Morgunblaðið - 03.09.1989, Side 13

Morgunblaðið - 03.09.1989, Side 13
MOKGUNBLADIÐ MAMMLIFSSTRAUMARsunnudagur ^jSEPTEMBER 1989 „Vafalaust hefiir það stundum reynt á taugar þjónustufólksins að servera ódannaða íslendinga um miðja öldina,“ segir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur. um 6. áratugnum og fyrri hluta þess sjöunda gerðust hlutimir síðan nokk- uð hratt. Nýir og glæsilegir staðir komu til sögunnar, aðrir dóu drottni sínum. Bættur efnahagur fólks, stærri markaður, nýjar kynslóðir Reykvíkinga, aukin útsýn til um- heimsins, svo fátt eitt sé nefnt, treystu þann grunn sem veitingahús- in urðu að byggjast á. „En þegar veitingahúsamenningin var að ryðja sér til rúms kunnu Is- lendingar náttúrlega ekki almenni- lega á hana,“ segir Eggert. „Mörgum þótti óþarfa bruðl og tilgerð að fara út að borða, urðu svo kannski fyrir vonbrigðum þegar „fíni“ veitinga- húsamaturinn skar sig litt frá því sem haft var á borðum í heimahúsum á sunnudögum eða öðrum tyllidög- um. Matseðlar voru fábreyttir og veitingahúsin guldu þess m.a. hve hráefni var einhæft. Hömlur á inn- flutningi ávaxta og grænmetis settu þeim skorður. Og á haftatímum urðu þau stundum að láta sér lynda ósam- stæð hnífapör, bolla og diska af ólíku tagi, jafnvel borðdúkarnir voru i ýmsum litum. Þetta ástand þótti metnaðarfullum veitingamönnum óþolandi og reyndu allt sem þeir gátu til að bæta úr.“ Og Eggert heldur áfram: „En það voru fleiri ljón í veginum. Veitinga- húsarekstur var ung atvinnugrein sem þróaðist í takt við vaxandi þétt- býli en skortur á menntuðu starfs- fólki setti henni stólinn fyrir dyrnar. Úr því var reynt að bæta með ýmsu móti og loks var sérstakur skóli fyr- ir veitinga- og þjónustufólk settur á laggirnar um miðjan 6. áratuginn. En það þurfti ekki eingöngu að kenna starfsfólkinu. Einnig varð að sinna viðskiptavinum, ala þá upp, ef svo má segja. Kenna þeim ákveðna siði og reglur sem tíðkast á þokkalegum veitingastöðum. Ekki gekk það ætíð áfallalaust, t.d. voru ekki allir án- ægðir þegar þjónninn hellti víndreytli í glas þeirra til að láta þá smakka og héldu að þeir fengju ekki meira vín! Vafalaust hefur það stundum reynt á taugar þjónustufólksins að servera ódannaða Islendinga." Rjómaþjóðin og bókaþjóðin Útlendingar sem sóttu ísland heim á árunum eftir stríð furðuðu sig á íjölda bókabúða í höfuðstaðnum. „Með batnandi efnahag varð bóka- þjóðin til — og jafnframt ijómaþjóð- in,“ segir Eggert. „Kreppan var ný- liðin. Veltiár styijaldarinnar breyttu stöðu margra og ijöldi manna stóð uppi með fullar hendur fjár. En ekki leið á löngu uns höft og skömmtun settu svip sinn á lífið í Reykjavík. Á einhvern hátt varð fólk að fá útrás, bæta sér upp glataða daga. Bækur urðu t.d. afar vinsælar til jólagjafa þegar fátt annað fékkst og eftirspurn eftir ijóma jókst hröðum skrefum með bættum fjárráðum. Áður hafði ijómi verið lúxusvara en nú héldu fjögurra hæða stríðstertur innreið sína og ijómasúkkulaði var á hvers manns vörum. Og í bókabúðunum fengust erlendar matreiðslubækur og dönsku blöðin. Reykvískar hús- mæður höfðu mikinn áhuga á slíku lesefni. Þær flettu matreiðslubókun- um og blöðunum og létu sig dreyma um ævintýralega rétti og kræsingar sem ómögulegt var að búa til sökum skorts á hráefni. En vafalaust hafa þær lært ýmislegt af þessum bókum C 13 þótt nokkur bið yrði oft á því að þær gætu notfært sér þá þekkingu." ”Já, það hefur áreiðanlega verið frústerandi að vera reykvísk húsmóð- ir á þessum tíma, kannski fín, tipl- andi pelsklædd á háum hælum í for- inni með vírþrædda fiska í soðið, en heima biðu bækurnar með óþijótandi mataruppskriftum, sem vitnuðu um nýjan heim sem þær höfðu enn tak- markaðan aðgang að. Hreinasta fyrirtak — og rjómaskegg En hvernig hefur svo Eggert bragðast maturinn? „Bæði lauksúpan og lambakjötið voru hreinasta fyrirtak. Og þjónust- an afbragð. Vegurinn milli 6. áratug- arins og matargerðarlistar nútímans virðist æði langur, en þó finnst mér sem leikmanni örla á því að ennþá sé verið að skreyta matseðlana með framandi nöfnum að ástæðulausu líkt og þá,“ segir hann og tekur til við súkkulaðibráðina. En þar sem enginn logi vermir súkkulaðið kólnar það fljótt og storknar á skeiðinni þegar hún kemur köld upp úr ijóma- ísnum. Fondue þarf að halda heitu og borðast með göflum en ekki skeið. "Hávellan mín reyndist fullijóð fyrir minn smekk (sundkafarar verða nokkuð svampkenndir undir tönn ef þeir eru ekki sæmilega steiktir), en sósa og meðlæti ágætt. Þá er komið að ijómakaffínu til að auka makind- in. Ég kýs Viðeyjarkaffi (495 kr.) sem inniheldur þjóðlegt brennivín, en Eggert aftur á móti Royal-kaffi með brandýi: „Brennivínsbragðið höfðar ekki til mín. Kannski hef ég aldrei komist yfir blönduna sem ég smakkaði hjá félaga mínum á Húsa- fellshátíð T den . . .“ Hann sýpur á hinu konunglega kaffi og ijómafroðan sest í skeggið: „Þetta er hvimleitt fyrir skeggjaða menn. Maður þarf að þvo sér vendi-' lega á eftir því ijóminn súrnar í skegginu! Þetta hlýtur að vera ill- þolanlegt fyrir konur.“ veikiplágu í þessu smáa og ein- angraða byggðarlagi. í eynni var ekki til eitt einasta salemi, er verð- skuldaði það nafn, nema í barna- skólanum. Alls staðar gekk fólk erinda sinna í flósin eða í fjöruna þegar vel viðraði. Eyjarskeggjar voru um 100 að tölu og vatnsból þeirra sex brunnar. Tveir þeírra reyndust ókræsilegir í meira lagi og nægileg saurmengun á næstu grösum til þess að þeir gætu verið pestaruppspretta. Bjöm dvaldist í eynni í rúman hálfan mánuð og lét hendur standa fram úr ermum. Hann tók skýrslu af hveijum eyj- arbúa fyrir sig og fékk þannig glögga hugmynd um gang þeirra faraldra sem höfðu æ ofan í æ veitt þessu litla samfélagi þungar búsifjar. Hann komst að þeirri nið- urstöðu að í sumum faröldrum undangenginna ára hefði sýkillinn borist milli bæja í mjólk en í öðmm hafi mengun í vatnsbóli verið um að kenna. Björn bólusetti rúmlega helming eyjarskeggja en í lok rannsóknar sinnar hafði hann einkum tvær manneskjur grunað- ar um óafvitandi smitburð. Með ýtarlegri sýklarannsókn fann hann mikið af taugaveikibakteríum í galli hjá annarri þeirra. Margvís- legar ráðstafanir fylgdu í kjölfar þessa leiðangurs: Brunnar voru steyptir upp og vönduð salerni reist við öll heimili og lagði ríkis- sjóður fram hátt á fjórða þúsund krónur til þessara framkvæmda. Brýnt var fyrir smitberanum og öðmm að gæta fyllstu varúðar og ástunda þrifnað í hvívetna. Þessir tveir ungu læknar áttu eftir að koma rækilega við sögu. Matthías gerðist umsvifamikill skurðlæknir og jafnframt heimilis- læknir fjölda Reykvíkinga og var átrúnaðargoð sjúklinga sinna en Björn varð heimskunnur vísinda- maður. Og lýkur hér að segja frá taugaveiki á Islandi til þessa dags og vonandi um alla framtíð. Enska er okkar mál NÁMSKEIÐIN HEFJAST 1 1. SEPTEMBER INNRITUN STENDURYFIR FYRIR NÝTT FULLORÐNA 7 VIKNA ENSKUNÁMSKEIÐ TVISVAR í VIKU, EINN OG HÁLFAN TÍMA ÍSENN 12 VIKNA VIÐSKIPT AENSKA í HÁDEGINU EÐA Á KVÖLDIN 12 VIKNA FRAMHALDS- NÁMSKEIÐ SAMTALSTÍMAR Á FÖSTUDÖGUM 12 VIKNA SKRIFLEG ENSKA Á FÖSTUDÖGUM 12 VIKNA ÍSLENSKUNÁMSKEID FYRIR ÚTLENDINGA UNDIRBÚNINGUR FYRIR T.O.E.F.L. PRÓF UNDIRBÚNINGUR FYRIR P.E.T. PRÓF METIN í CAMBRIDGE OG ALÞJÓÐLEG VEIÐURKENNING VEITT BÓKMENNTANÁMSKEIÐ UMRÆÐUTÍMAR - LESTUR MORGUNSPJALL LÉTTAR UMRÆÐUR Á ENSKU YFIR KAFFIBOLLA LEIKSKÓLI FYRIR 3-5 ÁRA BÖRN FÖSTUDAGA E.H. EINKATÍMAR SÉRKENNSLA EFTIR ÓSKUM NEMENDA FYRIR BÖRN 6-8 ÁRA NÁM OG LEIKIR Ensku Skólinn 8-12ÁRA 1 2 VIKNA ENSKUNÁMSKEIÐ 13-15ÁRA UNGLINGANÁMSSKEIÐ UNDIRBÚNINGUR FYRIR SAMRÆMD RRÓF TÚNGATA 5, 101 REYKJAVÍK HRINGDU í SÍMA 25330/25900 OG KANNAÐU MÁLIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.