Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 12
I 12~ .< i i 11» MOKGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1989 • Um j árn vinnslu á Islandi eftir Aðalstein Jóhannsson Á þessum tíma, þegar mikið er talað um landsbyggðarmál og þétt- býliskjarna, kemur upp í hugann vitneskja okkar um vissa staði á landinu, þar sem framleitt var járn til smíða fyrr á öldum. Við uppriíj- un á þeim þætti atvinnusögunnar er oft vitnað til Eglu, þar sem seg- ir (með nútímastafsetningu): Skalla-Grímur var járnsmiður mikill og hafði rauðablástur mikinn á vetrin; hann lét gera smiðju með sjónum mjög langt út frá Borg, þar sem heitir Raufarnes; þótti honum skógar þar fjarlægir. En er hann fékk þar engan stein þann, er svo væri harður eða sléttur, að honum þætti gott að lýja járn við — því að þar er ekki malargijót; eru þar smáir'sandar allt með sæ, — var það eitt kveld, þá er aðrir menn fóru að sofa, að Skalla-Grímur gekk til sjávar og hratt fram skipi átt- æru, er hann átti, og reri út til Miðfjarðareyja; lét þá hlaupa niður stjóra fyrir stafn á skipinu. Síðan steig hann fyrir borð og kafaði og hafði upp með sér stein og færði upp í skipið; síðan fór hann sjálfur upp í skipið og reri til lands og bar steininn til smiðju sinnar og lagði niður fyrir smiðjudyrum og lúði þar síðan járn við. Liggur sá steinn þar enn og mikið sindur hjá, og sér það á steininum, að hann er barður ofan og það er brimsorfið grjót og ekki því gijóti líkt öðru, er þar er, og munu nú ekki meira hefla fjórir menn. Skalla-Grímur sótti fast smiðjuverkið, en húskarlar hans vönduðu um og þótti snemma risið; þá orti hann vísu (sem Sigurður Nordal færði til nútímamáls á þenn- an hátt): Mjög snemma verður sá maður (járnsmiður) að fara á fætur, sem vill kreíja hinn vindgráðuga smiðju- belg auðlegðar; eg læt sleggjur gjalla á glóandi heitu járninu, með- Aðalsteinn Jóhannsson „Offc hefíir verið á það bent, að aðalatvinnu- vegir okkar, fískveiðar og landbúnaður, eru ekki þess megnugir að taka við allri þeirri mannfjölgun, sem kem- ur á vinnumarkaðinn næstu árin. Því er gott til þess að vita að nú skuli vera farið að tala í alvöru um nýja járn- bræðsluverksmiðju hérá landi.“ an þýtur í vindfrekum smiðjubelgn- um. Fyrir 5.000 árum voru járnverk- færi þekkt í Egyptalandi, og má gera ráð fyrir að hluti þeirra hafi verið úr hertu stáli. Síðan hafa aðr- ar þjóðir lært að bræða járn og smíða úr því fjölda nytsamra hluta. Á Bretlandseyjum er járnöld talin heíjast um 800 árum f. Kr., og á Norðurlöndum varð járn algengt um 700 f. Kr. Járn finnst mjög sjaldan hreint, heldur í efnasamböndum, einkum með ildi (súrefni) og öðrum efnum í málmlögum. Málmgrýtið er annað- hvort það nærri yfirborði jarðar, að gröftur á sér stað í opinni gryfju, eða þá að náma er grafin djúpt í jörðu. Bezta járngrýtið er segul- steinninn, sem er allt að 70% af hreinu járni. Litur hans er brúnn. Af öðru mikilvægu járngrýti má nefna járnspat og brúnan járnstein, en þar er venjulega um 50% Fe (Ferrum er latneska járnheitið, venjulega skrifað Fe). Hér á landi er nokkurt járn í jörðu, einkum á Vesturlandi, en það er þó ekki mikið rannsakað ennþá. Skömmu fyrir fyrri heimsstyijöld (1914-18), var eitthvað flutt af jámgrýti frá Önundarfirði til Þýzkalands og brætt þar. í fornöld var mýrarrauði notaður til járnvinnslu hér á landi. Og skal nú leitast við að skýra þá fram- leiðsluaðferð nánar. Elzta og án efa einfaldasta bræðsluaðferðin er bundin bræðslu- gryfju. Bræðslugryfja blástursloft, leirpípa blástursloft ^_viðarkol, viðarkol ^/^járngrýti járnfella ^ j Á þessari rissmynd er sýnd lítil gryfja í jörðu og þakin innan með leir. Gryfjan er síðan fyllt með við- arkolum. Þá er kveikt í þeim og glóð fengin með því að blása lofti í gegnum leirpípu, sem er í sam- bandi við físibelg. Járngrýtinu er þá dreift yfir eins stóran hitaflöt á viðarkolunum og mögulegt er. Ildið í blástursloftinu sameinast kolefn- inu og verður að kolsýru, sem síðan binzt kolefni úr glóandi viðarkolun- um og breytist í kolsýring. Kolsýr- ingurinn hefur mikla tilhneigingu til að bindast ildi, og þegar hann blandast járngrýtinu, sem er ein- mitt sett saman úr járni + ildi, þá binzt hann ildi járngrýtisins. Við það skilst járnið frá ildinu og safn- ast smám saman í botn gryfjunnar í þeirri mynd, er kalla má járnfellu, og eru holur hennar meira og minna fullar af gjalli, þ.e.a.s. óhreinindum úr járngrýtinu (leir, steintegundum o.fl.) en þar sem gjallið hefur lægra bræðslumark en járnið er það fljót- andi. Af því leiðir að ná má gjallinu úr járnfellunni með því að taka hana úr bræðslugryfjunni og hamra hana. Þegar holur járnfellunnar eru slegnar saman, spýtist úr þeim gjallið. Járnstöng, sem framleidd er á þennan hátt, hlýtur þó alltaf að innihalda eitthvað af gjalli, sem liggur eins og mismunandi gildar æðar í stönginni, og sökum þess verður efnið ekki fullkomlega heil- steypt. Sé járnið látið liggja í gló- andi viðarkolum, binzt járnið kol- efni og getur tekið herzlu. Hreint óunnið járn er mjúkt og Rauðablástur, teikn. danskur maður. Dilatvítönn - Lamium maculatum - Blóm vikunnar Ágústa Björnsdóttir Þáttur nr. 135 Dílatvítönn — Lamium macul- atum — telst til varablómaættar og hefur ölf helstu einkenni henn- ar eða óregluleg blóm og gagn- stæð laufblöð á ferköntuðum stönglum. En hún hefur ýmis sé- reinkenni sem gera hana eftir- sóknarverða garðplöntu. Þetta er lágvaxin planta með hálfskriðula ofanjarðarstöngla, sem skjóta rótum við blaðfæ- tuma. Upp af þeim vaxa svo 10-20 sm langir blöðóttir blóm- stönglar. Blómin eru í krönsum upp eftir stönglinum, mörg saman og allstór af varablómum að vera. Þau em faliega rósrauð og efri vörin hvelfd eins og hjálmur. Blómgunartíminn er óvenju lang- ur þar eð alltaf eru að koma nýir blómstönglar allt sumarið. Lauf- blöðin em tennt, hjartalaga og fallega dökkgræn með silfurhvítt breitt band eftir miðju. Það er því óhætt að segja að dílatvítönnin sé all skartbúin og fremur er hún góð með sig og ágeng. Ekki er vert að setja smávaxnar eða hægl- átar plöntur of nálægt henni, hún væri vís með að kæfa þær undir skrautklæðunum. En þótt hún sé skriðul er það ekki til neinna vand- ræða sé henni ætlað gott pláss og heppilegur staður. Hún verður lang fallegust í fremur mögrum jarðvegi innan um hellur eða gijót eða á steinhleðslum sem stöngl- arnir geta flætt yfir. Mjög auð- velt er að fjölga henni með skipt- ingu. Einnig má fjölga henni með sáningu. Gulltvítönn — Lamium galeob- dolon frá Mið- og Suður-Evrópu er líka skemmtileg garðplanta, einkum afbrigði með ljósgrænum og silfurflekkóttum laufblöðum. Hún hefur lítið verið reynd hér Breiða af dílatvítönn. Ljósmynd/Selma Svavarsdóttir en virðist harðgerð. Hún er með gul blóm en ekki líkt því eins blómsæl og dílatvítönnin, enda er hún ræktuð vegna blaðanna þar sem hún myndar mjög fljótt langa ofanjarðarstöngla og er því ágæt breiðuplanta. Að lokum er vert að minnast á LJÓSUTVÍTÖNN - Lamium Alb- um — sem flestum finnst síst þeirra systranna. Þetta er þó allra laglegasta planta með stór hvít blóm í krönsum á uppréttum 30-40 sm háum stönglum. Hún er bara full kraftmikil og dugleg að leggja undir sig bróðurpartinn af garðinum ef hennar er ekki gætt vel. En í harðbýlli sveitum er auðvelt að halda henni í skefj- um. Hólmfríður Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.