Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 38

Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989 38' Aðkomumenn urðu fyrir fólskulegri árás Arasarmennirnir undir áhrifum áfengis og sveppa TVEIR aðkomumenn urðu fyrir fólskulegri líkamsárás þriggja heimamanna í miðbæ Akureyrar aðfaranótt fostudags. Yfingar upphófust milfi mannanna um tvöleytið um nóttina og lauk með því að flytja þurfti þá sem fyrir árásinni urðu í Fjórðungssjúkrahú- sið. Annar aðkomumannanna flúði í port á bak við Akureyrarapótek þar sem tveir af árásarmönnunum náðu til hans. Þar slógu þeir hann niður og rotuðu, en sneru við svo búið að félaga hans. Sá var einnig sleginn niður og tóku þá allir þrír við að sparka í hann liggjandi á götunni. Lögregla kom á staðinn og voru mennirnir fluttir í sjúkra- hús. Þar kom í ljós að sá er spark- að hafði verið í var með tvo brák- aða hryggjarliði og skemmd á nýrum. Félagi hans var ekki eins alvarlega slasaður. Árásarmenn viðurkenndu við yfirheyrslu hjá rannsóknarlög- reglu að hafa verið undir áhrifum áfengis og einn sagðist hafa étið sveppi sem hefðu skyntruflandi áhrif. Rannsóknarlögregla vinnur áfram að rannsókn málsins og bið- ur þá sem vitni hafa orðið að at- burðinum að gefa sig fram. Norðurland: Arsverkum í iðnaði hefiir flölgað nokkuð ÁRSVERKUM hefur fækkað um 440 í landbúnaði á Norðurlandi frá árinu 1981 til 1987. Aftur á móti hefiir störfum í fiskveiðum og vinnslu fjölgað um 273 og i iðnaði um 399. Hlutfall iðnaðar af skráðum ársverkum á þessu tímabili hefiir verið 18-19% og er Norðurland allt tímabilið með hlutfallslega mestan iðnað af öllum kjördæmum landsins. Hlutfall iðnaðar er mismunandi eftir byggð- arlögum og er langhæst á Akureyri. Morgunblaðið/Rúnar Þór • Óku útaf við Vaðlareit Ökumann og farþega þessarar bifreiðar sakaði ekki þegar bíllinn lenti útaf veginum við Vaðlareit og stakkst fram fyrir sig og féll nokkra metra niður í hlíðina neðan vegarins. Atvikið átti sér stað á sunnudagsmorgun og voru tveir ungir menn á leið frá Akureyri. Á veginum til móts við bæinn missti ökumaður vald á bifreiðinni og lenti hún útaf, stakkst í hring fram fyrir sig og hafhaði nokkrum metrum neðar í hlíðinni. Að sögn lögreglu var mesta mildi að ekki fór verr, en hvorki ökumann né farþega sakaði og taldi lögregla að þar hefðu bílbelti bjargað öllu. Önnur tíðindi af vettvangi lögreglunnar er þau helst að fjórir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur um helgina og tólf voru teknir fyrir of hraðan akstur. I gær, mánudag mæfdust tveir ökumenn mótorhjóla á 135 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 km. og voru þeir sviptir ökuleyfí. Amtsbókasaftiið: Þjónusta við aldraða o g Þetta kom fram í erindi sem Unnur G. Kristjánsdóttjr iðnráð- gjafi Norðurlands vestra hélt á fjórðungsþingi Fjórðungssam- bands Norðlendinga, en því lauk á laugardag. » Einnig kom fram í erindi Unnar að á þessu sama tímabili var 47-50% ársverka í framleiðslu- greinum og 50-53% í þjónustu- greinum. „Eg fullyrði að þetta sé heppileg skipting og tel brýnustu atvinnuþróunarverkefni á Norður- landi að þróa og auka framleiðslu 0DEXION IMPEX hillukerfi án boltunar LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Simi (91)20680 öryrkja hefiir stóraukist og ferðamannaþjónustu vegna þess að fyrirsjáanlegur er frekari samdráttur í landbúnaði og afla- magn úr sjó mun í besta falli standa í stað,“ sagði Unnur. Gera má ráð fyrir að ársverkum í landbúnaði og afleiddum greinum fækki um a.m.k. 500 á næstu 5-8 árum og sambærileg fækkun í sjávarútvegi verði á bilinu 2-300 ársverk. Unnur sagði að því þyrfti að fjölga atvinnutækifærum í öðr- um greinum um a.m.k. 2-3.000 fyrir 1994-7. Um er að ræða tilraun sem standa mun í nokkra mánuði og miðar einn- ig að hagræðingu í starfi og bættri þjónustu. Breytingar á starfsemi og tilhögun lyflækningadeildar bæta verulega þjónustu við sjúklinga svæðisins. Sú nýbreyti var tekin upp sl. vor að hluta deildarinnar var breytt í STAÐA bókasafhsfræðings í hálft starf vegna þjónustu við aldraða og öryrkja er á óskalista forráða- manna Amtsbókasafnsins á Akur- eyri. Engar stöður hafa bæst við á safninu um langt skeið. Þjónusta við aldraða og öryrkja hefur auk- ist mjög og á síðustu tveimur árum hefur aukningin verið rúm 50% og ásókn þessa hóps í bækur er fimm daga deild og var það gert til að skapa ákjósanlegt umhverfi fyrir skjólstæðinga, en hlutfall bráðatil- fella og fárveikra sjúklinga eykst á sama tíma og meðal legutími stytt- ist. Þannig hefur mikill og jafn þungi og stóraukinn hraði einkennt störfin á deildinni og var því gripið til þess ráðs að skipta henni í tvær einingar. enn að aukast. Það eru starfsmenn á lestrarsal sem sjá um að taka til bókapakka til handa þeim sem óska eftir heim- sendum bókum. Á lestrarsal er ein staða, sem tveir starfsmenn sinna í hlutastörfum. Rúmlega 50 manns njóta heimsendingarþjónustunnar reglulega, en að jafnaði eru um 20 heimsendingar í viku hverri og fá sumir allt upp í átta til tíu titla senda heim vikulega. Hólmfríður Andersdóttir starfs- maður á lestrarsal sagði að nýir lán- þegar bættust í hópinn í hverri viku og væri það sístækkandi hópur, sér- staklega eldra fólks, sem fengi sendar bækur frá safninu. Soroptim- istaklúbbur Akureyrar annast út- keyrslu á bókunum. Hólmfríður sagði að þó svo að dregið hefði úr útlánum til hins al- menna lesanda í kjölfar aukins fram- boðs afþreyingarefnis í sjónvarpi, þá gilti hið sama ekki um eldra fólkið, þar væri hópur sem ekki hætti að lesa. Lárus Zophaníasson amtsbóka- vörður sagði að ótvírætt væri þörf fyrir þjónustu af þessu tagi við þá sem ekki geta sótt safnið sjálfir Við opnun hinnar nýju deildarein- ingar í gær, færði Gunnlaugur P. Kristinsson, formaður Félags sykur- sjúkra á Akureyri og nágrenni, deild- inni blóðsykurmæli að gjöf frá félag- inu. Þorkell Guðbrandsson yfirlæknir á lyflækningadeild þakkaði gjöfina og einnig 300 þúsund króna framlag Lions-klúbbsins Hugins til kaupa á magaspegli og Krabbameinsfélgi Akureyrar og nágrennis sem gaf hægindastól fyrir sjúklinga. Þá þakk- aði hann einnig aðstandendum Snorra Guðjónssonar sem færðu deildinni litasjónvarp að gjöf. vegna aldurs eða fötlunar. Því væri ljóst að áður en langt um liði væri nauðsynlegt að ráða bókavörð til að annast öldrunarþjónustu safnsins. „Ég setti þessa stöðu á óskalista við gerð síðustu fjárhagsáætlunar, en það var strikað yfir hana. Við reynum aftur næst,“ sagði Lárus. Auk þess sem þjónusta við aldraða hefur aukist er einnig ætlunin að auka samstarf við bókasöfn á Fjórð- ungssjúkrahúsinu og á dvalarheimil- unum á næsta vetri, en allar sending- ar frá Amtsbókasafninu eru tölvu- skráðar og því heilmikil vinna við þær. „Það verður eflaust mikið annríki hjá starfsmönnum á lestrar- sal í vetur,“ sagði Lárus, en fjölmarg- ir nemendur skólanna í bænum sækja salinn að jafnaði. Morgunblaðið/mþþ Héldu hlutaveltu Þessir krakkar héldu fyrir skömmu hlutaveltu og söfii- uðu 5.000 krónum, sem þeir gáfti til byggingar sundlaugar við Sólborg. Sitjandi frá vinstri eru Björn Kristinsson, Jóhann Kristinsson og Viðar Valgeirsson. I efri röðinni eru Elva Dögg Sigfúsdóttir, Berg- vin Stefánsson og Einar Kristjánsson. Morgunblaðið/Rúnar Þór Við opnun nýrrar deildareiningar lyflækningadeildar FSA, Þorkell Guðbrandsson yfirlæknir lyflækningadeildar, Elín Margrét Hallgrí- msdóttir deildarhjúkrunarfræðíngur og Nick Cariglia deildarlæknir. FSA: Ný eining við lyflækningadeild NÝ deildareining við lyflækningadeild FSA var formlega opnuð við stutta athöfh á sjúkrahúsinu í gær. Þessum hluta lyflækningadeildarinn- ar er fyrst og fremst ætlað að þjóna þeim einstaklingum sem þarftiast skammtíma innlagnar og má þar nefna fólk sem þarfnast lyfjameð- ferðar vegna krabbameins eða rannsókna vegna meltingarfærasjúk- dóma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.