Morgunblaðið - 03.09.1989, Side 37

Morgunblaðið - 03.09.1989, Side 37
1 MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989 C 37 Frá Blönduósi. Valgarð Ásgeirsson Þverárfjall.“ Óskar var tiltölulega bjartsýnn á framtíð Blönduóss. „Þegar samdrátturinn í landbúnaði er yfirstaðinn og menn hafa náð saman um að leysa atvinnumálin þá þarf engu að kvíða en þessi mál verða heimamenn sjálfir að leysa,“ sagði Óskar Húnfjörð að lokum. Það er brúin jamm og já Á tröppunum við grunnskóla Blönduóss urðu á vegi fréttaritara tveir menn sem ekki voru eins djúpt sokknir í byggðamálin og Óskar Húnfjörð. Þar voru á ferðinni Val- Knútur Berndsen garð Ásgeirsson eða Valli Ásgeirs eins og hann er kallaður, lífslista- maður og núverandi sundlaugar- vörður á Blönduósi, og Knútur Berndsen húsvörður í grunnskólan- um. „Veistu það að ég borðaði lax fyrir nokkrum dögum sem kostaði sextíu og fimm þúsund krónur,“ sagði Valli Ásgeirs í óspurðum fréttum. Skýring Valla var sú að sér hefði verið gefinn annar tveggja laxa sem hefðu komið á eina stöng í Laxá á Ásum fyrir nokkrum dög- um. Valli Ásgeirs sagðist hafa haft töluvert samviskubit að borða svo dýran lax. Valli þarf mikið að um- gangast erlenda ferðamenn í tengslum við starf sitt í sundlaug- inni og segist honum svo frá: „Fransmenn eiga oft í miklum erfið- leikum að skilja þá ensku sem mér var í æsku kennd. Ég lenti í tölu- verðum vandræðum með eina franska konu sem ég var að reyna útskýra fyrir að þyrfti að fara úr fötunum áður en farið væri í laug- ina. Hélt hún alltaf að hún þyrfti að afklæðast fyrir framan mig en þetta mál leystist samt allt að lok- um.“ Valli Ásgeirs hefur gert svolí- tið af því að yrkja og þykir kveð- skapur hans all sérstakur og vísurn- ar lifa. Frægastar af vísum Valla eru eflaust „Fögur er hún Seyðisá/ séð af brúnni/ hvaða brú er það nú þá/ það er brúin jamm og já. Einnig vísan „Uppí Hæli voru tveir/ Jón og Tolli heita þeir./ Ef að ann- ar þeirra deyr/ þá eru þeir ekki lengur tveir." Aðspurður hvort vísa hefði nýlega orðið tii svaraði Val- garð: „Knútur Berndsen elti sprund/ af henni dró hann kjólinn./ Faðma vildi feita hrund./ Hann er nú meiri dóninn." Valgarð sagði að Knútur Berndsen hefði nú lagt til síðustu hendinguna og bæri hann því litla ábyrgð á endi vísunnar. Þó svo að Knútur Berndsen komi ekki beint inn í þetta létta rabb nema í gegnum nýjustu vísuna hans Valla þá á hann ríkan þátt í því að glaðværðin og óþvingað and- rúmsloft réð ríkjum á tröppum grunnskólans meðan þetta viðtal átti sér stað. Jón Sig. Hreindýrin eru þjóðareign Til Velvakanda. Vegna mikilla frétta undanfarið af hreindýraveiðiferð Karls Gú- stafs Svíakonungs vil ég lýsa megnri óánægju sem íslenskur skotveiðimaður, sem hefur ekki aðgang að hreindýraveiðum með fyrirgreiðslu menntamálaráðu- neytisins í þessu máli. Venja er að svokallaðir aðstoðarmenn hreindýraeftirlitsmanna sjái um að skjóta hreindýrin skv. kvóta. En nú var gefinn út aukakvóti að hentisemi ráðuneytisins, svo að kóngsi og meðreiðarsveinar hans gætu náð sér í geislunarlaust hreindýrakjöt fyrir veturinn. Ekki hefði verið gagnrýnisvert ef kon- ungur hefði fengið persónulega að fella einn eða tvo tarfa, en tíu dýr! Það er lítil hjörð! í þriðjudags- blaði Moggans er haft eftir Birgi Edvardssyni, vegna gagnrýni skotveiðimanna á málinu, að ís- lendingum sé heimilt að koma til Svíþjóðar og veiða hirti og elgi. Þetta eru orðin tóm. í fyrsta lagi er óhemju dýrt að veiða í Svíþjóð, þar er það heldrimanna íþrótt, og í öðru lagi fá íslendingar ekki a flytja það kjot með sér heim sem þeir afla, en án þess er sönnum veiðimönnum lítil ánægja af veið- unum. Konungur lýsti yfir að hann vildi koma aftur að ári. Við, íslenskir veiðimenn, mótmælum þessu allir meðan okkur er ekki gert kleift að veiða hreindýrin sem með réttu eru þjóðareign. Veiðimaður OPIÐ HUS Blikksmiðjan, tæknideild Ó.J. & K. býður til kynn- ingar á helstu nýjungum í loftræstikerfum dag- ana 4. og 5. september nk. Erlendir fyrirlesarar segja frá því nýjasta í rann- sóknum á loftræsingu og heilbrigði á heimilum og vinnustöðum. Fyrirlestrar verða á milli kl. 13.00 og 15.00 báða dagana. Allir eru velkomnir á Smiðshöfða 9, Reykjavík. BLIKKSMIÐJAN kl JN!IU1 Smiðshöfða 9,112 Reykjavík, sími 91-685699. BLUEBIRD Nærfatnadur FYRIR NUTIMA MANNINN Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.