Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1989 17 ---»4 c Panama: Bandaríkin beita Nor- iega auknum þrýstingi Panamaborg. Reuter. BANDARÍSKIR hermenn voru í gær við æfingar við Fort Amador- herstöðina í Panama sem Bandarikjamenn reka í samvinnu við stjórn- völd þar í landi. Spenna í samskiptum ríkjanna hefur farið vaxandi undanfarna daga en Bandaríkjamenn hafa allt frá því í febrúarmán- uði freistað þess að fá Manuel Antonio Noriega, herstjóra í Panama og voldugasta mann landsins, til að leggja niður völd. Reuter Fundu 2.500 kíló afkókaíni Fíkniefiialögreglan i Mexíkó handtók fyrr í vikunni 13 menn sem hafa nú ákærðir fyrir stórfellt eiturlyfjasmygl. Mennirnir voru handteknir er lögreglumenn réðust til uppgöngu í bát einn sem sigldi undir fána Panama. í bátnum fúndust 2.500 kíló af hreinu kókaíni en verðmæti þess er talið vera um 200 milljónir Banda- ríkjadala (um 12 milljarðar ísl. kr.). Myndin sýnir hluta eitursins og 10 þeirra sem lögreglan klófesti. Reuter Leitað lækninga í Bandaríkjunum Kirill Podorozdanov er tveggja ára gamall, sovéskur drengur og þjáist af heilaæxli sem talið er að geti orðið honum að bana á hverri stundu. Á myndinni sést hann í örmum ömmu sinnar, Zonu Zdsnovskaju, á Kennedy-flugvelli í New York-borg en þang- að var farið með Kiril til að láta skera hann upp á Montefiore- sjúkrahúsinu. Aðalskrifstofa Noriega hershöfð- ingja er í Fort Amador en blaða- menn sem fylgdust með æfingunum töldu allt að 1.000 hermenn hafa tekið þátt í þeim auk þess sem þyrlum og brynvörnum liðsflutn- ingavögnum var ekið um í nágrenni herstöðvarinnar. Noriega var ákærður fyrir smygl og eiturlyfadreifingu í Bandaríkjun- um fyrr á þessu ári og tóku stjórn- völd vestra þá þegar að þrýsta á hann um að hverfa frá völdum. Umsvif herafla Bandaríkjamanna í landinu hafa aukist til muna frá því í maí er Noriega og nánustu undirsátar hans ógiltu úrslit þing- kosninga sem fram fóru í landinu. George Bush Bandaríkjaforseti lét að því liggja í viðtali á miðviku- dag að Noriega yrði hugsanlega handtekinn og dreginn fyrir dóm í Bandaríkjunum. Kvaðst forsetinn hafa svarið þess dýran eið að virða lögin í hvívetna er hann varð for- seti Bandaríkja.nna en • í eiðnum væri þess hvergi getið hvaða að- ferðum bæri að beita til að koma eftirlýstum glæpamönnum í hendur réttvísinnar. Um 3000 andstæðingar herstjór- Ítalía: Mannræningj um greitt lausnargjald Siderno á Ítalíu. Reuter. ITALSKIR mannræningjar létu í gær lausan 69 ára gamlan lögfræð- ing sem þeir höfðu haft á valdi sínu í tæpa sjö mánuði. Áður höfðu ættmenni lögfræðingsins greitt ræningjunum 500 milljónir líra (tæp- ar 22 milljónir ísl. kr. ) í lausnargjald. Að -sögn lögregiu var lögfræð-. kvöld, 500 milljónir líra. Hefðu pen- ingarnir verið afhentir glæpamönn- unum á mjög afskekktum stað skammt frá þorpinu Ardore en þar var lögfræðingnum rænt þann 17. febrúar sl. Lögregluyfirvöld telja að mann- ræningjar hafi a.m.k. fjóra menn á valdi sínu í Aspromonte-héraði. Það er fjalllent og erfitt yfirferðar og því kjörinn griðastaður fyrir útlaga og hvers kyns glæpalýð. ingnum, Nicola Campisi, sleppt í hijóstrugu héraði er Aspromonte nefnist og er á suðurodda Ítalíu. Campisi var sagður við ágæta heilsu en annar fótur hans var bólginn enda höfðu illmennin haldið honum í hlekkjum. Dóttir Nicola Campisi skýrði Reuíers-fréttastofunni frá því að Ijölskylda hans hefði greitt ræningj- um lausnargjald á fimmtudags- ans fóru í göngu um Panamaborg á fimmtudagskvöld til að minnast Arnulfo Arias, fyrrum forseta Pa- nama. Arias lést fyrir réttu ári í útlegð í Miami í Bandaríkjunum. Hann var þrívegis forseti landsins en herafli landsins kom honum jafn- oft frá völdum. Fólkið hrópaði slag- orð gegn Noriega og stjórn hans en þetta er í fyrsta skipti frá því í maímánuði sem stjórnarandstæð- ingar skipuleggja mótmæli gegn herstjóranum. Manuel Noriega Njósnir Felix Blochs: „Finnskur“ KGB-liði reyndist tilbúningur Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNAR hafa tekið því illa að einn af útsendurum sovésku öryggislög- reglunnar, KGB, skuli hafa notað finnskt vegabréf víðs vegar í Evr- ópu. Njósnarinn er talinn hafa haft samband við bandarískan sljórnarer- indreka, Felix Bloch, sem grunaður er um njósnir í þágu Sovétstjórnar- innar. Ný þykir á hinn bóginn sannað að vegabréf KGB-mannsins hafi ekki verið falsað heldur virðist maðurinn, „Reino Gikman“ hafa verið tilbúningur frá upphafi. Lögregluyfirvöld í Austurríki hafa skýrt frá því að KGB-maðurinn hafi notað finnsk vegabréf um árabil og þóst vera finnskur kaupsýslumaður. „Reino Gikrnan" er sagður hafa gengið erinda KGB í Vínarborg en Felix Bloch starfaði einmitt við bandaríska sendiráðið þar í borg. Fram hefur komið að „Gikman“ sé fæddur í afskekktri sveit á land- svæði sem Sovétmenn náðu af Finn- um í seinni heimsstyijöldinni. Hins vegar eru ekki lengur til neinar traustar heimildir fyrir því hveijir bjuggu á þessu svæði fyrir stríð. Bókum með nöfnum íbúanna var sto- lið úr skjalasafni í byijun sjötta ára- tugarins. Stærsta dagblað Finnlands Hels- ingin Sanomat hefur látið rekja sögu „Gikman-ættarinnar". „Reinos Gik- mans„“ er fyrst getið 4, apríl 1966 þegar maður nokkur sótti um vega- bréf hjá finnska ræðismanninum í Bremen í Vestur-Þýskalandi Maður- inn fékk vegabréf að líkindum sökum þess að ekki var unnt að afsanna að hann væri fæddur í Uuskirkko- hreppi á svæði því sem Rússar hert- óku á árum síðari heimsstyijaldar- innar. Voru þá liðin tólf ár frá því bækurnar hurfu úr skjalasafninu. Nafnið „Gikman“ þykir einnig dularfullt. Finnar eiga erfitt með að bera fram g-hljóð og þar að auki eru mannanöfn sem enda á ,,-man“ ekki rétt samkvæmt finnskri málfræði. Hefur því verið fullyrt að menn ættu að muna eftir fjölskyldu með svo einkennilegt ættarnafn. Blaðamaður Helsingin Sanomat ræddi við svei- tunga „Gikman“-fjölskyldunnar og könnuðust þeir ekki við hana. Engar skráðar heimildir fundust í sveitar- króniku Uuskirkko-búa. Engar heimildir eru til um foreldra „Reinos Gikmans" nema mjög óljósar upplýsingar um að faðir hans hafi fallið í bardaga árið 1944 en móðir hans er sögð hafa dáið á ótilgreindum stað árið 1958. Sjálfur á hann að hafa dvalist um skeið „heirna" í Finn- landi. Á árunum 1966-68 mun „Reino Gikman" hafa búið ásamt konu sinni í Suður-Finnlandi. Leigðu þau hjónin m.a. íbúð í eigu Kansa- tryggingafélagsins en það félag er í nánum tengslum við finnska komm- únistaflokkinn. Frá Finnlandi fluttust „Gikman“- hjónin til Vestur-Þýskalands og eign- uðust son árið 1969. Finnsk yfirvöld hafa reynt að hafa upp á fjölskyld- unni nokkrum sinnum, m.a. vegna herskyldu sonarins, en þær tilraunir hafa engan árangur borið. Menn velta því nú fyrir sér hvort KGB eða hugsanlega leyniþjónusta einhvers annars ríkis hafi stolið skjöl- unum á sjötta áratugnum til þess að geta „búið til“ finnska ríkisborg- ara. KOMDU í \ KOLAPORTID! 0 Nýtt og spennandi tímabil að hefjast. • Skemmtileg markaðsstemning. • Opið í dag frá 10-16. / KOIA PORTIÐ MœnKaÐStOgr undir seðlabunkanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.