Morgunblaðið - 25.08.1989, Síða 12
m
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUE 25J ÁGÚSI’ 1989
Gj örningaveður Ólafs ísleifssonar
og fleiri hag’fræðinga og Qölmiðla
eftir Stefán
Valgeirsson
Þann 23. júlí sl. skrifaði Ólafur
ísleifsson grein í Morgunblaðið með
eftirfarandi fyrirsögnum: „Hag-
fræði. Hver á að bjarga hveijum
og hver á að borga fyrir það?“
Aðalfyrirsögnin „Misrétti" og
„Hagsmunapot í nafni jafnréttis og
félagshyggju."
Ekki er hægt að lesa út úr þess-
ari grein að það sé hagfræðingur
sem heldur þar á penna, því síður
að greinarhöfundur hafi þekkingu
á því, hveijar eru aðalástæður fyrir
stöðu margra atvinnugreina og ein-
staklinga í dag. Þeir sem ekkert
þekkja til lífshlaups Ólafs ísleifs-
sonar gætu haldið eftir iestur grein-
arinnar að höfundur hennar hefði
ekki komið nærri við að móta stefnu
stjómvalda síðustu árin. Fólk virðist
vera fljótt að gleyma ef marka má
skoðanakannanir á fylgi stjórn-
málaflokkanna að undanförnu, en
það var enginn annar en Ólafur
Isleifsson sem var aðalráðgjafi og
aðstoðarmaður forsætisráðherra á
meðan ríkisstjóm Þorsteins Páls-
sonar sat á valdastólum. Hvað gerði
þessi ríkisstjórn? Hún tvöfaldaði
vexti á ríkisvíxlum á fyrstu fimm
mánaða ferli sínum. Að sjálfsögðu
hækkuðu allir vextir í landinu til
samræmis við það. Ríkisstjórn Þor-
steins Pálssonar hyglaði með þess-
um hætti fjármagnseigendum á
kostnað atvinnufyrirtækja ogþeirra
einstaklinga sem skulduðu. Af
þessu tiltæki varð meiri eignatil-
færsla í landinu en áður hefur
þekkst. Fjármagnsokrið hefur leitt
það af sér að fyrirtæki og einstakl-
ingar hafa í hundraða vís orðið
gjaldþrota. Ráðgjafinn að þessu
vaxtaokri talar svo um hagsmuna-
pot og misrétti.
Ólafur segir m.a. í grein sinni:
„Tregðast hefur verið við að kalla
fram nauðsynlega leiðréttingu á
gengi krónunnar. Atvinnugreinum
er haldið í úlfakreppu hágengisins
í stað þess að veita nauðsynlegu
lífslofti inn í atvinnustarfsemina."
Lífsloft hans felst í því að lækka
gengi krónunnar. Gamla viðreisnar-
ráðið, önnur úrræði sér hann alls
ekki, því að fjármagnseigendur
verða að halda sínu og hafa fullt
frelsi til þess að sölsa undir sig
annarra eignir með okri. Annað
skiptir ekki máli að manni virðist.
Gerir hagfræðingurinn sér ekki
grein fyrir hver er aðalástæðan fyr-
ir því, að lífsloft framleiðslufyrir-
tækjanna er þrotið? Hann minnist
a.m.k. ekki á í grein sinni, að vaxta-
byrði, vaxtaokrið sé frumástæðan.
En hvers vegna? Efnahagsmál
heyra undir forsætisráðherra á
hveijum tíma. Ólafur ísleifsson var
a.m.k. að nafninu til aðstoðarmaður
og efnahagsráðgjafi Þorsteins Páls-
sonar. Hafi hann á annað borð stað-
ið undir nafni, sem efnahagsráðu-
nautur forsætisráðherra, sem ég
efa ekki, þá ber hann sem slíkur
ábyrgð á vaxtaboði ríkisins, á
ríkisvíxlunum, sem leiddi til meiri
en tvöföldunar á öllum vöxtum í
landinu. Þetta er aðalástæðan fyrir
því, að mestur hluti framleiðslunnar
og fjöldi einstaklinga lendir í
skuldaklöfum. Mörg dæmi eru um
það, að vaxtagreiðslur urðu hærri
en launakostnaður í fyrirtækjum.
Engin þjóð getur búið við það til
lengdar, að framleiðslufyrirtækin
búi við neikvæða afkomu.
Hagfræðingurinn bendir á eitt
úrræði, gengisfellingu, en nefnir
ekki ijármagnskostnaðinn. Vextir
mega aldrei verða hærri en það,
að sæmilega rekið fyrirtæki geti
borið þá með góðu móti, en við
verðum þá fyrst og fremst að miða
skiptingu þjóðarteknanna á hveij-
um tíma við það, að launatekjur
almennra launa séu miðaðar við
það, að fjölskyldur og einstaklingar
hafi möguleika á að lifa eðlilegu
og sómasamlegu lífi og standi und-
ir afborgunum og vöxtum af hóf-
legri stærð íbúðar. Aðrar fjárhags-
stærðir í þjóðfélaginu verða að mið-
ast við það, þar með raunvextir af
fjármagni.
í þessu sambandi má ekki gleyma
því, að íj ármagstekjur eru þær einu
tekjur sem eru undanþegnar tekju-
skatti. Þetta endalausa raús sumra
hagfræðinga um að fjármagnið eigi
að deiia og drottna er óafsakan-
iegt, en undir þann söng taka fjöi-
miðlarnir í síbylju án tillits til hvern-
ig rekstur atvinnuveganna gengur
og án tillits til kjara almennings.
Þetta gjörningaveður ofan á fjár-
magnsokrið er að lama allt þjóðlíf-
ið. Sé fjármagnskostnaðurinn ekki
lækkaður til muna, þá verða enda-
lausar gengisfellingar, aukin verð-
bólga og áframhaldandi eignatil-
færsla. Boðberi þessarar stefnu tal-
ar svo um misrétti og hagsmunapot
af þeirra hálfu sem beijast fyrir
jafnrétti og réttlæti í þjóðfélaginu.
Ólafur hafnar þeirri leið sem
ríkisstjórn Steingríms Hermanns-
sonar hefur farið, að reyna með
öllum tiltækum úrræðum að koma
í veg fyrir að útflutningsfyrirtækin
verði gjaldþrota, fyrst og fremst
þau sem eru aðalburðarásar í hverri
byggð. Verði slíkt fyrirtæki gjald-
þrota og missi þau fiskkvóta sinn
úr byggðarlaginu, þá er enga at-
vinnu að fá fyrir þá, sem við það
vinna. Þegar svo er komið er verð
á íbúðum á slíkum stöðum aðeins
lítill hluti af raunverulegu kostnað-
arverði þeirra. Vaxtaokursstefna
ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar
reyndist verða landeyðingarstefna.
Hagfræðingurinn segir sjálfur,
að lífsloft framleiðslufyrirtækjanna
sé þrotið. Var það ekki þrotið þegar
hann missti atvinnuna sem efna-
hagsráðunautur fyrrverandi ríkis-
stjórnar? Eða hvaða ástæður lágu
til þess að sú ríkisstjórn hrökklaðist
frá völdum á haustnóttum 1988?
Að sögn ráðherra þeirrar ríkis-
stjórnar var þá mikill hluti útflutn-
ingsfyrirtækjanna kominn í þrot og
stöðvun þeirra blasti við.
Eina úrræðið sem hagfræðingur-
inn nefnir er gengisfelling, það er
hans eina lausnarorð. En hvað þýð-
ir gengisfelling? Útflutningsfyrir-
tækin fá fleiri íslenskar krónur, sem
nemur lækkun krónunnar. Tilkostn-
aðurinn vex, vöruinnflutningur
hækkar, en rauntekjur almennings
lækka a.m.k. tímabundið. Nú er
stærstur hluti fjárfestinga og af-
urðalána útflutningsframleiðslunn-
ar erlend lán og þau hækka í
íslenskum krónum talið í sama hlut-
falli og lækkun krónunnar nemur.
Þessi leið er því fyrst og fremst
Stefán Valgeirsson
„Er það ekki án alls efa
afstaða þeirra, sera vilja
í raun og yeru koma í
veg fyrir misrétti og
hagsmunapot, að leita
allra annarra leiða en
gengisfellingar til að
koma framleiðslunni á
jákvæðan grundvöll,
eins og felst í stefnuyfir-
lýsingum núverandi
ríkisstjórnar?“
launalækkun. Eru rauntekjur al-
mennings of háar? Er það réttlæt-
anlegt miðað við okkar þjóðartekjur
að gera þær ráðstafanir einar sér,
að lækka rauntekjur almennings?
Er það ekki án alls efa afstaða
þeirra, sem vilja í raun og veru
koma í veg fyrir misrétti og hags-
munapot, að leita allra annarra
leiða en gengisfellingar til að koma
J - Æ ■■
jS i fullum
J gcangi
/ Fotnaður og skór
Barnaskór fró
390 kr.
Dömuskór fró
490 kr.
Mikill afsláttur
V 40%-70% i
Herraskór frá 990 kr.
Kvenbuxur frá 490 kr
rbæjarhomban
0 ^ /M * - \
Peysut ftá 490 kt.
SsutWAS^t.
Herraskyríur frá 490 kr.
Barnabuxur frá 490 kr
Telpukjólar frá 500 kr.
Sokkabuxur
frá 250 kr
Joggingsett
frá 990 kr.
MARKAÐURINN
EiAislargi, 3. hæd