Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAPGARDÁGURT2. ÁjGÚS[T, 19^9, ,,
34
FRJALSAR IÞROTTIR
Ben Johnson sá besti án stera?
Hefur lofað tilkomumikilli endurkomu^
BEN Johnson, kanadfski
spretthlauparinn sem á síðasta
ári var sviptur Ólympíumeistar-
atitlinum í 100 metra hlaupi
þegar upp komst um ólöglega
lyfjatöku hans, hefur hug á að
endurheimta nafnbótina
sprettharðasti maður heims án
hjálpar ólöglegra lyfja.
Johnson setti heimsmet á
Ólympíuleikunum í Seoul, en það
-var ógilt um leið og hann missti
gullverðlaunin til keppinautar síns
Carl Lewis. Þá eru talsverðar líkur
á því að núgildandi heimsmet í 100
metra hlaupi sem Johnson setti á
heimsmeistaramótinu í Róm 1987
verði ógilt og Johnson missi þá um
leið heimsmeistaratitilinn. I viðtali
við hið útbreidda vestur—þýska
íþróttablað Spoft-Bild sagðist Jo-
hnson ekki vera hræddur við þann
möguleika að nafn hans hyrfi af
metaskrám. „Þó svo að ég verði
sviptur heimsmeti mínu hef ég
nægan tíma til þess að ná því aft-
ur,“ sagði Johnson. „Ég mun sýna
hver er besti spretthlaupari heims.“
Johnson hefur viðurkennt að
hafa neytt vöðvauppbyggjandi lyfja
frá 1981. Hann sagði í viðtalinu
við Bild að hann treysti sér til þess
að bæta tíma sinn frá Seoul, þar
sem hann hljóp á 9,79, um einn
tíunda úr sekúndu og þá án þess
að nokkrir „sterar“ verði í fartesk-
inu. „Ég er viss um að ég get enn-
þá híaupið 100 metrana á innan
við 10 sekúndum," sagði Johnson.
Ég er í góðu formi bæði líkamlega
og andlega, en minn tími er ekki
kominn enn.“
Keppnisbannið sem Johnson var
dæmdur í rennur út 25. september
1990 og hann vonast til þess að
geta hafið keppni þann dag. John-
son er líka spenntur fyrir því að
heyja annað einvígi við Carl Lewis
í 100 metra hlaupi, en óttast að
Lewis hafi ekki áhuga á því.
Ben Johnson fagnar sigri sínum á Carl Lewis á Ólympíuleikunum í Seoul.
Johnson stefnir að því að mæta Lewis að nýju, án lyija.
ÍÞfémR
FOLX
UJOHN Stiles, sonur Nobby, var
fyrsti leikmaðurinn, sem Billy
Bremner keypti til Doncaster
Rovers. Bremner greiddi Leeds
40.000 pund fyrir.
■ MICK Mills, stjóri Stoke, hef-
ur greitt milljón pund fyrir nýja
leikmenn í sumar. í gær borgaði
hann Manchester City 250.000
pund fyrir Wayne Biggins og gerði
þriggja ára samning við miðheij-
ann.
■ WATFORD hefur boðið
Derby 600.000 pund fyrir mið-
heijannPaul Goddard, sem býr
rétt hjá Watford.
U LOU Macari, nýráðinn fram-
kvæmdastjóri West Ham, hefur
boðið Swindon Town 700.000
pund fyrir markvörðinn, Fraser
Digby. Macari var við stjórvölinn
hjá Swindon áður en hann kom til
West Ham og þekkir því vel til
Digby.
NMUNGLINGA
Þórður markahæstur
Islendingar töpuðu fyrir Svíum í síðasta leik og höfnuðu í 4. sæti
Islenska drengjalandsliðið í knatt-
spyrnu tapaði fyrir Svíum, 2:0,
í síðasta leik Norðurlandamótsins
sem lauk í Englandi í gær. Þórður
Guðjónsson úr KA var markahæsti
leikmaður mótsins ásamt Voudt frá
Svíþjóð með fimm mörk.
„Svíar voru mun betri í þessum
leik sem var slakasti leikur íslenska
liðsins. Strákarnir voru orðnir
þreyttir eftir að_ hafa leikið níu leiki
á 20 dögum. Árangurinn er betri
en ég bjóst við fyrirfram. En það
kom í ljós að hin liðin voru í betra
úthaldi því við klúðruðum tveimur
leikjum í mótinu niður í jafntefli
eftir að hafa náð tveggja marka
forystu," sagði Lárus Loftsson,
þjálfari liðsins.
Englendingar unnu mótið, en
Svíar urðu Norðurlandameistarar
með sex stig. Finnar gerðu jafn-
tefli, 1:1, við Englendinga og uðru
í öðru sæti með fimm stig. Noregur
varð í þriðja sæti með 4 stig, ísland
og Danmörk í fjórða og fimmta
einnig með 4 stig.
Fjórir leikmenn íslenska liðsins
leika í Norðurlandaúrvali drengja
sem mætir enskum jafnöldrum
sínum í forleik á leik Ársenal og
Liverpool um góðgerðarskjöldinn á
Wembley í dag. Þessir leikmenn
eru: Þórður Guðjónsson, KA, Flóki
Halldórsson, KR, Guðmundur Bene-
diktsson, Þór og Sturlaugur Har-
aldsson, ÍA.
FRJALSAR
..Viltu lána mér
spjótið þitt“
Einar Vilhjálmsson notaði spjót lund kom að máli við Sigurð og
Peters Borglund er hann sagði að ef Einar ætlaði sér að
kastaði 84,50 metra og sigraði í nota nýja spjótið mundi hann
spjótkastkeppninni í Malmö í kæra hann til mótstjórnar. Sig-
fyrra kvöld. urður sagði Einari frá þessu fyrir
Einar og Sigurður Einarsson fimmtu umferðina og brást Einar
höfðu báðir fengið gefins ný spjót ■ hinn versti við, gekk að Borglund
er þeir kepptu í Ungveijalandi og bað hann um að lána sér spjó-
fyrir skömmu og notuðu þau í tið. Einar kastaði spjóti Borglunds
keppninni. Einar hafði kastað síðustu tvær umferðirnar og náði
nokkrum sinnum yfir 82 metra meðþví sigurkastinu, 84,50metra.
með nýja spjótinu er Svíinn Borg-
Knattspymuskíli
Fjórða og allra síðasta námskeið knattspyrnuskóla-
ÍR hefst þann 14. ágúst á félagssvæði ÍR í Mjóddinni.
Námskeiðið, sem er fyrir 8-11 krakka, stendur í
tvær vikur og verður kennt milli kl. 14.00-16.00.
í lok námskeiðsins verður hin vinsæla knattþrauta-
keppni og verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin.
Innritun og nánari upplýsingar eru gefnar í síma
74248. Kennari á námskeiðinu verður Hlynur Elís-
son, knattspyrnuþjálfari.
-ekki
1 _ |
hepPni Vj p=
Laugardagur kl.13: :25
32. LEIKVIKA- 12. ágúst 1989 1 m m
Leikur 1 * Arsenai - Liverpooi
Leikur 2 Leverkuser - Gladbach
Leikur 3 Uerdingen - Köln
Leikur 4 Stuttgart - Mannheim
Leikur 5 Bochum - H.S.V.
Leikur 6 W.Bremen - Dortmund
Leikur 7 St. Pauli - Numberg
Leikur 8 K.R. - K.A.
Leikur 9 Akranes - Fylkir
Leikur 10 Hveragerði - B. ísafjardar
LeikurH Magni - Dalvík
Leikur 12 Austri - ReynirÁ.
* Sjónvarpsleikur á RÚV kl ■ 6:00
Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464.
LUKKULINAN S. 991002
Þrefaldur Sprenqipot tur
GETRAUNIR
Tvær milljónir í 1. vinning
Um helgina er þrefaldur pottur
og spengivika hjá íslenskum
getraunum. Hákon Gunnarsson,
framkvæmdastjóri getrauna, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi að salan hafi gengið mjög
vel og mætti búast við að potturinn
færi yfir tvær milljónir króna.
Sölustöðum lokar kl. 13:25 í dag,
laugardag.
Félagarnir við komuna til Finnlands. Finnbogi Gylfason er lengst til vinstri,
þá Jón Sigutjónsson og Olafur Guðmundsson til hægri.
Finnbogi í 2. sæti
Finnbogi Gylfason, FH, hafnaði
í öðru sæti í 800 m hlaupi á
NM unglinga í fijálsum, sem fram
fór í Ikalinen í Finnlandi um helg-
ina. Finnbogi hljóp fyrri hringinn á
um 58 sekúndum, var síðastur, er
um 300 m voru eftir, en jók hrað-
ann og fékk tímann 1.53,80. Norð-
maðurinn Roger Olsen sigraði á
1.53,50, en áttundi og síðasti mað-
ur hljóp á 1.54,84. Arangur Finn-
boga er sá besti í millivegahlaupi
um langt skeið og gaf honum 975
stig.
Jón Siguijónsson, UBK, setti
unglingamet í sleggjukasti, 55,20
m, og hafnaði í 5. sæti. Juha Paa-
sonen, Finnlandi, kastaði 66,86 m
og sigraði.
Ólafur Guðmundsson, HSK,
stökk 6,60 m í langstökki og varð
í 7. sæti. Finninn Matthias Sunne-
born stökk 7,78 m, sem gaf 1094
stig, en Otto Kárki, landi hans,
stökk 7,65 m og hafnaði í öðru sæti
í stigagjöfinni, fékk 1056 stig.
Finnar sigruðu í Iiðakeppni karla
með 226,5 stig. Svíar fengu 191
stig, Norðmenn 165,5 stig, en Dan-
ir og íslendingar, sem sendu sam-
eiginlega sveit, ráku lestina með
24 stig.
Um helgina
Knattspyrna
Laueardagur
I. deild:
KR-völlur KR-KA...................kl. 14
Akranes ÍA—Fylkir.................kl. 14
1. deild kvenna:
Þórsvöllur Þór-KR.................kl. 14
3. deild:
Hveragerði Hverag.—BÍ...........kl. 14
Seyðisfjörður Huginn—Kormákur....14
Grenivík Magni—Dalvík.......kl. 14
Eskifjörður Austri—Reynir Á....kl. 14
4. deild:
Hafnarfj. Haukar—Fjölnir..........kl. 14
Selfoss Ernir—Snæfell.............kl. 14
Akureyri TBA—UMSE-b............kl. 14
Krossmúli HSÞ-b-SM.............kl. 14
Hofsós Neisti—Efling............kl. 14
Blönduós Hvöt—Æskan............kl. 14
Fáskrúðsfjörður Leiknir—KSH..kl. 14
Egilsstaðir Höttur—Sindri.........kl. 14
Sunnudagur
1. dcild:
Víkingsvöllur Vík.—Valur........kl. 20
1. deild kvenna:
KA-völlur KA-KR...................kl. 14
Mánudagur:
1. deild:
Laugardalsvöliur Fram—FH.......kl. 20
1. deild kvenna:
Akranes ÍA—Vaiur.............kl. 20
Garðabæ Stjarnan—UBK.........kl. 20
2. deild:
Ólafsfjörður Leiftur—Selfoss...kl. 20
Kópavogur UBK—Völsungur........kl. 20
Vopnafj. Einherji—Stjarnan..kl. 20
Garður Víðir—Tindastótl...........kl. 20
Frjálsíþróttir
Bikarkeppni FRÍ í 1. deild fer fram á
Valbjarnarvelli um heigina. Keppnin
hefst í dag kl. 13.45 og verður fram-
haldið á morgun, sunnudag, 14.00.
Keppnin um titilinn „Bikarmeistari í
fijálsíþróttum 1989“ kemur til með að
standa milli FH, ÍR og HSK. Keppnin
var mjög jöfn og spennandi í fyrra, en
þá rauf FH sextán ára sigurgöngu ÍR.
Baráttan um fallið verður líklegast milli
USAH, UMSK og UÍA, en tvö lið falla
í 2. deild.
Tennis
íslandsmótið í tcnnis stendur nú yfir á
Víkingssvæðinu og lýkur þvi á sunnu-
dag. Úrslitaleikirnir í tvíliðaleik karla
og kvenna hcfjast kl. 10. Úrslitaleikur-
inn í einliðaleik kvenna hefst kl. 13 og
karla strax á eftir kl. 14. Síðan verður
verðlaunaafhending fyrir alla flokka.
Golf
Sveitakeppni Golfsambands íslands
fer fram um helgina. í 1. deild verður
keppt á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnar-
firði en í 2. deild á Strandarvelli á Hellu.