Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 35

Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989 35 Morgunblaðið/Sverrir Þessar stúlkur voru að velta fyrir sér bókakaupum á Skólamarkaði Eymundssonar í Mjóddinni í gær. Skólamarkaður Ey- mundssonar í Mjóddinni BÓKAVERSLUN Sigfúsar Eymundssonar stendur fyrir skólamark- aði í nýju húsnæði verslunarinnar í Mjódd dagana 4.- 16. septem- ber. Þar verður í haust opnuð ný bókaverslun, sem verður til húsa við hlið verslunar ATVR og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. . ,Á skólamarkaðinum verður úrval félagið_ Viðskiptavinir svara nokkr- íslenskra og erlendra námsbóka, um spurningum og þann 16. sept. auk ritfanga. I tilefm markaðarms ember verður dregið úr réttum gefst viðskiptavinum kostur á að lausnum. Þrír heppnir fá í sinn hlut spreyta sig a verðlaunagetraun, 12 bindi ritraðar AB> Sögu mann- sem Eymundsson hefur sett a lagg- ^ ng irnar í samvinnu við Almenna bóka- Prestamir sem viðstaddir vom hátíðarguðsþjónustuna taldir frá vinstri til hægri; Séra Sigmar Torfasoh fv. prestur á Skeggjastöðum sr. Marinó Kristinsson fv. prestur á Sauðanesi, sr. Ingimar Ingimars- son á Þórshöfn, sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup Hólastiftis, sr. Krisfján Valur Ingólfsson á Grenjaðarstað, sr. Örn Friðriksson prófastur á Skútustöðum, sr. Gunnar Sigurjónsson á Skeggjastöðum og sr. Sigurvin Elíasson á Skinnastað. Sauðaneskirkja 100 ára MINNST var 100 ára vígsluaf- mælis Sauðaneskirkju við liátíð- arguðsþjónustu 20. ágúst sl. Við- staddir voru 5 prestar sem þjónað hafa Sauðanesprestakalli lengri eða skemmri tíma, en þeir eru: séra Marinó Kristinsson, séra Sigmar Torfason, séra Sigurvin Elíasson, séra Kristján Valur Ing- ólfsson og séra Ingiinar Ingimars- son. Einnig voru viðstaddir séra Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup, séra Örn Friðriksson pró- fastur og séra Gunnar Siguijóns- son á Skeggjastöðum. Við upphaf guðsþjónustunnar flutti séra Ingimar ávarp og þjónaði fyrir altari fyrir prédikun en aðkomu- prestar lásu ritningartexta og önnuð- ust altarisgöngu. Vígslubiskup préd- ikaði. Kirkjukór Sauðaneskirkju söng undir stjórn frú Vigdísar Sigurðar- dóttur og frú Margrét Bóasdóttir söng einsöng en hún kom tveim dög- um fyrir hátíðina og aðstoðaði kórinn við æfingar. Kirkjan var þéttsetin og meðal kirkjugesta voru margir langt að komnir. Sóknarnefnd bauð aðkomugestum til hádegisverðar. Formaður sóknar- nefndar er Kristinn Jóhannsson. Síðdegis var öllum kirkjugestum boð- ið til veglegrar kaffidrykkju í félags- heimili Þórshafnar. Þar flutti séra Ingimar kveðjur frá herra Ólafi Skúlasyni biskup og séra Guðmundi Erni Ragnarssyni og rakti síðan sögu kirkjustaðarins. Mörg ávörp voru flutt og söfnuði og sóknarpresti árn- að heilla í tilefni dagsins. Hinn 1. september fer séra Ingi- mar í eins árs námsleyfi og mun séra Sigurvin á Skinnastað annast prestverk í september en síðan mun séra Ragnheiður Erla Bjarnadóttir þjóna Sauðanesprestakalli í íjarveru séra Ingimars. Sigmý Sæ- Þóra Fríða mundsdóttir, Sæmunds- söngkona. dóttir, píanó- leikari. Listasafti Sigur- jóns Ólafssonar: Konsert- aría og ljóðasöngur SIGNÝ Sæmundsdóttir, söng- kona og Þóra Fríða Sæmunds- dóttir, píanóleikari halda tón- leika í Listasafni Sigurjóns, í dag, þriðjudaginn 5. september. Tónleikarnir heQast klukkan 20.30. Fyrst á efnisskrá er konsertaría eftir W.A. Mozart, en hún var upp- haflega samin fyrir litla kammer- sveit, píanó og söngrödd og verður textinn sunginn á ítölsku. Síðan verða flutt ijóð eftir fr. Schubert, Richard Strauss og nokkur nútíma- ljóð eftir Atla Heimi Sveinsson. Signý Sæmundsdóttir lauk ein- söngvaraprófi frá Tónlistarháskól- anum í Vínarborg árið 1988. Hún hefur meðal annars tekið þátt í óperuflutningi bæði hérlendis og erlendis. Síðastliðinn vetur fór hún með hlutverk í Ævintýri Hoff- manns á sviði Þjóðleikhússins og hún fer einnig með hlutverk í ópe- runni Vikivaka, sem tekin var upp í Kaupmannahöfn í maí sl. á vegum norrænu sjónvarpsstöðvanna. Þóra Fríða lauk námi frá tónlist- arskólanum í Reykjavík árið 1978 og stundaði framhaldsnám í Frei- burg og Stuttgart. Frá árinu 1984 hefur hún starfað sem píanóleikari og kennari í Reykjavík og tekið þátt í ýmiss konar tónlistarflutn- ingi. Þóra Fríða Sæmundsdóttir er félagi í íslensku Hljómsveitinni. Ættfræðinám- skeið að heflast NÝTT starfsár er að hefjast hjá Ættfræðiþjónustunni, en undan- farin ár hefúr hún staðið fyrir ættfræðinámskeiðum í Reykjavík og víðar um land. í september verður farið af stað með byijenda- og framhalds- námskeið í Reykjavík, en þau standa í 5-7 vikur. Einnig verða haldin námskeið í Garðabæ, Búð- ardal og huganlega á fleiri stöð- um á landsbyggðinni. Marga fýsir að vita um forfeður sína og frændfólk, en gengur seint og illa að fá upplýsingar með fyrir- spurnum og eigin athugunum. í raun geta allir rakið ættir sínar sjálfir fái þeir næga tilsögn og aðstöðu til að heíja leitina. A ætt- fræðinámskeiði fræðast menn um fljótvirkar og öruggar leitarað- ferðir, fá leiðsögn og yfirsýn um helztu heimildir og leiðbeiningar um gerð ættartölu og niðjatals. Þá fá þátttakendur tækifæri til að þjálfast í verki við að rekja eigin ættir og frændgarð með afnotum af víðtæku gagnasafni, m.a. kirkju- bókum um allt land, manntölum, ættartöluhandritum og útgefnum bókum. Leiðbeinandi á námskeið- unum er Jón Valur Jensson. Innrit- un er hafin hjá Ættfræðiþjón- ustunni. íFréttatilkynning) Skorradals hreppur áírýjar HREPPSNEFND Skorradals- hrepps hefúr ákveðið að fela lög- manni sínum, Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl., að áfrýja til hæstaréttar dómi undirréttar í máli hreppsins gegn verka- mannafélaginu Dagsbrún og eig- endum jarðarinnar Hvamms vegna kaupa Dagsbrúnar á. spildu úr Hvammslandi. Undirréttur synjaði hrepps- nefndinni að neyta forkaupsréttar að umræddri spildu og. dæmdi hreppinn til að greiða gagnaðilum málskostnað. SigluQörður: Færðu heilsu- gæslustöðinni nuddbekk KIWANISKLÚBBURINN Skjöldur færði heilsugæslustöð- inni á Siglufirði nuddbekk að gjöf fyrir skömmu. Nuddbekknum verður komið fyr- ir á heilsugæslustöðinni þar sem verið er að koma upp aðstöðu til sjúkranudds. Von er á hollenskum sjúkraþjálfara til Sigluijarðar sem mun vinna við bekkinn. Bekkurinn er talinn afar vel búinn. Salman Kristjánsson, forseti kiwanisklúbbsins, afhent bekkinn fyrir hönd klúbbfélaga en fram- kvæmdarstjóri og yfirlæknir sjúkrahúsins veittu honum viðtöku. Vika hárs- ins 1989 DAGANA 2. til 10. september er vika hársins haldin af félags- mönnum i Sambandi hárgreiðslu og hárskerameistara. Hársnyrtistofur eru með sértil- boð þessa daga og ráðleggingar fyrir viðskiptavini um val á hár- snyrtivörum. Þá munu margar stofur vera með sértilboð á þjón- ustu sinni og ókeypis hárþvott og meðferð á illa förnu hári. Viku hársins líkur með _ stórri hársnyrtisýningu á Hótel íslandi þar sem helstu hársnyrtimeistarar sýna það helsta í hársnyrtingu. Einnig mun landslið íslands sem keppir á Norðurlandamóti koma þar fram og sýna listir sínar. Þórir Barðdal við verkið sem hann færði Blindrafélaginu. Blindrafé- laginu færð Friðardúfa ÞORIR Barðdal myndhöggvari færði Blindrafélaginu höggmynd að gjöf á 50 ára afmæli félagsins 19. ágúst síðastliðinn. Högg- myndin ber heitið „Friðardúf- an“. Friðardúfan er unnin úr ítölskum marmara og stendur á svörtum smíðajárnsfæti. Myndverkið er lag- að mjúkum línum og með því að fara um það höndum er auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig inntak þess og iögun er.. Blindrafélagið færir Þóri Barðd- al þakkir fyrir höfðinglega gjöf og vonar að blindir og sjónskertir geti notið hennar um ókomna framtíð. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 4. september FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 70,00 50,00 62,04 13,359 828.800 Þorskur(smár) 30,00 30,00 30,00 0,072 2.160 Ýsa 104,00 65,00 91,61 3,295 301.858 Karfi 30,00 30,00 30,00 0,042 1.260 Ufsi 25,00 25,00 25,00 0,264 6.600 Steinbitur 64,00 56,00 56,10 3,395 190.463 Langa 42,00 42,00 42,00 1,669 70.098 Lúða 305,00 140,00 207,44 2,899 601.273 Keila 22,00 22,00 22,00 2,240 49.280 Samtals 75,26 27,276 2.052.925 i dag verða meðal annars seld um 12 tonn af þorski úr Jóni Vídalín, 11 tonn af ýsu, 20 tonn af ufsa frá Sturlaugi H. Böðvars- syni, svo og óákveðið magYi af blönduðum afla úr bátum. FAXAMÁRKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 64,00 58,50 63,13 2,786 176.884 Þorskur(1-2n.) 59,00 54,00 56,69 13,066 740.774 Siginn fiskur 80,00 80,00 80,00 0,028 2.240 Ýsa 116,00 92,00 108,63 10,964 1.191.055 Ýsa(umál) 65,00 60,00 61,96 0,683 42.320 Ufsi 30,00 30,00 30,00 0,344 10.320 Ufsi(umál) 30,00 30,00 30,00 0,301 9.030 Steinbítur 54,00 54,00 54,00 0,067 3.618 Lúða(stór) 230,00 225,00 226,78 0,143 32.430 Skarkoli 54,00 52,00 52,10 1,064 55.430 Samtals 76,86 29,446 2.263.101 Selt var úr neta- og færabátum. í dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr Jóni Vídalín, Krossnesi SH og bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 78,00 50,00 66,34 73,623 4.884.103 Ýsa 116,00 79,00 91,61 13,261 1.214.781 Karfi 44,50 16,00 37,84 4,271 161.611 Ufsi 34,50 12,00 32,25 2,399 77.365 Steinbítur 57,50 39,00 47,75 3,190 152.330 Langa 42,50 36,00 40,52 2,285 92.593 Lúða 240,00 185,00 230,25 0,264 60.785 Sólkoli 67,00 67,00 67,00, 0,500 33.500 Keila 19,00 11,00 17,70 1,897 33.581 Öfugkjafta 30,00 30,00 30,00 1,500 45.000 Samtals 65,23 104,309 6.804.519 Selt var meðal annars úr Skarfi GK og Hópsnesi GK. i dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. Vikusól VIKUFERÐIR TIL BENIDORM. Einstakt tækifæri til að lengja sumarið og dvelja við fróbær- an aðbúnaó á einni p......... fegurstu baðströnd Evrópu. Aðeins örfá _ sæti til ráðstöfunar. '' ' • VERÐ FRÁKR. 28.1 00,- 2 í íbúð kr. 38.900,- [ERflRMIflSIÚeiN HfcHB Austurstræti 17, sími 622200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.