Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 18

Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989 Fullorðinsfræðsla — fíarkennsla eftir Guðrúnu Friðgeirsdóttur Á síðasta áratug hafa orðið miklar breytingar á fullorðinsfræðslu hér á landi og töluvert algengt er að starfs- menn fái launað frí til að sækja nám- skeið en í því efni er langt frá því að þegnarnir sitji við sama borð. Framboð af ýmiss konar námskeið- um hefur aukist mikið og einnig Ijöldi þátttakenda. Tilhneigingin í fullorðinsfræðslunni virðist ótvírætt vera í áttina að meiri starfsmenntun. Stærsta átakið var í starfsmenntun fyrir fólk í fiskvinnslu og í fata- og vefjariðnaði þar sem þúsundir karla og kvenna luku námskeiðum í starfs- grein sinni. Þrátt fyrir þessa miklu fræðslustarfsemi fyrir fullorðna und- anfarið eru engin lög til í landinu um fullorðinsfræðslu, enda er fram- boðið tilviljunarkennt og mikið mis- rétti milli fólks á vinnumarkaði ríkjandi. Nokkur frumvörp hafa verið samin en ekki náð fram að ganga. Nú virð- ist skriður vera kominn á þetta mál og nefnd hefur verið skipuð til að semja lög um fullorðinsfræðslu í landinu. í þessu greinarkorni er ætlunin að fjalla ofurh'tið um nauðsyn þess að efla fullorðinsfræðslu og tryggja jafnrétti þegnanna á þessu sviði. Ennfremur er ætlunin að benda á nokkrar leiðir til að ná til þeirra sem nú helst þarfnast menntunar og er þá sérstaklega fjallað um fjarkennslu sem einn möguleika til að opna leið- ir til menntunar fyrir sem flesta full- orðna. Efling og þróun fullorðinsfræðslu skiptir ekki aðeins máli fyrir marga einstaklinga heldur um leið fyrir allt þjóðfélagið, t.d. fyrir byggðaþróun, þróun atvinnuvega og framleiðslu í landinu á komandi árum. Hverjir þarfiiast helst starfsmenntunar? Margvíslegar ástæður geta verið fyrir því að fullorðið fólk þarfnast meiri starfsmenntunar. Sumir hafa ekki aflað sér starfsmenntunar á unga aldri eða hætt í miðjum klíðum. Aðrir finna til þess að menntun þeirra er orðin of gömul og ófullnægjandi. Enn aðra langar til að breyta um starf, stundum af heilsufarsástæð- um. Margar konur sem árum saman voru á heimilunum, ólu upp böm og sinntu öldruðum leita sér nú að starfsmöguleikum. Hinar Norður- landaþjóðirnar hafa lengi sinnt full- orðinsfræðslu á miklu skipulegri hátt en íslendingar og reynsla þeirra sýn- ir að fjöldi fullorðinna nemenda sem eru komnir um og yfir fertugt eykst' og ekki er ólíklegt að hið sama sé að gerast hér. Viðhorf til starfs- menntunar hafa breyst. Áður fyrr menntuðu menn sig í eitt skipti fyrir öll til þess að geta sinnt sama starf- inu alla ævi. Nú breyta menn oftar um starf og þykir sjálfsagt í ljósi þess að vinnan og vinnustaðurinn skipta gífurlegu máli fyrir líðan og lífshamingju manna. Nýtt starf getur orðið upphafið að nýju og betra lífi. Vinnan fyllir a.m.k. helming þess tíma sem maður er vakandi og líkleg- ar er þessi tími í flestum tilfellum miklu lengri á íslandi. Þjóðfélagið breytist ört. Með tilkomu nýrrar þekkingar og tækni á öllum sviðum atvinnulífsins eru sífellt gerðar meiri kröfur á vinnumarkaðinum um kunn- áttu og þjálfun starfsmanna. Þeir sem halda áfram að læra geta að öðru jöfnu betur lagað sig að nýjum aðstæðum og nýjum kröfum. Erlend- is hefur færst í vöxt að fyrirtæki mennti starfsmenn sína en ekki opin- berir skólar sem þykja ekki nógu sveigjanlegir til að laga sig að að- stæðum fullorðinna nemenda. Hvað svo sem kann að gerast hér á landi í þessu efni þá er víst að opna verður nýjar leiðir til að veita fullorðnu fólki menntun við sitt hæfi og nýta í því skyni samtök og stofn- anir sem fyrir hendi eru. Þekking og verkhæfni vinnandi fólks er for- senda þjóðfélagsþróunar og góðra lífskjara í framtíðinni. Sú tíð er liðin að fólk þurfi að vera ungt til að geta lært. Viðhorfin hafa sem betur fer breyst. Líklega er ekki eins mik- il sóun á nokkru sviði og á ónýttri greind og hæfileikum fólks. Um allt þjóðfélagið er fólk sem getur lært og vili læra ef það fær aðstæður til þess. Vert er líka að hafa í huga að þegar nær dregur aldamótum fækk- ar ungu vinnufæru fólki en aftur á móti eykst fjöldi þeirra sem eru „Af þessu má sjá að nýta má Bréfaskólann í starfs- menntun fyrir fullorðna nemendur í vel skipulagðri ljarkennslu. Það er bæði ódýr og hentug lausn miðað við aðrarleiðir sem hafa firam til þessa verið notað- ar.“ vinnufærir en eru komnir yfir miðjan aldur. Hér á landi hefur verkmenntun lengi verið útundan. Menn gera átak, óþarflega oft hver í sínu horni, í stað þess að vinna saman, en svo lognast allt meira og minna út af þess á milli. Fjarkennsla er ein leið Ein af mögulegum leiðum í fullorð- insfræðslu til að koma til móts við menntunarþarfir margra hvar sem þeir eru búsettir er að bjóða upp á menntun með fjarkennslu sem nú er í örri þróun víða í heiminum, t.d. annars staðar á Norðurlöndum. í ijarkennslu er notast við: Texta (bækur, bréf, telefax, dagblöð). Hljóð (hljóðbönd, síma, símafundi, útvarp). Mynd (myndbönd, myndsíma, sjón- varp). Tölvur (tölvupóst, kennslufor- rit). Nemendur hafa samskipti við kennara gegnum póst, í síma, tölvu- póst og sjónvarp. Þannig getur vinn- andi fólk úti um landið fengið tæki- færi til náms og þar að auki sjó- menn, þeir sem vinna vaktavinnu eða aðrir sem komast ekki að heiman vegna fötlunar, vegna smábarna eða af einhveijum öðnim ástæðum. Bréfaskólinn er eina stofnunin í landinu sem hefur sérhæft sig í fjar- Guðrún Friðgeirsdóttir kennslu. í 49 ár hefur Bréfaskólinn hjálpað þúsundum fólks um allt land til þess að afla sér menntunar. Þar mm fcOA o /70 wn VIB '-%'C Yjirlit á tveggja mánába fresti, áramótayfirlit sem aubveldar skalt- framtal, heildarumsjón méb verbbréfa- eign, m.a. kaup, sala og geymsla. Ennfremur innheimta afborgana, eftir- lit meb arbgreibslum og útgáfu jöfnunarhlutabréfa og ókeypis ásknft áo Mánabarfréttum VIB. VIB Arnaeon Hafnarftrdt 0125-^23£ ngdr é aParireiJcf Tilv. númer 01.06' 7900 c*. » 03.07 ötaSa á 03.07 99qo tnnborgu ísk r r07 Verðbréfareikningur VIB: Margt fólk sem komið er ámiðjan aldur á verulegar eignir. Þetta fólk hefur sýnt fyrirhyggju og sparað og á nú ýmist fasteignir eða umtalsverða fjármuni í bönkum. Verðbréfareikn- ingur VIB er sérstaklega sniðinn að þörfum þessa fólks enda eru það æ fleiri sem ávaxta fé sitt í traustum verðbréfum. Þannig ávaxtast eign- imar vel og eigandinn á að þeim greiðan aðgang. Verðbréfareikningur VEB var fyrst kynntur í febrúar 1987 og síðan hefur hann verið í stöðugri þróun til að mæta sem best óskum og þörfum viðskiptavina okkar. Nú þegar hefrn- fjöldi einstaklinga nýtt sér áhyggju- lausa og fyrirhafnarlitla ávöxtun á Verðbréfareikningi. Fáein fyrirtæki hafa einnig stofnað Verðbréfareikn- inga. Sumir viðskiptavinir ávaxta sparifé svo íil eingöngu í spari- skírteinum sem em eignarskattsfijáls hjá einstaklingum. Aðrir fá reglulega greiddan út hluta verðbréfaeign- ' Sparireiknl Einar Amason átti 3,1 milljón á Verbbréfareikningi 1. ágúst sl. Hann á Sjóbsbréf 1 og 3, skutaabréf Glitnis, hlutabréfí Ibnabarbankanum, spari- skírteini og bankabréf. Þannig areifir hann áliættu og nýtur bcebi hárra vaxta og mikils óryggis. Sibast keypti hann Sjóbsbréf 3 fyrir 400.000 kr. 3. júlí sl. arinnar og hafa þannig góðar, verðtryggðar tekjur. En allir eigendur Verðbréfareikninga eiga það sam- merkt að njóta þess að þurfa ekki að hafa áhyggjur af eignunum. Starfs- menn VIB sjá um að ávaxta þær, ýmist í samráði við viðskiptavininn eða samkvæmt fyrirfram ákveðnum reglum sem hann setur. Það eina sem viðskiptavinurinn þarf að gera er að taka upp símann þegar hann er búinn að leggja inn á reikning sinn eða vill fá peninga út og starfsmenn VfB sjá um afganginn. ags. 06.88 1«08,88 ningur ■ Tiív. mimer 1B °<3 verdbró Téguna / 2293 SjóSsbréf i 0017 <L£13 Wtitabréf ib Sp»rig,g8/?n 10' '■ 0401^ ^nkabtéf ib 10': 9999 15,1 Um önnur hx. fcerbu sent, yjirlit u þína, svipabþessu. Þai eins og hún er á fiéim tú ar inn eba út aj mkningn tvo mánubi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.