Morgunblaðið - 03.09.1989, Side 7

Morgunblaðið - 03.09.1989, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3; SEPTEMBER 1989 C 7 RA6NAR BJARNASON SÖNGVARI: HELENA EYJÓLFSDÖTTIR SÖNGKONA: BJÖRGVIN HALLDÓRSSON SÖNGVARI: Ég hef sungið óhemju mikið af lögum og textum eftir Jón. Það hefur verið gott að vinna með honum, hann hefur ávallt samið í þeim anda sem hugmynd- ir okkar hinna voru. Þá eru textarnir hans fyrir venjulegt fólk, auðlærðir og skemmtilegir. Jón samdi flesta af textunum sem ég söng í gamla daga og mér þótti þeír með betri textum. Aðalkostur þeirra var hvað þeir lágu vel að laglínunum, sem tónlistarmaður hafði hann skilning á hvernig átti að syngja. Enda þurftum við sjaldnast að breyta neinu. Jón hefur í gegnum árin verið einn fremsti textahöfundur okkar og verið ljúfur að vinna með. Hann hefur sa- mið ótal texta fyrir mig og alltaf skil- að mjög góðu verki, ekki síst ef hann fær góð lög að moða úr. Best finnst mér honum hafa tekist upp í textum við lög í rólegri kantinum. Ekki bóndi En Jón undi sér ekki í sveitinni, segist hefðu orðið slæmur bóndi, auk þess sem engir atvinnumögu- leikar hefðu verið fyrir hendi. Um tvítugt flutti hann til Reykjavíkur og hóf fljótlega nám í kennarahá- skóla. „Eg varð ekki kennari, guði sé lof fyrir hönd barnanna. Ég hefði ekki haft neina þolinmæði í kennsluna, ekki einu sinni sem tónlistarkennari. Ég hætti því í námi og fór að vinna í Viðtækja- verslun ríkisins. Þar var ég í sex ár, keyrði út og setti saman útvörp og hafði því kjörið tækifæri til að hlusta á erlendar stöðvar; BBC þótti mér bera af. Síðan tók við lausavinna í rúmt ár, áður en ég hóf störf í Búnaðarbankanum. Þar var ég þar til í hitteðfyrra, fyrst sem bankaritari og endaði í inn- heimtudeildinni. Ég hafði þá verið útibússtjóri í Seljaútibúi, raunar unnið flest þau störf sem gáfust innan bankans.“ Jón hafði ekki verið lengi í Reykjavík þegar hann komst í kynni við tónlistarmenn. Hann lék aðallega á harmóniku, bæði einn og með öðrum. Þá var hæstmóðins að tveir harmónikuleikarar og einn trommari léku fyrir dansi. Síðar tóku við stærri hljómsveitir. „Fyrsta „alvöruhljómsveitin" sem ég var í, var hljómsveit Tage Möll- ers en ég hef enga tölu á þeim sem ég hef leikið með, ekki frekar en ég viti hversu marga texta ég er búinn að setja saman eða muni nein ártöl úr spilamennskunni,“ segir Jón og er kannski engin furða. Hann hefur stjórnað eigin hljómsveit í allnokkur ár og leikið á Hótel Borg, í Hreyfilshúsinu og í Glæsibæ. „Skemmtanamenningin hefur ekki breyst mikið á þessum tíma. Hún er þó aðeins skikkan- legri, núorðið er lítið um slagsmál. En í þá daga skemmtu allir aldurs- flokkar sér saman, kynslóðabilið er eitt það versta sem hefur verið fundið upp. Ég hef séð mörg dæmi þess að ungir og gamlir geta skemmt sér saman, ef þeir hrein- lega vilja.“ Og eins og unga kynslóðin getur dansað við undirleik Jóns, hlustar hann á nýjustu dægurlögin. „Ég hlusta á allt mögulegt íslenskt, ekki síður yngri hljómsveitirnar. Ég hef til dæmis mjög gaman af Mezzoforte, finnst hún geysilega góð.“ Hvað um jassinn? „Ég hef ekki komið nálægt hon- um, alltaf haldið mig við „atvinnu- músikina". Samið eftir pöntun - og fyrir ruslakistuna Ellefu laga Jóns hafa verið gef- in út, hin segir hann hafa hafnað í ruslakistunni. Hann hefur samið texta við öll lögin, segist ekki treysta öðrum til þess, auk þess sem þau verði yfirleitt til á eftir I textunum. En þegar hann semji texta við lög annarra, verði þeir undantekningarlaust til á eftir lag- inu. „Þegar ég er beðinn um að semja texta við lag, sest ég niður þegar allir eru sofnaðir hér heima, hlusta á lagið og reyni að finna andann í því. Þegar ég tel mig hafa skilið hvað höfundurinn er að túlka, hefst ég handa við texta- gerðina og hætti ekki fyrr en ég er búinn. Ég hef oft lent í erfiðleik- um með texta en hef þó aldrei gefist upp. Ég vil ekki að það séu samin lög við textana mína, heldur öfugt, mig skiptir það mestu að lag og texti eigi saman.“ Jón segist á stundum hafa sam- ið meira en gott þykir og hann sé hreint ekki ánægður með allt sem hann hafi látið frá sér fara. Eitt dæmið um það sé textinn um Nínu og Geira, sem sé einn leiðinlegasti texti sem hann hafi samið. Þrátt fyrir þá skoðun Jóns var lagið um .Nínu og Geira valið lag ársins á Stjörnumessu auk þess sem út- varpsmenn voru óþreytandi við að spila það. Jón segir það hafa verið erfitt tímabil. Annars taki hann lítið eftir því þegar lögin hans og textarnir séu leikin. „En svo eru einnig textar sem ég er ánægður með, ég nefni „Vor við flóann“ og nokkra texta sem ég samdi fyrir Björgvin Halldórsson, til dæmis,,- Ég mun aldrei gleyma þér“. Ekki hættur að semja Semur þú alltaf jafnmikið? „Nei, ég hef nú dregið töluvert úr textagerðinni, ég hef hreinlega ekki tíma í hana. Sama er að segja um lögin, en ég er ekki hættur, ég samdi lag í danslagakeppni Hótel Borgar og á dægurlagahátíð- inni verða flutt tvö lög sem hafa ekki heyrst áður. Hugmyndina að hátíðinni á Ólafur Laufdal og það eru um tvö ár síðan hann færði hana fyrst í tal við mig. Mér leist vel á hana frá upphafi, ég hef gaman af upprifjuninni. Það eru þó ekki nema örfáar vikur síðan æfingar hófust. Þess verður gætt að lögin verði flutt í upprunalegum útsetningum og að hávaðinn verði ekki mikill, ég hef lagt mikla áherslu á það.“ Þó að á þriðja hundrað lög og textar Jóns hafi komið út á plötum, hefur þann sáralítið leikið inn á þær. „Ég hef aðeins cinu sinni leik- ið lag eftir mig inn á plötu og álp- aðist þá meira að segja til að syngja. Það var á plötu sem var gefin út með flytjendum úr Kópa- voginum. Ég á ekki von á því að það gerist aftur,“ segir Jón. Hvarflaði aldrei að þér að hætta í bankanum og helga þig tónlist- inni? „Nei, mér leið vel í bankanum og hann var traustur bakhjarl. En tónlistarmaðurinn hefur þó ævin- lega verið bankamanninum yfir- sterkari og það kom einstaka sinn- um fyrir að ég skrifaði í bankan- um.“ Með góðu fólki Jón hefur unnið með ótölulegum ijölda fólks um ævina; góðs fólks. „Ég get varla nefnt nokkurn sér- stakan,“ segir hann þegar hann er spurður hvort hann hafi átt sér- stakt samstarf við einhvern tónlist- armann. „Ja, nema ef vera skyldi Bjarni Böðvarsson. Ég lærði einna mest af honum, ekki endilega sem músíkanti, heldur sem manni. Ég lék í hljómsveit hans, söng meira að segja í nokkur ár. Þá var sonur Bjarna, Ragnar, stálpaður ungl- ingur, og lék á trommur með okk- ur fimmtán ára gamall. En það skipti miklu máli hvern- ig menn völdust saman, hjá mér hefur það verið regla að vin kemur ekki upp á hljómsveitarpallinn, það einfaldlega gengur ekki upp að hljóðfæraleikarar séu drukknir. Ég man þó eftir tveimur harmónikulei- kurum sem gátu haldið ótrúlega lengi út drukknir. Annar þeirra sat ætíð þegar hann lék, því hann varð sífellt drukknari eftir því sem leið á kvöldin. Eitt sinn hafði hann látið óvenju mikið ofan í sig og rorraði á stólnum. Félagar hans ráku því einfaldlega fírtommu nagla í gegnum jakkann hans og í þilið. Það nægði harmónikuleikar- anum til að halda sér vakandi. Hinn var eitt sinn að spila á balli í Eyjum, þar sem hljómsveitin stóð á eins og hálfsmetra háum palli og þröngum og endi flygilsins stóð út fyrir, með stoð niður á gólf. Harmónikuleikarinn, sem stóð fremst á pallinum, gerðist æ drukknari og á endanum steyptist hann fram af. En hann snerist ein- hvern veginn í loftinu og kom nið- ur á bakinu og rann undir flygil- inn. Þegar komið var að honum, lá hann þar sofandi og var ekki nokkur leið að vekja hann. En þessir menn áttu fáa sína líka. Ég hef séð marga fara illa út úr áfeng- inu.“ Verstog best Þau eru ófá atvikin sem maður á borð við Jón Sigurðsson man eftir og þegar ég bið hann að rifja fleiri upp, breiðist dálítið leyndar- dómsfullt bros yfir andlitið og hann þegir góða stund. „Ég veit ekki hvort ég á að vera að segja frá svona löguðu... Ja, ég get sagt þér hvenær ég skammaðist mín mest á ævinni. Við vorum að spila í Borgarfirði á héraðsmóti Sjálf- stæðismanna og Bjarni Benedikts- son, sem þá var utanríkisráðherra, var í pontu. Við biðum neðan sviðs og þar sem það var gisið, heyrðum við óminn af ræðunni. Ég fór að gantast og herma eftir Bjarna og þarna stóð ég og bullaði þegar fundarstjórinn þaut skyndilega inn og spurði hvað væri eiginlega að gerast hér, fólkið í salnum heyrði orðið í tveimur ráðherrum. Ég skammaðist mín alveg óskaplega en Bjarni tók gríninu vel og hló að öllu saman. Við lentum oft í erfiðum ferða- lögum, vorum eitt sinn sólarhring á leiðinni frá Vík og í bæinn. En hræddastur varð ég eitt sinn á leið- inni frá Höfn til Reykjavíkur. Við fórum með flugi og það var ekkr fyrr en við vorum komnir í loftið að við uppgötvuðum að flugmaður- inn var drukkinn enda hafði hann verið að drekka fram undir rauðan morgun. Þegar við vorum komnir yfir Vatnajökul, fór vélin að sveifl- ast til og frá, enda flugmaðurinn að sofna. Við lömdum hann og börðum alla leiðina til Reykjavíkur til að sleppa lifandi úr þessari för en flugmaðurinn hefur ekkert flog- ið síðan.“ Hefur þú alltaf haft ánægju af þínu starfi? „Já, í spilamennskunni haldast þær alltaf í hendur, ánægjan og vinnan, öðruvísi gengur þetta ekki.“ Hvað hefur verið ánægjulegast? „Að spila fyrir fólkið á Kópa- vogshæli, og í rauninni alla sjúkl- inga. Þeir eru þakklátustu áhorf- endurnir." Hljóti að hafa tíma til alls Jón hefur ekki tekið sér neitt hlé frá tónlistinni, segist varla hafa átt frí eina einustu helgi og stöku sinnum getað stolist í örstutt sum- • arfrí. En hann segir frítímann knappan, ekki síst nú, þegar hann hafi látið af störfum fyrir aldurs sakir. „Mér finnst að nú hljóti ég að hafa tíma til alls og neita því nær engu viðviki sem ég er beðinn um,“ segir Jón, sem dundar sér nú við að skera út þegar hann getur. Húsbygging fjölskyldunnar í Kópavogi tók einnig mikinn tíma, en hana byggði fjölskyldan að mestu leyti sjálf. Og langur vinnu- dagur Jóns hefur bitnað á fjöl- skyldunni en Jón segir hana hafa sætt sig við hann enda þekki hún ekkert annað. Kona Jóns er Helga Helgadóttir. Þau eiga fjögur börn, sjö barnabömin og eitt barna- barnabarn, sem fæddist sama dag og eitt barnabarnið. Afkomendurn- ir hafa ekki lagt tónlist fyrir sig, nema sonurinn Trausti, sem leikur á trommur í hljómsveit föður síns. Það er kominn tími til að kveðja Jón, hann er, upptekinn maður. Félagarnar og nikkan bíða í Broad- way, tíminn er naumur sem þeir hafa til að ljúka æfingum á lögun- um hans Jóns í bankanum. Kennslustaðir: Auðbrekka 17, Kópavogi og „Hallarsel“ við Þarabakka 3 í Mjódd. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina. Laugardagskennsla á báðum stöðum. Einkatímar eftir samkomulagi. Innritun og upplýsingar dagana 1.-12. september kl. 10 - 19 í síma: 64 11 11. Kennsluönnin er 15 vikur og hefst fimmtudaginn 14. september og lýkur með jólaballi. FID Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.