Morgunblaðið - 05.09.1989, Síða 19

Morgunblaðið - 05.09.1989, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989 19 er því fyrir hendi löng reynsla, bæði í námsefnisgerð, kennslu og rekstri fjarkennslustofnunar. Ein af ástæðunum fyrir því að menn t.d. sækjast eftir að stunda nám í Bréfaskólanum er sú að þar geta þeir ráðið námshraðanum sjálf- ir og eru lausir við að sitja í hóp þar sem ríkir samanburður og sam- keppni. Sumir vilja ekki láta nokkurn mann vita að þeir séu í námi, biðja um ómerkt umslög eða sækja sjálfir svör kennaranna í stað þess að láta senda sér þau. Af þessu má sjá að það er ekki vandkvæðalaust að höfða til þeirra sem mest þarfnast mennt- unar. Náms- og starfsráðgjöf er t.d. nauðsynleg í fullorðinsfræðslu, sér- staklega í íjarkennslu. Bréfaskólinn hefur nú í eitt ár boðið upp á námsráðgjöf í síma og hafa nemendur óspart nýtt sér það. Finnar, Norðmenn og. Svíar hafa undanfarin ár þróað fjarkennslu í fullorðinsfræðslu og nýtt margs kon- ar tæknibúnað svo sem tölvur í neti, tölvupóst, síma, sjónvarp og útvarp fyrir utan ritað námsefni. Sumt af þessum tæknibúnaði er dýrt í notkun t.d. sjónvarp og er aðeins notað þeg- ar sjónvarpskennsla getur verulega bætt við ritað námsefni, kastað nýju ljósi á inntak námskeiðsins. Reynsla þessara þjóða er sú að skipulagning og hönnun námskeiðsins í rituðu máti, sem nemendur fái í hendur, skipti langmestu máli um árangur af námskeiði. Þetta kemur heim og saman við reynslú þeirra í Open University í Bretlandi. Námsgögnin (textar) þurfa að vera vandlega og fagmannlega unnin ef námskeið á að ganga vel. Til þess þarf ekki að- eins þekkingu í viðkomandi náms- grein heldur líka og ekki síður kunn- áttu og þjálfun í kennslufræði og námsgagnagerð. Bréfaskólinn Af þessu má sjá að nýta má Bréfa- skólann í starfsmenntun fyrir full- orðna nemendur í vel skipulagðri fjarkennslu. Það er bæði ódýr og hentug lausn miðað við aðrar leiðir sem hafa fram til þessa verið notað- ar. Hlutverk Bréfaskólans í starfs- menntun með Ijarkennslu hefur verið vaxandi undanfarin misseri og hefur skólinn tekið upp samvinnu við marg- ar aðrar menntastofnanir. Nemenda- ijöldi hefur aukist á þessu ári þrátt fyrir mikið annað framboð af mennt- un og sýnir það tvírætt að hans er þörf. Nú er einnig notast við hljóð- bönd og myndbönd í kennslunni auk kennslubréfanna. Síminn er líka mun meira notaður í samskiptum kennara og nemenda en áður var og fyrir- hugað er að skipuleggja fundi eða kennsludaga í ákveðnum námskeið- um á næsta ári. Með námsráðgjöf er betur stutt við bakið á nemendum og nú er í athugun að reyna líka á næsta ári að taka tölvur í notkun sem hjálpartæki í ijarkennslu. Eink- um eru þá hafðar í huga þarfir sjó- manna en þeir fylla stóran hóp nem- enda í Bréfaskólanum. Síðan í októ- ber í fyrra hafa 58 manns tekið þátt í námskeiði í siglingafræði. Þetta er dæmi um hvernig Bréfaskólinn getur komið til móts við þarfir fóiks hvar svo sem þeir eru búsettir á landinu. Fleiri starfsmenntunarnámskeið ganga nú líka vel s.s. bókavarðanám, sauðfjárrækt, landbúnaðarhagfræði, bókfærsla o.fl. Auk þess er alltaf ásókn í önnur námskeið, t.d. skóla- greinar og erlend tungumál. Við stöndum nú á tímamótum. Fyrir hendi er að móta stefnu um fullorðinsfræðslu í landinu. Margs er að gæta eins og drepið hefur ver- ið á hér að framan og mikið er í húfi. Þó að mest hafi verið rætt um starfsmenntun í þessari grein verður að hafa í huga í allri fræðslustarf- semi að gildi menntunar felst fyrst og fremst í betri sjálfsþekkingu ein- staklingsins, víðari sjóndeildarhring og meiri lífsfyllingu. Höfundur er skólastjóri Bréfaskólans. æ Ármúla 29 símar 38640 - 686100 £ Þ0RGRÍMSS0N & C0 Armstrong LDFTAPLUTUR KOBKORAST GÓLFFLÍSAR T^fÁRMAPLAST EINANGRUN GLERULL STEINULL ** BSANKANS Verðbréf areikningur nr. 07.8 300 Á Verdbréfareikning er hœgl ad skrá öll verðbréf sem VIB hefur á boðstólum: Sjóðsbréf 1,2,3 og 4, bankabréf skulda- bréf Glitnis, Iðnlánasjóðs og spari- slárteini. Einnigmáskrá hlutabréfsem og önnur verðbréf á markaðnum. VIB 1 * 06.89 til 3i, ’fgun SKATTFRAMTAL1389 400.000 400.000 0 0 Í.08.89 Nafnverð/ '• f 3 • staka Kaupverð Eign 314,5923 100.000 800.000 ’ 600.000 300.000 , 294,1176 jn 300.000 i6®.Ooo 810.350 1 591.882 273.44,] 400.000 418.670' 191.904 •037.680 ?42.3eo 337.149 404.705 Þeim sem þwfa að hugsa um eignar- skattinn stendur til boða að kaupa spari- skírteini ríkissjóðs sem eru eignarskattsfrjáls og hlutabréf sem eru eign- arskattsfrjáls upp að vissu marki. ---—— ÍSSiÍ___ sanitals 32,488 Lágmarksupphæð sem þarf til að stofna Verðbréfareikning er 500.000 krónur. Þóknun fyrir umsjón með Verðbréfareikningi er 0,6% af heild- areign undir 3 milljónum, 0,4% af heildareign sem er 3-6 milljónir og 0,2% af heildareign sem er hærri en 6 milljónir. Þóknunin er tekin tvisvar á ári, 1. júní og 1. desem- ber; 0,3, 0,2 eða 0,1% íhvort skiptí. Helga Valfells ráðgjafi VIB sér um Verðbréfareikninganá og alla þjónustu við eigendur þeirra. Þannig kynnist hún vel þörfum og sér- stökum óskum hvers viðskiptavinar og getur fyrir vikið veitt erm betri og persónulegri þjónustu. Hver og einn hinna 9 ráðgjafa VIB getur þó gefið allar upplýsingar um Verðbréfareikninginn og aðra þjónustu VIB. Það er líka velkomið að koma við á skrifstofu okkar að Armúla 7 eða hringja og fá upp- lýsingabækling um Verðbréfareikn- ing sendan heim. VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30 Heildarupphæð vinninga 02.09. var 8.153.404. Enginn hafði 5 rétta, sem var kr. 4.641.487. Bónusvinninginn fengu 1 og fær hann kr. 520.416. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 8.235 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 549. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út- drátt í Sjónvarpinu. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511 Lukkulínan: 99 1002

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.