Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989 og fremst í því að þarna glímir maður við skemmtilegt verkefni frá morgni til kvölds. Þetta er auðvitað töluverð vinna og getur verið erfítt. En fyrir þá sem vilja sól er hún alltaf samhliða þessu skemmtilega verkefni sem maður er að sinna.“ Skarphéðinn viðurkennir að sigl- ingar séu oft líkamiega erfíðar. „Siglingarnar geta verið hörkupuð, það þarf að koma seglunum upp, taka þau niður, hagræða þeim, strekkja á böndum, toga upp akker- ið eða kasta því útbyrðis. Maður er stöðugt að; eftir að búið er að koma seglunum upp og farið að sigla er alltaf verið að hagræða seglum og elta vindinn. Það er því sjaldan dauður punktur í ferðinni Skarphéðinn Þóris- son lögmaður hafði aldrei siglt seglskútu fyrir tveimur og hálfu ári, en hefur nú farið tvisvar með Qöl- skyldu sína í siglingu um Miðjarðarhafið. í stað hefðbundinnar sólarlandaferðar hef- ur hann leigt sér seglskútu og siglt meðfram ströndum Miðjarðarhafslanda. Eitt þab skemmtilegasta sem ' - SEGIR SKARPHÉBINN ÞÓRISSON Þetta hafði nú blundað í mér lengi þegar ég ákvað að láta verða úr þessu,“ segir Skarp- héðinn um tildrög siglingaáhug- ans.„Það eru líklega ekki nema tvö og hálft ár síðan. Ég ákvað fyrst að fara á námskeið í siglingafræð- um í Siglingaskólanum hjá Bene- dikt Alfonssyni og tók þaðan próf sem samsvarar pungaprófínu svo- kallaða, hvað varðar bóklegu hlið- ina. í framhaldi af því fór ég í verk- lega tíma úti á Sundum á lítilli skútu í eigu Benedikts, þar sem ég lærði handtökin við siglingamar." Skarphéðinn ákvað í framhaldi af þessu að láta nú reyna á þekking- una í hinum stóra heimi og pantaði tveggja vikna ferð fyrir sig og fiöl- skyldu sína til Grikklands. Ferðina pantaði hann í gegnum breska ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í skútuferðum á Miðjarðarhafínu. Þar sem Skarphéðinn hafði ekki mikla reynslu af siglingum ákvað hann að að nota fyrri vikuna til æfínga en þá síðari í siglingar um eyjaklasa. suður af Aþenu. Svo ánægður var hann með ferðina til Grikklands að hann ákvað að fara í aðra siglingaferð nú í vor, en í þetta sinn til Tyrklands. „Mig hafði lengi langað til þess að fara til Tyrklands sem býður upp á skemmtilega siglingastaði, auk þess sem þar er miklu minni túrismi en í Grikklandi. Ég pantaði því ferð þangað með sömu ferðaskrifstofu og í fyrra sinnið og fór utan með fjölskylduna í lok maí.“ Skarphéðinn segist fá mun meira út úr svona skútuferðum en venju- legum sólarlandaferðum. „Sigling- arnar eru eitthvað það alskemmti- legasta sem ég geri. Ég hef nú farið hefðbundnar sólarlandaferðir áður og ég líki þessu tvennu ekki saman, þetta er svo gjörólíkt og svo miklu skemmtilegra. Það felst fyrst FJÖLSKYLDUMADURINN Gunnlaugur Jonasson við 470-kænu unnlaugur kynntist siglingun- um í Kópavoginum þar sem hann bjó sem polli og fljótlega urðu þær hans aðaláhugamál. Síðustu sex árin hefur hann meira eða minna dvalið erlendis yfir sumarmánuðina við keppni. Hann hefur unnið með námi á vetuma, en ferðast um Evrópu á sumrin og keppt í siglingum. „Keppni erlendis er miklu harð- ari en hér heima. Ég fór fyrst utan til keppni árið 1983, eftir að hafa unnið íslandsmót nokkr- um sinnum. Við æfðum okkur tveir saman í nokkra mánuði og fórum svo utan. Við gerðum okk- ur vonir um að lenda um miðjan hóp, en áttuðum okkur fljótt á að þetta væri nú kannski svolítið meira mál en við héldum. Síðan hefur maður verið að reyna að fikra sig hærra í alþjóðakeppnum en það tekur sinn tíma.“ Gunnlaugur hefur keppt í 36 alþjóðlegum mótum síðan 1983, en hvert þeirra stendur yfír í viku. Farin er ein umferð á dag, sex til sjö daga í röð, svo álagið er augljóslega mikið á keppendum meðan á móti stendur. Að sögn Gunnlaugs hefst dagur manns sem stundar ólympískar siglingar gjarnan á því að hann fer út að sigla í tvo til sex tíma. „Við skiptum þessu á dagana, tökum kannski hraðaæfingar einn daginn og tækniæfingar þann næsta. Hraðaæfmgarnar fara Gunnlaugur Jónasson er einn reyndasti siglinga- maður landsins og hefúr keppt á fleiri siglinga- mótum erlendis en nokkur annar Islending- ur. Meðal annars hefúr hann keppt á tveimur síðustu Olympíuleikum. Gunnlaugur siglir kæn- um, bæði eins manns bátum og þó aðallega síðustu ár á tveggja manna bátum af470- gerð. Reyni sífellt ab gera betur - SEGIR GUNNLMIGUR JÚNASSON SIGLINGAKAPPI þannig fram að við siglum með öðrum hraðskreiðum bát í nokkra klukkutíma og breytum stillingu seglanna örlítið á meðan og at- hugum hvaða áhrif það hefur. Þannig lærum við alveg á græj- urnar, hvernig allt á að vera við allar aðstæður. Þegar við komum í land geta oft farið þrír til fjórir tímar i ýmiskonar viðgerðir, því bátarnir eru léttir og þarfnast töluverðs viðhalds. Dytta þarf að slitnum böndum og breyta kannski út- búnaði bátsins þannig að hann virki betur. Yfir veturinn og á vorin, á meðan uppbyggingartímabih stendur, erum við í þrekþjálfun, hlaupum mikið og byggjum þann- ig upp úthald.“ En um hvað snýst siglinga- keppni og hvað einkennir hana? „Það skiptir til dæmis máh hvaða leið maður fer, en það er hægt að spara sér miklar vega- lengdir með því að fara rétta leið. Seglbátar geta auðvitað ekki sig'lt á móti vindi, svo þeir slaga upp á móti honum. Vindurinn snýst stöðugt til og frá, svo sá sem getur nýtt sér snúninga hans svol- ítið klækindalega siglir miklu styttri vegalengd en sá sem ekk- ert hugsar um hann. Eftir að maður hefur notað vindinn verður hann heldur veik- ari aftur úr bátnum. Þeim vindi beitir maður svo óspart á keppina- utana. Þeir reyna auðvitað að forða sér úr þessum slæma vindi og þá getur maður stjórnað hvaða leið þeir sem fyrir aftan mann fara. Þannig er hægt að safna saman bátum fyrir aftan sig og hafa vald yfir þeim.“ Gunnlaugur segir að íslenskir siglingamann séu vanir breytileg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.