Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1989 Norræni gárfestingabankinn: Landsvirkjun fær 2,4 milljarða króna lán LÁNSSAMNINGUR milli Landsvirkjunar og Norræna Qárfestinga- bankans var nýlega undirritaður í Helsingfors vegna láns til Lands- virkjunar að fjárhæð 40 milljónir Bandaríkjadollara eða uni 2.400 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Lán þetta er hið stærsta sem Norræni fjárfestingabankinn hefur veitt íslenskum aðila firá upphafi. Verður lánsfénu að hálfu varið til Qármögnunar framkvæmda Landsvirkjunar við Blönduvirkjun og að hálfii til að greiða upp eldri lán með óhagstæðari kjörum. hæðimar hafa farið kvæmda í orkumálum. til fram- Lánveitingar bankans til íslands á árunum 1988-89 nema nú, að meðtöldu þessu láni, samtals um 11,5 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi. Lánið er til 15 ára og endur- greiðist með jöfnum hálfsárslegum afborgunum að liðnum fyrstu árum lánstímans. Vextir eru breytilegir 6 mánaða millibankavextir í Lon- don (,,Libor“) að viðbættu vaxtaá- lagi sem fyrstu 10 árin nemur 0,1% p.a. Með álaginu eru vextir þessir í dag 8,7% p.a., segir í fréttatil- kynningu. Af hálfu Landsvirkjunar var lánssamningurinn undirritaður af Halldóri Jónatanssyni, forstjóra VEÐUR Landsvirkjunar, og af hálfu Norr- æna fjárfestingabankans af Jannik Lindbæk bankastjóra og Þórhalli Ásgeirssyni, fyrrverandi ráðuneyt- isstjóra sem sæti á í stjóm bank- ans. Að undanfömu hefur Norræni fjárfestingabankinn, sem hefur aðsetur í Helsingfors í Finnlandi, fjármagnað allmargar fram- kvæmdir á íslandi. Stærstu upp- Undirritun lánssamnings Landsvirkjunar og Norræna fjárfestinga- bankans. Talið fi-á vinstri: Jannik Lindbæk, bankastjóri Norræna fjárfestingabankans, Halldór Jónatansson forsljóri Landsvirkjunar og Þórhallur Ásgeirsson, sfjómarmaður í bankanum. Flugkappar óvelkomn- ir í danska flughelgi DÖNSK flugmálayfirvöld hafa tilkynnt Loftferðaeftirlitinu hér á landi að tveir flugkappar, sem VEÐURHORFUR I DAG, 12. AGUST YFIRLIT í GÆR: Milli íslands og Færeyja var 973 mb lægð, sem þokast vestur og síðar suðvestur. Yfir norðaustúr Grænlandi er 1018 mb hæð. Hiti breytist fremur lítið. SPÁ: Norðaustanstrekkingur víðast hvar á landinu. Víðast súld eða rigning á Norður- og Austurlandi en annars þurrt. Hiti 5-15 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðaustanátt um mest allt land. Súld eða rigning með köflum á Noröur- og Austurlandi, en víðast úrkomulaust á Suður- og Vesturlandi. Hití á bilinu 7-15 stig. a Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er2vindstig. r r t r r r r Rigning r r r. * / * r * r * Slydda r * r # # # # * * * Snjókoma * # * ■J0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir V Él •> •> > Þoka Þokumóöa Súld OO Mistur —J. Skafrenningur Þrumuveður * ^ ðri flK? C i s w > ¥ 4 VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 10 rigning Reykjavík 14 skýjað Bergen 14 rign. á síð.klst. Helsinki 21 skýjað Kaupmannah. 19 þokumóða Narssarssuaq 7 alskýjað Nuuk 6 skýjað Osló 17 skýjað Stokkhólmur 20 þokumóða Þórshöfn 11 alskýjað Algarve 27 alskýjað Amsterdam 17 rign. á sið. klst. Barcelona 27 hálfskýjað Berlín 28 léttskýjað Chicago 16 þokumóða Feneyjar 19 rigning Frankfurt 24 skýjað Glasgow 17 skúr á síð. klst. Hamborg 24 skýjað Las Palmas 27 léttskýjað London 22 skúr á síð. klst. Los Angeles 18 þokumóða Lúxemborg 18 skýjað Madríd 32 iéttskýjað Malaga 32 heiðskirt Mailorca 33 léttskýjað Montreal 19 alskýjað New York 16 rigning Orlando 22 þokumóða París 21 skýjað Róm 27 skýjað Vin 25 skýjað Washington 19 súld á síð. klst. Winnipeg vantar staddir em hér á landi, séu óvel- komnir inn i danska flughelgi. Þar með geta þeir hvorki lent i Færeyjum eða á Grænlandi, eins og ætlun þeirra var. Hollendingurinn Eppo Numan kom til íslands frá Færeyjum fyrir síðustu helgi. Héðan ætlaði hann á vélknúnum svifdreka sínum til Kulusuk á Grænlandi, en hafði iáðst að sækja um flugleyfi áður en hann lenti í Færeyjum. André-Georges Lafitte frá Dijon í Frakklandi lenti í Reykjavík í fyrrakvöld á svokölluðu físi, sem er smávél af gerðinni Aviasud Mistral. Lafitte var einnig stöðvað- ur vegna skeytis, sem Loftferðaeft- irlitinu barst frá dönskum flugmála- yfírvöldum í gær. Hann hafði sótt um leyfí og fengið það að uppfyllt- um ýmsum skilyrðum. Dönsk flug- málayfirvöld kröfðust þess m.a. að fylgdarvél yrði með Lafítte í för- inni, en hann hafði ekki orðið við því. Lafitte fór frá Frakklandi til Blackpool á Englandi á vél sinni, síðan til Edinborgar og þaðan til Kirkjuvogs á Orkneyjum. Þaðan fór hann til Islands. Héðan var förinni heitið til Narssarsuak á Grænlandi og sem leið liggur til Kanada. Björn Bjömsson, starfsmaður Loftferðaeftirlitsins, sagði að flug- mennimir tveir gætu lítið annað gert en að pakka farskjótum sínum saman og senda heim með skipi. Þeir kæmust ekki til sinna heima á vélunum án þess að fljúga í danska flughelgi. Morgunblaðið/Pétur Johnson Frakkinn André-Georges Lafitte med vél sína á Reykjavíkurflugvelli í gær. Sprengingin í skemmtibátnum Gusti: Eigandi bátsins úrskurð- aður í gæsluvarðhaldi Grunur um tryggingasvik EIGANDI skemmtibátsins Gusts á ísafirði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. þessa mánaðar. Sprenging varð í bátnum er honum var siglt frá ísafirði til Reykjavíkur í lok síðasta mánað- ar. Við rannsókn á bátnum kom í ljós að ekki var allt með felldu hvað sprenginguna varðar og var krafist gæsluvarðhalds yfír eig- anda bátsins vegna gruns um tryggingasvik af hans hálfu. Tildrög málsins em þau að eig- andi bátsins, við annan mann, ætl- uðu að sigla bátnum suður til Reykjavíkur til að sýna hann þar væntanlegum kaupendum. Þeir höfðu viðkomu á Ólafsvík á leiðinni og gistu þar eina nótt. Segir ekki af ferðum þeirra fyrr en seint dag- inn eftir að þeir koma á lögreglu- stöðina á Ólafsvík, 30 júlí, og segja að sprenging hafí orðið um borð er báturinn var staddur undan Önd- verðamesi. í fyrstu var ætlunin að hafa sjó- próf í þessu máli en báturinn var fluttur suður til Reykjavíkur. Þar fékk lögreglan á ísafirði Rannsókn- arlögregluna í lið með sér við að kanna skemmdir á bátnum. Eftir þá könnun var ákveðið að hætta við sjópróf og setja af stað lögregl- urannsókn í staðinn. Bæði eigandinn og sá sem sigldi bátnum með honum voru hand- teknir en þeim síðamefnda sleppt eftir að hann hafði dvalið sólarhring í fangelsi. Hinsvegar var eigandinn hepptur í gæsluvarðhald eins og fyrr greinir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.