Morgunblaðið - 25.08.1989, Side 18

Morgunblaðið - 25.08.1989, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. AGUST 1989 r SAMSTÖÐUMAÐUR KJÖRINN FORSÆTISRÁÐHERRA PÓLLANDS Samstaða hefiir loks sig- ur eftir áralanga baráttu Varsjá. Reuter. MEÐ kjöri Tadeusz Mazowiecki, ritsljóra vikurits Samstöðu, í embætti forsætisráðherra Póllands, lýkur tæplega áratugslangri baráttu Samstöðu fyrir hlutdeild í sljórn ríkisins. Samstaða — sem var fyrsta óháða verkalýðshreyfingin í kommúnistaheiminum — myndar nú fyrstu ríkissljórnina austan Járntjalds, sem kommún- istar fara ekki fyrir. Reuter Czeslaw Kiszczak, fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, óskar arftaka sínum, Tadeusz Mazowi- ecki, til hamingju með kjörið, en Kiszczak heftir verið einn harð- asti andstæðingur stjómarmynd- unar Samstöðumanna. Þegar höfuðsmaðurinn, Josef Blaszcs, var spurður af frétta- mönnum hvers vegna hann hefði greitt atkvæði gegn Mazowiecki svaraði hann: „Hann er blaðamað- ur. Forveri hans var blaðamaður og líttu hvað varð um hann!“ Þróunin í Póllandi undanfama fjóra mánuði hefur verið undra- hröð, og hafa kommúnistar þurft að láta í minni pokann fyrir Sam- stöðu, sem tekið hefur að sér hið gamla hlutverk kommúnista- flokksins: að vera þið leiðandi afl í landinu. Á þessum fjórum mánuðum var Samstaða aftur viðurkennd af stjórnvöldum eftir sjö ára langt bann, komist var að samkomulagi við ríkisstjóm kommúnista um Höfuðsmaðurinn vísaði þar til Mieczyslaws Rakowskis, form- anns kommúnistaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, en hann var ritstjóri flokkstíðinda kommúnista, Polityka, frá 1958 til 1982. víðtækar umbætur í efnahagsmál- um og stjórnmálum, og náðar- höggið kom þegar Samstaða ger- sigraði kommúnistaflokkinn í hálf- fijálsum kosningum, enda þótt reglumar væru kommúnistum mjög í vil. Þrátt fyrir að Samstaða væri bönnuð þegar herlög voru sett í desember 1981 og þúsundir stuðn- ingsmanna hennar settar í fang- elsi, var baráttu Samstöðu gegn kommúnistum haldið áfram „neð- anjarðar" og Samstaða — sem varð til í verkfalli skipasmiða í Lenín-skipasmíðastöðinni í Gdansk í ágúst árið 1980 — varð milljónum Pólveija tákn vonar um að einhverntíman myndi alræði kommúnista linna. „Ég bjóst aldrei við að mér myndi falla þetta hlutverk í skaut,“ sagði Tadeusz Mazowiec- vki, fýrrverandi ritstjóri Tygodnik Solidarnosc, við þingflokk Sam- stöðu á miðvikudag. „En fram- gangur sögunnar hefur orðið hrað- ari og hraðari á undanförnum vik- um.“ Walesa klifrar yfir grindverkið Ólíkindaleg sigurganga Sam- stöðu til áhrifa í Póllandi hófst hinn 14. ágúst, 1980, þegar þybb- inn rafvirki, Lech Walesa, klifraði yfir grindverkið inn í Lenín-skip- asmíðastöðina í Gdansk og stjórn- aði töku verkamanna á stöðinni. Hinn 31. ágúst í miðju alls- heijarverkfalli vegna hækkana á kjötverði, undirritaði kommúnista- stjómin sögulegt samkomulag við Samstöðu, þar sem óháð verka- lýðsfélög voru leyfð og verkfalls- rétturinn viðurkenndur. Samstaða var skráð sem verka- lýðshreyfing hinn 24. október og Walesa var kjörinn formaður hennar. Mazowiecki, sem er rammkatólskur menntamaður, var einn helsti ráðgjafi hans. Áður en varði voru félagsmenn í Samstöðu orðnir tíu milljónir og félagsdeildir hennar störfuðu í nær hverri verksmiðju og hverri skrif- stofu í Póllandi. Herlög sett Wojiech Jaruzelski hershöfðingi rauf samkomulagið hinn 13. des- ember, 1981, þegar hann lýsti yfir setningu herlaga og skriðdreka- herdeildir brunuðu inn á snævi þaktar götur Varsjár. Þúsundir Samstöðumanna voru fangelsað- ar, þar á meðal þeir Walesa og Mazowiecki. Andstaðan við herlögin, sem voru felld úr gildi í júlí 1983, varð til þess að stærsta neðanjarðar- hreyfing Evrópu frá lokum Seinni heimsstyijaldar hóf þróttmikla starfsemi. Lögreglan fór hús úr húsi í leit að leiðtogum neðanjarð- arhreyfingarinnar og leynilegri útvarpsstöð Samstöðu, sem út- varpaði óritskoðuðum fréttum og hvatningarorðum til stuðnings- manna Samstöðu í íjölmörgum borgum Póllands. Eftir sakaruppgjöf pólitískra fanga árið 1986 lét Samstaða af neðanjarðarstarfseminni og hóf að nýju störf í verksmiðjum, háskól- um og skrifstofum. Eftir tvær verkfallsöldur um vor og sumar síðasta árs, þar sem aðalkrafa verkfallsmanna var: „Ekkert frelsi án Samstöðu", bauð kommúnistastjórnin Walesa til viðræðna um umbætur í landinu. Þeim lauk ekki fyrr en í vor, en Samstaða varð lögleg á nýjan leik hinn 17. apríl. í júní gersigraði Samstaða kommúnista í fyrstu hálffijálsu þingkosningum í landinu í 42 ár. Samstaða fékk 260 þingsæti af því 261, sem hún mátti bjóða fram til. Margir af helstu flokksbrodd- um kommúnista fengu hins vegar ekki einu sinni tilskilinn atkvæða- fjölda til þess að komast á þing, enda þótt þeir væru einir í fram- boði. Þrátt fyrir að Samstaða segi að félagar hreyfingarinnar séu nú aðeins um 2,7 milljónir, ræður hún yfir 35% þingsæta. Samstöðumenn mynduðu stjórnarbandalag með tveimur smáflokkum, sem fram til þess höfðu verið leppar kommún- ista, og iiefur bandalagið samtals 57% þingsæta. Gerðist þetta öllum að óvörum 7. ágúst síðastliðinn, þégar Lech Walesa skýrði frá því án þess að hafa ráðgast við þing- flokk Samstöðu, að hann væri fús til samstarfs við flokkana tvo, Bændaflokkinn og Lýðræðisflokk- inn. Bandalagið kom í veg fyrir að Czeslaw Kiszczak, forsætisráð- herra kommúnista, gæti myndað samsteypustjóm undir forsæti kommúnista, en á síðasta laugar- dag, 19. ágúst, fór Jaruzelski þess á leit við Mazowiecki, að hann myndaði ríkisstjórn. Það gerði Jaruzelski að tillögu Walesa, sem sjájfur vill ekki verða ráðherra. í gær varð langsóttur draumur að veruleika. Samstöðumaður var kjörinn forsætisráðherra Póllands. Kaus gegn Mazowiecki: Blaðamenn eiga ekki erindi í ríkissljórn Minnir á að Kiszczak hafi verið ritstjóri Varsjá. Reuter. Pólskur höfuðsmaður í hernum, sem var einn Qögurra þing- manna til þess að leggjast gegn Tadeusz Mazowiecki sem forsætis- ráðherra, sagðist hafa kosið á móti Mazowiecki þar sem hann teldi að blaðamenn ættu ekki að hafa forystu í ríkisstjórnum. \ Palme-málið: Sovétmenn undir grun Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgnnblaðsins SÆNSKA dagblaðið Expressen birti i gær frétt þess efnis að sænska leyniþjónustan, SAPO, hefði í tvö ár hlerað á ólöglegan hátt síma tveggja embættismanna í sovéska sendiráðinu í Stokk- hólmi. í frétt blaðsins segir að hleranirnar, sem fóru fram á árun- um 1985-87, hafi leitt í Ijós að Sovétríkin vissu að til stæði að myrða Olof Palme fyrrum forsæt- isráðherra Svíþjóðar 1986. Anna-Greta Leijon, fyrrum dóms- málaráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að hún hefði heyrt talað um þessar upplýsingar áður en hún lét af störf- um 1988, en af öryggisástæðum gæti hún ekki sagt neitt um þær. Samkvæmt heimildum Expressen stóð sænska Ieyniþjónustan fyrir hlerununum sem leiddu í ljós að sam- band var á milli Sovétríkjanna og aðskilnaðarsamtaka Kúrda, PKK. Forsvarsmenn Palme-rannsóknar- innar sögðust ekki kannast við þess- ar upplýsingar og að þær myndu ekki hafa áhrif á frekari réttarhöld yfir Christer Pettersson, sem undir- réttur hefur dæmt fyrir morðið á Palme. Mál Petterssons verður tekið fyrir í afrýjunarrétti 12. september næstkomandi. Vatnsbíó Reuter Áhorfendur í vatnsbíóinu í San Dimas í Kalifomíu láta fara vel um sig á uppblásnum hjólbarðaslöngum. Vatnsbíó njóta vaxandi vinsælda í Kaliforníu og flestar myndimar tengjast á einn eða annan hátt vatni. Vestur-þýska sendiráðið í Búdapest: Ungverjar leyfðu flóttafólki að fara Bonn, Austur-Berlín. Reuter. EITT hundrað Austur-Þjóðverjar, sem héldu til í vestur-þýsku sendiskrifstofunni í Búdapest, komu til Vestur-Þýskalands I gær. Af mannúðarástæðum ákváðu stjórnvöld í Ungverjalandi að leyfa þeim að fara úr landi. Austur-þýsk stjórnvöld neituðu í gær firétt- um um, að þau hygðust takmarka ferðalög til Ungverjalands. Austur-Þjóðveijamir fóra með flugvél til Vínar og þaðan með bílum til Vestur-Þýskalands en talið er, að allt að 800 landar þeirra hafist enn við á tjaldstæðum Grikkland: Fyrrum ráðherra fyrir rétt Aþenu. Rcuter. NIKOS Athanasopoulos, fyrrum eíhahagsmálaráðherra Grikklands, á hugsanlega yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir þátt sinn í mildu fiár- málahneyksli. Griska þingið samþykkti með 170 atkvæðum gegn 118 á miðvikudag að kalla Athanasopoulos til ábyrgðar fyrir þátt sinn í skjalafalsi og ólöglegri kornsölu til Evrópubandalagsins. Athanasopoulos er fyrsti ráðher- stjórnvöld 1987 um 2,5 miljónir data, rann úr röðum sósíalista sem dreginn verður fyrir rétt fyrir hlutdeild sína í einu af mörgum fjármálahneykslum sem urðu ríkisstjórn Andreas Pap- andreous, fyrrum forsætisráðherra að falli. Evrópubandalagið sektaði grísk 1,5 miljarð ísl. króna, fyrir að þiggja niðurgreiðslur bandalagsins með komi sem í raun var frá Júgóslavíu. Athanasopoulos hefur verið gefið að sök að hafa falsað skjöl varðandi kornsöluna. Athanasopoulos verður leiddur fyrir tólf manna rétt sem Yannis Grivas, forseti hæstaréttar verður í forsvari fyrir. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöldin fara fram. Búist er við að gríska þingið ijúfi þinghelgi Papandreous og fjögurra annarra ráðherra úr stjórn hans í næstu viku og að þeir verði seinna leiddir fyrir sama rétt, en þeim er gefið að sök að vera viðriðnir umsvif- amikið fjársvikamál. í Búdapest í von um að komast vestur. í vestur-þýsku sendiskrif- stofunni í Austur-Berlín era 116 manns, sem vilja komast úr landi, og í Prag um 150. Hafa átt sér stað viðræður við tékknesk stjórn- völd en ekki er búist við, að þau fari að dæmi þeirra ungversku og leyfi flóttamönnunum að fara. Talsmaður vestur-þýska sendi- ráðsins í Vín sagði í gær, að 300 Austur-Þjóðveijar hefðu í fyrrinótt farið frá Ungveijalandi og yfir landamærin- til Austurríkis. Vestur-þýska dagblaðið Die Welt sagði í gær, að austur-þýska stjórnin ætlaði að takmarka ferða- lög til Ungveijalands eftir 1. sept- ember nk. og yrði landið þá flokk- að með vestrænum ríkjum að þessu leyti. Talsmaður austur- þýska utanríkisráðuneytisins, Denis Ruh, neitaði þessu harðlega í gær og sagði, að ekki væri flugu- fótur fyrir fréttinni. 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.