Morgunblaðið - 25.08.1989, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1989
*
Hermann Arnason og
SigurlaugH. Friðriks-
dóttir — Hjónaminning
Fæddur 21. nóvember 1905
Dáinn 10. júlí 1989
Fædd 14. ágúst 1909
Dáin 20. ágúst 1989
Elsku afi, Hermann Árnason og
amma, Sigurlaug Herdís Friðriks-
dóttir, eru dáin. Okkur langar til
að minnast þeirra. Þann 10. júlí
lést afi og aðeins 6 vikum seinna
fylgdi amma honum. Amma var
fædd í Efri-Miðvík 14. ágúst 1909,
en afi að Leirum í Grunnavíkur-
hreppi þann 21. nóvember 1905.
Áfi fluttist til Hesteyrar með for-
eldrum sínum og síðan til Aðalvíkur
að Látrum upp í Urð eins og þau
köiluðu það, en amma réð sig sem
ráðskonu þangað aðeins 16 ára
gömul. Eftir að hafa verið ráðskona
hjá afa í þijú ár gengu þau í það
heilaga þann 25. des. 1927. Afi og
amma bjuggu í Efri-Miðvík á Sæ-
bóli og á Látrum til 1948, en þaðan
fluttust þau til Hnífsdals og síðan
til Reykjavíkur. Það er svo margs
að minnast með þeim og að hafa
fengið að kynnast slíkum persónum
sem gáfu svo mikið af sjálfum sér
er ómetanlegt. Þær minningar sem
við geymum í bijósti okkar varðveit-
ast að eilífu. Þar eru til að mynda
ferðirnar til Aðalvíkur á sumrin,
skatan á Þorláksmessu og afmæli-
sveislurnar í Drekavoginum og aldr-
ei munu sögur þeirra líða okkur úr
minni, þær voru ófáar. Drekavogur
Merrild
-hefur kennt íslendingum aö meta gott kaffi.
Þú getur valið um þijár mismunandi
tegundir af Merrild-kaffi.
103-MiUibrennt
304 - Dökkbrennt
104 - Mjög dökkbrennt
Merrild-ilmandi og ljúffengt kaffi,
sem bragð er af.
20 hefur ávallt verið miðstöð okkar
allra. Það hefur ávallt verið marg-
menni í kringum ömmu og afa,
enda varð þeim 12 barna auðið sem
öll eru á iífi.
Þau eru: Árni Stefán, Helgi,
kvæntur Önnu Ólafsdóttur, 8 börn;
Friðrik Svavar, 3 börn, Þórunn
Herborg, gift Davíð Guðbergssyni,
5 börn en misstu 1 son, Þorgerður
Kristín, gift Gunnari Valdimars-
syni, 5 börn; Gunnar Jóhannes,
kvæntur Huldu Þorgrímsdóttur, 3
börn; Jónína Margrét gift Jakobi
Sigurðssyni, 6 börn; Guðný Eygló,
gift Halldóri Geirmundssyni, 6
börn; Óli Theodór, kvæntur Guðríði
Hannibalsdóttur, 3 börn; Ingi Karl,
kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur, 2
böm; Bárður Gísli, kvæntur Mar-
gréti Guðjónsdóttur, 6 börn; Ingi-
björg Steinunn, í sambúð með Stef-
áni Stefánssyni, 6 börn; Heiðar,
kvæntur Herdísi Gísladóttur, 3
börn. Alls eru afkomendur þeirra
orðnir 128.
Með þakklæti minnumst við allra
samverustundanna, þegar fjöl-
skyldur okkar glöddust saman á
góðri stund. Sú minning máist ekki
úr huganunm og heldur ekki minn-
ingin um þau sem með gleði og
hlýju fegruðu umhverfi sitt. Það var
í sannleika mannbætandi að um-
gangast þau og erfitt að skilja svo
skjótt. En vol og víl var ömmu og
afa víðsfjarri.
Blessuð sé minning þeirra. Guð
mun fagna þeim báðum eins mikið
og við munum sakna þeirra.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði.
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Guðjón, Stefanía, Ágústa,
Bjarkar, Björk, Árni, Hrund
Hermann og ívar.
I dag verður jarðsungin frá kirkju
Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík
ELFA
IvorticeI
viftur í úrvali
Loftviftur - baðherbergisviftur
- eldhúsviftur - borðviftur -
röraviftur - iðnaðarviftur
Hagstætt verð.
Einar Farestveit&Co.hf.
Borgartúni 28. Sími 16995.