Morgunblaðið - 05.09.1989, Qupperneq 12
81
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989
Hart og kantað
________Myndlist_____________
Bragi Ásgeirsson
Það var í þá góðu og gömlu daga,
að menn fóru út í listnám út af ein-
hveijum óútskýranlegum hvötum, en
einnig stundum til þess að vera öðruv-
ísi.
Svona eins og gengur.
í þá daga var kannski helmingur
nemenda myndlistardeildar einnig í
kennaradeild MHÍ í því augnamiði að
hafa eitthvað í bakhöndinni vegna lifi-
brauðsins eða jafnvel til að friða ætt-
ingjanna.
Þá leið fór jafnvel Guðmundur
Guðmundsson (Erró), en lauk náminu
á mettíma og raunar með hæstu ein-
kunn sem til þess tíma hafði verið
gefin. Slíkt var kappið í mönnum og
helst að vinna allan sólarhrmgmn og
þá einkum um helgar.
En menn mega víst þakka guði
fyrir að sumt þetta fólk ánetjaðist
ekki kennslunni, en svo voru hins
vegar aðrir, er trúðu á framtíðina og
mátt hreinnar myndsköpunar og litu
niður á kennaranámið, en ánetjuðust
svokennslu fyrir skikkan forlaganna.
Á þeim tíma tók námið tvö ár að
einu viðbættu hefðu menn hug á
kennsluréttindum, en sá stutti
námstími kom ekki í veg fyrir, að
menn fengju inngöngu í kröfuhörð-
ustu listaháskóla erlendis. í dag er
allt skelfilega sérhæft og myndlistar-
og kennaranám aðskilin fög, og þó
er námið fjögur ár hið minnsta, en
steininn tekur úr, ef kennaraefnum
er meinuð innganga í sérdeildir mynd-
lista að loknu námi. Eins og til að
verða færari að kenna og miðla þeim
flóknu málum og fá jafnframt útrás
fyrir eigin sköpunarþörf.
Það er með öllu ofvaxið mínum
skilningi.
ARGERÐ
Hún fékk góðar viðtökur VORsalan hjá okkur og nú þegar sumarið er að verða búíð ætlum
við að bjóða upp á haustsölu.
Á haustsölu bjóðum við valda bíla á stórlækkuðu verði, en eins og á VORsölunní aðeíns í
eina viku.
Þessa víkuna bjóðum við Dodge Aries, vinsælasta ameriska bilínn undanfarín ár.
Um er að ræða dýrustu útfærslu með sjálfskiptingu og tílheyrandi þægíndum.
JÖFUR- ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL
K TTCYCAT tTTTCDIX Kr. 927,300 - 2ja dj
fiUSTSOLUVERÐ Kr. 997,900 - 4ra d:
Ath.: Adeins þessa einu viku
ll l u l u 1» i—t—j i \V/I i 1* VWI, WIIVII \\s 1/ It vv/vy
'4fí? .....
Að öllu samanlögðu vegna þess að
enginn ætti að fá að setjast í kennara-
deild fyrr en að loknu námi í deildum
fijálsrar myndiistar og með góðum
árangri, eins og var fyrrum, og eins
og það tíðkast um víða veröld, þar
sem metnaðarfullir og kröfuharðir
menn ráða stefnunni. Fyrr telst þar
enginn hæfur til að hefja kennaranám
í myndlistum.
í slíkum málum er sárt að vera í
minnihluta hér á útskerinu þetta er
vafalaust undarleg byijun á listdómi,
en einmitt allt þetta kom upp í hug-
ann við skoðun sýningar Gígju Bald-
ursdóttur í Ásmundarsal við Freyju-
götu. Hún hefur gengið í Myndlista-
skóla Reykjavíkur og Oslo Malerskole
og loks lokið námi við kennaradeild
MHÍ, en fékk svo ekki inngöngu í
málaradeildina, eins og hugur stóð
til, búið að loka fyrir slíkt! Eftir skoð-
un sýningarinnar finnst mér nefnilega
einmitt vera komið gott dæmi um
dijúga þörf til að læra meira í hreinni
Dr. Már Björgvinsson.
Varði dokt-
orsritgerð í
ólífrænni
efiiafræði
MÁR Björgvinsson 28 ára gamall
Reykvíkingur varði doktorsrit-
gerð sína í ólífrænni efrialræði við
McMaster University í borginni
Ilamilton í Ontario-fylki í Kanada
þann 14. apríl sl. Rannsóknir Más
voru gerðar undir leiðsögninni
Prof. Dr. Gary J. Schrobilgen.
Titill ritgerðarinnar var „Polyani-
ons of the Heavy Main group 13,
14 and 16 Elements in Basie Media“.
Fjallar hún um niðurstöður rann-
sókna á byggingu og eðli neikvætt
hlaðinna sameinda (mólekúla), eða
anjónaí basísku en súrefnis- og
vatnssnauðu umhverfi.
Auk þess að hafa myndað og
ákvarðað byggingu margra nýrra
og sérstæðra anjóna sýndu rann-
sóknir fram á mikilvægi þess að
geta ákvarðað samsetningu og
byggingu anjóna þessara í upplausn
í stað þess að byggja rannnsóknir
eingöngu á einangrun og greiningu
byggingu kristalla salta og þessara
anjóna. Við greiningu anjónanná í
upplausn var aðallega stuðst við
NMR (Nuclear Magnetic Resonance)
Spectroscoby og gáfu niðurstöður
þeirra oft betri og heilsteyptari mynd
af efnafræði anjónanna. Hluti af
niðurstöðum rannsókna Más hafa
verið birtar í Inorganic Chemistry,
1987.
Már lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Sund árið 1980
og BM-prófi í efnafræði frá Háskóla
íslands 1983. Már starfar nú að
rannsóknum hjá Prof. Dr. H.W.
Roesky við ólífrænu efnafræðideild
Göttingen-háskóla í V-Þýskalandi á
styrk frá Alexander von Humboldt-
stofnuninni. Foreldrar Más eru
Hulda G. Sigurðardóttir og Björgvin
P. Jónsson kaupmaður sem nú er
látinn.