsson fer með aðalhlut-
verkið í alvarlegu myndinni og er sá
eini sem ekki fær að rasa út og sýna
virkilega það sem í honum býr. Hann
er Magnús, þunglamaleg og mæðu-
leg persóna og næstum óskrifað blað
frá upphafí til löka. Auðvitað má
gera ráð fyfir að einmitt þannig séu
borgarlögmenn sem fengið hafa að
vita að dauðinn gæti verið á næstu
grösum en það hefði samt mátt blása
meira lífi í persónuna. Magnús er
ekki dauður enn. Raunar gengur
Þráinn svo illa frá persónunni að
hann lætur myndina aldrei svara því
hvort Magnús er yfirleitt með
krabbamein eða ekki. Á móti kemur
að Egill hefur myndugleika og út-
geislun, sem gerir mikið fyrir mynd-
ina, og honum tekst þegar hann fær
tækifæri til að sýna angistina sem
býr innra með Magnúsi. En ef Þráin
varðar ekki um persónu sfna af
hveiju ætti okkur þá að varða um
hana.
Laddi fer með aðalhlutverkið í
grínmyndinni og það er erfitt að
fmynda sér annan gamanleikara en
Þórhall Sigurðsson leika Theódór
Ólafsson leigubílstjóra og gera jafn-
mikið úr því. Þráinn gerir talsvert
útá hans sérgrein; Laddi þarf ekki
lengur nema klæðast læknaslopp og
salurinn springur úr hlátri og innsko-
tið með honum þegar hann þykist
vera flugmaður, þótt fulllangt sé, er
afbragð.
Það eru kannski einmitt aukaper-
sónugerðin og ósamstæð atvikin í
kringum aukaleikarana sem er aðall
myndarinnar ásamt góðum bröndur-
um f handritinu, sem oft era heilmik-
ið meira en bara fyndnir. („Hann er
þá laus við heimsóknartímana,11 seg-
ir langþreyttur sjúklingur þegar her-
bergisfélagi hans kveður þennan
heim). Það skiptir ekki síður máli
hver segir hvað. „Lífið er blekking,"
segir Gunnar Eyjólfsson í örlitlu hlut-
verki uppskrúfaðs menningarvita,
„nema í skátunum".
Þá er leikarahópurinn, sá mesti
og besti sem Þráinn hefur stjómað
í bíómynd, mjög góður. Erlingur
Gíslason er kostulegur í hlutverki
læknisins sem segir eitthvað á þá
leið þegar hann flytur Magnúsi frétt-
irnar um sjúkdóminn og lífslíkurnar:
Þú hefur góða möguleika miðað við
þá sem spila í lottóinu. Það er líka
glannalegur sjarmi yfír Jóni Sigur-
björnssyni í hlutverki Ólafs bónda á
Heimsenda sem fær póstinn sendan
í ísskáp og geymir bílasíma á hestin-
um sínum og Guðrún Gísladóttir er
einkar glæsileg í hlutverki eiginkonu
Magnúsar og stelur frábærlega sen-
unni á tímabili.
Myndin gerist í Reykjavík sam-
tímans en borgin spilar enga sér-
staka rallu. Annað er að segja um
borgarstarfsmenn, sem eru vondu
kallarnir er vilja flæma Ólaf bónda
af Heimsenda og beita við það ýms-
um vafasömum brögðum og kúguna-
raðgerðum. Má vel vera að það sé
skot á valdatíð núverandi borgar-
stjóra en víst er að Símon, (Árni
Pétur Guðjónsson) sendimaður borg-
aryfirvalda, er allur hinn slímugasti
og svífst einskis.
Þráinn hefði átt að ákveða hvort
hann ætlaði að gera gamanmynd eða
alvarlega áður en hann lagði af stað.
Grínið og alvaran rennur aldrei sam-
an í Magnúsi. En það er mildur,
góður svipur yfir myndinni allri.
„Þetta eru heiðarlegar myndir," seg-
ir menningarvitinn við listamanninn,
eiginkonu Magnúsar. Það er ákveð-
inn heiðárleiki í Magnúsi líka.
arbók um farsóttir
FARSÓTTIR og plágur eru hugð-
areftii tveggja breskra fræði-
manna sem síðustu daga hafa at-
hugað íslenskar heilbrigðisskýrsl-
ur í húsakynnum landlæknis. Þeir
dr. Andrew Cliff frá Cambridge-
hásóla og dr. Peter Haggett frá
háskólanum í Bristol líta ekki við
pestargemsum, þeir beina kröft-
um sínum að skýrslum og frásögn-
um af sjúklingum. Þetta er Qórða
heimsókn sagnfræðingsins og
landafræðingsins hingað til lands.
Saman hafa þeir gefið út allnokkr-
ar bækur og yfirlit um útbreiðslu
farsótta í ýmsum löndum og viða
nú að sér eftii í fleiri rit.
Prófessorarnir segjast koma til
íslands af þremur ástæðum: „í fyrsta
lagi era íslenskar heilbrigðisskýrslur
síðustu 150 ár mjög góðar,“ segja
þeir, „líklega þær best varÖveittu og
nákvæmustu í heimi. Norrænir ann-
álar og skýrslur eru almennt ítarleg-
' ir og hér spillir ekki fyrir hve íslend-
ingar eru fáir, það auðveldar mjög
að afla og halda saman upplýsingum.
Lega Islands á hnettinum er annað
sem gerir landið áhugavert fyrir okk-
ur. Það var lengi tiltölulega ein-
angrað og farsóttir skutu upp kollin-
um endrum og sinnum. Þær geisuðu
af talsverðum krafti þegar þær bár-
ust til landsins á annað borð, sérstak-
léga í litlum og afskekktum byggðar-
lögum. Með bættum samgöngum síð-
ustu áratugi hefur þetta snúist við.
En fullkominni heilbrigðisþjónustu
má þakka að margir smitsjúkdómar
sem áður voru skæðir þekkjast nú
varla. Til dæmis hafa 780 mislinga-
tilfelli greinst hér á þessum áratug
en á sjötta áratugnum voru þau
23.000 talsins.
Þriðja atriðið sem gerir það að
verkum að við komum gjama til Ís-
lands er hjálpsemi og samstarfsvilji
landlæknis, hagstofu og landsbóka-
safns. Og auk fræðimennskunnar í
hetmsóknum okkar hingað höfum við
mikla ánægju af að skoða landið,
reynum að koma á nýja staði í hverri
ferð.“
Dr. Andrew Cliff er prófessor 1
landfræðilegri sögu og dr. Peter
Haggett í læknisfræðilegri landa-
fræði. Þeir hafa unnið að rannsókn-
um í mörgum löndum, tekið að sér
verkefni fyrir heilbrigðisyfirvöld í
Bretlandi og heilbrigðisstófnun Sam-
einuðu þjóðanna. í þrem bókum
þeirra er talsvert stuðst við íslenskar
upplýsingar, nú undirbúa þeir bók
um alþjóðlegan samanburð á út-
breiðslu mislinga og segjast gera ráð
fyrir að hún komi út að tveimur áraip
liðnum. Mislingar hafa raunar verið
aðal rannsóknarefni prófessoranna
undanfarin tíu til ffmmtán ár.
„Þetta er hverfandi sjúkdómur en
verður þó tveimur milljónum manna
að áldurtila ár flvert," segja þeir.
„Þótt góður árangur hafi náðst í
starfi gegn mislingum á flestum
Vesturlöndum þarf stöðugt að halda
ónæmisaðgerðum áfram, ella getur
sjúkdómurinn blossað upp á ný.“