Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 13
tekur ekki herzlu. Með auknu köl- efnisinnihaldi verður jámið stinnara og herðist,' ef það er kælt snögg- lega. Þegar kolefnisinnihald er und- ir 0,4% er herzla gagnslaus. Kynni afjárnvinnslu í Svíþjóð Á síðari hluta sjötta áratugarins var haldið málmfræðslunámskeið í Borlánge í Svíþjóð. Þá var komið á það fyrirkomulag, sem enn er við lýði í Iðnskólanum í Reykjavík, að kennarar greiðaí utanfararsjóð og njóta þess framlags síðan á náms- ferðum, sem hafa viðgengist lengi við Iðnskólann. Hafa margir kenn- arar átt kóst á námsferðum fyrir tilstilli sjóðsins. Stjórn hans skipa á hveijum tíma formaður kennara- félagsins, formaður stjórnar skólans og skólastjóri/skólameist- ari. Mjög er kennurum nauðsynlegt að fara utan, aðallega á sumrum, til þátttöku í námskeiðum þar sem veitt er fræðsla á viðkomandi sviði. Þannig fengum við tveir kennarar í vélgreinum tækifæri til að komast á umrætt málmnámskeið í Bor- lánge, sem er þýðingarmikill námu- bær í Dölunum (Dalarna) í Mið- Svíþjóð, þar sem aðallega er unninn járnmálmur en einnig kopar og eir. Málmvinnslan er þarna * á stóru svæði, og fer hún fram ýmist ofan jarðar eða í djúpum námum, sem grafnar eru allt niður á 1.000 metra, og kvísluðust þá göngin í ýmsar áttir. Frá Iðnskólanum í Reykjavík fór auk mín Sigurður Kristjánsson yfir- kennari og tæknifræðingur, og þriðji maður var Árni Árnason tæknifræðingur, þá forstjóri vél- smiðjunnar Odda á Akureyri. Vel var tekið á móti okkur í Borlánge. Á fyrsta mánudegi eftir komu okk- ar þangað hófst kennslan. Þarna voru tæknimenntaðir menn frá öll- um Norðurlöndum. Stjórnandi nám- skeiðsins og jafnframt kennari var Gösta Karlson verkfræðingur, sér- menntaður í málmfræðigreinum. Fyrsta kennsludaginn sagði Karlson í stórum dráttum frá því, hversu mikilvægur málmgröfturinn væri fyrir sænskt efnahagslíf. Mik- ið öryggi væri fengið með því að vita.málminn í jörðu, en málmlögin lægju hallandi í jarðskorpunni, og væri þykkt þeirra venjulega sú sama á löngu svæði. Þannig væri tiltölulega auðvelt að reikna út járn- magnið, þegar lengd og breidd járn- laganna væri fengin, þar sem báðir endar eru mjög svipaðir að þykkt. Járnmálmurinn er með misjöfnu járninnihaldi, frá 30-37% Fe. Þykir það gott nú til dags. Eins og skilja má af ofansögðu þarf að setja kalkstein í blönduna, þegar málmurinn hefur verið mul- inn í hæfilegar kornstærðir. Síðan er notað koks, sem mettar málminn kolefni. Þar er misjafnlega mikið innihald, og þarf að fylgjast vel með ástandi málmsins á mismun- andi hitastigum. Að námskeiðinu loknu urðum við íslendingamir á einu máli um að ferðin hefði lánast með afbrigðum vel og við orðið fróðari um járn- vinnslu og raunar blöndun á margs- konar málmum. Efltirmáli . Oft hefur verið á það bent, að aðalatvinnuvegir okkar, fiskveiðar og landbúnaður, eru ekki þess megnugir að taka við allri þeirri mannfjölgun, sem kemur á vinnu- markaðinn næstu árin. Því er gott til þess að vita að nú skuli vera farið að tala í alvöru um nýja járn- bræðsluverksmiðju hérá landi, sem fær það verkefni að nýta sem mest af því járni, sem til fellur í úreltum bifreiðum og vinnuvélum, sem hrannast upp hvarvetna um landið, og um ýmsar fleiri járnvörur gegn- ir sama máli. Slík bræðsluverk- smiðja verður þess væntanlega megnug að uppfylla þær vonir, sem til hennar verða gerðar, bæði að því er varðar arðsemi og þrifnað, svo að hún geti orðið styrkur hlekk- ur í þeirri keðju, sem tengir iðnað- inn heilbrigðum verksmiðjurekstri. Höfundur er tæknifræðingur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1989 TEKJU SK ATTINN VERÐUR AÐ LÆKKA eftir Halldór Blöndal Skattbyrði hefur þyngst svo á þessu ári, að ég hef ekki tölur um, að hún hafi í annan tíma verið meiri. Þó fer fjármálaráðherra ekki dult með, að hann telji nauðsynlegt að þyngja skattana enn. Það rétt- lætir hann með því, að til séu í veröldinni dæmi um þjóðir, sem verða að bera enn þyngri skatt- byrði en við og vill taka þær sér til fyrirmyndar. Vitaskuld vegna þess, að hann treystir sér ekki til að draga úr rekstrarkostnaði ríkis- sjóðs og hefur ekki þrek til að stöðva frekari útþenslu ríkisbákns- ins. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar voru heildarskattar eftirfarandi hundraðshluti af vergri landsframleiðslu: Árið 1986 29,4% Árið 1987 29,5 Árið 1988 31,9% Árið 1989 33,2% Þessi þróun er ískyggileg. Sér- staklega þó vegna þess, að þrátt fyrir þyngingu skattbyrðarinnar má búast við um 5 milljarða halla á ríkissjóði á þessu ári. Loks hefur ríkisstjórnin boðað frekari skatta- hækkanir á næsta ári. Hundraðshluti beinna skatta til ríkisins hefur verið þessi af tekjum einstaklinga: Árið 1986 4,5% Árið 1987 3,3% Árið 1988 4,6% Árið 1989 5,5% Eins og tölurnar sýna hefur skattbyrði beinna skatta til ríkisins þyngst um 66,67% frá 1987, þegar Halldór Blöndal „Staðgreiðslu tekju- skatts fylgja margvís- legir kostir. En líka ókostir. Sá versti er, að staðgreiðsla dregur úr vinnugleði og sjálfs- bjargarviðleitni, ef skatthlutfallið er of hátt. Nú er það komið upp í 37,74%. Þegar þess er gætt, að mikilli vinnu fylgja oftast auk- in útgjöld og margvís- legt óhagræði, er fljót- legt að sjá, að þetta skatthlutfall er of hátt.“ hún var að vísu óvenju létt. Frá síðasta ári hefur skattbyrðin þyngst um 19,56% og raunar enn meir, ef tillit er tekið til þess, að kaup- máttur hefur farið minnkandi á þessu tímabili. Staðgreiðslu tekjuskatts fylgja margvíslegir kostir. En líka ókostir. Sá versti er, að staðgreiðsla dregur úr vinnugleði og sjálfsbjargarvið- leitni, ef skatthlutfallið er of hátt. Nú er það komið upp í 37,74%. Þegar þess er gætt, að mikilli vinnu fylgja oftast aukin útgjöld og margvíslegt óhagræði, er fljótlegt að sjá, að þetta skatthlutfall er of hátt. Mín skoðun er, að skatthlut- fallið megi ekki fara yfir þriðjung launa og sé þó nauðsynlegt að vext- ir séu frádráttarbærir. Það er for- senda þess, að sjálfseignarstefna Sjálfstæðisflokksins haldi velli. Haustið leggst illa í menn og flestum þykir ríkisstjórnin ekki á vetur setjandi. Fyrir því eru margar ástæður og flestar veigamiklar. Ein er sú, að ríkisstjórnin skilur ekki, að sú efnahagsstefna gengur ekki upp að setja ríkið ofar fyrirtækjun- um og fólkinu í landinu. Þetta hef- ur þegar valdið því, að stjórnendur fyrirtækja halda að sér höndum. Yfirvinna hefur dregist saman, yfir- borganir eru ekki jafnmiklar og áður og í sumum byggðarlögum er ekki hægt að tala um sama atvinnu- öryggi og áður. Það er deyfð og drungi yfir þjóð- félaginu, að ég ekki segi óhugur. En með nýjum kosningum og nýrri ríkisstjórn mun glaðna til. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurland eystra. TVÍ HÁSKÓLANÁM í KERFISFRÆÐI haustönn 1989 Markmið námsins er að útskrifa kerfisfræðinga sem geta unnið við öll stig hugbúnaðar- gerðar, skipulagt og séð um tölvuvæðingu hjá fyrirtækjum og annast kennslu og þjálf- un starfsfólks. Hægt er að hefja nám í janúar og september. Stúdentar af hagfræðibraut ljúka námi á þremur önnorn en'aðrir stúdentar geta þurft að sækja tíma í fornámi, sem er ein önn til viðbótar. Áhersla er lögð á að fá til náms fólk, sem í dag starfar við tölvuvinnslu og í tölvudeildum fyrirtækja, auk nýstúdenta. Sérstaklega skal bent á að þeir sem hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest í starfi þurfa að sækja nú þegar um innritun á vorönn. Nemendur sem vilja halda áfram að vinna hluta úr degi, jafnframt námi, þurfa að ræða við kennslustjóra um möguleika á því. Eftirtaldar námsgreinar verda kenndar: Fornám Bókfærsla Rekstrarhagfræði Tölvufræði Stærðfræði Vélritun Fyrsta önn Forritun í Pascal Kerfisgreining og hönnun Stýrikerfi Vélamál Forritahönnun Verkefni Önnur önn Gluggakerfi Gagnaskipan AS/400 Gagnasafnsfræði Forritun í Cobol Málþing Verkefni Þriðja önn Fyrirlestrar um valin efni Forritunarmál Hugbúnaðargerð Málþing Lokaverkefni Innritun á haustönn stendur yfir til 14. ágúst, en umsóknarfrestur fyrir vorönn er til 18. september nk. IJmsóknareydublöd fást á skrifstofu Versl- unarskólans, Ofanleiti 1. Kennslustjórinn verður til viðtals á skrifstofu skólans tyrir hádegi á meðan innritun stendur yflr og í síma 688400. 13 + Píanóbar Dansstaður Sœlherastaður • Dansað til klukkan þrjú í nótt. m Aldurstaktnark 25 ár \ Hverfisgata W \8—10, sími

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.