Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 40
sjóváoBálmennar
hiiiiii
FÉLAG FÓLKSINS
EINKAREIKNINGUR ÞINN
í LANDSBANKANUM a
_________________JL
FOSTUDAGUR 25. AGUST 1989
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Slökkvilið kall-
að á Ægisgarð
SLÖKKVILIÐINU í Reykjavík
barst tilkynning um bruna á
Ægisgarði laust fyrir miðnætti í
gærkvöldi.
Þrír bílar slökkviliðsins voru
sendir á vettvang. Þegar til kom
var búið að slökkva eldinn, sem var
í brú af gömlum báti. Brúnni hafði
verið komið fyrir á vörubílspaili og
beið hún þess að vera flutt út á
land, þar sem fyrirhugað var að
nota hana sem skýli fyrir gæsa-
skyttur.
Innsigli Skúla
fógeta fiind-
ið í Viðey
Fornleifafræðingar hafa fúndið
rúmlega tveggja alda gamalt inn-
sigli Skúla Magnússonar land-
fógeta í Viðey. Ólögulegur
málmklumpur, sem kom upp úr
yfirborðslögum við Viðeyjarstofu
í fyrrasumar reyndist eftir
hreinsun vera mjög vel varðveitt
koparinnsigli, sem senniiega hef-
ur ekki verið til embættisnota,
heldur persónulegt innsigli
Skúla.
Sjá miðopnu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Regnbogasilungi slátrað
Óli Jón Bogason starfsmaður hjá Faxalaxi hf. við Vogastapa blóð-
gar vænan regnbogasilung úr eldiskvíum fyrirtækisins í Stakks-
firði, en þeir Gunnar Haraldsson og Skúli Skaftason fylgjast með.
í kvíunum eru 112 þúsund regnbogasilungar, sem samtals eru
um 120 tonn, og slátrað verður fram til áramóta. Auk þess eru
í kvíunum um það bil 200 þúsund laxar, sem nú eru um 130 tonn
að þyngd, en þeim verður væntanlega ekki slátrað fyrr en á
næsta ári. Samtals er því þarna um 250 tonn af eldisfiski að ræða
og er tryggingarverðmæti þess um 65 miHjónir króna.
Samþykkja urðun
á sorpi í Alfsnesi
Stefiit að byggingu böggunarstöðvar
í grennd við Aburðarverksmiðjuna
HREPPSNEFND Kjalarneshrepps samþykkti á fundi í gær samkomu-
lagsdrög oddvita hreppsins og Davíðs Oddssonar borgarstjóra um
að hreppurinn falli frá forkaupsrétti á landi Alfsness á Kjalarnesi,
heimili urðun baggaðs sorps í landinu, Hitaveita Reykjavíkur yfir-
taki hitaveitu hreppsins og fleira. Hreppsnefhdin hafði haftiað sam-
komulagsdrögunum á fundi í síðustu viku.
Þá var í gær undirritað sam-
komulag um kaup borgarinnar á
iandi Alfsnessins. Kaupverðið er
tæpar 100 milljónir króna, að sögn-
Jóns G. Tómassonar borgarritara.
Hann segir að líklegast verði hætt
við að reisa sorpböggunarstöð í
Hafnarfirði og mun nú stefnt að
því að stöðinni verði valinn staður
á svæði í grennd við Áburðarverk-
smiðjuna í Gufunesi.
Guðmundur Árni Stefánsson
bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að
ef meirihluti Sorpeyðingar höfuð-
borgarsvæðisins taki ákvörðun um
að koma fyrir böggunarstöð á þess-
um stað, þá komi til greina að setja
upp minni sorpböggunarstöð í
Hafnarfirði til að þjóna suðursvæð-
unum. Hann sagði þó að ef sam-
staða allra aðila næðist um að
heppilegast væri að bagga sorpið í
Gufunesi og urða það í Álfsnesi þá
myndi Hafnarfjörður taka því. „Það
hefur ekki á neinu stigi málsins
verið okkur Hafnfirðingum kapps-
mál að hafa böggun og urðun sorps
í landi Hafnarfjarðar. Það var ein-
ungis boðið upp á þann möguleika
til að leysa þann hnút sem þessi
mál voru komin í á sínum tíma.“
Sjá nánar á miðopnu.
Ensk stálka hrap-
aði um 450 metra
Bolungarvík.
BRESK stúlka um tvítugt hrap-
aði um 450-460 metra í svokall-
aðri Snjálfsgjá í Stigahlíð rétt
utan við Bolungarvík í gær.
Þykir það ganga kraftaverki
næst hversu vel stúlkan slapp
en við fyrstu athugun virtist hún
óbrotin en talsvert skrámuð og
marin og kvartaði undan eymsl-
um í baki.
Stúlkan var ásamt félaga sínum
í fjallgöngu í hlíðinni og hugðust
þau klífa gilið upp á fjallsbrún eða
upp á svokallað Flatafjall sem er
milli Traðarhyrnu og Bolafjalls.
Þarna er fjallið um 500 metra hátt.
Er þau áttu um 40—50 metra
eftir upp á íjallsbrúnina skrikaði
stúlkunni fótur og hrapaði hún
niður í um 60—70 metra hæð áður
en hún náði að stöðva sig. Félagi
hennar kallaði til hennar að haida
kyrru fyrir þar meðan að hann
freistaði þess að klífa alla leið upp
og sækja hjálp í ratsjárstöðina á
BolaQalli, en þangað eru um 4 km
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Séð upp eftir Stigahlíðinni þar
sem slysið varð í gær.
Allt að 20 krónur greiddar
fyrir kíló af óveiddum þorski
Margir falast eftir auknum kvóta en lítið fi*amboð, segir Kristján Ragnarsson
ÓVEIDDUR þorskur selst nú á allt að 20 krónur kílóið og dæmi em
um að lítið magn seljist á hærra verði til kaupenda sem veitt hafa
meira en kvóti þeirra leyfir og eiga yfir höfði sér refsingu þess
vegna. Algengt gangverð mun vera 15 til 18 krónur og hefur hækk-
að síðan í sumar er það var 12 til 15 krónur. Þrátt fyrir þetta verð
er framboð mjög lítið og viðmælendur Morgunblaðsins, sem hafa
nýlega auglýst eftir kvóta, hafa engin viðbrögð fengið.
„Eftirspurnin er örugglega mikil,
en það er lítið framboð og þar með
er lítið um viðskipti,“ segir Kristján
Ragnarsson framkvæmdastjóri
LÍU. Hann segir skýringuna vera
einkum þá að vel hafi veiðst í upp-
hafi árs og því lítið eftir til að selja
nú.
„Við auglýstum eftir kvóta núna
um heigina og á þriðjudaginn, ég
held að síminn hérna hafi aldrei
þagað eins og síðan," sagði Eiríkur
Tómasson hjá Þorbirni hf. í
Grindavík. Hann segir að fyrirtækið
vanti fisk til að brúa bil í vinnsl-
unni þar til síldveiðar hefjast í
haust. „Við ætluðum að kanna hvað
menn vildu selja þetta á, ég var
með í huga að fara ekki upp fyrir
15 krónur,“ sagði Eiríkur.
Skagstrendingur hf. á Skaga-
strönd hefur einnig auglýst nýlega
eftir þorskkvóta, án árangurs.
Magnús Sigurðsson segir að aug-
íýst hafi verið staðgreiðsla á hæsta
gangverði, sem hann segir vera frá
15" upp í 18 krónur fyrir kílóið.
„Maður hefur heyrt upp í 20 krón-
ur, síðan hafa verið að fara smá
slattar á eitthvað meira, en það eru
þá fyrst og fremst þeir sem eru
komnir fram yfir kvóta sem kaupa
og eiga engra kosta völ,“ sagði
Magnús. Hann segir Skagstrending
hafa keypt um 150 tonna kvóta á
árinu i þorskígildum.
Nokkuð er um að útgerðir, sem
jafnframt eru með fiskvinnslu,
framselji þorskkvóta til annarra
báta, gegn því að bátarnir leggi upp
hjá þeim aflann. Þá er oftast um
að ræða tiltölulega lítið magn, þó
er Morgunblaðinu kunnugt um að
um 50 tonna þorskkvóti sé fram-
seldur með þeim hætti. í þvi tilviki
þykir útgerðinni ekki hagkvæmt að
búa bátinn á haustveiðar og halda
honum úti, fyrir þennan afla. Miðað
við 18 króna verð fyrir kílóið, er
það metið til 900 þúsund króna að
fá allan afla þiggjandans keyptan
inn í vinnsluna.
frá fjallsbrúninni. Stuttu eftir það
missti stúlkan haldið vegna gijót-
hruns og hrapaði áfram niður. Hún
stöðvaðist ekki fyrr en rétt ofan
við grýtta fjöruna. Svo virðist sem
stúlkan hafi að mestu hrasað og
runnið niður hlíðina eftir lækjar-
farvegi.
Félagi stúlkunnar hljóp að. rat-
sjárstöðinni og tilkynnti um slysið.
Hjálparbeiðni barst björgunar-
sveitinni Erni í Bolungarvík um
klukkan 15.40 og fóru fjórir björg-
unarsveitarmenn á báti að slys-
staðnum. Þeir og voru komnir með
stúlkuna til Bolungarvíkur um
klukkutíma síðar. Gert var að
meiðslum stúlkunnar þar, en hún
síðan flutt á sjúkrahúsið á ísafirði
til frekari skoðunar.
-Gunnar