Morgunblaðið - 25.08.1989, Qupperneq 38
«8
38
R8f?r T8U0A ðS .91
MORGUNBLAÐIÐ
KU rn 1hiflnTCfflffl
IÞROTTIR FÖSTUDAGU
cue/.jaFíuoíioM
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST TÍBF
HAFNARBOLTI / BANDARélKIN
Hafnarbohahetja
sett í lífstíðarbann
Hafnarboltahetjan Pete Rose,
sem á flest mögnleg met í
bandarískum hafnarbolta, var í gær
dæmdur frá allri þátttöku í íþrótt-
inni það sem eftir er ævinnar, og
hefur það í för með sér að hann
má ekki einu sinni selja „heita
hunda“ á vallarsvæði þar sem hafn-
arbolti er leikinn. Rose, sem er
haldinn mikilli spilafíkn, er sakaður
um að hafa veðjað á hafnarbolta-
leiki, þar á meðal leiki Cincinnati
Reds, en hann hefur verið fram-
kvæmdastjóri þess liðs síðan 1984.
Pete Rose, sem er 48 ára, á einn
'fræknasta feril að baki í hafnar-
bolta serh um getur. Hann lék með
Cincinnati Reds til ársins 1986, en
tveimur árum áður hafði hann tek-
ið við framkvæmdastjórn þess.
Hann er gífurlega fíkinn í veðmál,
og hefur hann lagt háar fúlgur
undir þegar veðreiðar og körfu-
knattleikur hafa verið annars veg-
ar. Ástæðan fyrir því að hann er
dæmdur í lífstíðarbann frá íþrótt-
inni, er sú, að hann er sagður hafa
veðjað á hafnarboltaleiki, en slíkt
hefur verið stranglega bannað síðan
uppvíst varð um gífurlegt hneyksl-
ismál árið 1919, þegar á daginn
kom að leikmönnum Chicago White
Sox hafði verið mútað til að tapa
úrslitaleiknum gegn Cincinnati
Reds.
Þetta mál hefur vakið gífurlega
athygli í flölmiðlum í Bandaríkjun-
um, og í gærmorgun sýndu allar
stærstu sjónvarpsstöðvarnár beint
frá fréttamannafundi, þar sem Rose
gerði grein fyrir sínum sjónarmið-
um { málinu.
Hann á þess kost að áfrýja dóm-
inum eftir eitt ár, og það mun hann
gera. Það sem hann hefur sér til
málsbóta, er að ekki er vitað til
þess að hann hafi nokkru sinni
gert ráð fyrir tapi sinna manna og
því alltaf veðjað á sigur Cincinnati
Reds.
Peter Rose, sem er haldinn mikilli spilafíkn, er sakaður um að hafa veðjað
á hafnarboltaleiki, þar á meðal leiki Cincinnati Reds, en hann hefur verið fram-
kvæmdastjóri þess liðs síðan 1984.
Framarar!
Fjolmennum á votlinn.
ÖLVER,
. Glæsibæ.
HANDKNATTLEIKUR
íslendingar sækja um
HM U-21 árs 1993
Handknattleikssamband íslands hefur ákveðið
að sækja um heimsmeistarakeppni piltalands-
liða, yngri en 21 árs, árið 1993. Jón Hjaltalín
Magnússon, formaður HSÍ, fór út til Vínar til fund-
ar við Bernharð Lange, forseta Alþjóða handknatt-
leikssambandsins, og mun leggja fram umsókn ís-
lendinga. „Þetta yrði góður undirbúningur fyrir
heimsmeistarakeppnina 1993 og við eigum alla
möguleika á að halda þessa keppni svo vel fari,“
sagði Jón Hjaltalín.
Aóalfundur
íþróttakennarafélags íslands
verður haldinn miðvikudaginn 30. ágúst nk.
í íþróttamiðstöð ÍSÍ á Laugarvatni og hefst kl. 20.30.
Efni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Grunnstig ISI
Námskeið fyrir leiðbeinendur barna og unglinga
í íþróttum verður haldið í íþróttamiðstöð ÍSI í
Laugardal 1 .-3. september nk. Sér- og héraðs-
sambönd ÍSÍ hafa fengið allar upplýsingar.
Skráning hjá ÍSÍ í síma 83377.
Fræðslunefnd ÍSÍ.
SIGLINGAR
Guðni Dagur bestur
Um síðustu helgi var haldið ís-
landsmót í opnum flokki
kænusiglinga á Fossvogi. í opnum
flokki etja menn saman bátum af
mismunandi gerð og er notuð sér-
stök forgjöf til að jafna út hraða-
mun bátanna.
Mótið átti upphaflega að halda í
Búðardal helgina 12. til 14. ágúst
og höfðu 30 bátar verið fluttir þang-
að í þeim tilgangi.
Keppendum var skipt í
tvo flokka eftir stærð bátanna. Á
minni bátum sigraði Guðni Dagur
Kristjánsson, Optimist-kænu með
yfirburðum, hlaut hann 0 refsistig.
I öðru sæti varð Ragnar Már Stein-
sen sem er fjórfaldur íslandsmeist-
ari á Optimist-kænu en hann náði
sér ekki á strik og hlaut 14,4 refsi-
stig. í þriðja sæti varð Bjarki Gúst-
afsson einnig á Optimist-kænu með
17 refsistig.
í flokki stærri báta gekk á ýmsu
og má helst telja það að Rúnar
Steinsen og Finnur Torfí Stefáns-
son brutu mastrið á Star-bát sínum
og misstu þar með möguleika sína
á verðlaunasæti. Úrslit urðu þau
að Guðjón Ingvi Guðjónsson og
Gunnlaugur Jónasson sigruðu á
470-bátnum Leifi heppna með 3
refsistig. í öðru sæti varð Jóhann
Helgi Olafsson á Evrópu-kænu með
17,7 refsistig og í þriðja sæti varð
Óttarr Hrafnkelsson einnig á Evr-
ópu-kænu með 24,7 refsistig.
ínémR
FOLK
■ EINAR Vilhjálmsson, spjót-
kastari, mun í dag kl. 17.00 af-
henda Þresti Ólafssyni, fram-
kvæmdastjóra Kaupstaðar/Mikla-
garðs, áritað spjót í þakklætisskyni
fyrir aðstoð fyrirtækisins við íþrót-
takappann. Áthöfnin fer fram í
Kaupstað í Mjódd.
■ FORSALA aðgöngumiða á
bikarúrslitaleik KR og Fram, sem
fram fer á Laugardalsvelii kl.
14.00 á sunnudag, stendur yfir í
Austurstræti og í Kringlunni frá
kl. 11.00 í dag. Einnig er hægt að
fá miða í Framheimilinu og KR-
heimilinu. Tekið er við greiðslu-
kortum. Miðaverð: 900 kr. stúku-
sæti, 600 kr. stæði og 250 kr. fyr-
ir börn. Fyrstu 500 vallargestirnir
sem koma í Adidas skóm fá gefins
sérstaka Adidas sundpoka.
■ HÓLMBERT Friðjónsson og
kona hans, Dagmar, verða gestir
KR og Fram á bikarúrslitaleiknum.
Hólmbert annaðist þjálfun Fram-
liðsins í þrjú ár og síðan KR liðsins
í önnur þrjú ár. Hann mun vera
eini þjálfarinn sem starfað hefur
fyrir bæði félögin.
■ JÓN Sigurðsson, viðskipta-
og iðnaðarráðherra, verður heiðurs-
gestur á bikarúrslitaleiknum. Hann
mun heilsa leikmönnum fyrir leik
og afhenda sigurlaunin að leik lokn-
um ásamt Ellerti B. Schram, form-
anni KSI.
Forgjafarflokkur
Keppendur fá í verðlaun vöruútekt
í OLÍS-búðunum. 1. sæti: 15.000 kr.
verðmæti; 2. sæti: 10.000 kr. verð-
mæti; 3. sæti: 5.000 kr. verðmæti.
Allir keppendur fá glæsilegan
gjafapakka og sá keppandi sem
kemst næst því að slá holu í tveim
höggum á 14. braut
fær í verðlaun
gasgrill af
fullkomnustu gerð.
Obna Olís -BP
golfmótið
ferfram í Grafarholti, helgina 26. og 27. ágúst
VERIÐ UPPSELT - SKRÁIÐ YKKUR TÍMANLEGA í G0LFSKÁLANUM GRAFARHOLTI í SÍMA 8 2815.
Leiknar verða 36 holur. Keppt verð-
ur í karla- og kvennaflokki án for-
gjafar og einum forgjafarflokki
karla og kvenna. Keppni hefst kl. 8
báða dagana. Þátttökugjald er
kr. 2.500,-
Karlaflokkur
1. sæti: 25.000 kr.; 2. sæti: 15.000
kr.; 3. sæti: 10.000 kr.
Kvennaflokkur
Keppendur fá I verðlaun vöruútekt
í OLIS-búðunum. 1. sæti: 15.000 kr.
verðmæti; 2. sæti: 10.000 kr. verð-
mæti; 3. sæti: 5.000 kr. verðmæti.