Morgunblaðið - 25.08.1989, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.08.1989, Qupperneq 31
Við ættingjamir þökkum öll áreið- anlega fyrir að fá að hafa gengið veginn með föður, fóstra, afa og lan- gafa, sem kenndi okkur hvað óeigin- girni er, hvað þolinmæði er, hvað tryggð er og hvað kærleikur er. Guð blessi minningu hans. Selma Júlíusdóttir Hann afi minn Kristján Þorsteins- son, lést á Sjúkrahúsi Akraness þann 16. ágúst síðastliðinn. Fyrst þegar ég man eftir mér, áttu amma og afi heima á Vestur- götu 21, Akranesi. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég man eftir honum afa að hjálpa mér að róla úti í garði á Vesturgötunni og seinna þegar afi og amma voru flutt á Suðurgötuna man ég eftir að afi kenndi mér öll nöfnin á bátunum sem gerðu út frá Akranesi á þessum tíma. Það sem einkenndi afa allt hans líf var góð- mennskan og þrautseigjan. Ég man eftir, að þegar ég var 5—6 ára fékk ég mislingana og þann tíma sem ég lá í rúminu, kenndi afi mér að spila á spil. Ég man sérstaklega eftir að þetta var mikið þolinmæðis- verk fyrir afa að kenna mér fyrst á spilin og síðan að kenna mér að spila ólsen-ólsen. En eftir smátíma var maður farinn að kunna þetta og þeg- ar ég var orðinn fullfrískur vorum við farnir að spila saman eins og menn. Þegar við afi vorum að spila vann ég alltaf og þá sagði afi alltaf „sko strákinn“. Þetta finnst mér vera ein besta lýsing þess hversu afi var hjartgóður og veit ég að barnabarnabörnin hafa svipaða sögu að segja. Árið 1977 fluttu svo amma og afi á Hrafnistu þar bjuggu þau þar til amma dó 1984, en þá fluttist afi á herbergi á Hrafnistu og síðan á Höfða á Akra- nesi. Sama sumar og amma dó fór ég utan til náms. í hvert skipti þegar ég kom til íslands fór ég í heimsókn til afa upp á Höfða eða afi kom til Reykjavíkur. Afi fylgdist alltaf með úr fjarlægð og ævinlega var mér og fjölskyldu minni vel fagnað við heimkomu. Nú í sumar fórum við í heimsókn upp á Skaga og mér datt í hug að bjóða honum í bíltúr um Skagann og þá vildi hann endilega aka inn með fjalli og sýna okkur æskuslóðirnar sínar. Þetta fannst mér ekki merki- legt þá, en núna eftir á, er ég að rifja upp að þetta er í fyrsta og eina skipti, sem við höfum farið í bíltúr með honum um Skagann síðan hann fluttist á Höfða. Það var einsog hann væri að kveðja* allt í hinsta sinn og nú þegar við lítum til baka er svo margs að minnast um góðan afa sem vildi öllum einungis það besta. Siggi Við Ingibjörg vorum stödd erlend- is þegar dóttir okkar hringdi þann 16. þ.m. og sagði okkur að Kristján „afi“ hefði andast þá um nóttina. Manni bregður ávallt við slíkar fréttir, á ekki von á þeim, jafnvel þó um aldrað fólk sé að ræða. Við höfðum kvatt Kristján tveim vikum áður og þá var hann hress og kátur og hann fylgdi okkur fram í anddyr- ið á Dvalarheimilinu Höfða á Akra- nesi, þar sem hann var vistmaður og óskaði hann okkur góðrar ferðar og allrar blessunar. Við slík tímamót leita minningar á hugann. í janúarmánuði 1933 drukknaði faðir minn, Indriði Jóns- son. Hann lét eftir sig eiginkonu og tvo unga drengi, undirritaðan 7 ára og Óskar 2ja ára. Móðir okkar Vil- borg Þjóðbjarnardóttir barðist hetju- legri baráttu til þess að halda heimil- inu saman. Það tókst henni með mikilli prýði. Tími trygginganna var þá ekki upprunninn og um ekkju-, dánar- eða barnabætur var ekki að ræða. Árið 1937 kom inn á heimili okkar maður um þrítugt. Hann bauð af sér góðan þokka, virtist feiminn, en bar með sér að þarna fór maður með gott hjarta. I fyrstu var mér ekki mikið um þennan mann gefið. Ég lokaði innra með mér ákveðin mót- mæli. Ég var orðinn tólf ára gamall og föðurminningin var mér rík í huga, því við feðgar höfðum verið mjög samrýndir. Mér fannst að við bræðurnir ættum móður okkar einir og við einir ættum að njóta um- hyggju hennar og ástar. Þannig er áreiðanlega tilfinningum margra varið á þessu aldursskeiði við þessar aðstæður. Þessi nýi heimilismaður var Kristj- ,M,0RGIWBLAÐ1Ð, FÖSTUpAGUR. 25, j^ÚST 1989 án Ásmundur Þorsteinsson, en svo - - hét hann fullu nafni. hann var fædd- ur á Efri-Teig á Akranesi 20. nóvem- ber 1908. Foreldrar hans voru Kristín Eyjólfsdóttir og Þorsteinn Ólafsson. Kristján var fjórði í aldursröð 7 systkina. Þau eru nú öll látin nema Steinunn sem er vistmaður á Hrafn- istu í Reykjavík. Foreldrar Kristjáns bjuggu í nokkur ár á Krossi í Innri- Akraneshreppi og síðan á Kjaran- stöðum í sömu sveit, en við þann bæ var Kristján oft kenndur. Kristján og móðir mín Vilborg Þjóðbjarnardóttir frá Neðra-Skarði í Leirársveit giftu sig 20. nóvember 1937. Það kom fljótt í ljós að það var mikið gæfuspor fyrir hana og okkur bræður að Kristján fóstri kom inn á heimilið. Innbyrgður ótti minn og eigingirni vegna komu hans á heimilið var algerlega ástæðulaus. Hann reyndist okkur öllum sérstak- lega vel og fyrir það verður aldrei fullþakkað. Kristján vann á búi foreidra sinna þar til hann kvæntist, en hann var einnig landmaður á vertíðarbátum á Akranesi í margar vertíðir. Nokkur sumur fór hann á síldarveiðar fyrir Norðurlandi. í lok stríðsins gerðist hann togarasjómaður og var í all- mörg ár á togurunum Gylli og Ing- ólfi Arnarsyni með mági sínum Hannesi Pálssyni skipstjóra. Síðustu árin sem hann starfaði á sjó var hann kyndari á Akranestogurunum Bjarna Ólafssyni go Akurey. Eftir að hann hætti sjómennsku vann hann ýmsa verkamannavinnu á Akranesi þar til þau hjónin fluttu til Reykjavík- ur árið 1977. Þá fengu þau vist á Hrafnistu í Reykjavík í hjónaíbúðum við Jökuigrunn. Á Akranesi bjuggu þau lengst af á Vesturgötu 21, en þegar árin færðust yfir seldu það það hús og keyptu sér minni íbúð að Suðurgötu 62b á Akranesi. Þau Vilborg og Kristján eignuðust eina dóttur, Sigríði Kristínu (Siddý), röntgentækni. Hún er búsett í Reykjavík og gift Jóni Otta Sigurðs- syni rafmagnstæknifræðingi. Þau eiga einn son, Sigurð Jons raf- magnstæknifræðing. Hann er kvæntur Guðnýju Jónsdóttur og eiga þau einn son Jón Otta. Móðir mín Vilborg lést 12. júlí 1984. Hún hafði lokið langri ævi- göngu og skilað hlutverki sínu með .miklum sóma, þrátt fyrir margt mótlætið. Kristján leitaðist ávallt við að gera henni allt til hæfis. Þetta mat hún mikils og oft hafði hún orð á því við mig, einkum síðustu æviár- in, hvað hún ætti honum mikið að þakka. Eftir að hún dó, flutti Kristj- án sig í Hrafnistuheimilið. Fljótlega eftir að hann var orðinn einn, fór hann að hafa orð á því að hann lang- aði til þess að komast upp á Akra- nes, á Höfða, dvalaheimili fyrir aldr- aða. Honum varð að þessari ósk sinni og haustið 1985 flutti hann þangað. Þar leið honum mjög vel. Hann dá- samaði oft útsýnið sem hann hafði úr glugganum á herbergi sínu. Þar blasti Sólmundarhöfðinn við, þar sem móðir hans hafði slitið barnsskónum, Krossvíkin og höfnin, þar sem hann gat fylgst með skipaferðum. Ég vil fyrir hönd okkar aðstandenda þakka starfsfólki þessara áðurnefndra stofnana góða umönnun meðan hann dvaldi þar. Eins og áður hefur komið fram þá var Kristján fremur hlédrægur maður og blandaði sér lítt í umræður um mál sem hann taldi sig ekki þekkja nógu vel. En annað var uppi á teningnum þegar rætt var um skáldskap, einkum vísna- og ljóða- gerð. Hagmæltur var hann ekki sjálf- ur en hafði mjög næmt brageyra. Hann kunni óhemju mikið af ljóðum og ferskeytlum og var minni hans með ólíkindum í þeim efnum. Einkum voru allar hestavísur honum mjög kærar og kunni hann ógrynni af þeim. Kristján lést á Sjúkrahúsi Akra- ness aðfaranótt 16. ágúst sl. Hann verður jarðsettur frá Akraneskirkju í dag, föstudaginn 25. ágúst. Góður drengur hefur lokið sinni jarðar- göngu. Við Ingibjörg eigum honum margt og mikið að þakka. Hann var alltaf sami öðlingurinn við okkur og vildi allt fyrir okkur gera. Það sama gilti einnig um börn okkar og barnabörn. Alltaf var afi Kristján að leitast við að gleðja þau. Far þú í friði kæri fóstri. Hafðu þökk fyrir allt. Valdimar Indriðason Alfreð Pálsson, Akureyri — Miiming Fæddur 16. janúar 1911 Dáinn 20. ágúst 1989 Kveðja frá Bridgefélagi Akureyrar Nú er Alfreð Pálsson allur. Við í Bridgefélagi Akureyrar sjáum á bak góðum félaga og raunar meira en það. Alfreð var í gegnum tíðina einn af máttarstólpum félagsins og föstum punktum á spilakvöldum þess. Sveit Alfreðs Pálssonar varð margoft Akureyrarmeistari og Alli var alltaf erfiður, en um leið skemmtilegur andstæðingur við spilaborðið, þótt árum tæki að fjölga. Mér er minnisstæð góðlátleg glettni hans, sem beindist ekki síst að honum sjálfum , ef svo bar und- ir. Þrátt fyrir langan spilaferil held ég að hann hafi aldrei tileinkað sér þann hugsunarhátt, sem einhver góður maður kallaði frumlögmálið í bridge, og var einu sinni sett fram í limruformi: í bridsinu byijar oft senna ef í blindni í sjóinn menn renna. Við lýsum því öllu í lögmáli snjöllu: Það sem mistekst er makker að kenna! Alfreð tók líka virkan þátt f stjórnarstörfum hjá féiaginu um árabil og var m.a. formaður þess um skeið. Hann vildi hag þess sem bestan og starfið sem öflugast. Brids-spilið var hans líf og yndi og áhuginn alltaf jafnmikill. Brids er bæði tómstundagaman og íþrótt og Alfreð Pálsson var sannur íþrótta- maður við „græna borðið“. Ég get reyndar ímyndað mér hann Alla vin minn hrista höfuð yfir slíkri fullyrð- ingu, en hún er þó vissulega sann- leikanum samkvæm. Alfreð Pálsson var tilnefndur heiðursfélagi Bridgefélags Akur- eyrar fyrir áralöng störf hans í þágu félagsins. Þeirri tilnefningu fylgdi góður hugur allra spilara í félaginu. Fyrir hönd okkar allra votta ég Aðalheiði Oddgeirsdóttur, börnum þeirra Alfreðs og öðrum aðstand- endum innilegustu samúð. Við munum góðan dreng. Stefán Vilhjálmsson Góö hönnun og glæsilegt útlit einkenna ritvélarnar frá TA Triumph-Adler. |j| Jjjil Handfang og lok, gera vélina þægilegri í meðförum. Vel úttoúin, hraðvirk, létt, sterk, meðfærileg og ódýr skólaritvél með getu og möguleika skrifstofuritvélar • Prenthraði 11 slög/sek. • „Lift-off“ leiðréttingarbúnaður. • 120 stafa leiðréttingarminni. • Sjálfvirk miðjustilling, undirstrikun, feitletrun og.fleira. • Handfang og lok. • Þyngd: Aðeins 5,2 kg. Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari uppiýsingar, það borgar sig örugglega. EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 686933 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Reykjavík: Penninn sf., Skólavörubúð Námsgagnastofnunar, Tölvuvörur hf., Bóka- og ritfangaverslunin Griffill sf., Aco hf., Hans Árnason, Sameind hf., Tölvuland. Garðabær: Bókabúðin Grima. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins. Keflavik: Bókabúð Keflavikur. Þorlákshöfn: Rás sf. Selfoss: Ösp. Vestmannaeyj- ar: Bókabúðin Heiðarvegi. Höfn Hornafirði: Kaupfélag A-Skaftfellinga. Egilsstaðir: Traust. Akureyri: Bókaverslunin Edda, Jón Bjarnason úrsmíðavinnustofa. Sauðárkrókur: Stuðull. Hvammstangi: Gifs- mynd sf. ísafjörður: Bókabúð Jónasar Tómassonar. Akranes: PC-tölvan. augljós

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.