Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 30
-30--------------------------------------------------------MORGtíNBLAÐÍÐÍ.:
LÍé89.
'í • * I M-l * : 11 ? I 'i HIV, 111 .* ’ >.*
Minning:
*
Kristján A. Þor-
steinsson Akranesi
Fæddur 20. nóvember 1908
Dáinn 16. ágúst 1989
Bláhvítur himinninn klæddist sínu
besta skarti þennan dag, 16. ágúst.
Drungalegt skýjaþykknið sópaðist
burtu fyrir marglitum sólargeislum
sem dönsuðu jafnt á iðandi strætinu
og við mannlífið þar sem og þeir
fögnuðu fengnu frelsi allt upp í eggj-
ar Akrafjalls. Sýnu fegurst hefur
útsýn yfir Hvalfjörð og Faxaflóa
verið og þá ekki síðri í ríki þeirra
Brynjólfs biskups Sveinssonar og
stiftamtmanns Olafs Stephensens í
Innri-Akraneshreppi. En ekkert er
ljós án skugga og þegar betur var
hugað að gætti ólundar í gnauði
hafsins og hvítfextar öldurnar tóku
alls ekki undir gleði himinsins.
Á morgun, og á morgun, og á morgun,
þumlungast þessi smáspor dag frá degi
tij loká hinztu línu í tímans bók
(Úr þýðingu Helga Hálfdanarsonar á Macbeth)
Kristján Ásmundur Þorsteinsson
fæddist á Efriteigi, Akranesi, 20.
nóvember 1908. Foreldrar hans voru
Þorsteinn Ólafsson og Kristín
Eyjólfsdóttir. Þau bjuggu á Krossi í
Innri-Akraneshreppi.
Kristján Þorsteinsson og kona
hans Vilborg Þjóðbjömsdóttir bjuggu
á Indriðastöðum og síðan á Suður-
götu 62B. Þau eignuðust eina dótt-
ur, Sigríði Kristínu, f. 7. jan. 1939,
röntgentæknir og húsmóðir í
Reykjavík. Fyrir nokkrum árum
missti Kristján konu sína.
Kristján var um hríð vistmaður á
Hrafnistu í Reykjavík og síðan á
Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi.
Römm er sú raug sem rekka dregur
föðurtúna til. Kristjári vildi eyða
ævikvöldinu á heimaslóðum þar sem
hann var svo að segja borinn og
bamfæddur.
Fundum okkar Kristjáns bar sam-
an árið 1967. Þá um haustið hafði
hann spurnir af því að ég væri í at-
vinnuleit og réð mig til starfa. Hann
var þá flokksstjóri hjá Akraneskaup-
stað og unnum við 4—5 við hirðun
og losun sorps á vegum bæjarins.
Pokakerfið var ekki komið til sög-
unnar á þessum tíma heldur voru
þetta tunnur misþungar og efnis-
miklar. Kristján var allt í öllu og
stjórnaði liði sínu af skörungsskap
en sanngimi. Ekki hafði ég verið
lengi undir stjóm hans þegar það
rann upp fyrir mér að maðurinn var
hafsjór af kveðskap þjóðskáldanna,
kunni ógrynni af lausavísum og var
margfróður um menn og málefni. í
honum sameinaðist í einum punkti
sagnahefðin; menningararfurinn frá
kynslóð til kynslóðar. Hug hans allan
átti Magnús Stefánsson skáld, betur
þekktur undir skáldanafninu Örn
Arnarson. Eg held helst að hann
hafi kunnað flest ef ekki öll ljóð
hans utanbókar. Kristján bjó yfir því
næmi á þessu sviði, að þá þegar
menn fóru með vísur fyrir hann
meðtók hann þær á augabragði, end-
urtekningar voru óþarfar. Þessi
áhugi Kristjáns smitaði svo út frá
sér að fyrr en varði hafði öll liðssveit-
in umturnast í stórskáld og kepptist
hver um annan þveran við að hnoða
einhverju saman. Á laun var þessi
kveðskapur oftsinnis borinn undir
Kristján og fyrst í stað reyndust ljóð-
stafir of margir eða þeir í lágkveðu;
stuðlasetningu ábótavant. Við og við
sá Kristján aumur á okkur og gerði
okkur það til geðs að samþykkja
þennan endemis leirburð. Þetta hélt
vélinni velsmurðri og gangandi og
höfðum við oft hið mesta gaman af
þessu.
Spaugileg atvik voru svo snar
þáttur í þessu starfi okkar að við
gengum að því sem gefnu. Mörg
þessara atvika voru svo kátleg og
ótrúleg að gera mætti af því heila
bók. Eg læt við það sitja að nefna
lítið atvik sem varð mér nokkuð
minnisstætt ekki síst fyrir þá sök
hversu fumlaust Kristján gekk að
verki sínu og hversu honum var lag-
ið að leysa hvem einn vanda sem
að höndum bar af einurð og öryggi.
Einhveiju sinni var það að bæjaryfir-
völd blésu í herlúðra og hvöttu bæj-
arbúa til að hafa lok á sorpílátum
sínum. Mig minnir að frá þessum
ágætu yfirvöldum hafi það verið
nefnt „lokuð sorpílát". Ekki virtist
það þó valda neinum misskilningi.
Flestir brugðust vel við þessum til-
mælum en til voru þeir sem þráuð-
ust við. í því tilviki voru tunnurnar
ekki snertar og gat eigandi sjálfum
sér um kennt að sitja uppi með gós-
sið í heila víku til viðbótar. Það féll
í minn hlut að sjá til þess að gleðiboð-
skapur bæjaryfírvalda kæmist ör-
ugglega til skila. Er mér minnisstæð-
ur maður nokkur sem okkur tókst
að beija út kl. 8.00 að morgni. Mað-
urinn var snakillur og greinilega
hálfsofandi og átti erfítt með að átta
sig á því hvað um væri að vera.
Eftir að hafa hrært hjarta hans með
gleðiboðskapnum verður mér á fyrir
misskilning eins og Sveik mundi hafa
orðað það að breyta viku í ár. Maður-
inn verður að saltstólpa í dyrunum
en yfir ásjónu hans hvelfist öll
áhyggja heimsins. Ég yfírgef mann-
inn í þessu ástandi og er kominn
langleiðina að næsta húsi, þegar
maðurinn umvendist í hofmóð og það
er eins og sprengju hafi verið varpað
inn í þessa friðarparadís, fyrirgang-
urinn og hávaðinn var á því stigi að
allt nágrennið reif gluggatjöldin frá
til þess að sjá þetta undur. Eftir að
hafa tekið nokkur stökk og hopp sem
jafnvel Daldonar hefðu getað verið
fullsæmdir af upphefst hann og spyr
hver beri ábyrgð á þessum vitleys-
ingi. Kristján sem þarna var nær-
staddur var ekki uppnæmur fyrir svo
sjálfsagðri spurningu, — fór nokkr-
um orðum um almennan misskilning
og ónákvæmni í orðavali en útskýrði
svo fyrir manninum vel og lengi til
hvers lok væru höfð á tunnum, al-
mennt talað og í bráð og lengd. Þessi
ógæfusami tunnueigandi gapti í for-
undran yfir framkomnum upplýsing-
um en bað himnana að sjá til þess
að við dyttum allir sem einn dauðir
niður og það við fyrsta tækifæri.
Þegar við komum þarna næst mátti
sjá glampann af silfurgráu lokinu
úr margra metra fjarlægð.
Þegar tækifæri gafst voru menn
teknir tali og þeir spurðir út í lífið
og tilveruna. Kaupmenn heiðruðum
við með nærveru okkar jafnan á
föstudögum og þeir voru ófáir sem
launuðu það í límonaði og Prince
polo.
Ekki get ég látið hjá líða að minn-
ast þeirrar sérstöðu sem ríkti innan
hópsins, nefnilega þeirri að allir töld-
ust samábyrgir gagnvart hveijum
öðrum. Gilti það jafnt um starfið
sjálft sem utan þess. Af þessu leiddi
að hugtakið veikindadagar var nær
óþekkt innan okkar hóps. Ef tekið
er mið af vinnusálarfræði nútímans
þá hafa Vesturlönd ekki náð að til-
einka sér aðal þeirra fræða nerna að
hluta til sökum margháttaðra kerfis-
galla sem fyrr eða síðar rústar efna-
hagskerfinu sem slíku ef menn sjá
ekki að sér á meðan fremstu þjóðir
á sviði verslunar og iðnaðar í Ásíu-
löndum skilja ekki hvað átt er við
með hugtakinu nútímavinnusálar-
fræði því það sem í því felst er ekki
annað en það sem þeim hefur verið
eiginlegt í hundruð ára.
Mér finnst það eftirtektarvert að
flokksstjóra hjá Akranesbæ er þetta
fullkomlega ljóst árið 1967 en hef
ekki séð þess stað síðan. Kristján var
samviskusamur svo af bar og fram-
fylgdi því af stakri tnímennsku sem
fyrir hann var lagt. I þeim tilvikum
þar sem vafi lék á um verksvið þá
var það jafnan leyst á staðnum af
honum sjálfum. Þarþurfti enga milli-
göngumenn.
Kristján var trúr vinum sínum og
talaði tæpitungulaust þegar hann sá
þess þörf eða var til þess knúinn. í
hátt var Kristján á stundum sér-
kennilegur og því vafalítið að ókunn-
ugum og jafnvel einhveijum sam-
ferðámanna hans hafí yfirsést hversu
merkilegur maður hann í raun var.
Ekki veit ég hvort það er mæli-
kvarði á manngildi hvort menn hafa
siglt úfinn sæ eða lygnan eða fengið
sitt lítið af hvoru. Hitt er víst að hin
þunga undiralda er alda aldanna. Það
er mín skoðun að Stjáni hafí staðið
þá öldu.
Hjarta mitt er eins og hafíð
oft hvasst þar og brimað var
og fjölmörg fögur perla
er falin í ðjúpi þar.
(Þýðing Yngva Jóhannessonar úr Heine.)
Ættingjum, venzlafólki og vinum
Kristjáns Þorsteinssonar sendi ég
samúðarkveðjur.
Guðni Björgólfsson
Hann afi er allur. Hann kvaddi
þennan heim með litlum sem engum
aðdraganda að morgni 16. ágúst sl.
tæplega 81 árs að aldri. Frá fyrstu
tíð var okkur fullkunnugt um að afi
Kristján væri ekki raunverulegur afi
okkar. Hinn rétti afi hafði dáið þeg-
ar pabbi var lítill strákur og amma
giftist aftur. En barnið skilur slíkt
ekki alveg. í huga þess er afí og
amma tákn öryggis og hlýju, þar sem
gott er að vera og allir eru ávallt
velkomnir. Afi Kristján var sannar-
lega hluti þessarar myndar.
Okkar fyrstu minningar eru af
Vesturgötu 21 á Akranesi (Indriða-
stöðum), þar sem afi og amma
bjuggu lengst af. Hversu oft var
ekki skroppið til þeirra, setið við eld-
húsborðið með eitthvert góðgæti fyr-
ir framan sig, spjallað og horft út á
sjóinn sem var svo stór hluti til-
verunnar. Oft var afi ekki heima á
stundum sem þessum. Hann var ein-
hvers staðar úti á þessum stóra sjó.
En þegar hann var heima, var ekki
síður gamann að fylgjast með honum
niðri í kjallara, þar sem hann var
að hnýta net eða dútla við eitt og
annað. Kjallarinn var gósenland for-
vitins ungviðisins.
Sterkast í minningunni eru þó
áreiðanlega stundirnar með spilin.
Afi kenndi okkur öllum að spila —
börnum okkar raunar líka. Hversu
ótrúlega þolinmæði gat hann ekki
sýnt misjafnlega tregum og tapsár-
um sálum í ólsen-ólsen, manna, rússa
eða marías, að því ógleymdu að
byggja heilu kastalana og borgirnar
úr spilum sem síðar hrundu „alveg
óvart“ til að halda afa aðeins lengur
nálægt sér!
Árin liðu, við eignuðumst okkar
fjölskyldur og afi og amma fluttu.
Fyrst á Suðurgötu 62b, þar sem líka
var hægt að horfa út á sjóinn, en
síðar, eða árið 1977, til Reykjavíkur
þar sem þau bjuggu í íbúð við Jökul-
grunnið, tengt Hrafnistu, þar sem
þau bjuggu þar til amma lést fyrir
5 árum. Þá flutti afi fljótlega aftur
á Skagann og bjó á dvalarheimilinu
Höfða til dauðadags.
Þrátt fyrir bústaðaskipti breyttist
ekki viðmótið. Alltaf var jafn gott
að koma í heimsókn, alltaf var eitt-
hvert góðgæti í skápnum, alltaf var
nægur tími til að spjalla og spila.
Afi var einstaklega geðgóður mað-
ur, hvers manns hugljúfi, og aldrei
sáum við hann skipta skapi. Hann
var ekki fyrir það að trana sér fram,
en var hins vegar æði oft hrókur
alls fagnaðar í góðra vina hópi vegna
þess ógrynnis af sögum og vísum
sem hann kunni. Ekki naut hann sín
síður þegar eitt hans mesta hugðar-
efni bar á góma: hestar.
Við eigum afa Kristjáni margt að
þakka. Hann var okkur mikið og
kenndi okkur margt án þess að um
eiginlegar kennslustundir væri að
ræða. Minningin um hann tengist
óneitanlega þeirri heild sem hann og
amma Villa skópu. En nú eru þau
bæði horfin á braut og góðum kafla
í reynsluheimi okkar er lokið. Eftir
mun engu að síður lifa ljúf endur-
minningin.
Indriði, Ása María
og Ingveldur
Nú er hann afí minn' dáinn. Það
var snemma að morgni miðvikudag-
inn 16. ágúst, sem ég fékk þær frétt-
ir að hann hefði veikst snögglega
og verið fluttur á Sjúkrahús Akra-
ness og ekki átt þaðan afturkvæmt.
Þá voru liðin rétt rúm fimm ár síðan
eiginkona hans og amma mín, hafði
látist.
Tímarnir breytast og mennimir
með og smám saman er sú aldamóta-
kynslóð sem lagði grunninn að okkar
velferðarþjóðfélagi með eljusemi
sinni og þolgæði, að hverfa á braut
feðra sinna. Þetta fólk hefur gefið
okkur meira en við fáum kannski
nokkurn tíma skilið og væri hollt
fyrir alla að staldra við og gefa sér
tíma til að minnast þess.
Amma og afí voru Akurnesingar
og bjuggu þar alla sína tíð nema
síðustu ár hennar voru þau á Hrafn-
istu í Reykjavík, en eftir lát hennar
fór afi fljótlega aftur uppá Akranes
á Dvalarheimilið Höfða, sem stendur
því sem næst á hans fæðingarstað.
Það var alveg sérstök tilfinning
að heimsækja ömmu Villu og afa
Kristján á Akranesi, og verða þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast lífinu
frá þeirra sjónarhóli. Margar ljúfustu
æskuminningarnar eru frá þessum
heimsóknum. Alltaf var nógur tími
fyrir okkur barnabörnin, alltaf nógur
tími til að kenna okkur að spila eða
fara með okkur að „spásséra" niður
á bryggju að skoða bátana, og alltaf
virðist hafa verið nógur tími til að
pijóna á okkur nýja peysu og vettl-
inga. Það var eins og lífið gengi á
öðrum hraða og lífsmatið væri öðruv-
ísi en hjá okkur nútímafólkinu sem
höfum sjaldnast tíma fyrir neitt ann-
að en lífsgæðakapphlaupið.
Þegar þau giftust, 20. nóvember
1937, var amma ekkja með tvo unga
syni. Hennar fyrri maður, Indriði
Jónsson, fórst í fiskiróðri í janúar
1933 og lét eftir sig tvo drengi,
Valdimar f. 1925 og Oskar f. 1930.
Lífið hefur ekki verið auðvelt í þéirri
stöðu á þeim árum, en amma var
þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta
annan góðan mann, Kristján Þor-
geirsson, og gekk hann drengjunum
í föður stað og síðan eignuðust þau
saman eina dóttur, Sigríði f. 1939.
Nú eru barnabömin 5 og bama-
barnabömin 11 og búum við öll að
því að hafa fengið leiðsögn ömmu
og afa í lífsnestið.
Blessuð sé minning þeirra.
Kristján Oskarsson
Kristján fóstri eins og ég nefndi
hann hefur kvatt og hafið ferðina
yfir landamærin sem bíða allra.
Hans er sárt saknað af börnum,
tengdabörnum, barnabörnum,
barnabarnabörnum, ættingjum og
vinum, en við sem eftir sitjum þökk-
um samt fyrir að hann fékk að fara
þessa hinstu ferð án þess að þurfa
að upplifa langa sjúkrahúslegu og
þjáninga vegna heilaskaða frá stór-
áfalli. I söknuði okkar höfum við að
leiðarljósi hans miklu óeigingimi,
sem aldrei brást allt til endadægurs.
Hann fæddist 20. nóvember 1908
á Efri Teig, sem var við Suðurgötuna
á Akranesi. Hann fluttist með for-
eldrum sínum að Krossi, Innra-
Akraneshreppi um eins árs aldur og
ólst þar upp til fermingaraldurs. Um
tvítugt fer hann svo að Kjaransstöð-
um Innra-Akraneshreppi, og er þar
til 29 ára aldurs.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Ól-
afsson og kona hans Kristín Eyjólfs-
dóttir. Ólafur Jónsson, afi hans, var
ættaður frá Borgarfirði. Hann og
kona hans, Ásgerður, bjuggu á Fells-
öxl, en fluttu til Reykjavíkur alda-
mótaárið.
Kristján átti 6 systkini, sem öll
eru látin utan eitt, Steinunn, sem
býr nú á Hrafnistu í Reykjavík. Veit
ég að hún var bróður sínum mjög
kær.
Þetta er ramminn í hnotskum um
líf Kristjáns, þar til hann kvæntist
og hóf sitt fjölskyldulíf.
Á 29 ára afmælisdeginum 20.
nóvember 1937 kvæntist hann Vil-
borgu Þjóðbjörnsdóttur, Vesturgötu
21, Akranesi. Vilborg var ekkja með
tvo syni, Óskar 7 ára og Valdimar
12 ára. Indriði Jónsson, eiginmaður-
inn og faðirinn, hafði farist með mb.
Kveldúlfi, en hann fórst 20. janúar
1933 í aftakaveðri.
Kristján var svo óeigingjarn að
hann var tilbúinn að vinna þessari
fjölskyldu allt það sem að í hans
valdi stóð. Allir sem sáu hann og
eiginkonu hans saman fóru ekki í
grafgötur með hve heitt hann unni
henni. Aldrei vaf hægt að merkja
að fóstursynir hans væra honum
ekki eins kærir og einkadóttirin, sem
þau hjón eignuðust 7. janúar 1939
og var skírð Sigríður Kristín. Hún
var þeirra ljós frá vöggu til þeirra
dánardægurs.
Valdimar er kvæntur Ingibjörgu
Ólafsdóttur. Þau búa á Akranesi.
Börn þeirra era Indriði, kvæntur Sig-
urlaugu Guðmundsdóttur. Þeirra
börn era Sigríður, Ingibjörg og Valdi-
mar. Búsett á Akranesi.
Ása María. Hennar synir era
Valdimar og Ólafur Svavarssynir,
búsett í Hafnarfirði.
Ingveldur gift Lúðvíki Helgasyni
Ibsen, þeirra börn era Þórir, Vilborg
og Ingólfur, búsett á Akranesi.
Óskar er kvæntur Selmu Júlíus-
dóttur. Þau búa í Reykjavík. Þeirra
sonur er Kristján, kvæntúr Marilyn
Mellk og fósturdóttir, Margrét Erla
Guðmundsdóttir. Börn Kristjáns og
Marilynar era Eva Ósk og Kristján
Indriði, búsett í Reykjavík.
Sigríður Kristín er gift Jóni Otta
Sigurðssyni. Þau búa I Reykjavík.
Sonur þeirra er Sigurður Jón, kvænt-
ur Guðnýju Jónsdóttur, þeirra sonur
er Jón Otti, búsett í Danmörku.
Allir þessir niðjar eiga margs að
minnast þegar horft er til baka. Þeg-
ar ég kynntist Kristjáni var ég 16
ára, nýtrúlofuð fóstursyni hans. Frá
fyrstu kynnum hef ég dáðst að óeig-
ingirni hans, sem var svo mikil að
aldrei brást hún og virtist sem hann
þekkti ekki fyrsta persónufornafnið
ég. Hann og Vilborg nutu sín best,
þegar barnabörnin voru í heimsókn
og nutu leiðsagnar þeirra, bæði við
spilamennskuna, sem þau lærðu öll
fyrst hjá þeim og var Kristján þar í
forastuhlutverkinu, en amma við að
kenna þeim einnig fyrstu sporin í
lestramáminu. Þau barnabörnin sem
áttu heima á Akranesi vora daglegir
gestir, en drengirnir sem bjuggu í
Reykjavík voru afar stuttir í loftinu
þegar að þeir ferðuðust með Akra-
borginni á milli, vel geymdir í brú
skipsins í umsjón skipstjórnarmann-
anna og hinum megin fjarðarins tók
Akranesfólkið á móti þeim. Síðar
bættust svo barnabarnabörnin í hóp
þeirra sem nutu návistar og tilsagnar
langafa og langömmu.
Kristján var sérkennilegur maður,
hann barst lítið á, vann sín verk með
mikilli samviskusemi og ekki vissu
allir sem umgengust hann hversu
mikill hafsjór af fróðleik hann var.
Hann var svo stálminnugur að það
virtist vera prentað fast í huga hans
það sem hann einu sinni hafði lesið
eða heyrt. Hann kunni utanbókar
bækur eins og Horfnir góðhestar og
hægt var að fletta upp í ættarskrám
góðhestanna í huga hans. Vísur og
kvæði voru honum mjög hugleikin.
og gat hann munað heilu kvæðabálk-
ana frá gömlum tímum og lausavísur
sem erfitt var að ná í á prenti og
flestir búnir að gleyma. Hann þekkti
hvem bæ og hver landamerki heilla
sveita þó svo hann hefði aldrei ferð-
ast til þeirra. Þessi fróðleikur kom
best í ljós, þegar að stritið var að
baki og hann var sestur í helgan
stein. Margir nutu góðs af þessari
minnisgáfu, bæði- til skemmtunar og
fróðleiks um liðna tíð.
Kærleikur Kristjáns til konu
sinnar kom best í ljós síðustu 7 ár
lífs hennar, en þá bjuggu þau í hjóna-
íbúð í Jökulgranni 1, Reykjavík. Hún
var þá farin að heilsu og Kristján
studdi hana og hjúkraði henni af svo
mikilli alúð að ekki var betra á kos-
ið. Þegar að hún svo kvaddi var
hugur hans fyrst og fremst á gömlum
slóðum og með góðra manna hjálp
fékk hann inni á Höfða á Akranesi
þar sem hann dvaldi síðastliðin tæp
fjögur ár. Þar eignaðist hann vini
og kunningja, margir þeirra voru
gamlir samstarfsmenn og félagar. I
viðtali við forstöðumanninn eftir lát
hans hafði hann að orði að vistmenn
og starfsmenn heimilisins misstu
góðan stuðningsmann í daglegu lífi,
þar sem oft hefði Kristján getað
miðlað málum, þegar þunglyndi og
leiði hefði þjáð einhvern vistmann-
anna. Kristján átti þar einn sérstakan
vin, en það var Margrét Jónsdóttir,
og var það umhugsunarefni þeim
sem á horfðu hversu fagur sá vin-
skapur var. Þau studdu hvort annað
og fegurð hjartna þeirra endurspe-
glaðist í vináttu þeirra. Það er erfitt
fyrir 96 ára gamla konu, að þurfa
að sjá á eftir svo kæram vini. Ég
bið Guð um að styðja hana í söknuði
hennar.