Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 26

Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 26
26 MORCíUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR á. SEPTEMBER 1989 Borgaraflokkurinn; Samþykkt að ganga tíl liðs við ríkisstjórnina Morgunblaðið/Einar Falur Frá fundi aðalstjórnar Borgaraflokksins á laugardag. Lengst til vinstri er Guðmundur Agústsson, þingmaður, og svo ráðherraefnin Júlíus Sólnes og Óli Þ. Guðbjartsson. AÐALSTJÓRN Borgaraflokks- ins ákvað á fundi síðdegis á laug- ardag að ganga til liðs við ríkis- sljórnina. Fundur aðalstjórnar- innar stóð á þriðju klukkustund og var ríkisstjórnarþátttakan samþykkt með sautján atkvæðum gegn einu. Var það Hörður Helgason sem greiddi atkvæði á móti. Jafnframt var samþykkt að ráðherraefni flokksins verði þeir Júlíus Sólnes, formaður flokks- ins, sem verður ráðherra án ráðuneytis til að byrja með, en tekur siðan við umhverfismála- ráðuneyti þegar það verður stofnað, og Óli Þ. Guðbjartsson, formaður þingflokks Borgara- flokksins, sem verður dóms- og kirkjumálaráðherra í stað Hall- dórs Ásgrímssonar. Hlutu þeir Július og Óli þrettán atkvæði Viðbrögð stjórnar og stjórnarandstöðu: Met þetta sem eitt stórt núll - segir Þorsteinn Pálsson BORGARAFLOKKUR mun um næstu helgi taka sæti í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Flokkurinn. hefúr staðið í viðræðum við ríkisstjómina allt frá síðasta ári og urðu þær samningaviðræð- ur til þess að tveir þingmanna flokksins, þeir Ingi Björn Alberts- son og Hreggviður Jónsson, sögðu sig úr fiokknum og stofnuðu . sinn eigin flokk, flokk Fijálslyndra hægri manna. Nú hefúr Borg- araflokkurinn náð saman með stjórninni og munu hinir fimm þing- menn hans ganga til liðs við hana. Morgunbiaðið spurði nokkra fúiltrúa stjómar og stjóraarandstöðu álits á þessu. Eitt stórt núll „Ég met þetta sem eitt stórt núll. Annað er ekki hægt að segja um þetta mál pólitískt," sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins. „Þeir sem greiddu atkvæði með og hleyptu ekkna- skattinum í gegn í fyrra hefðu stutt þessa ríkisstjóm á næsta vetri til hvaða óheillaverka sem er. Verkstjórinn í ríkisstjórninni er eflaust að reyna að gera stöðu uppreisnarafla í stjórnarflokkun- um örðugari með þessu en vitað er að mikil óánægja er í stjórnar- flokkunum, og uppi kröfur um breytta stefnu og kosningar. Inn- ganga Borgaraflokksins í ríkis- stjórnina breytir þó engu í þeim efnum. Það á áfram að byggja á sömu stefnunni og segir þessi við- bót ekkert til um þáð hvort ríkis- stjórnin lifi lengur eða skemur. Niðurstaðan hvernig sem á málið er litið er pólitískt núll.“ _ Þorsteinn sagði formhliðina á málinu hins vegar vera mjög alvar- lega. Forsætisráðherra hefði við- urkennt að það samrýmdist ekki stjómarráðslögum að skipa ráð- herra án stjómardeildar. Það væri mjög alvarlegt ásökunarefni ef ríkisstjómin ætlaði að ganga á svig við stjómarráðslögin og ljóst að óveijandi væri að setja bráða- birgðalög sem breyttu þessu grundvallaratriði í íslenskri stjórn- skipan. „Ríkisstjóm sem getur ekki ráðið við útgjöld ríkisins ætti að byrja á einhveiju öðru en að •fjölga ráðherrum sem hafa ekki einu sinni verkefni. Þó að þetta virðist fyrst og fremst vera hlægi- legur skrípaleikur sem hefur stað- ið mánuðum saman þá er þetta í raun mjög alvarlegt því þetta snýst ekki um leik heldur ríkisstjóm ís- lands,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Valdagræðgi og hégómagirnd „Maður veit ekki hvort maður á segja að þetta sé grátbroslegt eða bijóstumkennanlegt,“ sagði Þórhildur Þorleifsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans. „Inni- haldsleysi þessa leikrits sem við höfum fylgst með mánuðum sam- an er átakanlegt en það hefur afhjúpað þeim mun betur valda- græðgi og hégómagirnd. Menn hafa fylgst með hvernig enginn vill sleppa sínu en þetta er því miður kannski einkenni stjórn- mála. í raun hefur mér fundist þetta mjög andlýðræðislegt og kannski hættulegt lýðræðislegri hugsun. Þama er ríkisstjórn sem hefur ákaflega lítinn stuðning, og greini- lega æ minni, en reynir að styrkja sig í sessi með því að fá þetta vesældarlega margklofna flokks- brot til liðs við sig. Maðurinn sem stofnaði flokkinn og átti allt fylgið á bak við hann er ekki bara kom- inn út í lönd heldur hefur lýst því yfir að hann ætli að starfa með öðmm flokki. Þetta má fólkið í landinu horfa upp á, þessa skram- skælingu á lýðræði þar sem vilji fólksins er að engu hafður og bara barist um sætin. Svona aðferðir, sem viðhafðar hafa verið í þessu máli vekja almenna hneykslan og fyrirlitningu og grafa undan trú fólks á lýðræði og stjórnmála- mönnum og var nú ekki úr háum söðli að detta þar.“ Þórhildur sagðist ekki halda að innganga Borgaraflokksins í ríkis- stjómina myndi breyta neinu. Hún teldi hann ekki hafa burði til þess. „Það varð sífelld gengislækkun á málefnum Borgaraflokksins og ég get ekki séð að þeir hafi tryggingu fyrir einu eða neinu nema ein- hveijum völdum sem þó era ekki mjög merkileg," sagði Þórhildur. Hún sagði þetta ekki koma til með að breyta neinu hvað varðaði þá afstöðu Kvennalistans að það eina sem hægt væri að gera í stöð- unni væri að fara í kosningar. Borgaraflokkur er vinstriflokkur „Þetta era okkar fyrrverandi félagar en leiðir hafa algjörlega skilið. Borgaraflokksmenn hafa ákveðið að staðfesta sig sem vinst- riflokk,“ sagði Ingi Björn Alberts- son, þingmaður Fijálslyndra hægri manna. „Við hins vegar hörmum að þessi stjóm skuli hafa styrksts með þessum hætti. Væntanlega gæti gæti það leitt til þess að lífdagar hennar muni lengjast. Ingi Bjöm sagðist telja að sama skattpíningarstefnan yrði áfram uppi á teningnum hjá ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og verið hefði. Innganga Borgara- flokksins breytti engu þar um. Þeir hefðu stutt eignaskattinn á sínum tíma og myndu eflaust styðja skattinn á fjármagnstekjur. „Það er aftur á móti athyglisvert hvað Borgaraflokkurinn fær lítið fyrir sinn snúð. Ég sagði á Al- þingi í vor að verðið væri ekki hátt sem hengi á verðmiðanum á Borgaraflokknum. Nú er hins veg- ar komið í ljós að það er enn lægra en ég gerði mér grein fyrir.“ Ingi Bjöm sagði að sér skyldist sem svo að embætti forseta neðri deildar félli í skaut Borgaraflokks- ins. Væri hann mjög spenntur yfir að sjá hvort það yrði Ásgeir Hann- es Eiríksson eða Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir. Það mætti þó ætla að það yrði Aðalheiður þar sem hún væri koná og hefði meiri þing- reynslu. „Það verður spennandi fyrir okkur þingmenn neðri deildar að sjá hvor verður fyrir valinu.“ Engin steftiubreyting „Þetta þýðir enga stefnubreyt- ingu,“ sagði Eiður Guðnason, for- maður þingflokks Alþýðuflokksins „Það er byggt á stjórnarsáttmála fyrri stjórnar með svo litlum við- bæti. En þetta þýðir auðvitað að gangur mála stjórharinnar í gegn- um þingið verður greiðari og þing- störf ættu að geta gengið betur fyrir sig fysrt ríkisstjórnin verður nú með meirihluta í báðum deild- um.“ Þingflokkur Alþýðuflokksins kom saman til fundar síðdegis í gær og var þar m.a. rætt um inn- göngu Borgaraflokksins. Eiður sagði þingflokkinn vera jákvæðan gagnvart þessari stjórnarbreyt- ingu enda hefði formaðurinn feng- ið umboð á sínum tíma til þess að ganga frá þessum samningum. Eiður sagði að enn hefði ekki verið gengið frá því hvernig hagað yrði skipan ráðherra án ráðuneyt- is. Það væri enn á athugunar- stigi. Aðspurður sagði hann al- þýðuflokksmenn ekki hafa tekið endanlega afstöðu til þess hvort rétt væri að gera það með bráða- birgðalögum. Styrkir stjórnina „Ég tel þetta styrkja ríkisstjórn- ina og auka möguleika hennar á að koma í framkvæmd þeim mikil- vægu umbótum sem hún hefur unnið að,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins. Hann sagði það vera ljóst að fyrsta ár stjórnarinnar hefði verið ár björgunaraðgerða eftir það stór- slys sem ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar hefði leitt yfir þjóðina. Nú væri komið að því að leita nýrra leiða og takast á við þann vanda sem hefði safnast upp á undan- fömum áram. Til þess þyrfti að styrkja undirstöðuna. „Við verðum líka að líta á að þessi Borgaraflokkur sem nú gengur til liðs við ríkisstjómina hefur breyst nokkuð frá sinni upprunalegulegu mynd. Albert Guðmundsson hefur gerst sendi- herra og að því er virðist stjórn- málaskýrandi í París. Þá hafa þeir Hreggviður Jónsson og Ingi Björn Albertsson myndað sinn eigin hægriflokk. Það fólk sem eftir sit- ur er margt mótað félagslegum viðhorfum og vænti ég góðs sam- starfs við það. Fagna ég því sér- staklega að með Aðalheiði Bjarn- freðsdóttur á nú baráttukona lág- launafólks í fyrsta sinn aðild að ríkisstjórn.“ Þegar Ólafur Ragnár var spurð- ur um afstöðu sína til skipan ráð- herra án ráðuneytis sagði hann marga telja að skipan slíks ráð- herra væri fullkomlega heimil samkvæmt núgildandi lögum. Þetta tíðkaðist líka í nær öllum löndum mpð hliðstæða stjórnskip- an og á íslandi og væri t.d. al- gengt í Bretlandi. „Eg tel fullkom- lega eðlilegt að taka þetta upp hér og hef lengi verið þeirrar skoðunar að hér þyrfti að vera hægt að skipa ráðherra sem gæti tekið að sér þverfagleg verkefni. Ég tel að það sé hægt á grandvelli núver- andi stjórnarráðslaga, einnig er það hægt með bráðabirgðalögum og loks má gera það með því að tengja hinn nýja ráðherra með formlegum hætti við Hagstofuna. Sjálfstæðismenn ættu frekar en að kvarta að fagna því að þetta skuli vera tekið upp hér. En þeir era líklega sárir yfir því að þetta skuli ekki hafa verið tekið upp þegar Þorsteinn Pálsson hafði ný- lega verið skipaður formaður og vantaði ráðherrastól." hvor en þeir Ásgeir Hannes Eiríksson og Guðmundur Ágústs- son fimm atkvæði hvor. Að loknum fundinum gekk Júlíus Sólnes inn á skrifstofu sína og til- kynnti símleiðis Steingrími Her- mannssyni, forsætisráðherra, um úrslit fundarins. í þessari viku verður unnið að því að bæta því við stjórnarsáttmál- ann sem samkomulag hefur tekist um milli ríkisstjórnarinnar og Borg- araflokksins og í lok vikunnar er ætlunin að æðstu valdastofnanir flokkanna komi saman til að sam- þykkja inngöngu Borgaraflokksins í stjórnina. Boðað hefur verið til fundar í miðstjórn Framsóknarflokksins á fimmtudagskvöld, í miðstjórn Al- þýðubandalagsins á föstudag og laugardag og flokksstjórn Alþýðu- flokksins kemur saman til fundar á laugardagsmorgun. Er stefnt að því að nýtt ráðuneyti Steingríms Her- mannssonar taki við um næstu helgi eftir ríkisráðsfund sem haldinn verður á sunnudag. Þetta er í annað skipti sem stjórnmálaflokkur gengur inn í sitj- andi stjórn án þess að kosningar fari fram. Slíkur atburður átti sér einnig stað við myndun Þjóðstjórn- arinnar í apríl 1939 er Sjálfstæðis- flokkur gekk til liðs við ráðuneyti Hermanns Jónassonar. Albert Guð mundsson; Lokaþáttur í harmleik „ÞETTA er lokaþáttur í harm- leik,“ sagði Albert Guðmunds- son, stofiiandi Borgaraflokksins og fyrsti formaður hans. „Ég held að flokkurinn sé búinn að vera og þeir gera sér alveg grein fyrir því. Þetta er bara þáttur í því að koma í veg fyrir kosning- ar því þeir vita að flokkurinn er ekki til lengur." Albert sagði að stefnubreyting hefði orðið hjá Borgaraflokknum á Alþingi síðasta vetur þegar sumir þingmenn hans hefðu samþykkt að standa að skattahækkunum. Síðan hefði flokkurinn verið vinstri flokk- ur. „Það varð bylting í flokknum. Flokkurinn hefur ekki verið eins og til var stofnað síðan hann klofn- aði,“ sagði Albert. Kaup Landsbanka á 52% hlut í Sam- vinnubanka: Hef ekki enn fengið málið til umfjöllunar - segir viðskiptaráðherra „ÉG ER hlynntur yfirtöku Lands- bankans á Samvinnubankanum, enda er hún skynsamleg,“ sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra. „Hins vegar bíð ég enn eft- ir að fá málið til umfjöllunar. Til að af þessu verði þarf leyfi við- skiptaráðherra og atbeina löggjaf- ans til að Landsbankinn geti nýtt þann hlut, sem hann ráðgerir að kaupa, sér til atkvæðamagns í hlutafélaginu Samvinnubanki Is- lands hf.“ Pétur Sigurðsson, for- maður bankaráðs Landsbankans, segir að fyrst þurfi stjórn bankans að samþykkja samkomulagið um kaupin, en að því loknu verði öll lagaskilyrði uppfyllt. Ráðherra sagði að honum hefði verið skýrt frá viðræðum Lands- bankans við Sambandið fyrr í sum- ar, en síðan ekki verið sögð á málinu nánari deili. „Á þessu eru vafalaust skýringar, þó ég hafi ekki heyrt þær. Ég á von á nánari upplýsingum, þegar bankaráð og bankastjórnin í heild hafa fjallað um málið." „Við verðum fyrst að kanna það, hvort meirihluti er í stjórn Lands- bankans fyrir kaupunum. Síðan munu stjómendur bankans að sjálf- sögðu uppfylla öll lagafyrirmæli, sem fylgja þessari stækkun bankans," sagði Pétur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.