Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989
Besta faanleg lausn á málí sem
horfir til gífiirlegra framfara
- segir Þórður Þorbjarnarson, borg-
arverkfræðingur og stjórnarformaður
Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins
Sorpinu af höfuðborgarsvæðinú hefur verið fundinn endanlegur stað-
ur, samningar náðst um urðunarstað í Alfsnesi og ljóst að staðsetn-
böggunarstöðvar verður endurskoðuð og hún sett í samræmi
við það niður á söfnunarsvæðinu miðju, sem nær frá Hafnarfirði í
suðri og yfir Kjalarnes í norðri. Viðræður eru að hefjast við Aburðar-
verksmiðjuna í Gufimesi um ákjósanlegasta staðinn fyrir böggunar-
stöðina á hálfum fjórða hektara lands norðan við núverandi sorp-
hauga og í um eins kílómetra fjarlægð frá næstu byggð í Hamra-
hverfí. Aburðarverksmiðjan er þar á leigulandi til næstu 20 ára og
engin áform um nýtingu á þessu tiltekna svæði. Hefur framkvæmda-
sfjórinn tekið vel í þessa málaleitan. Bregðist það verður litið á
annan stað fyrir böggunarstöð í norðanverðu Grafarholti, austan við
bæinn Engi.
Samningurinn sem Reykjavíkur-
borg gerði við_ Kjalarneshrepp um
urðunarstað í Álfsnesi verður lagð-
ur fyrir borgarráð í dag til stað-
festingar og þá fær stjórn Sorpeyð-
ingar höfuðborgarsvæðisins málið
1» meðferðar, að því er Þórður Þor-
Ujamarson borgarverkfræðingur og
formaður stjómar byggðasamlags-
ins tjáði fréttamanni Morgunblaðs-
ins. Þar með er málið loks í höfn
og hægt að heíjast handa. Enn virð-
ast spurningar þó vakna um að-
stæður og ýmsa framkvæmdaþætti
í þessu viðkvæma og deilusækna
máli og því ekki úr vegi að fá hjá
honum nánari upplýsingar.
Þórður sagði þann kost sem
sveitarfélögin eigi nú, eftir að
•rffemningar tókust við Kjalarnes-
hrepp um. að Reykjavík kaupi jörð-
ina Álfsnes og heimilt sé að urða
þar sorpið, sé mjög hagkvæmur.
Þarna sé um að ræða 60-70 milijón.
króna árlegan sparnað í rekstri
fyrir þessi átta sveitarfélög og íbúa
þeirra. Með samningi Reykjavíkur-
borgar og Kjarlarneshrepps fái
sveitarfélögin að urða þama bagga-
sorp í 25 ár á 40_ ha svæðj, sem
er vestast í lancti Álfsness. Á móti
kemur að Hitaveita Reykjavíkur
yfirtekur Hitaveitu Kjalnesinga,
svo þeir njóta sömu kjara og aðrir
viðskiptavinir, sem mun lækka hita-
veitugjöld heimilanna þar um 50%.
Einnig getur sveitarfélagið tekið
i*>r:vörðun um það á árinu 1990
hvort það vill kaupa jörðina og láta
fjögurra milljón króna árlegt urðun-
argjald ganga til kaupanna og átt
jörðina að 25 ámm liðnum. Er það
sjálfstæð ákvörðun Kjalnesinga.
Þótt böggunarstöðin verði flutt
frá Hafnarfirði, þar sem búið var
að velja henni stað, þá má nýta
sömu hönnun bygginga. Verður
húsið fellt mjög vel inn í landið
með torfhleðslum upp á veggi. Um
afstöðu Hafnfirðinga sagði Þórður
að þeir hefðu alltaf verið mjög
ærlegir í þessu samstarfi og gert
allt sem í þeirra valdi stóð til þess
að greiða fyrir málinu. Þeir hafa
verið sammála þeirri afstöðu stjórn-
'~rrr byggðasamlagsins að gera ávallt
það sem hún telur best fyrir heild-
SUZUKI
1989» TS50X
►\
GOTT
VERÐ
SUZUKI UMBOÐIÐ H/F
Skútahrauni 15, S 65-17-25
ina. Böggunarstöð í Gufunesi hafi
þann kost fram yfir aðra, að þegar
búið verður að leggja veginn úr
Gufunesi yfir Gunnunes og Álfsnes,
sem til er á skipulagi, þá ,sé ekki
nema 6 km leið frá böggunarstöð
á urðunarstaðinn. Vegagerðin hef-
ur gert framkvæmdaáætlun um
þennan veg í framhaldi af sam-
þykktri þingsályktunartillögu og
því megi búast við honum á fram-
kvæmdaáætlun þjóðarinnar á
næstu árum. Allur flutningur fer
fram í lokuðum bílum, reiknað með
15 bílum á dag, svo ekki verrður
um fok úr þeim að ræða. Dreifing
yrði þá innanhúss í böggunarstöð-
inni sjálfri og losni eitthvað meðan
verið er að stafla upp, verði það
einfaldlega tint upp jafnóðum, að
því er Þórður sagði.
„Urðunarstaður norðar á Kjalar-
nesi hefði ekki komið til greina
vegna aukinnar fjarlægðar,“ sagði
Þórður, þegar hann var spurður um
það mál.„ Dýrasti liðurinn er rajun-
ar flutningurinn á sorpi til móttöku-
stöðvar, þvi þá eru notaðir dýrari
bílar sem taka minna magn. En
áætlaður flutningur á baggasorpi
frá móttökustað á urðunarstað ger-
ir ráð fyrir 88 þúsund tonnum.
Hver kílómetri sem bætist þar við
eykur kostnaðinn um eina milljón
króna á ári. Því varðar mjög miklu
að velja bæði böggunarstað og urð-
unarstað í skynsamlegri fjarlægð
frá upptökum vandans.“
„Það sem mestu skiptir í þessu
máli er að nú verður í fyrsta skipti
tækifæri til að skoða í böggunar-
skálanum’allt iðnaðarsorp, en tveir
þriðju hlutar alls sorpsins á svæðinu
kemur frá iðnaði og verslun. Mót-
tökuskálinn er um 5000 fermetra
bygging og skoðun á að koma í veg
fyrir að nokkur óæskileg efni fari
með því á urðunarstað. Þau verða
tínd úr og eytt á viðeigandi hátt.
Er þarna sérstakt hús fyrir eitur-
efni og búið að ná samningum um
eyðingu á slíkum efnum í Dan-
mörku. Húsasorpið fer um annan
skála og beint á urðunarstað. Þar
kemur til kasta sveitarfélaganna
að láta flokka soipið frá heimilun-
um.
Á urðunarstaðnum í Álfsnesi er
gamall þéttur berggrunnur, svo að
hægt er að hafa vald á öllu frá-
rennslisvatni. Auðvelt að gera þær
ráðstafanir sem þurfa þykir, t.d.
er hugsanlegt til öryggis, að leiða
það gegnum sandsíur. „Nú þegar
við höfum þennan urðunarstað í
Álfsnesi í hendi okkar, verður auð-
vitað farið út í allar þær rannsókn-
ir sem þörf er á til að frágangur
verði eins og hjá siðuðu fólki,“
sagði Þórður. „Og auðvitað verður
það gert í samvinnu við heiibrigðis-
yfirvöld á svæðinu. Við byrjum á
því að bora og kortleggja grunnvat-
nið. Það hefði þurft að gera á
hvaða urðunarstað sem er, því
maður verður að geta fylgst vel
með slíku."
Við ræðum áfram um hugsan-
lega mengunarhættu í sjó og Þórð-
ur segir að allt frárennsli fari í
Þerneyjarsund, ekkert Leirvogs-
Urðunarstaðurinn í Álfsnesi í notkun á efri mynd og eftir að lokið er urðun á neðri myndinni.
i I
rtJ
Urðunarstaður sorpsins í Álfsnesi er í mýri, þar sem grafið verður 4 m niður á fast berg, hlaðið upp
böggum, sem grafíð er yfir jafnóðum og gerður fimm metra hár jarðvegsveggur í kring.
megin. Raunar sé engin hætta á
ferðum. Aldrei hafi verið hægt að
mæla neina mengun í sjó út af
Gufunesi, sem rekja megi til haug-
anna. Þar framhjá fari þó laxinn
sem gengur í Elliðaárnar og úti
fyrir sé fiskeldi í stórum stíl.
Hvað sjónmengun snerti, þá sé
urðunarstaðurinn í Álfsnesi í mýr-
arfláka, þar sem hægt er að grafa
hann 4 metra niður á fast og verð-
ur að auki reistur 5 metra hár jarð-
Miklar malbikunarfram-
kvæmdir á Sauðárkróki
Sauðárkróki.
HJÁ Sauðárkróksbæ standa nú
yfir miklar malbikunarfram-
kvæmdir. Þegar hefur verið Iok-
ið við að leggja slitlag á þær
íbúðargötur í Hlíðarhverfi sem
eftir voru og hefur þá sá lang-
þráði áfangi náðst, að ljúka
hverfínu. Þá hefur einnig hefur
einnig verið lagt slitlag á nokkr-
ar götur niðri í bæ, svo sem
Víðimýri, Eyrarveg og Skarðs-
eyri. Nýtt slitlag verður lagt á
famlar götur og er það hluti
kagfirðingabrautar, Sæmund-
arhlíðar og hluti Strandvegar.
Að sögn Snorra Björns Sigurðs-
sonar bæjarstjóra er áætlað að
framkvæmdum við malbikunina
verði lokið fyrir 20. þessa mánað-
ar, en einnig er gert ráð fyrir að
steyptir verði kantsteinar meðfram
öllum íbúðargötum, og gangstéttar
lagðar með götum norðan stofn-
götu í Raftahlíð og sunnan Sauðár-
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson.
Malbikunarframkvæmdir við upphitaðan körfuboltavöll við Gagn-
fræðaskólann.
hlíðar. En þó að ökumenn fagni
því að fá bundið slitlag á göturnar
má þó ætla að jafnvel enn meiri
fögnuður verði yfir upphituðum
körfuboltavelli við Gagnfræðaskól-
ann sem einnig er frágenginn og
)Oí
i l
ld
"J
. i
a}
5i