Morgunblaðið - 25.08.1989, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1989
Ibúðir íyrir varnarliðið;
Aðalverktakar velja
samstarfsfyrirtæki
Samkomulag
um strand-
flutningana
undiritað
ÍSLENSKIR aðalverktakar hafa nú valið fimm fyrirtæki til sam-
starfs um hönnun 224 hermannaíbúða fyrir vamarliðið á Keflavík-
urflugvelli. Þessi fyrirtæki em Verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar,
Arkitektar sf., Laufásvegi 19, Verkfræðistofan Hnit, Verkfræði-
stofa Jóhanns Indriðasonar og Verkfræðistofan Hönnun.
' Samkvæmt bandarískum lögum kerfi innanhúss og utan og Verk-
fer útboð á þessu verki fram í
tvennu lagi. Annars vegar er ís-
lenskum aðalverktökum gefinn
kostur á að bjóða í það í sam-
starfi við önnur íslensk fyrirtæki
en hins vegar er sá möguleiki fyr-
ir hendi, að keypt verði tilbúin ein-
ingahús frá Bandaríkjunum. Er
nú verið að bera saman þessa tvo
kosti.
Aðalverktakar hafa nú valið
fímm fyrirtæki til að bjóða með
sér í einstaka þætti hönnunar íbúð-
anna, ef ákveðið verður að fara
þá leið. Þessi fyrirtæki eru Arki-
tektar sf., Laufásvegi 19, sem sjá
mun um teikningu íbúðanna, burð-
arþolsútreikningar verða í höndum
Verkfræðistofu Stefáns Ólafsson-
ar, Verkfræðistofan Hönnun hf.
og Verkfræðistofa Jóhanns
Indriðasonar munu hanna lagna-
Söluverð
húseigna
eykst að
raunvirði
SÖLUVERÐ einbýlis- og rað-
húsa á höfuðborgarsvæðinu var
34-36% hærra á fyrri helmingi
liðins árs en á fýrri helmingi
ársins 1987. Hækkunin nemur
10-12% umfram hækkun láns-
kjaravísitölu og um 17-20%
umfram hækkun byggingarvísi-
tölu, samkvæmt úttekt í frétta-
bréfi Fasteignamats ríkisins.
Raunverðshækkun náði há-
marki á fyrsta ársfjórðungi
1988.
Á tímabilinu hækkaði útborgun-
arhlutfall einnig og fór úr 72,6%
að meðaltali 1987 í 77,0% að með-
altali árið 1988. Söluverð á fer-
metra hækkaði um 35,8%, úr
30.751 krónu í 41.765 krónur, að
meðaltali. Fleiri hús voru seld fyrri
hluta 1988 en sama tíma 1987,
132 á móti 105.
fræðistofan Hnit mun sjá
mælir.gar og gatnahönnun.
um
Á gúmbát yfir
N-Atlantshaf:
Héldu áleið-
is til Græn-
lands í gær
BRETARNIR þrír, sem haft
hafa viðkomu hér á landi á leið
sinni yfir Norður-Atlantshaf á
opnum gúmbáti, héldu frá Sand-
gerði áleiðis til Angmagssalik á
Grænlandi í gær. Þeir munu
hafa viðkomu á Patreksfirði og
taka þar eldsneyti, en þeir gera
ráð fyrir að siglingin þaðan til
Angmagssalik muni taka um 13
klukkustundir.
Gúmbátur Bretanna tók niðri á
skeri þegar þeir voru að koma til
hafnar í Sandgerði fyrir viku
síðan, með þeim afleiðingum með-
al annars að skrúfublöð á utan-
borðsmótorum eyðilögðust. Þeir
fengu senda varahluti frá Þýska-
landi, og ætluðu að lokinni viðgerð
að halda áleiðis til Græntands á
miðvikudaginn, en frestuðu þá för
sinni vegna óhagstæðs veðurútlits.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Skoðað í krabbagildru á bryggjunni í Vogum, þar sem aflinn
reyndist 25-30 beitukóngar og 1 krabbi.
Krabba- og beitukóngs-
veiðar vinsælar í Vognm
Vogum.
KRABBA- og beitukóngsveiðar
í gildrur hafa verið vinsælar
hjá börnum í Vogum í sumar.
Einhver hugvitssamur krakki
setti tóg í krabbagildru sem lá
ónotuð á bryggjunni, festi annan
endann í gildruna en hinn í ljosa-
staur á bryggjuendanum og síðan
var veiðarfærinu varpað í sjóinn.
Þar liggur gildran einhveija
stund, til dæmis eina klukku-
stund, yfir eina nótt eða það sem
hentar hverju sinni.
Krakkarnir vitja um gildrurnar
með því að draga þær upp til að
skoða í þær og athuga aflann.
Aflinn sem hefur fengist eru
krabbar, beitukóngur og mar-
hnútur. Með því að taka upp notk-
un á þessu veiðarfæri hefur
krökkunum tekist að auka fjöl-
breytnina í veiðinni~við bryggjuna
þar sem hún hefur verið ufsi,
koli, marhnútur og laxaseiði, en
nú hafa bæst við nýjar tegundir.
- EG
SAMKOMULAG um aukna sam-
vinnu Eimskipafélags íslands,
Skipadeildar Sambandsins og
Skipaútgerðar ríkisins í strand-
flutningum var undirritað í gær.
Samkomulagið felur í sér að unn-
ið verði að gerð samnings milli
þessara aðila til allt að fimm ára
um samvinnu í strandflutningum,
með það að markmiði að auka
hagkvæmni þeirra og draga úr
kostnaði við þá, en samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er
gert ráð fyrir Skipaútgerð ríkis-
ins verði lögð niður á því tímabili.
Samkomulagið var undirritað af
Steingrími J. Sigfússyni samgöngu-
ráðherra, Guðjóni B. Ólafssyni for-
stjóra Sambandsins og Herði Sigur-
gestssyni forstjóra Eimskipafélags-
ins. Samkvæmt því er gert ráð fyr-.
ir að sérstakt samsiglingakerfi
samningsaðila verði tekið upp í
síðasta lagi um næstu áramót, en
jafnframt verði unnið að því að
endurskipuleggja þjónustu í landi
með það að leiðarljósi að gera vöru-
afgreiðslu fyrir strandflutningá
hagkvæmari og ódýrari.
Alls annast sex skip strandflutn-
inga nú, og náist samningur um
flutningana er gert ráð fyrir að
þegar verði eitt af þremur skipum
Skipaútgerðarinnar tekið úr flutn-
ingunum. Hörður Sigurgestsson
segir að samvinna skipafélaganna
muni fyrst og fremst hafa í för með
sér ávinning fyrir skattgreiðendur
vegna lækkunar á kostnaði vegna
reksturs Skipaútgerðar ríkisins.
Ávinningur Eimskips gæti orðið sá
í framtíðinni að aukin hagkvæmni
næðist með flutningi á auknu vöru-
magni, en nú væri þessi rekstur
rekinn með halla.
Bifreiðainnflutningur fyrstu sjö mánuði ársins:
Ríflega helmings samdrátt-
ur frá sömu mánuðum í fyrra
INNFLUTNINGUR nýrra fólks-
bifreiða hefiir dregist saman
sem nemur 53,6% fyrstu sjö
mánuði þessa árs, miðað við
sömu mánuði í fyrra. Á þessum
tíma hafa alls selst 4.004 fólks-
bílar, en voru á sama tíma í
fyrra 8.634, samkvæmt yfirliti
Bílgreinasambandsins. Mitsu-
bishi er mest selda tegundin
með 726 selda bíla. Næstflestir
seldust af gerðinni Toyota, 478,
þá koma Lada og Subaru með
446 hvor tegund. Forráðamenn
Svía-
konungur
á hrein-
dýra-
veiðar
Karl Gústaf II
Svíakonungur kom
til landsins í gærdag
ásamt föruneyti sínu.
Konungur er hér í
einkaerindum og
heldur í dag austur
á land á hreindýra-
veiðar. Hann mun
dvelja á íslandi í þrjá
daga.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
bílaumboðanna, sem Morgun-
blaðið ræddi við, búast yfirleitt
ekki við að salan taki mikið við
sér það sem eftir lifir árinu og
reikna flestir með að á næsta
ári muni seljast sex til sjö þús-
und bílar.
Flestir viðmælendur blaðsins
kváðust eiga nokkuð óselt af eldri
árgerðum. Hjá Heklu hf. verða
nýjar árgerðir kynntar um næstu
helgi og þar er gert ráð fyrir að
standi á endum að árgerð 1989
verði uppseld um leið. Hjá Toyota
seinkar 1990 árgerðinni þar til í
október og er jafnvel búist við að
1989 bílarnir verði uppseldir í
september. Ingvar Helgason hf. á
nokkra bíla enn óselda, en þar er
þegar hafin sala á nokkrum gerð-
um af 1990 árgerð og aðrar vænt-
anlegar fljótlega. Sveinn Egilsson
hf. á um 200 bíla af öllum gerðum
óselda og segir Þórir Jónsson for-
stjóri að hann búist við að þeir
seljist á næstu tveimur til þremur
mánuðum. Meðal annars er verið
að undirbúa að selja 40-50 Suzuki
Swift með afslætti. Bílvangur á
um 40 bíla af árgerð 1988.
Tvö bifreiðaumboð skera sig úr
hvað varðar markaðshlutdeild í
sölu fólksbíla, það eru Hekla hf.
með 20,7% sölunnar og lngvar
Helgason hf með 15,5%. Næst
koma Toyota með 11,9%, Bifreiðar
og landbúnaðarvélar með 11,8%,
Jöfur hf. með 9,8%, Sveinn Egils-
son hf. með 7,8% og Brimborg
með 7,7%. Aðrir hafa minna.
Framantalin umboð hafa um 85%
sölunnar og fimm þau efstu um
70%.
Af pallbifreiðum undir 7.500 kg
heildarþunga hefur mest selst af
Toyota, 99 bílar. Það eru nánast
allt bílar af gerðinni Hi Lux. Næst
koma Chevrolet og Mitsubishi með
12 selda bíla af hvorri tegund.
Alls var seldur 151 léttur pallbíll
fyrstu sjö mánuði ársins.
M.A.N. hefur selst mest stærri
vörubíla, 13 bílar seldir, næst
koma jafnir Mercedes Benz, Scan-
ia og Volvo með 11 bíla selda. 55
þungir vörubílar voru seldir á þess-
um tíma.
Heildarinnflutningur fyrstu sjö
mánuðina var 4.786, þar af 510
notaðir. Sex tegundir fólksbíla
geta státað af meiri sölu nú en í
fyrra, U.A.Z. (Rússajeppi), Isuzu,
Korando, Land Rover, LMC-1500
og Renault.
Talsmenn bifreiðaumboðanna
búast ekki við að markaðurinn
taki kipp á þessu ári. Þeir giskuðu
flestir á að um sex þúsund bílar
seljist í heild, sumir nefndu þó sjö
þúsund. Þeir spá nokkuð misjafn-
lega um næsta ár, flestir sex til
sjö þúsund bíla sölu, aðrir allt upp
í níu þúsund, en enginn vildi fara
hærra en það. Bifreiðaumboðin
hafa slíkar spár til hliðsjónar þeg-
ar panta þarf bíla af næstu árgerð
og er yfirleitt búið að því um þetta
leyti árs.
1
(i
I
c
I
M
l
i
k
I
t