Morgunblaðið - 25.08.1989, Side 27

Morgunblaðið - 25.08.1989, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST T989 27 Minning: Sveinn Tryggvason fv. framkvæmdastjóri Fæddur 12. ágúst 1916 Dáinn 16. ágúst 1989 Sumarkveðja 0, blessuð vertu sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár, sér una við sitt gyllta hár, nú fellur heitur haddur þinn á hvíta jökulkinn. Þú klæðir allt í pll og glans, þú glæðir allar vonir manns, og hvar sem tárin kvika á kinn, þau kyssir geislinn þinn. Þú fyllir dalinn fuglasöng, nú finnast ekki dægrin löng, óg heim í sveitir sendirðu’ æ úr suðri hlýjan blæ. Þú frjóvgar, gleður, fæðir allt um göll og dali’ og klæðir allt, og gangirðu’ undir, gerist kalt, þ_á grætur þig líka allt. 0, blessuð vertu, sumarsói, er sveipar gulli dal og hól og gyllir Qöllin himinhá og heiðarvötnin blá! Þetta ljóð Páls Ólafssonar kom fljótt í huga mér er ég settist niður til að minnast tengdaföður míns, Sveins Tryggvasonar. Nú, að áliðnu köldu sumri hér syðra, þegar lítt hefur sést til sól- ar, hefur drengur góður verið burt kallaður. Og tárin kvika á kinn. Þótt vinamissir sé oft tregabland- inn og Sveinn Tryggvason skilji eftir sig stórt skarð á meðal sinna nánustu þá mun minningin lifa áfram á meðal okkar. Minningin um góðan og djarf- huga mann sem braust fátækur til mennta, vann landi sínu vel, var þjóð sinni til sóma og var fjölskyldu sinni afbragðs faðir, eiginmaður, bróðir og sonur. Enginn fær betri eftirmæli. Við, eftirlifandi vegfar- endur, gerðum vel að rata jafnrétta leið! Þegar sólin brýst fram úr skýj- unum og sendir okkur hlýjan blæ úr suðri er gott að minnast hans, sem söng með okkur sumarkveðj- una fyrrum. Sveinn Tryggvason fæddist í Reykjavík, 12. ágúst 1916, sonur hjónanna Sveinsínu Sveinsdóttur og Tryggva Benónýssonar. Hann tók ungur þátt, í öllum störfum, sem til féllu, bæði til sjáv- ar og sveita og fylgdi vinnusemi honum alla tíð. Sveitastörfin, sér- staklega að Hvanneyri, áttu þó snemma hug hans allan. Minntist hann húsbónda síns þar, Halldórs Vilhjálmssonar, með sérstökum hlý- hug. Ljóst er að Halldór hefur ver- ið áhrifavaldur í lífi hins unga manns, hvað lífsstarf varðaði. Sveinn var námsmaður góður. Hann lauk gagnfræðaprófi árið 1933 og sneri sér þá strax að mjólk- urfræðinámi hér heim, fyrst í Borg- arnesi og síðan á Akureyri. Fyrir tilverknað Halldórs hélt Sveinn til Noregs til náms við Statens Mejeri- skole í Þrándheimi og lauk þaðan prófi 1937. Þá kom Sveinn heim og starfaði fyrst við Mjólkurstöðina í Reykjavík og síðar varð hann mjólkurbússtjóri í Hafnarfirði allt til 1942. Eins og flestir þekkja, urðu stríðsárin einn allsheijar suðupottur hvað varðar atvinnuhætti landsmanna. ísland var ekki lengur það afdalakot, sem það hafði verið í gegnum aldirnar, heldur mikilvægur útvörður Evr- ópu. Sveinn var kallaður til starfa hjá Búnaðarfélagi íslands 1942 og gegndi þar ráðunautsstörfum til ársins 1947. Um skeið var hann og mjólkurbússtjóri á Sauðárkróki. Stór áform á sviði landbúnaðar voru nú uppi og var Sveini Tryggva- syni treyst til að hrinda þeim í fram- kvæmt. Hann var skipaður fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins 1947 og gegndi því starfi í 32 ár, allt til ársins 1979. Það er ljóst, að Sveinn hefur haft mikil áhrif á framvindu land- búnaðarmála á þessu tímabili, sér- staklega á sviði mjólkurframleiðsl- unnar. í sex manna nefndinni sat hann 1959—1964 og var ritari hennar 1966—1973. Hann var for- maður Framleiðnisjóðs landbúnað- arins frá 1972 til 1980. Á þessu tímabili var hann og formaður ís- landsdeildar Norrænu bændasam- takanna (NBC). Honum var um- hugað um norræna samvinnu og var mikils metinn á þeim vett- vangi. Sérstaklega voru tengslin við Noreg honum kær frá fornu fari og norskan honum tungutöm. Sveinn var ritfær maður og liggur töluvert eftir hann af greinum um landbúnaðarmál. Hann var ritstjóri Árbókar landbúnaðarins frá 1964. 1. júní 1943 kvæntist Sveinn eft- irlifandi konu sinni, Gerði S. Þórar- insdóttur og eignuðust þau tvö börn, Auði landslagsarkitekt í Reykjavík og Þórarinn Egil mjólk- ursamlagsstjóra á Akureyri. Sveinn bjó fjölskyldu sinni myndarlegt heimili í Brekkugerði 18 (sem áður hét Sogamýrarblettur 34). í upp- hafi þótti það útjaðar borgarinnar en telst nú nær miðbær. Þarna stundaði Sveinn sín ræktunarstörf sem hvíld frá daglegum erli og þótt byggðin hafi nú þrengt meira að en Sveinn hefði sjálfur kosið er húsið og öll umgjörð þess nú sínum fráfallna húsbónda til sóma. Ég kynntist ekki Sveini Tryggva- syni fyrr en 1978, þegar hann hafði lokið sínum starfsferli. Hann var ákaflega ljúfur maður í viðkynningu og stóð einarðlega á sínum skoðun- um. Hann hugði gott til ævikvölds- ins, að vitja framandi landa og gefa fjölskyldunni aukinn tíma. Fyrsta barnabarnið leit hann 1979 og önn- ur fjögur bættust við áður en hann féll frá. Hann varð þeim dýrmætur afi sem var alltaf tilbúinn að syngja, lesa og leika. Ég þakka fyrir þeirra hönd. Hin síðari ár átti Sveinn við nokkra vanheilsu að stríða. Á síðasta ári fór síðan að halla veru- lega undan fæti. Gerður stóð stað- föst við hlið hans og hjúkraði honum svo lengi sem unnt var. Alltaf bar Sveinn sig þó vel, sem hraustmenni sæmdi. Síðasta kvöldið sem hann lifði varpaði sólin undrabirtu á kvöld- næturhimininn. Er leið að morgni hvessti talsvart, og um hádegi var Sveinn Tryggvason allur. Ég bið Guð að blessa góðan dreng. Minn- ingin um hann mun auðga mitt líf sem annarra. Einar Valur Ingimundarson Á fyrsta fundi Framleiðsluráðs landbúnaðarins hinn 29. júní 1947 var Sveinn Tryggvason ráðinn framkvæmdastjóri þess og gegndi hann því starfi til ársloka 1979 er hann lét af störfum af heilsufars- ástæðum. Það féll í hlut Sveins að byggja upp og móta starfsemi Framleiðsluráðs því að ekki var um troðnar slóðir að fara og mikilvægt fyrir bændastéttina, sölusamtökin og stjórnvöld að vel tækist til. Svo vel fórst Sveini þetta verk úr hendi að Framleiðsluráð naut mjög snemma fyllsta trausts þeirra aðila sem það vann fyrir. Starfstímabil Sveins Tryggva- sonar hjá Framleiðsluráði land- búnaðarins var jafnframt mesta breytingaskeið sem íslenska þjóðin hefur lifað. Breytingarnar urðu á öllum sviðum þjóðlífsins, ekki síst í landbúnaðinum. Samfara tiltölu- lega örri fólksfjölgun fækkaði mjög fólki sem vann við landbúnaðar- störf. En á sama tíma hvarf skortur á búvörum og í staðinn kom alls- nægta framleiðsla íslenskra land- búnaðarafurða eins og við þekkjum núna. Þar við bættist svo að öll meðferð og vinnsla búsafurða var á sama tíma felld að ströngustu kröfum um heilbrigðiseftirlit og hollustuhætti en jafnframt tryggð fjölbreytni í vöruúrvali svo að nálg- ast það sem gerist hjá tugmilljóna þjóðum. Ekki getur farið hjá því að nokk- uð gusti um þá sem sitja i forsvari á slíkum breytingatímum en Sveinn var farsæll í starfi sínu og tókst \með aðgætni og festu að samræma olík sjónarmið þegar á þurfti að nalda. Framleiðsluráð landbúnaðarins og þeir aðilar sem það vinnur fyrir standa í mikilli þakkarskuld við Svein fyrir störf hans. Framleiðsluráð landbúnaðarins vottar Sveini Tryggvasyni, fyrrver- andi framkvæmdastjóra, virðingu sína og þökk og aðstandendum hans eru færðar samúðarkveðjur. Framleiðsluráð landbúnaðarins í dag verður gerð frá Dómkirkj- unni 1 Reykjavík útför Sveins Tryggvasonar fyrrum fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Starfsferill Sveins í þágu íslensks landbúnaðar varð afar fjölbreytilegur og víst er að Sveinn markaði spor sem enn sjást víða og ekki verður fjallað um land- búnað hér á landi á þessari öld án þess að Sveins Tryggvasonar og hans verka verði þar getið. Hér er hins vegar ekki ætlunin að rekja . starfsferil Sveins né lífshlaup, enda aðrir til þess færari. Mig langar þó að fara nokkrum fátæklegum orð- um í kveðjuskyni um persónuleg kynni mín af Sveini. Strax á unglingsárum kynntumst við Þórarinn sonur þeirra Sveins og Gerðar og ég fór að koma á heimili þeirra og varð síðan um margra ára skeið þar heimagangur. Á þessum árum kynntist ég Sveini og Gerði. Hann var þá eins og allt- af síðan hægur og yfirvegaður í framkomu. Við vorum nokkrir fé- lagar saman og Sveinn hélt okkur strákunum í hæfilegri fjarlægð a.m.k. fyrst í stað. Engu að síður var ekki erfitt að sjá að þarna fór traustur maður og mikill ijölskyldu- faðir sem greinilega lagði rækt við heimilislífið og fjölskyldutengslin. Smám saman urðu kynni mín af Sveini meiri og þegar ég siðar var að velta framtíðinni fyrir mér og hugleiða að loknu menntaskólanámi hvert skyldi haldið, leitaði ég til Sveins Tryggvasonar um góð ráð. Sveinn tók mér ákaflega vel eins og ávallt síðan. Hann kom með uppástúngu og ég fór að ráðum hans og hef ekki séð eftir því. Að loknu námi leitaði ég enn til Sveins og nú eftir starfi. Þá gerð- umst við Sveinn samstarfsmenn í Framleiðsluráði landbúnaðarins, en því miður hvarf Sveinn úr starfi skömmu síðar. Þegar kemur að vegamótum verður manni gjarnan litið yfir far- inn veg. Þegar ég hugsa um sam- fylgdina með Sveini Tryggvasyni, þá er mér efst í huga virðing og þakklæti til þessa heiðursmanns sem í annríki dagsins gaf sér tíma til að sinna málum unglings sem stóð óráðinn á krossgötum lífsins. Ég mun minnast hans sem velgjörð- armanns og vinar. Hafi hann þökk fyrir samfylgdina og blessuð sé minning hans. Gerði og hennar fjölskyldu votta ég samúð nn'na og bið styrks á sorg- arstundu. Guðmundur Stefánsson Sveinn Tryggvason, fyrrverandi framkvæmdastjóri, andaðist 16. þ.m. nýorðinn 73 ára. Sveinn fædd- ist á Akranesi 12. ágúst 1916. For- eldar hans voru hiónin Tryggvi Benónýsson, sjómaður ættaður úr Skorradal, og Sveinsína Sveins- dóttir. Þau bjuggu og störfuðu á Akranesi alla tíð. Sveinn ólst upp með foreldrum sínum við heldur kröpp kjör eins pg flestir bjuggu við í þorpum á íslandi í lok fyrri heimsstyijaldar- innar og fram yfir kreppuárin. En það kom Sveini ekki að sök. Hann varð stór maður og karlmannlegur. Góðum gáfum var hann gæddur og kappsamur til vinnu. Hann stundaði gagnfræðanám í Reykjavík 1932-1933 og iðnnám á Akureyri 1933-1934. Ungur fór hann í sumarvinnu á Hvanneyri til Halldórs Vilhjálmssonar skóla- stjóra. Halldór var næmur á að finna góð mannsefni og hvetja þau til dáða. Hann hvatti Svein til að fara í landbúnaðarnám. Um þessar mundir'var Sigurður Guðbrandsson. nýtekinn við forstöðu mjólkursam- lagsins í Borgarnesi, þá nýkominn úr mjólkurfræðinámi í Noregi. Hann bar með sef nýjar hugmyndir um framleiðslu, meðferð og vinnslu mjólkur frá Noregi og var braut- ryðjandi í ýmsu er laut að mjólkur- vinnslu. Það réðst svo að Sveinn fór í mjólkurfræðinám og starf til Sig- urðar Guðbrandssonar. Eftir tveggja ára starf í mjólkursamlag- inu i Borgarnesi og á Akureyri fór Sveinn svo fyrir hvatningu Sigurðar og þó enn meir Halldórs skólastjóra á Hvanneyri til framhaldsnáms í mjólkurfræði í Noregi. Hann réðst til inngöngu í Statens Meieriskole í Þrándheimi árið 1935 og lauk þaðan mjólkurfræðinámi árið 1937. Eftir heimkomuna tók hann til að vinna í mjólkuriðnaðinum sam- kvæmt menntun sinni. Fyrst réðst hann til Mjólkurstöðvarinnar í Reylgavík og var stöðvarstjóri þar í eitt ár. Þá réðst hann til Mjólkur- stöðvar Hafnarfjarðar. Þar vann hann í fjögur ár frá 1938 til 1942. Síðan réðst hann norður á Sauðár- krók og var mjólkurbústjóri þar í eitt ár. Á þessum árum voru miklar breytingar að geijast í íslenskum landbúnaði. Ný tæknþ hélt innreið sína í landbúnaðinn. Á stríðsárun- um flutti fólk úr sveitum í stríðum straumum til þéttbýlisins. Færri hendur voru til að vinna verkin og vélar urðu að koma til, svo að bú- skapurinn gæti gengið. Mæðiveiki heijaði á sauðfjárstofn landsmanna og bændur snéru sér meira að mjólkurframleiðslu til sölu en áður hafði verið. Þéttbýlisfólkið hafði um aldirnar orðið sjálft að bjarga sér með mjólk eða vera án hennar ella. En nú jókst framleiðsla á mjólk og vinnsla á smjöri og ostum og fleiri vörum. Sú vinnsla var verksmiðju- vinnsla og í stærri stíl en áður hafði verið. Þessar miklu atvinnuhátta- breytingar og þjóðlífbreytingar sem af þeim leiddi, kröfðust nýrrar þekkingar og aukinnar leiðbein- ingastarfsemi. Búnaðarfélag íslands jók stór- lega ráðunautastarfsemi sína á stríðsárunum og i lok stríðsins til að mæta þessum nýju viðhorfum °g nýjum kröfum landbúnaðarins. Ákveðið var að stofna embætti ráðuneuts í mjólkurfræðum hjá Búnaðarfélagi Islands og Sveinn Tryggvason var valinn til að gegna því starfi. Hann var ráðunautur hjá BÍ í mjólkurfræðum frá 1942 til 1947. Hann ferðaðist á þessum árum um landið til að leiðbeina um bætta meðferð mjólkur og að að- stoða bændur og félagssamtök þeirra við að stofna ný mjólkursam- lög, þar sem þeirra var talin þörf, og endurskipuleggja önnur. Mjólkurmatur hafði verið gerður á heimilum landsmanna allt frá landnámsöld. En nú voru kröfur gerðar um aukna fjölbreytni í vöru- framboði, miklar og auknar kröfur voru gerðar um hreinlæti og ný geymslutækni var tekin upp, enda um verksmiðjuframleiðslu að ræða í úrvinnslu mjólkurinnar. Sveinn skrifaði margar ritgerðir um mjólk- urmál og fleiri landbúnaðarmál í blöð og tímarit. Hann var lengi for- maður Áprófnefnd í mjólkurfræð- um, sem kennd voru í mjólkurbúum landsins. Sveinn þótti takast vel og farsæl- lega að leysa þessi störf og hann vann sér traust þeirra manna, sem hann vann með. Þegar Framleiðsluráð landbún- aðarins var stofnað með lögum er tóku gildi 1. júlí 1947, varð nokkur umræða um hvaða maður væri líklegastur til að verða fram- kvæmdastjóri þess. Menn í framleiðsluráði urðu strax sammála um að leita til Sveins um að taka starfið að sér og svo varð. Sveinn var framkvæmdastjóri framleiðsluráðs frá stofnun þess og til loka ársins 1979 eða í alls þijátíu og tvö og hálft ár. Það kom í hlut hans að móta að miklu leyti starfsemi ráðsins og fórst honum það mjög farsællega. en jafnframt hélt hann áfram að vera ráðgjafi um byggingu nýrra mjólkursamlaga víðs vegar um landið og sameiningu annarra þar sem það átti við. Hann átti stóran þátt í umbótum og framförum mjólkuriðnaðarins í landinu um langt árabil. Hann var einn af frumkvöðlum þess að landbúnaðarsýning var haldin árið 1947 og annar fram- kvæmdastjóri hennar. Sú sýning var mikil lyftistöng fyrir landbúnað- inn og olli straumhvörfum um framtíð hans. Síðar beitti hann sér fyrir öðrum hliðstæðum sýningum. Hann var fulltrúi Stéttasambands bænda i stjórn útflutningssjóðas 1957-1960. Hann var .formaður stjómar framleiðnisjóðs landbúnað- arins árin 1972-1980 og hann átti lengi sæti í sexmannanefnd, sem einn þriggja fulltrúa framleiðenda Lnefndinni. Einnig var hann ritari nefndarinnar í mörg ár og sat jafn- framt í þriggja manna yfirnefnd í nokkur skipti. Sveinn gekkst fyrir stofnun Is- landsdeildar norrænu bændasam- takanna árin 1949-1950. Hann vav lengi formaður deildarinnar. Hann sótti fjölda funda til Norðurland- anna fyrir íslands hönd og átti stór- an þátt í að koma á nánari og betri verslunarsamböndum á milli Islands og annarra Norðurlanda. Hann átti sérstaklega stóran hlut að því að ná samningum við norsk stjórnvöld um mikla og hagstæða sölu á islensku dilkakjöti til Noregs um og eftir 1970. Sveinn var ritstjóri Árbókar land- búnaðarins árin 1964 til 1980. Hann átti sæti í mörgum stjórn- skipuðum nefndum á starfsævi sinni. M.a. var hann formaður í nefnd til að gera tillögur um endur- skipulagningu sláturhúsa í landinu. Hann átti lengi sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins og var fuiitrúi í framkvæmdanefnd hans í fimmtán ár. Hann var einn helsti ráðgjafi stjórnvalda um mótun stefnu í land- búnaðarmálum á meðan hann var framkvæmdastjóri framleiðsluráðs. Sveinn var mjög glöggur á aðal- atriði mála. Hann var öfgalaus í skoðunum og setti þær fram skýrt og skilmerkilega í tiltölulega fáum orðum. Hann þekkti vel til land- búnaðarmála meðal nágrannaþjóða okkar og átti auðvelt með að miðla af þeirri þekkingu til annarra manna. Hann var mjög afkastamik- ill og farsæll í störfum. Það var ánægjulegur tími, þegar fáir menn byggðu upp öflugt starf Stéttarsambands bænda og Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Sá hóp- ur var samhentur og vann vel. Is- lenski landbúnaðurinn blómgaðist og efldist mjög mikið á þremur ára- tugum eftir stríðslokin, á þeim tíma þegar Sveinn hafði mest áhrif á mótun landbúnaðarstefnunnar. Mikil eftirsjá er að slíkum mönnum, þegar þeir hverfa af starfsvett- vangi. Innan við sextugt kenndi Sveinn sjúkdóms sem ekki varð læknaður og eyddi starfsorku hans á fáum árum. Það var raun fyir þann mikla starfsmann að missa vinnuorku sína á þann veg. Af þessari ástæðu lét hann fyrr af starfi sínu en ella hefði verið. Kona Sveins er Gerður Þórarins- SJÁ SÍÐU 29

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.