Morgunblaðið - 05.09.1989, Qupperneq 48
‘48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5, SEPTEMBER 1989
Minning:
Marta F. Bjömsdóttir
frá Vestmannaeyjum
Fædd 15. nóvember 1926
Dáin 24. ágúst 1989
Okkur frændsystkinin langar til
að minnast ömmu okkar elskulegr-
ar, Mörtu Björnsdóttur, í fáeinum
orðum.
Við börnin eigum öll yndislegar
minningar úr Eyjum þar sem amma
bjó mestan hluta ævi okkar. Oft
sátum við saman við eldhúsborðið
á Túngötunni og spiluðum „rakka“
eða „yatzy“ við ömmu. Þótt amma
væri iðulega þjáð af bakverkjum,
lét hún það aldrei bitna á okkur
krökkunum, heldur var hún ávallt
þolinmóð við okkur þótt við gerðum
mörg prakkarastrikin.
Við munum aldrei gleyma henni
ömmu okkar góðu, sem gafst aldrei
upp þótt á móti blési og reyndist
okkur alltaf vel þar til yfir lauk.
Daði, Eir, Hlín og Vin.
Hún Marta Björnsdóttir var að
vestan, fædd á ísafirði þann 15.
nóvember 1926 og hefði því orðið
63 ára á þessu ári. Um þrítugt
flutti hún til Vestmannaeyja og
átti heima þar allt fram á síðasta
ár, en þá flutti hún ásamt eigin-
manni sínum, Magnúsi H. Magnús-
syni fyrrum bæjarstjóra í Vest-
mannaeyjum, suðurtil Reykjavíkur.
Ég kynntist Mörtu fyrst árið
1973, en þá voru erfiðir tímar fyrir
Eyjamenn. Eiginmaður Mörtu,
Magnús, var þá bæjarstjóri þar og
Marta stóð fast við hlið hans og
veitti honum þann góða stuðning
sem henni var einni lagið. Þá um
sumarið var tæplega þúsund böm-
um úr Vestmannaeyjum boðið til
Noregs í sumardvöl og átti norski
Rauði krossinn stóran þátt í því.
Vegna þessa var þeim hjónum
Mörtu og Magnúsi boðið að sjá
hvemig aðbúnaður var og fengum
við Arnþór bróðir minn að fljóta
með sem fréttamenn, en við sáum
um frétta- og upplýsingaþátt
(Eyjapistil) hjá Ríkisútvarpinu fyrir
Vestmanneyinga sem vom í dreif-
ingunni eins og það var kallað í
Gosinu.
Þessi Noregsferð verður mér
ævinlega ógleymanleg fyrir þær
móttökur sem við fengum hjá gest-
gjöfum okkar. Þar kynntist ég
Mörtu og fann hvaða mann hún
hafði að geyma.
Leiðir okkar lágu stundum sam-
an eftir það og éinkanlega eftir að
þær Herdís kona mín og Helga
Bryndís dóttir þeirra Magnúsar og
Mörtu hófu samstarf í tónlist. Marta
fylgdist með því samstarfi ‘af lífi
og sál og hvatti þær stöllur óspart.
Það duldist engum sem Mörtu
þekktu að hún gekk ekki heil til
skógar. Hún þjáðist af þmlátum
bakverk og í lok síðasta árs kom í
ljós að hún bar illkynja krabbamein
sem leiddi hana til dauða þann 24.
ágúst sl.
Ég heyrði Mörtu aldrei kvarta
vegna veikinda sinna en hún ræddi
um þau sem ofur eðlilegan hlut,
eins og þau væm vandamál sem
þyrfti að sigrast á. Þetta æðmleysi
hennar snart mig og ég bar djúpa
virðingu fyrir henni. Marta átti
einnig ákaflega létt meðað
skemmta öðm fólki og var hrókur
alls fagnaðar. En hún átti það til
að vera mjög ákveðin og lúrði ekki
á meiningu sinni, ef henni þótti
ástæða til.
Með þessum orðum langar mig
að þakka fyrir að hafa fengið að
kynnast manneskju eins og Mörtu.
Hún verður mér ætíð ímynd æðra-
leysis, glaðværðar og trausts.
Gísli Helgason
Við getum hvorki lengt líf okkar
né breikkað það. Við getum aðeins
dýpkað það.
Þegar við minnumst Mörtu
Björnsdóttur, sem fallin er frá langt
fyrir aldur fram, kemur okkur fyrst
í hug hversu hjartahlý og einlæg
hún var. Marta var ein þéirra
kvenna sem fannst sjálfsagt að
helga heimili, bömum og eigin-
manni starfskrafta sína. Enda var
það svo að hún stóð traust og
óhagganleg við hlið manns síns í
annasömu starfi hans, hvort heldur
var þegar hann var bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum á miklum um-
brotatímum, þegar jarðeldarnir gei-
suðu 1973, eða sem símstöðvar-
stjóri, þingmaður eða ráðherra.
Hlýtur hin góða skapgerð Mörtu
oft að hafa komið sér vel, því hún
var þrátt fyrir langvarandi veik-
indi, alla tíð uppörvandi og mikill
baráttumaður fyrir framgangi jafn-
aðarstefnunnar.
Kyrrðin er ekki á tindum fjall-
anna, hávaðinn er ekki á torgum
borganna. Hvort tveggja er í hjört-
um mannanna.
Marta var eðlisgreind og svo vel
máli farin að hún gat í stuttri meitl-
aðri setningu, lýst málefni á ljósan
og myndrænan hátt.
Við Alþýðuflokksfólk í Vest-
mannaeyjum söknum nú góðs fé-
laga, og hugur okkar allra dvelur
hjá vini okkar Magnúsi á þessum
erfiða tíma. Hann hefur ekki ein-
ungis misst eiginkonu heldur líka
sinn besta vin.
Fjölskyldunni allri vottum við
okkar dýpstu samúð.
Kristjana Þorfínnsdóttir,
Sólveig Adolfedóttir og
Elín Alma Arthúrsdóttir
Sumir kveðja,
og síðan ekki
sðguna meir
- Aðrir með söng,
er aldrei deyr.
(Þorsteinn Valdimarsson)
Þessar línur úr ljóði Þorsteins
Valdimarssonar „Ingi Lár“ gætu
eflaust verið grafskrift margra ljóð-
og tónelskra íslendinga.
Á þessari stundu finnst mér eins
og þær hafi verið ortar til minning-
ar um Mörtu Bjömsdóttur, vin
minn, félaga og samheija í nær
þijá áratugi, sem ég kveð nú hinstu
kveðju.
Að hafa átt Mörtu og Magnús
eiginmann hennar að nánum vinum
öll þessi ár er dýrmætara en hægt
er að tjá í fátæklegum orðum.
Allan þennan tíma hef ég verið
þiggjandinn. Þegið hlýju, um-
hyggju, uppörvun og vináttu, en
gefið svo grátlega lítið í staðinn.
Það má með sanni segja að Marta
hafi kvatt okkur vini sína og fjöl-
skyldu með „söng, er aldrei deyr“.
Að fylgjast með baráttu hennar
við dauðamein síðustu mánuðina
og vikumar, óbilandi kjark og
æðmleysi og finna sömu umhyggj-
una og hlýjuna og venjulega
streyma frá henni í orðum og við-
móti er „söngur, er aldrei deyr“.
Marta Bjömsdóttir fæddist á
ísafírði 15. nóvember 1926 dóttir
hjónanna Ingveldar Hermannsdótt-
ur og Björns Björnssonar, verk-
stjóra.
Hún var yngst fímm systkina en
þau em Guðrún Elísabet, Herdís,
Ólafur og Hermann.
Hún gekk í skóla á ísafírði og
lauk gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla ísafjarðar. Að prófi
loknu hóf hún störf hjá Pósti og
síma á Borðeyri en fór síðan aftur
til ísafjarðar og lauk prófi frá Hús-
mæðraskólanum Ósk.
Síðar fluttist hún til Reykjavíkur
og hóf störf hjá Pósti og síma. Þar
kynntist hún eftirlifandi eiginmanni
sínum Magnúsi H. Magnússyni sem
einnig starfaði hjá Pósti og síma
og gengu þau í hjónaband 23. nóv-
ember 1951.
Marta og Magnús reistu heimili
í Reykjavík en árið 1956 fluttust
þau til Vestmannaeyja þar sem
Magnús tók við stöðvarstjórn Pósts
og síma.
Upp frá því urðu þau bæði áber-
andi í bæjarlífinu, hann á sviði
bæjarmála og landsmála sem bæj-
arfulltrúi, bæjarstjóri, þingmaður
og ráðherra en Marta einn af burð-
arásunum í starfí Leikfélags Vest-
mannaeyja.
í starfinu hjá leikfélaginu komu
vel í ljós listrænir hæfileikar henn-
ar, sem hún flíkaði þó ekki daglega.
Fyrir utan ágæta leiklistarhæfi-
leika var hún afar tónnæm, hafði
yndi af góðri tónlist og lék gjarnan
sjálf undir söng í góðra vina hópi.
Hún hafði yndi af lestri bóka, las
allt miili himins og jarðar og var
hafsjór af fróðleik um ólíkustu hluti.
Þau Marta og Magnús reistu sér
hús á Túngötu 3 í Vestmannaeyjum
og í Vestmannaeyjum ólust böm
þeirra fjögur upp til fullorðinsára,
en þau era: Sigríður meinatæknir,
Páll fréttastjóri, Björn Ingi tölvun-
arfræðingur og Helga Bryndís
píanóleikari.
Fyrir um það bil ári var ljóst að
Marta var með krabbamein. Með
óbilandi skapstyrk og traustum
stuðningi ljölskyldu og vina hóf hún
baráttu fyrir lífí sínu, baráttu sem
lauk aðfaranótt hins 24. ágústs,
einhvers fegursta dags þessa sunn-
lenska sumars.
Þannig, eins og þessi heiðríki og
fagri dagur, geymist minningin um
Mörtu Bjömsdóttur í huga okkar
sem áttum hana fyrir vin.
Elsku Magnús, ég bið Guð að
styrkja þig, fjölskyldu þína og alla
ástvini í sorg ykkar.
Það er huggun harmi gegn að
kvatt var með söng, er aldrei deyr.
Reynir Guðsteinsson
SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI/ólafur ormsson
Að lifa með sólinni
Eftir allt sólarleysið á suðvestur-
homi landsins í sumar sem fróðir
menn telja sólarminnsta sumar
síðan 1913, í beinu framhaldi af
snjóþyngsta vetri í manna minnum,
má ætla að þeir sem búa hér á
höfuðborgarsvæðinu telji sig eiga
inni þó ekki væri nema eins og
þijá, íjóra sólardaga þar til suma-
rið er á enda, sem sumir vilja reynd-
ar meina að hafi aldrei komið hér
sunnanlands.
Það sá til sólar mánudaginn 24.
júlí og upp úr hádegi var samfellt
sólskin og það sem eftir var dags-
ins og héldu ýmsir upp á tilefnið
með hátíðarhöldum. Sölumaður frá
bókaforlaginu Svörtu á hvítu,
dökkhærður piltur á að giska um
þrítugt hélt upp á daginn með því
að ganga í hús og bjóða ritsafn
Jónasar Hallgrímssonar með afar
góðum kjömm. Hann hringdi dyra-
bjöllunni á heimili mínu og bauð
ritsafnið. Það var einmitt um það
leyti þegar sólargeislarnir vom að
bijóta sér leið í gegnum skýjaþykk-
nið og eftir allt sólarleysið auðvitað
tilvalið að eignast verk þess skálds
sem fegurst hefur ort á íslenska
tungu um sólskinið, blómin, fugl-
ana, náttúmna og svo líka það að
auðvitað ber að styðja þetta lofs-
verða framtak bókaforlagsins með
því að láta verða af því að eignast
í íjómm bindum allt það sem Jónas
ritaði um sína daga.
Ég var rétt að byija að opna
fyrsta bindið, og sölumaðurinn
horfínn þegar síminn hringdi. Það
var sólskin í Breiðholtinu. Vem-
harður Linnet í símanum og bauð
í kjúkling og tilheyrandi, græn-
meti, sósur og maís, ásamt desert
og dönskum bjór og sagði sólina
vera á svölunum síðar um kvöldið
og við gætum jafnvel fangað hana
um leið og við hlustuðum á Lester
Young fara á kostum á saxófóninn.
Slíkt boð lætur ekki sólskinsbarn
fram hjá sér fara. Ég var ekki fyrr
kominn út á Rauðarárstíg að
leigubíll ók upp að mér og þar var
kominn Baldur á BSR, númer 140
á stöðinni. Vildi endilega aka mér
upp í Breiðholt, og ég þáði boðið,
því engan leigubflstjóra veit ég
skemmtilegri en Baldur. Hann sat
í fyrstu sallarólegur við stýrið og
spurði tíðinda af selskapsdömum.
Enginn vindill í munni, ekki einu
sinni kveikt i stubbi. Baldur strauk
hökutoppinn, brosti og gerði að
gamni sínu. Kvað stundina dýr-
mæta, loks komin sól og eins og
annar heimur þegar skýjaþykknið
væri ekki lengur á himni. Hann
getur aldrei stillt sig, þurfti auðvit-
að að gagnfyna stjórnmálamenn-
ina. Tók þá fyrir eftir starfrófsröð
frá A til 0 og gagnrýndi miskunn-
arlaust og aðeins Jóhanna Sigurð-
ardóttir fékk góða einkunn og
vinstri stjórn Steingríms Her-
mannssonar sú versta í manna
minnum. Ég fylgdist nú aðallega
með sólinni og hafði meiri áhyggjur
af því hvort hún ætlaði nokkuð að
svíkja okkur. Nei, hún var í !óð-
réttri stöðu beint yfír Vesturberg-
inu.
Við fjölbýlishús í Vesturbergi
númer níutíu og átta var grill-
veisla. Ungviði og eldra fólk sam-
einaðist í fögnuði yfir þessum bless-
aða sólskinsdegi. Húsráðendur
komnir með svuntur um mjaðmir
og þama voru pylsur og kjöt á
teini og pósturinn með gluggaums-
lögin jafnvel boðinn velkominn.
Vetnharður svaraði dyrabjöllunni
þegar ég hringdi. Var með tvo snill-
inga í símanum, fyrst Leland Bell,
bandarískan myndlistamann sem
dvelst hér á landi þessa dagana og
síðan Cab Kaye, jazzpíanistann,
sem leikur á Hótel Borg fyrir mat-
argesti og hinn almenna borgara.
Bjóst eiginlega við því að síðan
kæmi röðin að Miels Davís eða
Lionel Hampton í beinu símasam-
bandi frá meginlandi .Evrópu eða
Ameríku.
Þá lagði Vemharður allt í einu
á símtólið, bauð mig velkominn og
kjúklingurinn á sínum stað og sest
að snæðingi, og mikið rétt sólin
nánast á svölunum eins og gert var
ráð fyrir þegar hann hringdi.
Kvöldið leið yfir dýrindis réttum,
góðum jazz og sólin yfir um og allt
í kring. Og hún var einnig ekki
langt undan þegar við vorum
komnir niður í miðborg Reykjavík-
ur síðar um kvöldið. Tveir miðaldra
menn, sem gátu ekki hætt að dá-
sema sólina. Eins og unglömb. að
vori sem kunna sér ekki læti og
inni á Kaffí-Strætó, á horni Lækj-
argötu og Austurstrætis, við glym-
skrattann, nánast gengnir í barn-
dóm. Ég að reyna að töfra fram
Paul McCartney úr tækjunum sem
reyndust biluð þegar Vernharður
var sestur til borðs með tveim
blómarósum um tvítugt. Og heim-
spekilegar umræður um lífið og
tilvemna á meðan sólin var að setj-
ast við sjóndeildarhringinn og lifað
í voninni um að sólin kæmi upp
að morgni og svo var hún í rúðum
stjórnarráðsins og ungu stúlkurnar
nánast að stíga sín fyrstu skref á
hjónabandsmarkaðinum á meðan
við félagarnir em varla taldir þar
lengur gjaldgengir enda af 68-
kynslóðinni og sú kynslóð fær fall-
einkunnir í Velvakanda einu sinni
til tvisvar í viku. Samt áttum við
ef til vill einhveija möguleika þarna
á Kaffi-Strætó því þar má sjá full-
trúa ýmsra aldurshópa og lengi von
og þá sérstaklega þegar sólin
minnir á sig.
Svo er það tilveran þegar rignir.
Það var einhvem tímann seint í
júnímánuði að ég hitti á fómum
vegi góðan vin, Jóhann Þórhalls-
son, verkamann sem er tæplega
fertugur og er nú búsettur í Nes-
kaupstað þar sem menn trúa enn
á Lúðvík Jósepsson og einhveijir
að því talið er á sósíalismann. Ekki
veit ég á hvað hann Jóhann Þór-
hallsson trúir, kannski fyrst og
fremst á sjálfan sig, eða veðurspár
veðurstofunnar. Hann hefur unnið
hér og þar við hitt og þetta á liðn-
um árum og er nú sestur að í Nes-
kaupstað og vinnur hjá Síldarút-
gerðinni. Við hittumst í úrhellis-
rigningu á Rauðarárstígnum. Þann
daginn voru helst á ferli erlendir
ferðamenn, Reykvíkingar sem
hlupu á milli húsa vom þannig á
svipinn að þeir hafa sennilega talið
dómsdag fram undan. Það var eng-
in gleði í þeim andlitum. Jóhann
Þórhallsson kunni aftur svona ljóm-
andi vel við sig í rigningunni enda
ef til vill ýmsu vanur úr Austfjarða-
þokunni. Hann taldi Reykvíkinga
bara ekki kunna að lifa með rign-
ingunni, það væri viss þolinmæði
sem lærðist á langri ævi og margt
vitlausara hefur nú oltið upp úr
mönnum. Rigningarveður dag eftir
dag getur farið í skapið á fólki.
Ég kom inn í matvömverslun um
daginn þegar rigndi í sjötugasta
og sjöunda sinn síðan í maí og þar
var maður á að giska rúmlega fer-
tugur að kvarta yfír stöðugri rign-
ingu. „Ef þessi andskoti heldur
áfram mikið lengur þá er ég fluttur
úr landi til Svíþjóðar," sagði hann.
„Og þar er mér sagt að stytti
aldrei upp. Fékk nýlega bréf frá
skyldfólki sem býr þar, og eilíf rign-
ing stóð í bréfínu," sagði kaup-
maðurinn sem afgreiddi.
„Jæja. Ég réð mig í garðrækt,
skrúðgarðsvinnu í sumar og það
styttir bara ekki upp. Ætlar þetta
engan endi að taka?“ spurði maður-
inn og tíndi vonsvikinn nokkra tóm-
ata ofan í poka ...