Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR ð. SEPTEMBER 1989
39
Var einhver að tala
um hættumerki?
eftir Reyni Hugason
Það er svo skrýtið að hvert sem
við leitum fáum við sama svar. Menn
haida að það sé eitthvað óeðlilegt á
seiði í þjóðfélaginu. Einstaklingar og
fyrirtæki haldi að sér höndum. Menn
þori ekki að leggja út í nýjar fram-
kvæmdir eða fjárfestingar. Hvað er
um að vera?
Nei annars, bíðið róleg ríkisstjórn-
in hlýtur að bjarga þessu öllu. Skóg-
ræktin er að koma. Við ræktum bara
borðvið, auðvitað! Það er sú nýja
atvinnugrein sem öllu mun bjarga.
Það segja að minnsta kosti helstu
atvinnumálaspekingar ríkisstjórnar-
innar. Hefur okkur ekki í gegnum
tíðina verið óhætt að treysta þeim?
Hver getur svo sem farið að fást
um það þó að eitthvað af rótgrónum
stórfyrirtækjum rúlli á hausinn.
Svona fyrirtæki eins og til að mynda
Trésmiðjan Víðir, Grandi h/f, JL-
húsið, Álafoss, Veltir, Kjötmiðstöðin
og Frystihúsið á Patreksfirði og önn-
ur ámóta fyrirtæki mega bara eiga
sig. Sum fyrirtækin eru að vísu svo
nátengd þjóðarsálinni að ríki og borg
verða að hlaupa undir bagga og_
bjarga þeim, en hin sem byggja á
hefðbundnu gróðabralli og eru ekki
partur af undirstöðugreinunum sjáv-
arútvegi og landbúnaði mega sko
róa. Hver sér eftir þeim? Grandi og
Álafoss halda því áfram um sinn,
því ef undirstöðugreinarnar geta
ekki gengið í þessu landi, hvar stönd-
um við þá?
Minnsta eining sem unnt er að
hugsa í sambandi við atvinnuupp-
byggingu er 100 milljónir. Það er
ekki hægt að vera að ónáða ríkis-
stjórnina fyrir minna. Þess vegna er
það sem hlutirnir eru gerðir eftir-
minnilega og almennilega þegar tek-
Vettvangs-
ferðir NVSV
STJÓRN Náttúruverndarfé-
lags Suðvesturlands hefiir
ákveðið að fara inn á rtýjar
brautir í starfsemi sinni og
skipuleggja vettvangsferðir.
Reynt verður að fá sem flesta
einstaklinga, fjölskyldur, fé-
lög, stofnanir og fyrirtæki til
að taka þátt í að kynna, varð-
veita og bæta eigið um-
hverfi. Þá er átt við um-
hverfi íbúðarsvæðis, vinnu-
staðar og útivistarsvæða.
Fyrsta vettvangsferðin verð-
ur farin í Öskjuhlíðina við Blá-
fjallaleið á þriðjudag, 5. sept-
ember. Bláfj allaleið er ómerkt
gönguleið ofan út Bláfjöllum
niður í Hljómskálagarð. Þátt-
takendur mæta á grasflötina
vestan við Hitaveitutankana á
þriðjudagskvöld klukkan 20.
Rætt verður um framtíð svæð-
isins, útsýnis yfir Skerjafjörð
og Kollafjörð notið og horft á
sólarlagið.
í frétt frá Náttúruverndarfé-
lagi Suðvesturlands segir, að
félagið hvetji alla, sem áhuga
hafi á þessum málum, að koma
og taka þátt í eða fylgjast með
umræðum á stöðunum.
Reynir Hugason
Þetta verður alveg-
ábyggilega stórat-
vinnugrein ef við bara
pungum út með nokkra
hundrað milljón kalla í
viðbót nú þegar verst
stendur.
ið er til hendinni á annað borð. Lítum
bara á helstu afrek ríkisforsjárinnar
í atvinnumálum á undanförnum
árum.
Loðdýraræktin er gott dæmi.
Þangað hafa hundrað milljónir farið
í kippum, og bíðið bara róleg, þótt
það sé niðursveifla sem stendur í
skinnaverði, þá eiga eftir að koma
betri tímar þar og þá vinnum við
þetta upp. Þetta verður alveg ábyggi-
lega stóratvinnugrein ef við bara
pungum út með nokkra hundrað
milljón kalla í viðbót nú þegar verst
stendur.
Fiskiræktin er annað gott dæmi.
Það þarf ábyggilega ekki marga
hundrað milljón kalla í stuðning við
fiskiræktina til að drepa Norðmann-
inn af sér. (Þörungarnir hjálpa okkur
nú líka). Þegar við erum lausir við
Nojarann og verðið fer að hækka
aftur fáum við tækifæri til að dásama
verk ríkisstjórnarinnar. Þá sjáum við
hve framsýnir menn voru og hve
gott er að eiga ríkistjórnina að til
að hugsa fyrir sig.
Nýjasta viðfangsefnið er nytja-
skógræktin. Landið okkar er svo til
bert og því ómæld verkefni framund-
an. Bændur og þeir byggðakjarnar
sem lifa á þjónustu við landbúnaðinn
geta séð fram á botnlausa vinnu í
tugi ef ekki hundruð ára við plöntun
og hirðingu á nytjaskógi, og hver
ætlar svo sem að neita því að nytja-
skógur, borðviður, sé ekki góð sölu-
vara. Er ekki einmitt verið að tala
um að skóglendi sé á undanhaldi í
heiminum. Nei, í þeirri grein er sko
ekki við neitt offramleiðsluvandamál
að glíma. Ef nokkurn tíma hefur
verið hægt að setja fram sterk fjár-
hagsleg rök fyrir því að leggja út á
nýjar brautir í atvinnuuppbyggingu
þá er það nú. Það fer að sjálfsögðu
eftir því hve miklu fé við veijum í
stofnframkvæmdir hve mikið þetta
gefur af sér með tíð og tíma. En það
gefur af sér, það er á hreinu.
Okkur munaði ekki mikið um að
auka niðurgreiðslur á landbúnaðar-
vörum um 500 milljónir I vetur.
Skyldi ekki vera skynsamlegra jafn-
vel að nota þessar 500 milljónir í
skógrækt. Við ættum að athuga það
fyrir næstu fjárlög hvort við veitum
ekki þessum peningum þangað í
staðinn. Þetta yrðu um 100 þús.
krónur á hvert býli. Þeir peningar
gera nú reyndar ekkert útslag fjár-
hagslega fyrir bóndann en þetta
gæti orðið sæmileg aukabúgrein eða
hlunnindi. Eftir 30 ár færi svo þessi
atvinnugrein að skila arði, borðviði.
Þá kvartar væntanlega enginn. Þá
vildu víst allir Lilju kveðið hafa.
Við íslendingar ættum að þekkja
það af reynslu að það er lang best
að hlíta forsjá góðrar ríkisstjórnar í
atvinnumálum. Samhæft átak til
uppbyggingar í atvinnulífinu er
miklu öflugra en aðgerðir einstakl-
inga eða fyrirtækja. Hvernig var
ekki með það hér um árið þegar
ákveðið var að greiða fyrir smíði á
skuttogurum. Á örfáum árum eign-
uðumst við um 100 skuttogara. Ekki
halda menn víst að þetta hefði geng-
ið ef einstaklingsframtakið hefði ráð-
ið ferðinni. Nei hér varð að örva
menn til dáða. Eins og ailtaf þegar
ríkisvaldið tekur að sér svona verk-
efni í atvinnuuppbyggingu þá veitir
það góð lán til framkvæmdanna,
105% - 110% er algengt, enda ekki
við því að búast að einstaklingar eða
smáfyrirtæki úti um land geti pung-
að út með mörg hundruð milljónir
fyrir skuttogara.
Skuttogararnir hafa haldið í okkur
lífinu nú um 15 ára skeið. Enginn
er svo skyni skroppinn að neita því.
Þess vegna megum við vera þakklát
fyrir þá ríkisforsjá sem okkur var
veitt og okkur ber að vænta hins
sama af forsjá núverandi ríkisstjórn-
ar. Trén verða okkur ekki einungis
fjársjóður framtíðarinnar, heldur
veður að þeim mikill fegurðarauki.
Það sem mest er þó um vert — bænd-
ur þurfa ekki lengur að finna til sekt-
ar yfir því að framleiða. Nú nær
atvinnugreinin fyrri reisn. Nú verður
ekki um neina offramleiðslu að ræða!
Af ofangreindu má ráða að ekki
er nokkur ástæða fyrir þjóðina að
örvænta? Ríkisstjórnin hlýtur að hafa
séð fyrir þá ládeiðu í viðskipta- og
atvinnulífi sem nú gagntekur þjóð-
félagið. Mun ekki alltsjáandi auga
hennar sjá til að einhveijir molar
hrökkvi af borðunum til okkar hinna
sem erum svo ólánssamir að vera
ekki beint eða óbeint tengdir undir-
stöðuatvinnuvegunum. Við erum að
vísu orðnir aðþrengdir og fyrir dyrum
standa fjöldauppsagnir, gjaldþrot
fyrirtækja og atvinnuleysi ef um-
hverfi atvinnulífs í landinu breytist
ekki. Við erum samt alltaf bjartsýnir
og höldum sjó í von um betri tíð og
tökum undir með skáldinu sem kvað:
Ég leggst á bæn og bið þig hljóður
að breyta alltaf svo við'mig,
að ég hafi Guð minn góður
gagn af því að elska þig.
Höfundur er verkfræðingur.
OG FARARSTJÓRASKÓLI
í PALMA Á MALLORCA
Hóteístörf, fararstjórn, flugvallarstörf, farseöla-
útgáfa, og fleira tengt ferðaþjónustu.
Samstarf hefur tekist á milli íslenskra og spænskra aðila um starf-
rækslu íslensks ferðamála- og fararstjóraskóla á komandi vetri í
Palma á Mallorka. Skólinn verður starfræktur frá 30. október til
20. desember.
Skólinn er sniðinn fyrir þá sem vilja á skömmum tíma öðlast stað-
góða þekkingu á helstu undirstöðuatriðum ferðaþjónustu og far-
arstjórnar. Skólinn nýtur stuðnings spænskra ferðaaðila sem um
árabil hafa aðstoðað við hliðstæða skóla fyrir ferðaþjónustufólk
frá ýmsum löndum. Þátttakendur búa á ráðstefnuhóteli við höf-
uðborgina Palma á Mallorka, en þar fer kennslan einnig fram.
Kennt verður 5 daga vikunnar, 6 tíma á dag. Meðal námsgreina
má nefna:
HÓTELSTÖRF: Fjallað um grundvallaratriði hótelstarfa m.a.
gestamóttöku,bókunar-og sölukerfi auk annars er viðvíkur hótel-
störfum. Kennari: Jónas Hvannberg aðstoðarhótelstjóri á Hótel
Sögu.
FARSEÐLAÚTGÁFA OG
FLUGVALLARSTÖRF: Kennsla og þjálfun í útgáfu farseðla,
upp- slætti í handbókum um alþjóðlegt áætlunarflug, I.A.T.A.
fargjaldareglum, afgreiðslustörfum á flugvöllum og fleiru.
SPÆNSKA: Veitt undirstaða í málinu er nægja á til einfaldra
samræðna og skilnings á venjulegu rituðu máli. Nemendum
verður skipt í 3 bekki, fyrir byijendur og lengra komna. Kennar-
ar: Halldór Þorsteinsson MA, skólastjóri Málaskóla Halldórs,
Sonja Diego og Steinar W. Árnason magister.
SPÆNSK SAGA OG
MENNING: Saga og menning Spánar og annarra miðjarðarhafs-
landa. Komið verður víða við og drepið á helstu einkennum
landa, fólks og lífshátta. Kennari: Órnólfur Árnason rithöfundur
og kvikmyndaframleiðandi.
KYNNISFERÐIR: Skipulagning og framkvæmd skoðunar- og
skemmtiferða. Kennari: Örnólfíir Arnason.
SÁLFRÆÐI: Mannleg samskipti í þjónustustörfum. Kennari
Sjöfn Ágústsdóttir MS í sálarfræði.
HEILSUFAR: ítarleg umfjöllun um heilsufar, heilsugæslu, matar-
æði o.s.frv. einkum með tilliti til dvalar á ströndum miðjarðar-
hafsins.
FRAMKOMA, FRAMSÖGN: Tilsögn í meðferð talaðs máls og al-
mennri framkomu í ferðaþjónustu. Kennari: Gunnar Eyjólfsson
leikari.
SPÆNSK LÖG: Drepið á helstu atriði er við koma dvöl erlendra
ferðamanna og starfsemi erlendra ferðaskrifstofa á Spáni. Jafn-
framt almennt um réttarstöðu útlendinga þar í landi þ.á m. varð-
andi íbúðarkaup, langdvalarleyfi o.s.frv. Kennari Gabriel Ferrer
hæstaréttarlögmaður í Palma.
Skólanum lýkur með prófum í helstu námsgreinunum og fær
hver nemandi skírteini til staðfestingar á þátttöku sinni og náms-
árangri.
Nánari upplýsingar um skólann eru veittar á skrifstofu TRANSA,
Vesturgötu 12 Rvk. í síma 91-22525 eða hjá skólastjóranum Örn-
ólfi Árnasyni í síma 91-27514.