Morgunblaðið - 25.08.1989, Síða 26

Morgunblaðið - 25.08.1989, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1989 TILKYNNINGAR Feróamálaráðislands LÖGTÖK Krabbameinsfélagið Krabbameinsrannsóknir Krabbameinsfélag íslands auglýsir styrki úr rannsóknasjóði Krabbameinsfélagsins til vísindaverkefna sem tengjast krabbameini. Umsóknir skulu berast á sérstökum eyðu- blöðum sem fást á skrifstofu félagsins, Skóg- arhlíð 8 í Reykjavík. Umsóknarfrestur er framlengdur til 15. sept- ember. Stefnt erað úthiutun styrkja í október. Krabbameinsfélagið. Frá ríkisskattstjóra Á síðastliðnu vori voru samþykkt á Alþingi lög nr. 51, 1. júní 1989. Samkvæmt þeim lögum er gerð breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sem felur það í sér að þeim, sem misst hafa maka sinn, er veittur réttur til eignarskattsálagningar eins og hjá hjónum í fimm ár eftir lát maka. Við álagningu eignarskatts árið 1989 nær réttur þessi til þeirra eftirlifandi maka, sem sitja í óskiptu búi í árslok 1988, en hafa misst maka sinn árið 1984 eða síðar. Vegna þess hve stuttur tími var fram að á'lagningu frá því að umrædd lagabreyting var samþykkt á Alþingi, var af tæknilegum ástæðum ekki unnt að haga álagningu eign- arskatts á árinu 1989 í samræmi við framan- greind lög hjá þeim rétthöfum, sem misstu maka sinn á árunum 1984 til og með árinu 1987. Eignarskattsálagningu á þá, sem misstu maka sinn á árinu 1988, var hins vegar unnt að framkvæma í samræmi við framangreind lög og er hún því rétt. Skattstjórar vinna nú að því að leiðrétta eign- arskatt þeirra, sem hafa vegna þessa máls fengið ranga eignarskattsálagningu. Stefnt er að því að þeim leiðréttingum verði lokið í næsta mánuði. Reykjavík, 21. ágúst 1989. Ríkisskattstjóri. FJÖLBRAUTASKÚUNN BREIÐHOLTI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Innritun og val námsáfanga í kvöldskóla Fjöl- brautaskólans í Breiðholti á haustönn 1989 fer fram laugardaginn 26. ágúst kl. 10.00- 14.00, mánudaginn 28. ágúst kl. 16.00-19.30 og þriðjudaginn 29. ágúst kl. 16.00-19.30. Athygli skal vakin á því að boðið er upp á nám á öllum sviðum skólans: 1. Almennt bóknámssvið 2. Heilbrigðissvið (sjúkraliðanám) 3. Listasvið 4. Matvælasvið (m.a. sjókokka-, matar- tækna- og matarfræðinganám) 5. Tæknisvið (málmiðna-, rafiðna-, tréiðna- nám) 6. Uppeldissvið (m.a. fjölmiðlanám) 7. Viðskiptasvið Sími skólans er 75600. Skólameistari. Leiðsöguskólinn Síðasti innritunardagur er 25. ágúst. Umsóknareyðublöð á skrifstofunni. Ferðamálaráð isiands. MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI Frá Menntaskólanum íKópavogi Skólinn hefst föstudaginn 1. september með kennarafundi kl. 10.00. Nemendur sem ætla í haustpróf komi í skól- ann föstudaginn 1. september kl. 14.00. Þá verður próftafla afhent og allir kennarar til viðtals fyrir þá nemendur sem fara í próf. Stoðkennsla verður í hverri grein samkvæmt töflu sem nemendur fá. Prófin verða haldin dagana 4.-12. september og endurtektar- próf miðvikudaginn 13. september. Skólinn verður settur miðvikudaginn 6. sept- ember kl. 14.00. Kennsla fyrir nýnema hefst mánudaginn 11. september skv. stundatöflu. Kennsla annarra nemenda skólans hefst fimmtudaginn 14. september. Skólameistari. NAUÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Hörðuvöllum 1: Þriðjudaginn 29. ágúst 1989 kl. 10.00 Álfafelli 1, Hveragerði, þingl. eigandi Sveinn Gíslason. Uppboðsbeiðandi er Jakob J. Havsteen hdl. . Borgarheiði 39, Hveragerði, þingl. eigandi Guðni Guðjónsson. Uppboðsbeiðandi er Byggingasjóður ríkisins. Spóarima 13, Selfossi, þingl. eigandi Inga Hrönn Sigurðardóttir. Uppboðsbeiðendur eru Byggingasjóður rikisins og Jakob J. Havsteen hdl. Suðurengi 3, Selfossi, þingl. eignadi Bergsveinn Halldórsson. Uppboðsbeiðandi er Byggingasjóður rikisins. Miðvikudaginn 30. ág. 1989 kl. 10.00 Fiskvinnsluhús v/Túngötu, Eyrarbakka, þingl. eigandi Hörður Jó- hannsson. Uppboðsbeiðendur eru Jón Eiríksson hdl. og Vilhjálmur H. Vilhjálms- son hrl. Önnur sala. Heiðarbrún 2, Stokkseyri, þingl. eigandi Helgi Kristmundsson. Uppboðsbeíðendur eru Byggingasjóður ríkisins, Útvegsbanki ís- lands, Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Jakob J. Havsteen hdl. Önn- ur sala. Heiðnabergi 17, Þorlákshöfn, þingl. eigandi Emelía Jónasdóttir. Uppboðsbeiðendur eru Byggingasjóður ríkisins, Þorsteinn Einarsson hdl. og Jón Magnússon hrl. Önnur sala. Hveramörk 8, Hveragerði, þingl. eigandi Kristján S. Wiium. Uppboðsbeiðendur eru Ari ísberg hdl., Byggingasjóður rikisins, Guð- jón Ármann Jónsson hdl., Jón Eiriksson hdl. og Guðmundur Péturs- son hdl. Önnur sala. Laufskógum 2, Hveragerði, þingl. eigandi Sigriður Guðmundsdóttir. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Önnur sala. Leigul. úr landi Stóra Núps, Gnúp., þingl. eigandi Gunnar Þór Jónsson. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Önnur sala. Oddabraut 24, n.h., Þorlákshöfn, þingl. eigandi Hjörtur B. Jónsson. Uppboðsbeiðandi er Tryggingastofnun ríkisins. Önnur sala. Sýslumaðurinn í Árnessýslu. Bæjarfógetinn á Selfossi. Lögtaksúrskurður Að beiðni forráðamanna bæjarsjóðs Kópa- vogs úrskurðast hér með lögtak fyrir gjöldum til Kópavogskaupstaðar utan staðgreiðslu, þ.e. útsvari og aðstöðugjaldi álögðum 1989 og falla í gjalddaga skv. 20. og 39. gr. samán- ber 44. gr. laga nr. 73. 1980. Ennfremur fyr- ir hækkun útsvars og aðstöðugjalds ársins 1988 og eldri gjalda. Þá úrskurðast lögtak fyrir vatnsskatti skv. mæli, gjöldum til bæjar- sjóðs Kópavogs skv. 9. gr. samanber 30. gr. laga nr. 54 1978. Gjaldföllnum en ógreiddum leyfisgjöldum skv. gr. 9.2. í byggingarreglu- gerð nr. 292 1979, samanber reglugerð nr. 164 1982. Fari lögtak fram að liðnum átta dögum frá birtingu úrskurðar þessa til trygg- ingar ofangreindum gjöldum á kostnað gjald- enda en ábyrgð bæjarsjóðs Kópavogs nema full skil hafi verið gerð. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Lögtök Að kröfu innheimtu ríkissjóðs í Kópavogi og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 16. þ.m., verða lögtök látin fara fram fyrir van- goldnum opinberum gjöldum utan stað- greiðslu, álögðum 1989, skv. 98. gr., sbr. 109. og 110. laga nr. 75/1981, sbr. einnig 8. kafla laga nr. 45/1987. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt, eignarskattur, lífeyris- tryggingagjald atvr. skv. 20. gr., slysatrygg- ingagjald atvr. skv. 36. gr., kirkjugarðsgjald, vinnueftirlitsgjald, útsvar, verðbætur á ógreitt útsvar, aðstöðugjald, atvinnuleysis- tryggingagjald, iðnlánasjóðsgjald og iðnaðar- málagjald, sérst. skattur á skrifst. og verslun- arhúsn., slysatryggingagjald v/heimilisstarfa og sérstakur eignaskattur. Ennfremur nær úrskurðurinn til hvers konar gjaldhækkana og til skatta, sem innheimta ber skv. Norðurlandasamningi, sbr. lög nr. 111/1972. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Kópavogi 21. ágúst 1989. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Wélagslíf Bænastund verður í Grensáskirkju á morgun, laugardag, kl. 10.00. Allir velkomnir. ®FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Helgarferðir Ferðafélags- ins 25.-27. ágúst: Helgarferðin til Þórsmerkur verður frá laugardegi 26. ágúst til sunnudag 27. ágúst. Brottför kl. 8.00 laugardag. Ath. breyttan brottfarartima. Landmannaiaugar. Gist í sælu- húsi F.i. í Laugum. Ekið frá Laugum um Jökuldali í Eldgjá - gengið að Ófærufossi (dagsferð). Farnar gönguferðir um nágrenni Lauga. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Frá Ferðafélaginu: 25.-30. ágúst: Landmanna- laugar - Þórsmörk (6 dagar). Gengið á fjórum dögum frá Landmannalaugum til Þórs- merkur. Gist í sæluhúsum F.í. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. 1.-3. sept. Óvissuferð. Spennandi ferð. Gist í svefn- pokaplássi. Upplýsingar og far- miðasala á skrifstofu F.í. Ferðafélag islands. iKíj Útivist Helgarferðir 25.-27. ágúst Þórsmörk - Goðaland. Góð gisting i Útivistarskálunum. Bás- um. Gönguferðir við allra hæfi. Fararstj. Egill Pétursson. Básar - Fimmvörðuháls - Skógar. Gist í Básum. Gengið á laugardeginum yfir hálsinn. Fár- ið í Seljavallalaug. Fararstj. Hákon J. Hákonarson. Uppl. og farpi. á skrifst., Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Ársrit Útivistar nr. 15 (1989) er komið út. Félagsmenn, vinsam- legast greiðið heimsenda gíró- seðla fyrir árgjaldinu. Sjáumst! Útivist, ferðafélag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.