Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 23
MQRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1989 Nú grillum við svínakjöt Islendingar virðast hafa grillað villt og bijálað í sumar, hvort sem þeir eru staddir í sunnanþey og sólskini fyrir norðan og austan eða dumbungsveðri fyrir sunnan. Maður ekur varla um borg eða sveit án þess að finna grilllykt, einkum um helgar, og þessi nýi ilmur blandast hinum gamla af heyi, birki og taði og yfir sumarbústaðalöndum svífur ilmandi grillský. Hvernig fóru landsmenn að lifa áður en grillið kom til sögunnar? Flestir hafa grillað lambakjöt, enda hefur það verið selt á sérstöku tilboðsverði og mikið auglýst. Og þótt maður hitti varla svo grillmeistara að ekki hafi kviknað í öllu saman, er samt haldið áfram að grilla. Færri grilla svínakjöt, sem líka hefur verið á tilboðsverði, en grillaðar svínakótilett- ur standa hinum síst að baki. Þær eru yfirleitt þykkara skornar en lambakjötið og þar með safaríkari. Bakaðar kartöflur og hrásalat er mjög gott með og meðan grillmaturinn er borðaður getur ábætisréttur- inn bakast á grillinu. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR 23 Epli eða bananar með kókosmjöli 10 epli eða 5 bananar )/ i safi úr !4 sítrónu / Á 2 dl kókosmjöl, helstgróft Uj V / n 1 dl púðursykur 1. Kjúfið ávextina, eplin þvert fe fju'C en bananana langsum. Hýðið á að vera á. (A 2. Penslið skurðflötinn með sítrónusafa. Hægt er að nota eld- húspappír til að pensla með. 3. Blandið saman kókosmjöli og púðursykri. Skiptið jafnt á ávextina. 4. Setjið í álmót, setjið álpappír eða annað mót yfir. Setjið á gril- lið og glóðið i 20 mínútur eða leng- ur. Tíminn er mismunandi eftir því hve langt þetta er frá glóðinni. Enn um chillipipar Maður kom að máli við mig og sagði að ég mætti alls ekki fleygja fræjum úr chillipipar. Þau væru góð í pottrétti og súpur, þá nokk- ur fræ eftir smekk. Þau gæfu mjög gott piparbragð. Hann sagð- ist þurrka fræin, setja í krukku og geyma á dimmum stað. Góðar ábendingar eru alltaf vel þegnar. Mér finnst alltaf best að búa sjálf til lög (marineringu) á grill- kjötið. Þar sem hér eru svínakóti- lettur, er betra að lögurinn sé mildur og örlítið sætur. Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Grilllögur Safi úr 2 sítrónum 1 dl matarolía mikið af nýmöluðum pipar 134 tsk. salt 1 msk. Mild Taco Sauce (pipar-papríkusósa með lauk) 1 msk. Sweet & Sour So- uce (súrsæt kínversk sósa) Þessar sósur fást víða. Og svo 10-12 svínakótilett- ur. 1. Kreistið safann úr sítrónun- um, setjið í skál ásamt matarolíu, pipar og salti. Þeytið vel saman. Þetta á að þykkna örlítið þegar því er hrært saman. 2. Setjið Taco-sósu og Sweet & Sour-sósu út í og hrærið vel sam- an. 3. Þerrið kótiletturnar vel, dýf- ið þeim síðan í löginn. Hellið því sem eftir er yfir. Best er ef hægt er að láta kótiletturnar liggja í einföldu lagi á fati eða skál. 4. Látið standa í kæliskáp í 6-12 klst. en ekki meira en 1-2 klst. á eldhúsborðinu. Kjötið „marinerast“ fyrr í hita. 5. Hitið grillið, þar til öll kolin eru orðin grá. 6. Grillið síðan í nokkrar mínút- ur á hvorri hlið. Athugið: Svínakjöt á alltaf að vera gegnsteikt. Uppáhalds salatið mitt . 1 meðalstór íslenskur hvítkálshaus 1 hálfdós kurlaður ananas 2 dósir sýrður rjómi, full- feitur eða 10% 1. Hellið ananasinum í sigti og látið renna af honum. 2. Hrærið kurlið út í sýrða ijóm- ann. 3. Takið stilkinn úr kálinu, sax- ið það síðan og setjið saman við. Hrærið saman með tveim göfflum. Kristín Jónasdótt- ir -Aítnæliskveðja Það er ótrúlegt en satt, hún Kristín Jónasar er sjötug í dag! Við sem þessar línur ritum lítum á það sem ein af forréttindum okk- ar í lífinu að hafa kynnst Kristínu í gegnum vinnu okkar á Árbæjar- safni, en þar hefur hún unnið sl. 14 ár. Hún sér um textíla safnsins, en auk þess leggur hún gjörva hönd á margt annað. Þegar við hittumst fyrst bjó hún enn í Eskihlíð 8, sem var ævintýraland útaf fyrir sig, en fyrir nokkrum árum réðst hún í að byggja sér íbúð við Aðalland. Bæði heimilin bera smekk hennar vitni, allt er yfirfullt af blómum, bókum og listaverkum og þó hún flytti sig um set fylgdi hinn góði heimilisandi og gestrisnin hélst hin sama. Það er alltaf jafn gaman að heimsækja Kristínu, hvort sem það er til að ræða heimsmálin (en Kristín er mjög íhaldssöm í róttækni sinni) eða til að bragða á framandi réttum og frumlegum drykkjum. Það er ekki nóg með að Kristín sé hafsjór gamals fróðleiks og nýs, heldur er hún alltaf tilbúin með úrlausnir á öllum okkar vandamál- um, hvort sem þau eru andleg eða veraldleg. Á meðan á námsárum okkar stóð og við vorum hvað dug- legastar í kreppulifnaði nutum við dyggilegrar aðstoðar Kristínar. smá auglýsingar Wélagslíf {fiíj Útivist Sunnudagsferðir 13. ágúst: Kl. 08.00. Þórsmörk - Goða- land. Stansað 3-4 klst. i Mörk- inni. Verð 1.500,- kr. Munið sum- ardvöl. Kl. 10.30. Nesjar - Skinnhúfu- höfði (L-17a). Skemmtileg ganga með suðurströnd Þing- vallavatns. Verð 1 .OOO,- kr. Kl. 13.00. Með Ölfusvatnsvik (L-17b). Sameinast morgun- göngunni. 17. ferð í (,andnáms- göngunni, ferðasyrpu sem allir ættu að taka þátt i. Verð 1.000,- kr., fritt f. börn m. fullorönum. Brottför frá BSÍ, bensinsölu. Ársrit Útivistar 1989 er komiö út. Útivistarfélagar, vinsamleg- ast greiðið heimsenda gíróseðla fyrir árgjaldinu. Útivist, ferðafélag. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn bænasamkoma i kvöld ,kl. 20.30. 'Allir velkomnir. Krossinn Auðbrekku 2, 200 Kópavogur Afmælishátið i dag i Fannborg 2, sem hefst kl. 15.00. Samkoma i kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Skipholti 50b 2. hæð Samkoma i kvöld kl. 20.30. Gestir frá Livets Ord i Svíþjóð. Allir velkomnir! Hún sá okkur lengi vel fyrir sam- kvæmisklæðnaði og það var ósjald- an sem við skörtuðum kjólunum hennar á Borginni sælla minninga. Hvort sem við þurfum að setja á okkur skotthúfu, breyta kjól eða gera annað í höndunum er óbrigð- ult að leita til hennar, að ekki sé minnst á matreiðslu eða húsráð, en Kristín býryfir a.m.k. 2012 húsráð- um, sem hún er óspör á að miðla öðrum. Það er nokkuð til í því sem ein samstarfskona okkar sagði eitt sinn, að Kristín er uppi á vitlausum tíma, hún hefði átt að vera uppi á tímum safnara og veiðimanna. Víst er að alltaf er gaman að kíkja á bækurnar hennar, að ekki sé minnst á úrvalið í skápunum og í frystikist- unni, en það er mál manna að Kristín geti brauðfætt her manns ef til heimsstyijaldar eða hungurs- neyðar kemur. Kristín er ein af þeim sem kann að njóta lífsins og nýta tímann vel, til marks um það eru ferðir hennar til Kína og Parísar á liðnum árum og þau mýmörgu námskeið sem hún hefur sótt, nú síðast í brids, glerlist og framsögn. Kynslóðabil er merkingalaust orð þegar Kristín er annars vegar því að hið síunga lífsviðhorf hennar veldur því að hún verður alltaf á óræðum aldri. Við óskum henni til hamingju með daginn og þökkum allt gott á liðnum árum. Ragnhildur og Salvör MAÐURINN A PRESTSSETRINU •• * eftir Örn Ólafsson í sumar var ég sex vikur á ís- landi en ég hefi annars verið búsett- ur íKaupmannahöfn sl. tvö ár. Eins og í fyrrasumar fékk ég herbergi til afnota hjá vini mínum séra Gunn- ari Björnssyni. Aldrei hefi ég greitt krónu fyrir, enda heitir þetta greið- vikni þar sem ég ólst upp. Hef ég og stundum haft þá ánægju að hýsa vini mína úti í Kaupmanna- höfn án þess að það væri talið brot á húsaleigulögum. Þar sem þau Gunnar og Ágústa ætluðu um Kaupmannahöfn á leið sinni til tón- listarnámskeiðs í Weimar, bauð ég þeim að nota mína íbúð sem afdrep milli ferða. Ekki væri nú skrifandi um þetta í blöðin nema af eftirfarandi ástæð- um. Þriðjudaginn 1. ágúst kom ég á prestssetrið laust eftir hádegið. Örfáum mínútum eftir að ég kom inn hringdi síminn, og var þar Skúli Pálsson lögfræðingur, sem hefur stofu skáhallt á móti prestssetrinu. Mætti ætla, að vel sé fylgst með því. Skúli kynnti sig sem lögfræðing safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar, og að fyrir hennar hönd vildi hann spyija um ferðir mínar í þessu húsi. Sagði ég honum það, svo sem hér að ofan greinir, og kallaði hann þau íbúðaskipti leigu. Því mótmælti ég eindregið, og sagði aðspurður, að þau Gunnar kæmu heim nk. laugar- dag. Ekki gat safnaðarstjórn beðið þess, að hann fengi tækifæri til að svara fyrir sig, heldur hljóp í frétta- stofu Utvarps fimmtudag með ein- hveija furðufrétt um að sr. Gunnar leigði mér prestssetrið, og þá í heimildarleysi eiganda og ólöglega. Þegar ég heyrði um þessa vitleysa daginn eftir, hringdi ég inn leiðrétt- ingu til fréttastofunnar. En þar sem ég heyrði ekki fréttirnar, bið ég Morgunblaðið fyrir þessa áréttingu. „En það verð ég að segja, að hefði ég aldrei kynnst frekara fólki, þá vissi ég ekki hvað orðið frekja þýðir.“ Þetta fáranlega upphlaup safnaðar- stjórnar þykir mér sýna vantrú hennar á eigin málstað. Annars skipti ég mér ekki af málum Fríkirkjunnar, enda er ég ekki í henni. Að lokum þetta: Óvinir þeirra Gunnars og Ágústu hafa breitt það út, að þau séu svo frek, að með þeim geti enginn maður starfað. Sem heimagangur hjá þeim vikum saman tvívegis, hefði ég átt að finna fyrir slíkri frekju manna fyrstur. En það verð ég að segja, að hefði ég aldrei kynnst frekara fólki, þá vissi ég ekki hvað orðið frekja þýðir. Höfundur er lektor við Kaupmannahafiiarháskóla. OKV 3 6T77 AUCLVSINCASTOFA MYNDAMÓTAHF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.