Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 10
MORQUNBLAÐIÐ. ILAUGARDAGUR' 12. ÁGÚST 1980 kh " EFNILEGUR GÍTARLEIKARI _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Gítarinn er hljóðlátt hljóðfæri og sama má segja um tónleikaröð sem haldin var á Kjarvalsstöðum nú í sumar, því undirritaður missti af fyrstu tónleikunum en á þeim léku Símon H. ívarsson og Hinrik D. Bjarnason. Síðustu tónieikamir voru haldnir á fimmtudaginn síðasta og þar lék Kristinn H. Árnason verk eftir S.L. Weiss, H. Villa-Lobos, J. Turina og A.B. Mangore. Kristinn hélt sína fyrstu tón- leika í Langholtskirkju fyrir ári eða svo en hyggur á framhalds- nám hjá José Tomas á Spáni. Hann er sérlega efnilegur gítar- leikari og var leikur hans nú í alla staði frábær. Kristinn hefur náð valdi á einstakiega fallegri og mjúkri tónun, aflað sér mikillar tæknikunnáttu og það sem mest er um vert, snertir við þeim fíngerðu tilfinningablæbrigðum sem eru sjaldfundin í skarkala- glamri nútímans, en eru innviðir sjálfrar fegurðarinnar. Takist Kristni að vinna úr góðri kunnáttu sinni og varðveita sitt hljóðláta listfengi, þar sem þó er Kristinn H. Árnason gítarleikari. ofið saman í einn streng djúpstæð- um átökum og fíngerðum tilfinn- ingum, getur hann orðið gítarleik- ari af stóru gerðinni. Listfengi er ásköpuð náttúra en kunnáttan áun_nin og svo virðist sem Kristinn H. Ámason gítarleikari hafi þegið þær stóm gjafir úr hendi lista- gyðjanna, er munu vísa honum torsótta leiðina upp til heimkynna þeirra, en þar leikur þolraun tímans stórt og kröfuhart hlut- verk, sem ekki verður undan kom- ist að takast á við, til að skapa sér sögu sem listamaður. Eitt verka Höskuldar Björnssonar. Sýning á verkum Hösk- uldar Bjömssonar í Eden ÆTTINGJAR Höskuldar Björns- sonar listmálara halda sýningu á verkum hans í Eden í Hvera- gerði til 20. ágúst. Höskuldur var einna þekktastur fyrir fuglamyndir sínar. Á sýning- unni eru 28 verk, olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar, sem öll era til sölu. Síðast var haldin yfirlitssýning á verkum Höskuldar á Kjarvalsstöðum árið 1982. Höskuldur bjó í Hveragerði frá 1946. Hann átti við vanheilsu að stríða síðustu ár ævi sinnar og lést 1963 þá 56 ,ára gamall. 91^70 LÁRUS Þ• VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I I 3U ■ L I 0 / y KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lögg. fasteignas. Til sölu er að koma m.a. eigna: í fjórbýlishúsi í Heimunum stór og góð 3ja herb. íb. á jarðh. 99,3 fm. Allt sér (inng., hiti, þvottah.) ib. er öll nýendurbyggð. Ræktuð lóð. Nýhlaðin sólverönd. Skammt frá Melaskólanum neðri sérhæð 4ra herb. í þríbhósi 98,5 fm nettó auk geymslu í kj. og sameignar. Vel skipulögð. Laus fljótl. Trjágarður. Skammt frá Glæsibæ mjög stór 4ra herb. íb. á 4, hæð við Álfheima 114,4 fm nettó. Sólsval- ir. Góðir skápar. Mikið útsýni. Skuldlaus. Hentar m.a. þeim sem hafa lánsloforð. Fyrir hina vandlátu 3ja og 4ra herb. stórar og góðar íb. í byggingu við Grafarvog. Afh. með frág. sameign, fullb. u. trév. í byrjun næsta árs. Sérþvottah. og bílsk. fylgir hverri íb. Byggjandi Húni sf. Hagkvæm greiðslukjör. Hentar smið eða laghentum Höfum á skrá nokkrar eignir sem þarfnast endurþóta og viðgerðar. Nánari uppl. aðeins á skrifst. Til kaups eða leigu Fjárst. kaupandi nýkominn til landsins óskar eftir verslhúsn. 50-150 fm á 1. hæð á góðum stað í borginni. Rétt eign verður borguð út. Nánari uppl. trúnaðarmál. Opið ídag laugardag kl. 10.00-15.00. ______________________________ Fjöldi fjársterkra kaupenda. FASTEI GNASAl AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ALMENNA Umsjónarmaður Gísli Jónsson 499. þáttur Pétur Þorsteinsson í Minnea- polis skrifar mér mikið bréf, og er þetta upphaf að: „Kæri Gísli. Hingað út barst mér 489. þáttur þinn um íslenzkt mál í Mogganum frá 3. júní sl. Reyni ég ævinlega að lesa þá, þegar ég kemst yfir blaðið, og þakka ég þér hér með fyrir þessa þætti. Ekki veitir af að hafa þess háttar í blöðunum og öðrum fjölmiðlum. í þessum þætti, þá fjallar þú um mannanöfn og nafngiftir. Þar — því miður — talar þú um að skíra einu nafni eða tveimur, „6 skírðar þessu nafni“ o.s.frv. Þú ert ekki einn um það. Valdi- mar Gunnarsson, Erlingur Sig- urðarson, Sigurður Tómasson og nú síðast Baldur Sigurðsson — allir umsjónarmenn þáttanna um daglegt mál í Ríkisútvarp- inu/hljóðvarpi — þessir framan- taldir gerðust einnig sekir um slíkt og þó eru það allt ágætis íslenzkumenn allir saman ... Sögnin „að skíra“ merkir fyrst og fremst að afdjöfla viðkom- andi í þessari ákveðnu at- höfn . . .“ Síðan útskýrir bréfritari sjón- armið sín í löngu máli og vill halda sögninni að skira í hreins- unarmerkingunni: „Um að gera að nota það [orðið að skíra] sem víðast, bara alls staðar nema þegar verið er að gefa nafn, hvort sem það er skip, flugvél, hross eða bara lítið barn,“ segir Pétur Þorsteinsson í Minneapolis og biður mig að taka þetta efni fyrir og kveður með virktum. Ég þakka Pétri fyrir vinsam- leg orð og fyrir að bijótast í því að skrifa mér um langan veg. Um trúarlega þáttinn í máli hans fjalla ég auðvitað ekki. Hitt verð ég að segja, að ég finn til engrar sektar, þótt ég noti sögnina að skíra í merkingunni að gefa nafn. Vissulega merkti hún að hreinsa, sbr. heiðskír, skíra guli, skína, skíma, skima og skær, svo fátt eitt sé talið skyldustu orða. En í öllum orðabókum, sem mér eru tiltækar, bæði um fornt mál og nýtt, er skíra einnig gefin í merkingunni: gefa nafn, d. döbe. Fyrir því sé ég enga ástæðu til að breyta aldagamalli hefð. Ég tel rétt að menn skíri börn sín þessu eða hinu nafni og geri ráð fyrir að slík athöfn sé ætíð framin af góðu hugar- fari. Um sögnina að afdjöfla er það hins vegar að segja, að ég þekki hana aðeins í merkingunni að ferma (konfirmera). Hún var notuð í minni sveit í óvirðulegum og hlýjulausum tón, og ekki báru sér allir hana í munn. Ég setti hana í samband við spurn- ingu sem lögð var fyrir mig við ferminguna og hófst á orðunum: „Afneitar þú djöflinum?“ Það voru helst menn sem létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna eða þóttust vera „kaldir kallar", sem sögðu við nýfermda stráka (naumast við stelpur): Er nú búið að afdjöfla þig? Niðurstaða: Ég fellst ekki á sjónarmið Péturs Þorsteinssonar né annarra þeirra sem amast við sögninni að skíra í merkingunni að gefa nafn. ★ Hlymrekur handan kvað: Mér er sama um bramlið í boxfósum eins og blaktandi hélog af koksljósum eða analfabeta. Best kann ég að meta afburði sr. Eggerts í Vogsósum. ★ 1) „Gæði svínakjöts hafa tek- ið miklum framförum", sagði í fréttatilkynningu (Mbl. 22. júlí). Þetta er gott dæmi um sókn nafnorðastílsins á mál okkar, að enskri fyrirmynd. Þar á ofan taka gæði ekki framförum. Þau eru góð í sjálfum sér. Á sæmi- legu mannamáli mætti segja: Svínakjöt(ið) hefur batnað mjög (til mikilla muna, að miklum mun) eða: svínakjöt(ið) er nú miklu betra en áður. Hitt má sá eiga, sem samdi fréttatilkynninguna, að hann hefur ekki gleymt orðinu fram- för. Hvað eftir annað hefur heyrst talað um „bætingar" íþróttamanna í staðinn fyrir framfarir eða framför. Við skulum láta bætingarnar duga á netin, en vonandi fer íþrótta- mönnum og öðrum fram. Von- andi verður framför þeirra sem mest (eða framfarir mestar). 2) „ ... hversu mikinn bjór þeir hugðust neyta“, heyrðist í sjónvarpsfréttum. Sögnin að neyta (orsakarsögn af njóta) stýrir eignarfalli eins og móður- sögnin. Því hefðu menn átt að hugleiða hversu mikils bjórs þeir ætluðu að neyta. Nota stýr- ir hins vegar þolfalli. Margir notuðu mikið tóbak. 3) Menn bíða hnekki og bíða tjón og bíða skaða, en menn „bera (ekki) verulegan hnekki“, eins og heyra mátti í sömu sjón- varpsfréttum. Hins vegar geta menn borið þess merki eða menjar að hafa orðið fyrir slys- um og tjóni. ★ Þegar Matthías Jochumsson var prestur orðinn sendi hann Eggert O. Brím stud.theol. svo- hljóðandi boð í kvelddrykkju síðasta vetrardag (25. apríl 1867): Sumarröðull signir fjallatinda, sit því hjá mér stund til málamynda og kneyfðu úr einni kollu, minn kæri vinur Brím, svo glöðu geði og hollu við gamalt þíðum hrím. Kæri minn, klukkan átta, mundu! Mælir þinn, meður hýrri lundu, Mattaskinn. Auk þess leggur H.S. til að í staðinn fyrir orðahröngiið „við í hönd farandi kosningar“ verði sagt annaðhvort: í komandi kosningum eða í næstu kosn- ingnm. I síðasta þætti misprentaðist á einum stað „svif“ fyrir svifa (kvk.). Beðist er afsökunar á þessu. Mikið samstarf á meðal nor- rænu jafiiaðarmannaflokkanna Morgunblaðiö/BAR Framkvæmdasljórar jafnaðarmannaflokka Norðurlanda fiinduðu á Hótel Sögu sl. mánudag. Frá vinstri eru: Hans Jörgensen frá Færeyj- um, Guðmundur Einarsson fyrrverandi framkvæmdasljóri Alþýðu- flokksins, Christer Ahlén framkvæmdastjóri samstarfsnefndar norr- ænu jafnaðarmannaflokkanna, SAMAK, Ulpu Iivari frá Finnlandi, Juhku Elo ritari utanríkismálanefhdar finnska jafhaðarmannaflokks- ins og Bo Toreson frá Svíþjóð. Á myndina vantar Steen Christensen frá Danmörku og Torbjörn Jagland frá Noregi. - segir Guðmund- ur Einarsson Framkvæmdastjórafundur norr- ænu jafharðarmannaflokkanna var haldinn í Reykjavík sl. mánu- dag. Mikið samstarf er á meðal jafhaðarmannaflokka á Norður- löndum og fara slíkir fundir fram þrisvar til fjórum sinnum á ári, að sögn Guðmundar Einarsson- ar, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Alþýðuflokksins. Síðast var fundað í Reykjavík fyrir fímm árum. Af og til sitja fundina full- trúar jafhaðarmannaflokka á Grænlandi og Álandseyjum. Að sögn Guðmundar gefa menn svokallaðar Iandskýrslur í upphafi funda. „Menn skýra frá gangi stjórnmála hver í sínu landi og segja frá helstu máiaflokkum. Samstarfs- nefnd norrænu jafnaðarmanna- flokkanna, SAMAK, stendur fyrir tveimur fundum á næstunni og var undirbúningur þeirra ræddur. í haust er ráðgerður formannafundur j'ifnaðarmannaflokkanna í Osló og í janúar er á dagskrá fundur form- anna flokkanna og forsvarsmanna verkalýðshreyfinga. Þá skipuleggur SAMAK fundi um ákveðin afmörk- uð umræðuefni. Á næsta ári er ætlunin að halda fund um vanda- mál stórborga sem farin eru að setja svip sinn á borgir Norðurlanda jafnt sem annars staðar. Hin seinni ár hefur umræða um Evrópusam- starf aukist til muna, þ.e. sam- skipti við jafnaðarmannaflokka í Evrópubandalaginu sem þegar eru orðin töluverð," sagði Guðmundur. Á þriðjudaginn var farið með gestina í skoðunarferð um Hafnar- fjörð og Reykjanes. Farið var í bað í Bláa lóninu og gengið að Reykja- nesvita. Að því búnu buðu hjónin Karl Steinar Guðnason og Þórdís Þormóðsdóttir til hádegisverðar í Keflavík. Næsti fundur fram- kvæmdastjóranna fer fram í tengsl- um við formannafundinn í Osló í október nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.