Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 29
MQffGIJNEjLApiÐ J>RIE)JUDAG.UR 5. SEPTEMBER 1989
29
Geir Haarde hittir Bretadrottningu að máli:
Elísabet II segist hlakka
til að heimsækja Island
ELÍSABET II Bretadrottning lét
svo ummælt í gær að hún hlakk-
aði til að koma til íslands næsta
sumar, að sögn Geirs Haarde
alþingismanns. Geir er formaður
íslandsdeildar Alþjóðaþing-
mannasambandsins (IPU) og sat
því boð drottningar við upphaf
ráðstefnu sambandsins sem hófst
í gær í Lundúnum. „Þegar ég
heilsaði drottningunni virtist
heimsóknin til íslands henni ofar-
lega í huga og sagði hún að
maður sinn hefði sagt sér margt
um land og þjóð,“ sagði Geir
Haarde í samtali við Morgun-
blaðið. Filippus prins hefur
margsinnis haft viðdvöl á Islandi
en Elísabet drottning hefur aldr-
ei komið hingað til lands.
Alþjóðaþingmannasambandið
þingar tvisvar á ári en mikið er um
dýrðir að þessu sinni því þess er
minnst að hundrað ár eru frá stofn-
un sambandsins. Að sögn Geirs
Haarde eru 1.300 fulltrúar á ráð-
stefnunni frá 108 löndum og hefur
þátttaka aldrei verið meiri. Auk
Geirs Haarde sitja ráðstefnuna fyr-
Elísabet Englandsdrottning
ir hönd íslenskra alþingismanna
Geir Gunnarsson, Júlíus Sólnes,
Kristín Einarsdóttir og Sighvatur
Björgvinsson.
Að sögn Geirs Haarde eru .helstu
umræðuefni ráðstefnunnar, sem
stendur í viku, hagnýting geimsins
og matvæla- og fólksfjölgunar-
vandamálið í heiminum. „Það kom
fram tillaga frá vestur-þýsku þing-
mönnunum um að ástandið í Kína
yrði rætt á ráðstefnunni og greiddu
fulltrúar vestrænna ríkja, og þar á
meðal við, henni yfirleitt atkvæði
en hún var engu að síður felld,“
sagði Geir Haarde. Einnig liggur
fyrir umsókn frá líbýska þinginu
um aðild en að sögii Geirs er vafa-
mál hvort það þing geti talist lög-
gjafarsamkunda og uppfylli þarmeð
skilyrði fyrir aðild.
Meðal þingfulltrúa er sendinefnd
frá Argentínu sem enn á formlega
í stríði við Bretland síðan barist var
um Falklandseyjar. Að sögn Reut-
ers-fréttastofunnar sögðu nokkrir
félagar í breska Ihaldsflokknum í
síðasta mánuði að nærvera arg-
entínsku sendinefndarinnar gæti
styggt Bretadrottningu, sem setti
ráðstefnuna í gær. Breski Verka-
mannaflokkurinn hefur hins vegar
fagnað þessari heimsókn og sagt
að hún sé skref í átt til eðlilegra
samskipta ríkjanna.
Reuter
Leiðtogafundur óháðra
ríkja í Júgóslavíu
Leiðtogafundur samtaka óháðra rílqa
hófst í Belgrað í Júgóslavíu í gær og stend-
ur hann yfir í fjóra daga. Á fundinum
tóku Júgóslavar við forystu í samtökunum
af Zimbabwe-mönnum til næstu þriggja
ára. Nokkur ágreiningur reis á milli leið-
toga hófsamra ríkja eins og Júgóslava,
Egypta og Indvetja, sem telja að tími sé
kominn til að breyta orðum í athafnir
hvað varðar alþjóðleg vandamál, og leið-
toga kommúnískra ríkja og þróunarlanda,
sem telja sig hafa borið skarðan hlut frá
borði með batnandi samskiptum Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna. Það vakti at-
hygli að Muammar Gaddafí, byltingarleið-
togi Líbýumanna, hafði meðferðis á fund-
inn bedúínatjald mikið og 50 kameldýr.
Aðspurðir sögðu aðstoðarmenn Gaddafís
að kameldýrin sæu leiðtoganum fyrir dag-
legum skammti hans af mjólk. Myndin
af Gaddafí var tekin á blaðamannafundi
sem hann hélt í bedúínatjaldi sínu.
Deilan um nunnuklaustrið í Auschwitz:
Gyðingar hundsa minningar-
arhöfii um fómarlömb nasista
LJÓSMYNDA-
ALBUM frá Múlalundi...
vel geymdar verða
minningarnar
enn ánægjulegri.
é& Múlalundur
£3
3
2
I
3
z
z
5
5
3
Q
Z
c*
2
Oswiecim. Reuter.
LEIÐTOGAR gyðinga sniðgengu göngu til minningar um fórn-
arlömb nasista, sem farin var til fyrrum dauðabúða nasista í Birk-
enau á laugardag, vegna deilu þeirra við kaþólsku kirkjuna í
Póllandi um nunnuklaustur í Auschwitz.
Um 100 fulltrúar kirkna og trú- katólskt nunnuklaustur úr Ausch-
flokka víðsvegar um heim tóku
þátt í göngunni og fóru þeir sömu
leið og járnbrautalestirnar, sem
fluttu fórnarlömb nasista í dauða-
klefana í Birkenau og Auschwitz.
Flutt var sálumessa eftir pólska
tónskáldið Krzysztof Penderecki er
þátttakendur lögðu blómsveiga við
veggtöflur til minningar um fjórar
milljónir manna, aðallega gyðinga,
sem létu lífið í dauðabúðunum.
Leiðtogar gyðinga neituðu að
taka þátt í göngunni til að mót-
mæla því að pólska kirkjan stóð
ekki við samkomulag um að flytja
witz. Þeir líta á þessar fyrrum
dauðabúðir sem minnisvarða um
tilraun nasista til að gereyða gyð-
ingum í Evrópu og stærsta gyðinga-
grafreit sögunnar. Aðeins tveir gyð-
ingar tóku þátt í göngunni og voru
þeir á eigin vegum. Gyðingar héldu
eigin minningarathöfn í samkundu-
húsi sínu í Varsjá á laugardag.
Franciszek Macharski kardináli,
erkibiskup í Kraká, minntist fórnar-
lamba nasismans er hann ávarpaði
þátttakendur göngunnar. Hann
vildi ekki tjá sig um deiluna um
nunnuklaustrið en sagðist vona að
gyðingar og pólska kirkjan kæmust
að samkomulagi um málið er hann
ræddi við gyðingana, sem þátt tóku
í göngunni. Macharski hefur hætt
við áform um að flytja nunnuklaust-
rið í bænamiðstöð sem ráðgert var
að reisa í grenndinni.
Pólska kirkjan stóð ekki við sam-
komulag við gyðinga um að
klaustrið yrði flutt fyrir febrúar á
þessu ári. Jozef Glemp kardináli,
erkibiskup Póllands, sagði í viðtali
sem birt var í ítölskum blöðum á
laugardag að samkomulagið hefði
verið vanhugsað og semja þyrfti að
nýju um klaustrið. Glemp sagði í
síðustu viku að gyðingar ættu ekki
að tala „eins og þeir væru yfir aðra
hafnir," og vöktu þessi ummæli
mikla reiði meðal gyðinga, sem sök-
uðu biskupinn um gyðingahatur.
0.(5).
Brídsskófirm
Ný námskeii
hefjast 25. og 26. september
Boðið er upp á námskeið í
byrjenda- og framhaldsflokki
Hvert námskeið stendur yfir í 11 kvöld, einu sinni í
viku. Kennsla í byrjendaflokki fer fram á mánudögum
og er hægt að velja á milli tveggja tíma: (1). 16.00-
19.00 eða (2) 20.00-23.00.
í framhaldsflokki er spilað á þriðjudagskvöldum frá
kl. 20.00-23.30.
Námskeiðin fara fram í húsi Sóknar, Skipholti 50a.
Frekari upplýsingar og innritun í síma 27316 milli kl.
15.00 og 18.00 virka daga.
takanna er að koma á blönduðu
hagkerfi og þingbundnu lýðræði í
landinu.
Roszik segir að Ungveijar eigi
að taka upp nýja utanríkisstefnu
þótt þeir eigi á hættu að sam-
skipti við bandalagsþjóðirnar í
Varsjárbandalaginu stirðni. Hann
segir að ungverska ríkisstjórnin
geti losnað úr þeirri úlfakreppu,
sem straumur austur-þýskra
flóttamanna hafi komið henni í,
með því að veita flóttamönnunum
pólitískt hæli. Roszik telur að aust-
ur-þýsk stjórnvöld myndu þá loka
landamærum sínum að Ungveijal-
andi, sem er eitt af fáum löndum
sem Austur-Þjóðveijar mega ferð-
ast til. Afleiðingarnar yrðu þær
að Austur-Þjóðveijar myndu rísa
upp og mótmæla og krefjast svip-
aðra umbóta og átt hafa sér stað
í Ungveijalandi og Póllandi, þar
sem fyrsti forsætisráðherrann í
40 ár, sem ekki kemur úr röðum
kommúnista, var kjörinn síðastlið-
inn fimmtudag.
„Það er mikilvægt fyrir Tékkó-
slóvakíu og Austur-Þýskaland að
lýðræðisbarátta okkar haldi
áfram. Ef við leggjum árar í bát
þýðir það að Austur-Evrópa þarf
að þjást í önnur 100 ár,“ sagði
Roszik.
Skrifstofutækni Tö 1 vufræ ðslunnar
er hagnýtt nám sem getur opnað þér
nýjar leiðir á vinnumarkaðnum
Jens Ólafsson framkvæmdastjóri
Grundarkjörsverslananna:
t,Hjá mér vinna m.a. tveir skrifstofu-
tæknar og er greinilegt að menntun
þeirra er mjög góður undirbúningur
fyrir ábyrgðarstörf í fyrirtækjum.
Grundarkjör er fyrirtæki í stöðugri
sókn. Velgengni þess byggist á góðu
starfsfólki og fólk sem lokið hefur
skrifstofutækninámi er án efa fremst í þeim hópi. Það er
því með glöðu geði sem ég mæli með skrifstofutækninámi
Tölvufræðslunnar".
Skrifstofutækni skiptist í tölvugreinar, við-
skiptagreinar og tungumál. Við bjóðum upp á morgun-,
eftirmiðdags- og kvöldtíma. Námið tekur 3-4 mánuði og að
því loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir.
Ásdís Þórisdóttir verslunarstj.
Grundarkjörs í Stakkahlíð:
„Áður en ég fór í skrifstofutækni-
námið vann ég sem afgreiðslumað-
ur hjá Grundarkjöri. Eg kunni lítið
á tölvur og bókhald og ákvað því
að drífa mig á námskeið hjá Tölvu-
fræðslunni. Skrifstofutækninámið
var mjög gagnlegt og skemmtilegt.
Eftir að ég fékk prófskírteinið í hendurnar var mér boðin
staða aðstoðarverslunarstjóra og skömmu síðar var ég
orðin verslunarstjóri".
Tölvufræðslan
Borgartúni 28, sími 687590
Hringið og fáið sendan bækling