Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LiAUGARDAGUR 12. AGUST 1989 TVOFALDUR 1. VBNNINGUR í kvöld handa þér, ef þú hittir á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki , vanta í þetta sinn! S Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. I Bladk) sem þú vaknar vid! CO Misgóð umQöllun um torfærumót JÁKVÆÐ KVEÐJA Til Velvakanda. Eitt kvöldið, þe'gar við vinnufé- lagarnir vorum að hætta vinnu, og halda hver til síns heima, vatt ung kona sér að mér, úr hópnum, ekki einungis með hinni hefðbundnu kveðju: Góða nótt, heldur fylgdi á eftir: Guð geymi þig. Mér hlýnaði samstundis verulega mikið um hjartaræturnar, og um mig fór dá- samleg tilfinning friðar, gleði og æðruleysis. Að vísu var þessi kveðja ekki aldeilis ný fyrir mig, heldur hefur konan mín notað hana alveg frá okkar fyrstu kynnum. En það sem mig langar til að benda fólki á með þessu greinar- korni, er sú mikla blessun, sem fylg- ir slíkri kveðju, sem að framan get- ur; orðunum, Guð geymi þig. Það er nefnilega ekki sama hvernig við umgöngumst hvort annað. Örfá fal- leg orð, eitt lítið bros, eða jafnvel hönd vinar á herðar, geta gefið mikinn styrk, og í raun gert ófá kraftarverkin. ÖIl slík jákvæðni er af hinu góða; þessi óeigingjarni lífskraftur kærleikans. í framhaldi af þessu, vil ég einn- ig benda fólki á þá ómælanlegu já- kvæðni og bjartsýni, sem margt fólk er gætt. Það er sama hversu kringumstæðurnar kunna að virðast vonlausar, það getur ávallt séð ljósa punktinn í tilverunni, og miðlað öðr- um af reynslu sinni. Þá ber að nefna hinn heimsþekkta kristna bjartsýn- ismann Norman Vincent Peale, sem skrifað hefur margar góðar bækur um jákvætt viðhorf, vonina og hina óhagganlegu trú, sem í bókstaflegri merkingu flytur fjöll, hversu svart sem myrkrið kann að vera, sést Ijó- sið ætíð í myrkrinu, hversu lítið sem það virðist vera, enda ljósið sterkara en myrkrið. Það skulum við festa okkur vel í minni. Orðunum „Guð geymi þig,“ fylgir bæði mikil birta og elska, og mættu þau heyrast oftar í daglegum sam- skiptum mannanna. Einar Ingvi Magnússon Til Velvakanda. I/oksins, loksins fær maður að sjá hin frábæru torfærumót í sjón- varpi. Stöð 2 á þakkir skildar fyrjr stórgóða umfjöllun um íslands og bikarmeistaramótin í torfæruakstri. Árum -saman hefur ríkissjónvarpið svo að segja þagað torfærumót í hel og heilsdagsupptökur frá þeim urðu í höndunum á íþróttadeild sjónvarpsins að 2ja-4ra mínútna lokaandvörpum íþróttaþáttanna. Dýrt efni það. íþróttafréttamenn Stöðvar 2 nýta stórvel þann tíma sem íþróttaefni er ætlað í dag- skránni. Þar kynna þeir áhorfend- um fjölbreyttar greinar íþrótta sem almenningi hefur hingað til ekki til hugar komið að stundaðar væru. Er ekki komið nóg af margra ára fótboltainnrætingu ríkissjónvarps- ins á kostnað allra annarra íþrótta- greina? Er fótboltaáhug þjóðarinnar eins mikill og fjölmiðlar vilja láta okkur halda, eða er fótbolti kannski bara aðaláhugamál fréttamanna íþróttaþáttanna? Persónulega er ég ekki á móti neinni íþróttagrein og horfi á fótboltaútsendingar þegar mér finnst efnið bjóða upp á það, svo sem heimsmeistarakeppni, Evr- ópukeppni o.s.frv. En meira að segja forfallnir fótboltaáhugamenn voru búnir að fá sig fullsadda af beinum útsendingum ríkissjón- varpsins frá ómerkilegustu leikjum enska fótboltans í vetur, svo og margtuggnum úrslitum getrauna- seðilsins á kostnað annars efnis, (náttúrulega barnatímans). Alhliða íþróttaáhugafólk, látið heyra í ykk- ur hvort sem er til að styðja við bakið á íþróttafréttamönnum Stöðvar 2, eða til að reyna að fá breytt stöðnuðum íþróttaþáttum ríkisssjónvarpsins. Og að lokum, Birgir Þór og bíla- áhugafólk, sjáumst í næstu tor- færuaksturskeppni! íþrótta- og akstursáhugakona Vík\erji skrifar Vegna klausu í Víkvetja síðast- liðinn fimmtudag óskar Garðar Valdimarsson, ríkisskattstjóri, eftir að taka fram eftirfarandi: „Emb- ætti ríkisskattstjóra hefur ævinlega lagt áherslu á að svara bréfum og fyrirspurnum frá umboðsmanni Al- þingis eins fljótt og unnt er. Vegna tiltekins máls, -sem gert er að um- •æðuefni í Víkverja á fimmtudag, am skattgreiðslur unglinga, barst 'íkisskattstjóra bréf frá umboðs- nanni Alþingis 2. febrúar síðastlið- mn þar sem beðið var um útreikn- inga á ákveðnum dæmum. Því bréfi var svarað 24. sama mánaðar og þar sett fram nokkur dæmi um skattgreiðsiur unglinga 16 ára og eldri og undir 16 ára aldri. Embætt- ið hefur ekki verið beðið um frek- ari upplýsingar eða útreikninga vegna þessa máls né annarra sem umboðsmaður Alþingis hefur leitað til embættis ríkisskattstjóra með.“ xxx Iframhaldi af bréfi ríkisskatt- stjóra skal tekið fram að í bréfi umboðsmanns Alþingis til kæranda í málinu var sagt að hann teldi sér ekki fært að ijalla sérstaklega um um.kvörtunina, „en verði um að ræða frekari athugun af minni hálfu, að fengnum umbeðnum upp- lýsingum frá ríkisskattstjóra, mun ég láta yður fylgjast með framhaldi málsins." Nú er ljóst að umboðs- maður Alþingis hefur fengið svar frá ríkisskattstjóra og biður Víkveiji hann velvirðingar á því að hafa gefið í skyn að hann hafi ekki svarað umræddri beiðni. Hins vegar er ákvörðun umboðsmartns Alþingis um að athuga málið ekki frekar umdeilanleg. XXX Af því að skattamálin eru hér til umræðu þykir Víkveija rétt að benda fólki sem seldi íbúðar- húsnæði á síðasta ári á að athuga vel möguleika sína til að fá endur- greiðslu vaxtaafsláttar vegna Iána sem fylgja hinu selda húsnæði, til dæmis húsnæðis- og lífeyrissjóðs- lánum. Samkvæmt úrskurði ríkis- skattanefndar er litið svo á að lánin sem fylgja húsnæðinu séu þar með uppgreidd af seljanda og áfallnar verðbætur komi honum því til góða við útreikning vaxtaafsláttar sam- kvæmt reglum þar um. Víkveiji dagsins hefur orðið var við að fólk veit almennt ekki um þennan mögu- leika, þó þarna geti verið um að ræða tugi eða hundruð þúsunda kr. endurgreiðslu hjá fjölmörgum heim- ilum. Kærufrestur er ekki liðinn og enn möguleiki að bæta úr. Fáfræði fólks í þessu efni bendir til þess að yfirvöld skattamála hafi ekki kynnt þetta nægilega vel fyrir skattgreið- endum. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins í vikunni um óhöpp og slys um verslunarmannahelgina urðu fimm umferðaróhöpp og slys á Norðurár- dalsvegi þessa daga. Þar mun vera átt við þjóðveginn frá Haugavega- mótum upp á Holtavörðuheiði. Þessi leið virðist vera hrikaleg slysa- gildra. Stöðugar fréttir eru um slys á þessári leið, oft alvarleg og mörg banaslys hafa orðið þar. Töluvert hefur verið unnið að lagfæringum vegarins en enn eru þó erfiðir kafl- ar ósnertir. Stundum er eins og slysastaðirnir færist til, til dæmis að næstu beygju, blindhæð eða brú, þegar slæmir kaflar eru lagaðir. Ekki veit Víkverji hvað slæmur vegur er talinn meðorsök margra óhappa og slysa þarna en á von á að þau tilvik séu mörg, hvort sem það kemur fram á skýrslum lögregl- unnar eða ekki. Víkveiji veit að fólki sem býr við þennan veg líður ekki vel að þurfa að búa við þetta ástand. Það hrekkur við og býr sig undir það versta þegar bankað er upp á, enda hafa margir fengið heimsóknir stórslasaðs fólks á ýms- um tímum sólarhringsins, aúk þess sem það er sífellt að hjálpa fólki sem lent hefur í minni óhöppum. Er ekki ástæða til að skoða þennan veg sérstaklega og athuga mögu- leika á úrbótum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.