Morgunblaðið - 05.09.1989, Page 44

Morgunblaðið - 05.09.1989, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJÚDAGUR 5. SEPTEMBER 1989 Ný fHmerki 20. september _______Frímerki____________ Jón Aðalsteinn Jónsson Eftir alllangt hlé boðar Póst- og símamálastofnunin útkomu þriggja nýrra frímerkja 20. þ.m. Um það bárust mér tvær tilkynn- ingar, nr. 6 og 7, sem póstlagðar voru 22. ágúst, eða tæpum mán- uði fyrir útgáfudag. Hér er því enn sama seinlætið á ferðinni um til- kynningat- póststjórnarinnar og allt of oft hefur gerzt. Það er eins og forráðamenn póstsins skilji aldrei nauðsyn þess fyrir við- skiptavini sína að fá tilkynningar um ný frímerki í hendur svo tíman- lega, að þeir geti undirbúið frímerkjakaup sín með nægum fyrirvara. Að vísu er áður búið að gera stutta grein fyrir þeim frímerkjum, sem væntanleg eru á árinu, og nokkurn veginn, hvenær þeirra sé von á markað. Hins veg- ar vantar þá eðlilega nánari lýs- ingu á hverri útgáfu, og eins er myndefnið sjaldnast tilbúið til birt- ingar. í þessum þætti hefur stund- um áður verið kvartað undan þess- um óhæfilega seinagangi póst- stjómarinnar, en því miður virðist talað fyrir heldur daufum eyrum. I tilkynningu nr. 6 er sagt frá því, að smáörk sú, sem út var gefin á Degi frímerkisins 9. okt. 1988, verði aðeins höfð á boðstól- um til 1. sept. 1989, «f hún verði þá ekki uppseld. Trúlega hafa kaupmenn og safnarar löngu áður verið búnir að tryggja sér þessa örk, svo að það hefur væntanlega ekki komið að sök, þótt aðeins væri tæpur hálfur mánuður til síðasta söludags, þegar þessi til- kynning barst þeim loks í hendur. Miðvikudaginn 20. september koma sem sagt út tvö landslags- frímerki, sem Þröstur Magnússon hefur teiknað. Á lægra verðgild- inu, 35 kr., er mynd af ijallinu Skeggja við Arnarfjörð. Mun þetta í fyrsta skipti, sem vestfirzkt landslag sést á frímerki, þegar undan er skilinn Fjallfoss í Dynj- 'andisá frá 1935 og ísafjörður á fiugfrímerki frá 1947. Má undar- legt heita, að ekki skuli oftar hafa verið leitað til Vestíjarða um myndefni, þegar haft er í huga, hversu landslag er þar víða stór- brotið. Á hærra verðgildinu, sem eru 45 kr., er mynd af Hverarönd við Námaskarð í Mývatnssveit. Bæði eru merki þessi falleg og sóma sér vel með öðrum íslenzkum landslagsfrímerkjum. Þau eru prentuð í Sviss eins og flest lands- lagsmerki okkar í seinni tíð, og eru 50 merki í örkinni. Hið eina, sem veldur áreiðanlega einhveij- um heilabrotum, eru verðgiidin. Ekki man ég í svip eftir nokkrum pósttöxtum, sem svara beint til þeirra. Hætt er því við, að einhver bið verði á, að þessi fallegu fríme rki komi fyrir sjónir almennings. Þriðja frímerkið, sem út kemur þennan santa dag, er minningar- merki um hundrað ára afmæli Bændaskólans á Hvanneyri. Verð- gildi þess eru 50 krónur og. 50 merki í örkinni. Hafa þá báðir bændaskólar okkar fengið frímerki á merkum tímamótum í sögu sinni, því að skólinn á Hólum í Hjaltadal kom á frímerki árið 1982. Myndefnið er málverk af staðnum eftir Pétur Friðrik Sig- urðsson listmálara. Má þar sjá öll hús staðarins, og baksviðið er Skarðsheiðin með Skessuhorn á miðri mynd. Frímerkið er prentað í stálstungu í Ríkisprentsmiðju Austurríkis, og er það í þriðja skiptið, sem póststjórnin leitar þangað. Vafalaust eru margir safnarar ánægðir með þá þróun, enda eru Austurríkismenn þekktir fyrir vandaða og fallega frímerkja- prentun. Um það bera og frímerki þeirra sjálfra gleggst vitni > BÆNDASSÓUNN A HVANNEVRI < Saga Bændaskólans á Hvann- eyri og eins saga staðarins er stuttlega rakin í tilkynningu póst- stjómarinnar, en ekki er ástæða til að endursegja alla þá sögu hér. Getið er um fyrsta ábúanda á Hvanneyri um 890. Var það Grímur hinn háleyski. Hann hefur sennilega kosið að setjast þar að vegna hinna miklu og góðu fiæði- engja, sem þar eru. Það voru ein- mitt sömu kostir og urðu til þess, að bændaskóli var stofnaður á Hvanneyri þúsund árum síðar. MIIIBBIH »TWTT1 Skólinn skiptist nú í tvær deildir: bændadeild, sem brautskráir bú- fræðinga eftir tvo vetur, og búví- sindadeild, þar sem námið er þtjú ár. Þar er um háskólakennslu að ræða í búfræði. Hafa umsvif skólans aukizt mjög á liðnum árum og áratugum. Kennarar við skólann hafa lengi stundað ýmsar rannsóknir samhliða kennslustörf- um sínum. Eins hafa bútæknitil- raunir verið gerðar þar á vegum Rannsókpastofnunar landbúnað- arins síðustu 25 árin. í gær, 1. september, hækkuðu póstburðargjöld nokkuð. Vafa- laust hefur póststjórnin ætlazt til að fá þessa hækkun nokkru fyrr, þar sem hún gaf einmitt út í maí- lok svonefnd Evrópufrímerki, sem nú fyrst koma henni að notum til burðargjalds. Almennt burðar- gjald innanlands og til Norður- landa er nú 21 króna og svo 26 krónur til annarra Evrópulanda. - < Morgun-, dag- og kvöldtímar. "LOKAÐIR" flokkar, hafiö samband strax. Byrjendur - framhald. Mis erfiöir tímar "LAUSIR' tímar. ^ITUN^f^F S9.90 SUÐURVERI p.s. Ö M unió I aug^ tímct°a riöcprr^ • Byrjendur og framhald á öllum aldri. • 1 x og 2 x í viku. • Strákar! Jazzballet er líka fyrir ykkur. HRAUNBERG Vönduö kennsla tryggir þinn árangur Tímar fyrir alla aldurshópa. Byrjendur - framhald. Góð alhliða þjálfun. dasýning vo( V^q' HRAUNBERGI • Börn og unglingar frá 6-13 ára • 1 x og 2 x í viku. • Framhald - byrjendur VETRARKORT I Raögreiðslur BOLHOLTI \ lH • Lengst komiö - framhald • listdanssviö. • A-Flokkur úr Suðurveri, Vondon • 1 n., 2 fl„ 3(1. °g41l. Iletskóli Báru V élritunamámskeið Vélritun er nauðsynleg undirstaða tölvuvinnslu. Lærið vélritun á vægu verði hjá vönu fólki. Næstu námskeið byrja 7. og 8. september. Innritun í símum 36112 og 76728. Vélritunarskólinn, Ánanaustum 15, s.28040. Ræðumennska og mannleg samskipti. Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn fimmtu- dag kl. 20.30 að Sogavegi 69, gengið inn að norðanverðu. ★ Námskeiðiö getur hjálpað þér að: ★ Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST. ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sann- færingarkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. ★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst að um- gangast aöra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustað. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 82411 0 STJÓRIMUIMARSKÓLIIMIM % Konráö Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiöin"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.