Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 25
i'i (MORC,tJ-NBLAÐtí); LAOGA'RÐA'GOR 12i ÁGÚST: 1989 Kveðjuorð: Jóhann L. Jóhannesson bóndi, Silfrastöðum Fæddur 20. maí 1914 Dáinn 31. maí 1989 Hryggur í huga vegna hins skyndilega fráfalls Jóhanns Lárusar Jóhannessonar bónda og oddvita á Silfrastöðum í Skagafirði set ég hér á blað nokkur minningarkorn úr hans lífi. Nokkrum dögum áður en Jóhann dó átti ég samtal við hann. Hann var glaður og hress að vanda. Andlát hans var því fullkomið reið- arslag, allra er þekktu hinn vinsæla sveitarhöfðingja. Enn sannaðist hér sem fyrr, „Að hvenær sem kallið kemur, kaupir sér enginn frí.“ Það er mín trú að hér sé að verki æðri hönd er stýri okkar fetum meir en margur hyggur. Árið 1923, að mig minnir, er ég staddur í Silfrastaðarétt við að hirða kindur mínar úr fyrstu göngum. Allt í einu sé ég á bakið á frekar háum og grönnum manni, er leiðir drengi sitt við hvora hönd. Ég hafði ekki séð þessa þrenningu áður, en skyndilega snýr maðurinn sér við og drengirnir líka, og þykist ég þá vita að þetta muni vera Jóhannes á Uppsölum og synir hans Jóhann Lárus og Broddi. En hvað var ein- kennilegt við þessa sýn, sem varð til þess að ég hætti um stund að draga mitt fé og starði sem berg- numinn á þessa þrenningu? Augna- blikið Iifir enn í huga mínum þótt 66 ár séu liðin síðan þetta var. Það sem vakti athygli mína, var hinn glæsilegi og traustvekjandi faðir er leiddi litlu drengina sína. Föðurást- in er skein úr augum hans og tillit drengjanna er litu upp til pabba síns, úr augum þeirra skein öryggis- kennd og barnsleg gleði. Vegna þessa augnabliks, sem aldrei hefir farið úr huga mínum, hefir oft vaknað sú spurning, hvað valdið hafi þessari geymd hugans öll þessi ár. Svarið hefir aðeins orðið eitt, sameining þriggja sálna, sem sýndi kærleika þeirra allra hvers til ann- ars. Það er meir en margur hygg- ur, hvað eitt hlýtt augnatillit og traustvekjandi handtak getur skilið eftir í hugum ungra sem aldinna. Skyldi kærleiksstreymið úr augum föðurins og hönd kannski hafa fylgt Jóhanni til síðustu stundar og gert hann að því göfugmenni sem hann var. „Aldrei deyr þótt allt um þrotni, endurminning þess sem var.“ En það var ekki lengi sem föðurhöndin leiddi þessa litlu drengi. Faðir þeirra deyr þegar þeir eru sjö og níu ára gamlir. Hættir þá Ingibjörg móðir þeirra búskap á Uppsöium. Jóhann fylgdi móður sinni, en Broddi fór til Helgu Sigtryggsdóttur á Fram- nesi og undirritaðs. Ingibjörg stund- aði barnakennslu alllengi og Jóhann naut kennslu hennar til fermingar. Eftir það fór hann á Menntaskólann á Akureyri og varð stúdent þaðan 1935. Eftir stúdentsprófið fer Jó- hann til Danmerkur og stundar nám í Hafnarháskóla í 4 ár og las stærð- fræði. Jóhann var frábær náms- maður. Er Jóhann kom heim gerð- ist hann kennari við Menntaskólann á Akureyri. Þann 25. júní 1948 giftist Jóhann Helgu Kristjánsdóttur frá Fremsta- felli í Köldukinn, glæsilegri gáfu- konu. Ég held að þeirra sambúð Fæddur 21. október 1910 Dáinn 7. ágúst 1989 Hann afi er dáinn. Ég trúi því bara ekki ennþá, hann sem var svo glaður og kátur á föstudegi þegar ég kvaddi hann áður en ég fór í smá ferðalag um helgina, en á sunnudag var hringt og sagt að afi hefði veikst og væri kominn á sjúkrahús. Ég fór því strax til hans þegar ég kom heim á mánudagskvöld, og vár hann þá mjög ræðinn og vildi fá að vita hvernig veðrið hefði verið og hvort allt hafi gengið vel. hafi verið, frá fyrstu stund til þeirr- ar síðustu, samfelld sólarganga. Er hér var komið gerðist það að Jóh'annes Steingrímsson bóndi og oddviti á Silfrastöðum vill hætta búskap. Mun hann hafa leitað til Jóhanns að taka við jörð og búi á Silfrastöðum. Jóhann hafði verið' öll sumur kaupamaður á Silfrastöð- um á meðan hann var í skóla og því öllum Imútum kunnugur þar. Jóhann og Helga flytja að Silfra- stöðum og hafa búið þar síðan, nú síðast ásamt syni sínum Jóhann- En rúmum klukkutíma seinna var hann dáinn. Árið 1977 þegar amma dó skildi maður ekki alveg hvað það þýddi að deyja, ég vissi jú að hjartað í ömmu hafði bilað og að hún kæmi ekki aftur, en nú 12 árum seinna er afi dáinn, og þá skynjar maður betur hvað það er sárt að missa sinn nánasta. Afi dó eftir 2ja daga legu á Sjúkrahúsi ísafjarðar eftir slæmt hjartaáfall. Manni kom ekki til hugar að afi væri nokkuð á leiðinni að fara, hann esi. Jóhannes Steingrímsson var oddviti og hreppstjóri Akrahrepps í mörg ár. Gegndi hann þeim störf- um með þeim ágætum að vart varð á betra kosið. Jóhannes var frábær sómanu'Air á alla lund. Nú tók (K/uaiiúco ftO eldast og vildi fara að losa sig við hin erfiðu sveitarstjórn- armál. Þá vöknuðu Akrahreppsbúar upp við vondan draum. Hver skyldi vera fær um að setjast í sæti Jó- hannesar? Slíkur maður var áreið- anlega ekki á hverju strái. Ég var búinn að vinna með Jóhannesi svo- lítið að sveitarstjórnarmálum, og mér var ljós sá vandi sem var fyrir höndum, að velja mann til slíkra starfa. Við nánari athugun, að öll- um hreppsbúum ólöstuðum, sá ég engan sem líklegri væri til að setj- ast í sæti Jóhannesar en Jóhann Lárus. Tii þess lágu ýmsar ástæð- ur. Fyrst og fremst var Jóhann betur menntaður en nokkur annar hreppsbúi. I annan stað gáfað prúð- menni sem ég treysti fyllilega til að leysa þessi störf vel af hendi. Ég fór því fram á það við Jóhann að hann tæki sæti í hreppsnefnd, með það fyrir augum að verða odd- viti. Jóhann var í fyrstu tregur til þessara starfa, en lét þó tilleiðast að lokum. í meira en aldarfjórðung var Jó- hann oddviti Akrahreps, með þeim ágætum að vart verður á þetra kosið. I Jóhanni var sameinað flest það er einn mann má prýða. Glæsilegt ii;25 útlit, er geislaði af góðvild og hlýju. Strangheiðarlegur maður, traustur sem bjargið og friðelskandi góð- menni. Þannig var Jóhann ætíð í mínum huga og ég held allra sem þekktu hann best. Nú er hann horf- inn yfir móðuna miklu. „Vantar nú í vinahóp, völd er lífsins glíma. Þann sem yndi og unað skóp, oss fyrir skemmstum tíma.“ Akra- hreppsbúar lúta höfði í söknuði og í virðingu fyrir hinu látna göfug- menni. I minum huga mætti segja um Jóhann, þótt í smærri stíl sé, og sagt var um Jón Sigurðsson: „Jóhann var sómi Akrahrepps, j sverð hans og skjöldur.“ í sorg þinni Helga mín, áttu að minnast allra þeirra sólskinsstunda, sem þú áttir með Jóhanni. Slíkar stundir hljóta að eyða döprum skuggum. Ég held að allir Ákra- hreppsbúar hljóti að sameinast um að senda þér hlýjar hugsanir, með þakklæti fyrir stuðning þinn við Jóhann í erfiðu starfi, og framlag þitt til menningarmála. Kraftur slíkrar hugsunar ætti að geta lyft þér yfir hinn erfiða þröskuld, sem þú stendur vi$ nú. Ég kveð Jóhann með þakklæti fyrir alla þá fyrirmynd sem hann var bæði mér og öðrum, og fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína. Kannski föðurhöndin sem leiddi litla drenginn í réttinni forð- um, leiði hann nú í landi þar sem kærleikurinn einn ríkri, í Guðs friði. Björn Sigtryggsson, Framnesi var ennþá sívinnandi, ef ekki niðri í vélsmiðju þá að huga að kartöflu- garðinum eða að slá túnið. En ef ég fór út a slá túnið þá kom hann alltaf út til að hvíla mig, því ég mátti ekki verða þreyttur sagði hann, svona var hann afi alltaf hugulsamur. Hann bjó í tvö ár á heimili okkar eftir að amma dó áður en hann flutti á neðri hæðina, þess vegna fylgdist maður vel með afa, hann kom upp á hveijum degi til að rabba við okkur. Honum fannst gaman að ferðá- lögum og ég tala nú ekki um að dansa, því það var hans líf og yndi. Ég vona að dansinn fylgi honum yfir móðuna miklu. Svo vona ég að góður guð hugsi vel um hann afa minn, því nú er hann kominn til Ömmu. Hannes Már Hannes Sigurðs- son - Minning X jHtööur ™Vá morgtm Guðsþjónustur sunnudag 13. ágúst 1989 ÁRBÆJAR- OG GRAFARVOGS- SÓKN: Guðsþjónusta í Árbæjar- kirkju kl. 11 árdegis. Sr. Jón Kr. ísfeld messar. Organleikari: Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son. BREIÐHOLTSKIRKJA: Sjá Laug- arneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti: Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matt- híasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn Hunger Friðriksson. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 13. Organleikari: Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Magnús Björnsson prédikar og þjónar fyrir altari. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organ- isti Þórhildur Björnsdóttir. Sókn- arprestar. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson messar. Organ- isti Jón G. Þórarinsson. Sóknar- nefnd. HALLGRÍMSKIRKJA: Sunnudag- ur: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Tónleikar Cap- ella Media kl. 20. Lútuspil og söngur. Þriðjudagur: Fyrirbæna- guðsþjónsta kl. 10.30. Beðið fyr- ir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörns- son. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Guðspjall dagsins: Mark. 7.: Hinn daufi og málhalti. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Sameiginleg guðsþjónusta Langholtspresta- kalls og Breiðholtsprestakalls verður í Langholtskirkju kl. 11. Organisti Jón Stefánsson. Kaffi verður í safnaðarheimilinu eftir messuna. Sr. Þórhallur Heimis- son. LAUGARNESKIRKJA: Vegna við- gerða á kirkjunni messar Jón Dalbú Hróbjartsson í Áskirkju næstu sunnudaga kl. 11. Sóknar- prestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Miðvikudag: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 18.20. Sr. Ólafur Jóhannsson. SEUAKIRKJA:Guðsþjónustur falla niður í ágústmánuði vegna sumarleyfa starfsfólksins. SELTJARNARNESKIRKJA: Safn- aðarferð sunnudaginn 13. ágúst. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 10 f.h. suður í Hvalsnes og að Út- skálum þar sem messað verður kl. 14. Prestur sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. Vinsamlega tilkynn- ið þátttöku í síma 618126 kl. 19. DOMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30, stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúm- helga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJABreiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga messa kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- delfía: Bænasamkoma í kvöld, laugardag, kl. 20.30. Safnaðar- samkoma á sunnudag kl. 11. Ræðumaður: Einar J. Gíslason. Almenn samkoma kl. 20. Ræða: Hafliði Kristinsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Útisam- koma á Lækjartorgi kl. 16 ef veð- ur leyfir. Hjálpræðissamkoma kl. 20.30. Kafteinn Elsabet Daníels- dóttir sem er foringi í Noregi tal- ar. KFUM & KFUK: Samkoma á Amtmannsstíg 2B kl. 20.30. „Náðarsáttmálinn 1, Jer. 55". Upphafsorð: Gyða Karlsdóttir. Ræðumaður: sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson. LÁGAFELLSSÓKN: Messað á Lágafelli kl. 11. Prestur: sr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöll- um. Sóknárnefnd. BESSAST AÐAKIRKJ A: Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur H. Guðmundsson messar. Sr. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐASÓKN: Sjá Bessa- staðakirkju. Sr. Sigurður Helgi óuðmundsson. FRÍKIRKJAN íHafnarfirði: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti: Smári Olason. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 10. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. INNRI-Njarðvíkurkirkja: Guðs- þjónusta kl. 11 í safnaðarheimil- inu. Orgelleikari: Steinar Guð- mundsson. Sr. Þorvaldur Karl Helgason. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 14. Altarisganga. Börn verða borin til skírnar. Safnaðarfél. Seltjarn- arnessóknar kemur í heimsókn ásamt sóknarprestinum sr. Sol- veigu Láru Guðmundsdóttur. Kirkjukaffi eftir messu. Sr. Hjört- ur Magni Jóhannsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl. 10.30. Sr. Tómas Guðmunds- son. KOTSTRAN DARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. TómasGuðmundsson. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa kl. 17. Sr. Jörgen Christiansen prestur í Ulsted í Danmörku prédikar. Organleikari: Hilmar Örn Agnarsson. Hann mun flytja verk eftir J.S. Bach. Sóknarprest- ur. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Orgelleikari: Einar Sigurðsson. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 10.30. Síðasta messa fyrir árs- leyfi orgelleikarans Jóns Ól. Sig- urðssonar. Mánudag: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Sr. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Messað í Álftártungukirkju kl. 14. Sóknar- prestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.