Morgunblaðið - 25.08.1989, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1989
ia
frámléíðslunni á jákvæðan grund-
völl, eins og felst í stefnuyfirlýsing-
um núverandi ríkisstjórnar? Leiðin
hlýtur að vera sú, að nota öll tiltæk
ráð til þess að lækka kostnað at-
vinnurekstursins í landinu. Dugi
það ekki til að rekstur þeirra kom-
ist í viðunandi stöðu, þá fyrst er
réttlætanlegt að breyta gengi krón-
unnar. Samtímis verður þá að
minnka launamuninn í þjóðfélaginu
svo að ráðstöfunartekjur þeirra,
sem minnst hafa, lækki ekki, m.a.
með því að afnema hinn illræmda
matarskatt af innlendum fram-
leiðsluvörum. Sú skatttaka jók mik-
ið misréttið í þjóðfélaginu og bitnar
harðast á þeim sem síst skyldi.
Atvinnutryggingasjóður var sett-
ur á stofn til þess að bjarga út-
flutningsfyrirtækjum frá gjaldþroti.
Sjóðurinn hefur nú afgreitt lán að
upphæð 4,7 milljarða og á eftir að
veita að óbreyttum lögum 2,3 millj-
arða. Þessi lán eru ýmist til 10 eða
12 ára afborgunarlaus fyrstu 2 árin
með 6% vöxtum. Fjármagnskostn-
aður við þessa skuldbreytingu
lækkar a.m.k. um 6% eða a.m.k.
420 milljónir á ári þegar frá öllum
þessum lánsumsóknum verður end-
anlega gengið. Síðan kemur Hluta-
fjársjóður til, en ég hef þar engar
tölur tiltækar um hans fyrir-
greiðslu. Þessi framkvæmd er mik-
ill þyrnir í augum \ fijálshyggju-
manna. Þeir trúa á frumskógarlög-
málið, á frelsi flármagnsins.
Eftir standa nokkur fyrirtæki
sem eru aðalatvinnuveitandinn í
sinni byggð og hafa svo slæma
eignarfjárstöðu, að spurning er með
hvaða hætti er hægt að forða þeim
frá gjaldþroti. En auðvitað er sú
leið til og þvi verður að fínna hana
og krefjast þess að hún verði farin
og komið í veg fyrir stöðvun þeirra
og ekki síður að þær byggðir missi
ekki aflakvóta sinn úr byggðarlög-
unum.
Ég tek undir eitt með Ólafi, að
við þurfum sem þjóð að fara að
hugsa öðruvísi en gert hefur verið
og þó fyrst og fremst sumir hag-
fræðingar, sem í krafti þekkingar
sinnar á lögmálum hagfræðinnar
eru að reyna að gera fjárlshyggjuna
að einhvers konar trúarbrögðum.
Mér hefur alltaf leiðst þessir sértrú-
arflokkar. Þar virðist skorta nokkuð
á rökhyggjuna ef marka má blaða-
greinar þeirra um atvinnuvegina
og sérstaklega um landbúnaðinn.
Þjóðin verður að gera sér fulla grein
fyrir á hverju hún fyrst og fremst
lifir. Lífskjör okkar byggjast á
framleiðslunni. Enginn hygginn
bóndi mundi svelta mjólkurkýmar
sínar, en það gerði ríkisstjóm Þor-
steins Pálssonar og þar með varð
fijálshyggjan gjaldþrota. Menn
ættu að gera sér grein fyrir hver
var orsökin fyrir því, hvernig fór
fyrir þeirri ríkisstjórn.
Ólfur ísleifsson ber mikið lof á
viðreisnarstjórnina sálugu, hvernig
hún tók á málum og ber saman
stefnu núverandi ríkisstjórnar á
málefnum þjóðarinnar. Ólafur mun
Egilsstaðir:
Tilboð opn-
uð í þjálfunar
og ráðgjaf-
armiðstöð
Egilsstöðum.
ÞRJÚ tilboð bárust í þjálfunar-
og ráðgjafarmiðstöð sem svæðis-
stjórn fatlaðra á Austurlandi ætl-
ar að byggja í tengslum við vist-
heimilið Vonarland á Egilsstöð-
um. Um er að ræða 1492 rúm-
metra byggingu og er verktími
til í. júlí 1990.
Tilboðin voru opnuð hjá Innkaupa-
stofnun ríkisins og voru á þessa leið:
Brúnás hf., Egilsstöðum, 18.880
þúsund, Baldur og Óskar hf.,
Fellabæ, 16.970 þúsund og Tréfang
hf., Hveragerði, 14.904 þúsund.
Kostnaðaráætlun nam 13.449.506
krónum. Ekki hefur verið tekin af-
staða til tilboðanna.
vera fæddur 1955 og man þar af
leiðandi takmarkað eftir því, hvern-
ig kjör almer.nings vom á þeim
ámm, en ég man vel þessi ár og
mun því gera það sem í mínu valdi
stendur til að koma í veg fyrir að
ný viðreisnarstjórn verði endurreist.
Hugsunin ein um slíka ríkisstjórn
skelfir mig. Þannig em mínar minn-
ingar frá þessum ámm.
Hagfræðingurinn talar um at-
vinnuleysi nú og slæmar horfur í
því efni. Það er rétt, útlitið er ekki
gott í þeim málum, en heldur hann
að það hafí verið fýrir gott atvinnu-
ástand í landinu á síðari hluta við-
reisnaráranna, að fólksflutningar
til annarra landa hafi ekki verið
eins miklir um áratuga skeið eins
og þá? Það getur verið að sumir
hagspekingar trúi því, að með því
að segja nógu oft að svart sé hvítt
þá fari þjóðin að trúa því. Hins
vegar uni ég því mjög vel, að vera
talinn persónugervingur fyrir þeirri
stefnu, að vilja rétta hlut lands-
byggðar og lítilmagnans í þjóðfé-
laginu, eins og Ólafur gerir í grein
sinni. Á sama hátt er hann persónu-
gervingur fyrir gróðahyggjuna í
minni vitund.
Ég segi: Manngildið skal vera
ofar auðgildinu. Mér virðist að Ólaf-
ur og aðrir fijálshyggjupostular vilji
snúa þessu við.
Á misréttinu þeir mata krókinn
og moka eignum til gæðinganna.
Hagfræðin er höfð það flókin
að hulið sé flest sem þarf að sanna.
Höfandur er alþingismaður fyrir
Samtök umjafnrétti og
félagshyggju.
Til sölu
Cadillac Sedan De Viile árg. 1983, 4ra dyra, 8 cyl.,
bensín, sjálfskiptur með öllu. Verð 1250 þúsund.
Staðgreiddur 750 þús.
Upplýsingar í síma 83979.
cy
Hér er hægt að gera við og
lagfæra steypuskemmdir
Semkís eru íslensk viðgerðarefni fyrir steinsteypu. •
Semkís efnin eru prófuð af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðar-
ins og fagmönnum í byggingariðnaði.
Það erekki óleysanlegt vandamál að lagfæra frostskemmdir
í steypu, ryðskemmdir út frá járnabindingu, sprungur í veggjum,
brotna kanta og stærri eða minni múr- og steypuskemmdir ef
notuð eru Semkís viðgerðarefnin. Réttu viðgerðarefnin eru
íslensku Semkís efnin, þróuð ogframleidd fyrir íslenskar aðstæður.
Semkís VIOO: Fljótharðnandi án trefja fyrir minni viðgerðir.
Semkís V200: Fljótharðnandi með trefjum fyrir viðgerðir á
álagsflötum og stærri rifum, sprungum eða holum.
Semkís V300: Hægharðnandi með trefjum og mikilli
viðloðun. Ætlað til viðgerða á stærri flötum þar sem álag er mikið.
Semkís FIOO: Stálvari til að ryðverja steypustyrktarjárn.
Semkís AIOO: Steypuþekja til verndunar á steypu-
viðgerðum, múrhúðun og allri venjulegri steypu.
SemKís efnin eni framleidd undir ströngu gæðaeftirliti. Framleiðandi er Sérsteypan sf. á Akranesi
sem er sameign Sementsverksmiðju rlkisins og Islenska járnblendifélagsins.
Heildsöludreifing:
Sementsverksmiðja ríkisins,
Afgreiðsla Sævarhöfða Reykjavik s: 91-83400
Afgreiðsla Akranesi, s: 93-11555.
Semkís efnin fást hjá öllum helstu byggingarvöruverslunum og hjá SANDI h.f.
Viðarhöfða i.Reykjavík s; 91-673555
KALMANSVÖLLUM 3, 300 AKRANES. SlMI: 93-13355
- Björn.