Morgunblaðið - 25.08.1989, Síða 24

Morgunblaðið - 25.08.1989, Síða 24
24 Harald G. Haraldsson í hlut- verki sínu í Macbeth Hundadagar ’89: Síðustu sýningar á Macbeth SÍÐUSTU sýningar Alþýðu- Ieikhússins á Macbeth eftir William Shakespeare verða í íslensku óperunni laugar- dags- og sunnudagskvöld kl. 20.30. Sýningin hefur verið sýnd á listahátiðinni Hunda- dögum ’89 en þeim er nú að ljúka. Macbeth er stærsta sýning Alþýðuleikhússins frá upphafi. Sautján leikarar taka þátt í sýningunni. Erlingur Gíslason og Margrét Ákadóttir leika Macbeth og lafði Macbeth, Inga Bjamason er leikstjóri, Gunnar Öm gerir leikmynd og Gerla búninga. Leifur Þórarinsson samdi tónlist fyrir sýninguna, Lára _ Stefánsdóttir samdi dansa, Árni J. Baldvinsson lýsti sýningu og Ingunn Ásdísar- dóttir var leiklistarráðunautur og aðstoðarleikstjóri. Sverrir Hólmarsson þýddi verkið fyrir þessa uppfærslu og er þýðingin komin út á bók. í fréttatilkynningu frá Huntjadögum ’89 segir að ekki verði neinar aukasýningar á Macbeth vegna anna í húsi Is- lensku ópemnnar. Miðasala er hjá íslensku óperanni. Fundur um stöðu vinstri- flokka BIRTING, félag jafnaðar- og lýðræðissinna, heldur opinn fund á Gauki á Stöng laugar- daginn 26. ágúst kl. 14.00 í tilefni af stöðu A-flokkanna, mikilvægum verkefnum í stjórnarsamstarfinu, sveitar- stjórnarkosningum að vori og komu varaformanns vest- ur-þýska jafnaðarmanna- flokksins, Oskars Lafontaine. Yfirskrift fúndarins er: „Framtíð jafnaðarflokkanna — Geispa þeir golunni eða er framtíðin þeirra?“ í fréttatilkynningu frá Birt- ingu segir að stjórn hennar telji ástæðu til að hefja stjórnmála- umræðu haustsins á fundi um stöðu íslenskra og erlendra vinstriflokka, reynslu þeirra og nýjar hugmyndir. Einar Karl Haraldsson, rit- stjóri Nordisk Kontakt, Einar Heimisson, sagnfræðinemi í V-Þýskalandi, og Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórn- málafræði, flytja erindi og að þeim loknum verða almennar umræður. Fundarstjóri verður Margrét S. Björnsdóttir þjóð- félagsfræðingur. Oskar Lafontaine heldur op- inn fund mánudaginn 28. ágúst undir yfirskriftinni „Nýjar hug- myndir í stefnu jafnaðar- mannaflokka". ' M'ÖKÖlÍ^B'LADÍf) FÖSTUDAGUÉ Ú5. Á'GÚST' ‘19&9 Hrísaljörn við Dalvík; Fötluðum gert kleift að veiða BALDUR Bragason varð fyrsti Sjálfsbjargarfélaginn til að renna fyrir físk í Hrísatjörn við Dalvík á nýrri bryggju sem sérstaklega var gerð fyrir fatlaða einstaklinga. Félagsskapurinn Afglapar sem hefúr með söluveiðileyfa í Hrísatjörn að gera hefúr nú lokið við gerð bryggjunnar og í sumar gáfu þeir félögum í Sjálfsbjörgu á Akureyri veiðileyfí í tjörnina tvisvar í viku, á laugardags- og mánu- dagsmorgnum. Baidur Bragason sagði að sér litist vel á aðstöðuna sem búið væri að koma upp fyrir fatlaða. í sumarhafa 11 Sjálfsbjargarfélagar nýtt sér að veiða í tjörninni og sagði Baldur að afli manna hefði verið mismikill. Sá sem mest veiddi náði þremur löxum, einni bleikju og einum urriða og var harla ánægður með. „Mér þykir það þakkarvert að þeir skuli gera fötl- uðum kleift að veiða við tjörnina og er sannfærður um að þetta á eftir að njóta vaxandi vinsælda," sagði Baldur og bætti við að líklegt væri að hann myndi fara aftur og renna fyrir fisk. Um 150 laxar á landi í sumar Júlíus Snorrason, einn Afglapa, sagði að veiði í sumar hefði farið fram úr björtustu vonum manna. Samkvæmt skýrslum veiðimanna væri búið að ná 105 löxum úr tjörn- inni, en um helmingur veiðimanna hefur ekki skilað inn skýrslum. Hann sagði því að reikna mætti með að um 150 laxar hefðu veiðst í sumar. Um 500 löxum hefur ver- ið sleppt í tjörnina og því til við- bótar um 400 bleikjum. í sumar er búið að veiða á milli 70 og 80 bleikjur.' Laxinn er keyptur frá Morgunblaðið/Runar Þor Baldur Bragason varð fyrsti Sjálfsbjargarfélaginn í hjólastól til að nýta sér aðstöðuna sem búið er að koma upp fyrir fatlaða við Hrísaljörn við Dalvík. Baldur nýtur hér aðstoðar Alberts Valdi- marssonar bílstjóra við að draga laxinn á land.’ Óslax í Ólafsfirði og er bæði um að ræða eldislax og hafbeitarlax. Veiðimaður úr Reykjavík náði stærsta laxinum sem veiðst hefur hingað til, en sá var 16 pund. Jú- líus sagði að stærsti hluti þeirra sem veiddu í Hrísatjörn væra frá Akureyri og Eyjafirði, en annars kæmi fólk víðs vegar að af landinu. Ekki er endanlega ákveðið hvenær sölu veiðileyfa verður hætt, en að líkindum verður haldið áfram a.m.k. til 10 september og jafnvel lengur ef veður helst sæmilega gott. „Þetta hefur gengið mjög vel í sumar og ég á því fastlega von á að framhald verði á þessu,“ sagði Júlíus. 31. þing Fjórðungssambands Norðlendinga; Norðlensk byggðaþróun í blindgötu? „Verkaskiptl ríkis og sveitarfélaga ásamt tekjustofnamálum sveitar- félaga verða meginmál 31. Fjórðungsþings Norðlendinga sem haldið verður á Möðruvöllum, raungreinahúsi Menntaskólans á Akureyri dagana 1. og 2. september næstkomandi. Reynslan af staðgreiðslu- kerfinu verður kynnt á fundi á laugardaginn og einnig nýjar tillög- ur Byggðastofúunar um byggðamálefni. Á almennum fúndi verður leitað svara við spurningunni hvort norðlensk byggðaþróun steftii í blindgötu Fyrir þinginu liggja að venju Fjórðungssambands Norðlendinga ýmis mál og má þar m.a. nefna m.a. með tilliti til þess að búið er endurskoðun laga og þingskapa að leggja niður sýslunefndir og er þátttöku þeirra í sambandinu þar með lokið. Ýmsir umræðuhópar verða starf- andi á þinginu. Framsögumaður í umræðuhópi um heilbrigðismál verður Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra, Gerður G. Óskars- dóttir verður með framsögu í um- ræðuhópi um skólamál og Þórður Skúlason formaður undirbúnings- nefndar um reglugerð varðandi Léttsteypan hf. í Mývatnssveit: Grillkolin uppurin í júlíbyrjun Framleiðslan komin í fullan gang á ný og bjartsýni með reksturinn Morgunblaðið/Rúnar Þór Félagarnir Pálmi, Haraldur og Sigurður við vinnu sína i Léttsteyp- unni í Mývatnssveit, þar sem þeir meðal annars framleiða grillkol. Léttsteypumenn í Mývatnssveit eru bjartsýnir á rekstur fyrirtæk- isins og segja að þrátt fyrir miklar Qárfestingar sem lagt hafi verið í að undanfornu sé framtíðin björt. í sumar hefúr verið mikið að gera í hefðbundinni framleiðslu, gang- stéttahellum, milliveggjum og hol- steinum, en hluta úr sumri gekk nokkuð brösuglega með hina nýju, framleiðslu fyrirtækisins, grillkol- in. Fyrir skömmu var hafinn inn- flutningur á eldkúlum, sem nota má m.a. til að kveikja upp í grilli eða arni og vonast menn til að markaður fyrir slíkar kúlur sé nokkuð stór, þar sem um sé að ræða vöru sem laus sé við alla mengun. Siðasta vetur og fram á vor voru grillkolin unnin úr salla sem til var í birgðageymslum og náðist að gera um 16 tonn af kolum. Þær birgðir gengu fljótt út og voru uppumar í júlíbyijun. í upphafi grillvertíðar má segja að óheppnin hafi elt Létt- steypumenn, en salli sem þeir höfðu pantað frá Bandaríkjunum kom of seint í skip og mátti sallagámurinn bíða í hálfan mánuð eftir næstu ferð. í Reykjavík tafðist gámurinn einnig nokkuð og þegar hann loks var kom- in í Mývatnssveitina kom upp bilun í vél sem vinnur kolin. Það var því ekki fyrr en um miðjan ágúst sem framleiðsla grillkolanna fór í fullan gang, en síðan hafa verið framleidd á milli 3 og 4 tonn. „Við lærum á þessu og verðum tímanlega með okkar pantanir fyrir næsta sumar. Það er auðvitað slæmt að hafa misst úr besta mánuðinn í sölu og við getum nagað okkur í handarbökin vegna þess,“ sagði Har- aldur Bóasson framkvæmdastjóri. Á fullum afköstum nær verksmiðjan að framleiða rúmt tonn af grillkolum, en að jafnaði er dagsverkið á milli 7-800 kíló. Haraldur sagði að notkun grillkola hefði aukist mjög mikið á síðustu árum og í sumar lá við skorti á kolum vegna mikillar notkunar, en sem kunnugt er hefur lambakjöt verið selt á tilboðsverði í pakkningum sem henta grilluram sérlega vel. Nýlega hóf Léttsteypan innflutn- ing á svokölluðum eldkúlum, en það eru kúlur sem gerðar eru úr vaxi og pappír. Kúlurnar loga í um 25 mínút- ur og eru handhægar til að kveikja upp í grilli eða í arni, en þær gefa líka frá sér mikinn hita. Haraldur sagði að með því að nota eldkúlurnar tæki það grillkolin skemmri tíma að verða tilbúin og einnig væri um að ræða ódýrari máta við eldamennsk- una miðað við að menn noti olíu, en auk þess væra kúlurnar lausar við mengun og þeim fylgdi enginn sóða- skapur. „Eg á ekki von á öðra en að eldkúlurnar eigi eftir að njóta vin- sælda,“ sagði Haraldur. Jöfnunarsjóð sveitarfélaga heldur framsögu í umræðuhópi um tekju- stofna sveitarfélaga. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra heldur framsögu í umræðuhópi um landbúnaðarmál, en í þeim hópi verður m.a. fjallað um staðarvai afurðastöðva og vandamál loðdýra- ræktar og fiskeldis. Á opnum fundi sem ber yfir- skriftina „Stefnir norðlensk byggðaþróun í blindgötu?" verða haldin fimm framsöguerindi. Jó- hann Antonsson viðskiptafræðingur á Dalvík fjallar um sjávarútvegs- mál, Unnur Kristjánsdóttir iðnráð- gjafi á Blönduósi fjallar almennt um atvinnumál og Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki fjallar um verslun og þjónustu í dreifbýli. Margrét Bóasdóttir lista- maður Grenjaðarstað fjallar um menningu og Iistir á landsbyggðinni og Pétur Reimarsson framkvæmda- stjóri Dalvík íjallar um framtíðar- málefni. Laugardagur: Dansleikur Hljðmsveitin Gantar leikur fyrir dansi. Hótel KEA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.