Morgunblaðið - 05.09.1989, Page 23

Morgunblaðið - 05.09.1989, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989 23 skelfist tilhugsunina um slíka stjórn, því hætt er við að ítök hans í sjóðakerfinu yrðu endaslepp eftir að hún tæki við. Þótt reynslan af viðreisnarsam- starfinu hafi verið góð getur verið að um þessar mundir séu ekki sömu skilyrði fyrir farsælu samstarfi milli þeirra flokka sem að viðreisnar- stjórninni stóðu og þá, enda byggð- ist viðreisnin á trausti milli manna. Þá fóru fyrir Alþýðuflokknum menn sem ekki blöktu eins og strá í vindi við minnsta andvara. / Persónugervingur gróðahyggjunnar Stefán Valgeirsson velur mér ýmsar einkunnir í grein sinni. Hann kallar mig ftjálshyggjupostula og segir mig „persónugerving gróða- hyggjunnar í sinni vitund“. Orðið ftjálshyggja hefur glatað allri merkingu nema sem skammaryrði í dægurþrasi. Ég kann því samt engan veginn illa að vera kenndur við ftjálsan hug eða ftjálsa lund. Ef það er ftjálshyggja að álíta sjálfsaflafé einstaklinganna betur komið hjá fólkinu sjálfu en í hönd- unum á Stefáni Valgeirssyni, þá er ég ftjálshyggjumaður. Ef það er ftjálshyggja að telja að ráðstöfun ijár úr opinberum sjóðum megi koma haganlegar fyrir en með því að Stefán Valgeirsson þukli pening- ana áður en þeir eru greiddir út, þá er ég ftjálshyggjumaður. Það gleður mig að ég skuli skipa svo virðulegan sess í huga Stefáns Valgeirssonar að mega kallast per- sónugervingur gróðahyggjunnar í vitund hans. Ef það er gróðahyggja að vilja að fyrirtæki hagnist og byggi sig upp, svo þau geti veitt fólki örugga atvinnu á góðum laun- um, þá hefur Stefán rétt fyrir sér. Þá er ég gróðahyggjumaður. Stefán heldur að hann sé talinn „persónugervingur fyrir þeirri stefnu að vilja rétta hlut lands- byggðar og lítilmagnans". Vera má að svo sé. Árangurinn af verkum hans til að rétta hlut landsbyggðar má þá væntanlega sjá í þrauta- göngu sjávarútvegsins. Rekstrar- • halli hraðfrystiiðnaðarins er nokk- urn veginn nákvæmlega jafn mikill og fyrir ári, ef millifærslupening- arnir eru frátaldir. Vafalaust líta ekkjurnar á Stefán sem sérstakan málsvara sinn, ekki síst eftir að hann greiddi ekknaskattinum at- kvæði sitt. Árangur ríkisstjórnarinnar . Stefán hefur af og til haft í hót- unum við ríkisstjórnina um að hann léti af stuðningi við hana ef henni tækist ekki að sýna fram á meiri árangur af verkum sínum. Fetar hann að þessu leyti í fótspor fyrrum flokksformanns síns, og varpar allri ábyrgð af eigin verkum yfir á aðra. Hvað svo sem líður árangri eða árangursleysi ríkisstjórnarinnar verður ekki af henni skafið að hún hefur náð árangri í að skýra fýrir fólki hvað leynist að baki einkunn- arorðum hennar, jafnrétti ogfélags- hyggju. Sá árangur skyldi ekki van- metinn. Jafnréttið reynist felast í sjóðakukli og mismunun. Félags- hyggjan birist í ekknaskattinum ill- ræmda, sem gæti leitt til þess að ekkjur og ekklar hrekist af heimil- um sínum hafandi unnið það eitt til saka að hafa misst maka sinn. Ný atvinnustefna Stjórnarkreppunni, sem staðið hefur samfleytt frá því að úrslitin í alþingiskosningunum 1987 lágu fyrir, linnir ekki fyrr en að afloknum næstu kosningum. Þá þurfa að taka til hendinni stjórnmálaöfl sem reiðubúin eru til að takast á við stórverkefnin sem nú blasa við. Þessi verkefni eru að lækka fram- leiðslukostnað búvöru og fram- færslukostnað heimilanna án þess að sveitir landsins leggist í auðn, að draga saman afkastagetu fiski- skipastóls og fiskvinnslustöðva til samræmis við afrakstur fiskistofna án þess að komi til stórfelldrar byggðaröskunar, og að taka að nýju upp vestræna stjórnarháttu í atvinnumálum og aukið samstarf við nágranna- og viðskiptaþjóðirnar í efnahagsmálum. En þá verður ekki leitað ráða hjá Stefáni Val- geirssyni. • Höfundur er ln igfræðingur. Hleðsla breiðþotna á Keflavíkurflugvelli: Flugleiðir íhuga kaup á tækjum FLUGLEIÐIR hafa í athugun kaup á tæki til iileðslu inn á efra þil- far breiðþotna, en fulltrúar Flugfax á íslandi, umboðsaðila flugfélags- ins Federal Express, hafa kvartað undan því að slík tæki skorti á Keflavíkurflugvelli og það torveldi flutninga með breiðþotum félags- ins. Hafa þeir boðist til þess að sjá sjálfir um hleðslu og affermingu vélanna, en Flugleiðir hafa einkarétt á því á Keflavíkurflugvelli. „Ef það telst réttlætanlegt miðað við þá flutninga sem um ræðir þá verða tækin að sjálfsögðu keypt,“ sagði Gunnar Ólsen, stöðvarstjóri Flugleiða í Keflavík, aðspurður um þetta mál. „Það hefur þegar verið leitað eftir tilboðum í þessi tæki, þannig að málið er komið á rek- spöl. Það hefur verið beðið eftir Flugfaxmönnum til að setjast niður og ræða málin og hefur verið margítrekað við þá bæði bréflega og með skeyti að fara að hittast,“ sagði Gunnar ennfremur. Hann sagðist fastlega gera ráð fyrir að tækið yrði keypt á næst- unni strax og fundur fengist með fulltrúum Flugfax og skýrðist hver væri raunveruleg þörf fyrir það. Ef bú ert í nánu sambandi veistu hvar bú stendur Þjónustusíminn veitir þér bíða eftir reikningsyfirliti Ný staða strax kostar eitt upplýsingar um nýjustu eða hringja í bankann. Þú símtal og þú greiðir ekkert stöðuna á tékka- hringir í síma: (91) þjónustugjald. reikningnum og 20 síðustu Lykillinn að Þjónustu- færslur. Þú getur hringt og færð gefna upp nýjustu símanum er leyninúmer hvenær sem er — á nóttu stöðu strax. Hægt er að sem þú velur í bankanum sem degi. hringja úr hvaða tónvals- þínum. Fáðu þér kynningar- Einfalt, öruggt, þægilegt síma sem er — heima eða bækling og settu þig í Nú þarftu ekki lengur að erlendis. samband strax. Vertu í beinu sambandi við Þjónustusímann og þú veist alltaf hvar þú stendur 62 44 44 BEIIM LÍIMA BAIMKA UIVI LAIMO ALLT LANDSBANKINN ALÞÝÐUBANKINN ÚTVEGSBANKINN IÐNAÐARBANKINN VERSLUNARBANKINN SAMVINNUBANKINN BÚNAÐARBANKINN TÍSKULISTINN + Við kynnum á íslandi nýjan spennandi pöntunarlista, MADELEINE, fyrir kvenfólk sem gerir kröfur. MADELEINE býður klassískan þýskan tískufatnað í hæsta gæðaflokki, ekkert er til sparað og gæðakröfurnar eru aðalatriði. MADELEINE hefur alls staðar hlotið frábærar viðtökur og nú getum við notið þess að versla heima' hjá okkur frábæra vöru í meira úrvali en við sjáum almennt í nokkurri verslun. Einnig yfirstærðir. Njóttu þess besta - gerðu áhættulaus kaup! Pöntunarsími: 91-50200 Listinn fæst í afgreiðslu QUELLE í Hjallahrauni 8 í Hafnarfirði eða í kröfu. Verð kr. 150 burðargjald.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.