Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 49
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989'
í dag er til moldar borin Marta
F. Björnsdóttir.
Marta lést eftir hetjulega baráttu
við erfiðan sjúkdóm, sem læknavís-
indin standa enn ráðþrota gegn.
Þó að vitað hafi verið í nokkurn
tíma, að hveiju stefndi, fór samt
svo, að okkur hjónum varð brugðið
þegar við fréttum af láti Mörtu.
Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi
að eiga samleið með heiðurshjónun-
um Mörtu og eiginmanni hennar,
Magnúsi H. Magnússyni. Þau kynni
verða okkur ógleymanleg og voru
svo sannarlega lærdómsrík.
Leiðir okkar lágu saman vegna
afskipta af stjórnmálum, þar sem
við unnum að veg jafnaðarstefn-
unnar fyrir Alþýðuflokkinn.
Margar glaðar stundir og einnig
nokkrar daprar upplifðum við sam-
an, en það var sama á hveiju gekk,
alltaf var Marta tilbúin með brosið
sitt og hughreystingar, þegar ekki
gekk sem skyldi. I gegnum súrt og
sætt stóð hún með manni sínum,
sem háði marga hildi á stjórn-
málasviðinu, sem nýttist samfélag-
inu tii góðs.
Heimili þeirra hjóna bar svip af
myndarbrag húsmóðurinnar, og
gestrisnin var mikil, þegar gesti bar
að garði. Það var sama hvernig
stóð á, alltaf var stutt í brosið og
grínið. Marta lét lengi vel til sín
taka hjá Leikfélagi Vestmannaeyja
og átti það vel við skapgerð henn-
ar, að leika þar í íjölmörgum verk-
anleg þegar hún lék eina af kerling-
unum í „Þokunni" þar sem hún fór
á kostum með hinum kerlingunum
tveim.
Já það eiga margir ógleymanleg-
ar minningar um Mörtu, hvort held-
ur um er að ræða úr leikhúsi lífsins
eða öðrum.
Minningarnar eru góðar og vilj-
um við þakka fyrir að leiðir okkar
skuli hafa legið saman.
Við biðjum algóðan Guð að varð-
veita góðan vin, sem við kveðjum
nú með söknuði.
Magnús og fjölskylda! Um leið
og við samhryggjumst ykkur biðj-
um við góðan Guð að veita ykkur
styrk og blessun í sorg ykkar.
Þuríður K. Kristleifsdóttir og
Guðmundur Þ.B. Olafsson.
Hún Marta er dáin. Þessi fregn
barst til Eyja 24. ágúst sl. Okkur
setti hjóða, en enginn má sköpum
renna. Hún var búin að heyja og
erfiða baráttu, við þann sjúkdóm
er dró hana til dauða.
Ég tel það forréttindi að telja
okkur hjón í þeim hópi er kynntist
Mörtu og átti hana að vini. Hún
var sannur vinur vina sinna bæði í
sorg og gleði. Marta var sterkur
persónuleiki sem við kynntumst
oft, en þó best er eldgosið hrakti
okkur frá Heimaey. Þá stóð hún
eins og klettur við hlið Magnúsar,
eiginmanns síns, og studdi hann
með ráðum og dáð, en eins og allir
eyjarskeggjar vita, voru þau hjón
um.
Þar er hún meðal annars ógleym-
t
Ástkær eiginmaður, sonur, faðir, tengdafaðir og afi,
HJÖRTUR ViÐAR HJARTARSON,
Álfatúni 18,
Kópavogi,
lést í Borgarspítalanum 3. september.
Eiginkona,
foreldrar, börn, tengdabörn
og barnabörn.
viss um að búseta yrði áfram í
Eyjum og voru þau sameiningar-
tákn okkar sem vildum heim.
Marta var góð móðir og eigin-
kona sem bjó manni og börnum
sínum gott og fallegt heimiii, þar
sem gestrisnin réð ríkjum. Hún
unni tónlist og leiklist og öllu er
bætt gæti mannlífið, hér á jörð.
Hún trúði á líf eftir dauðann og er
það huggun harmi gegn, að börn,
eiginmaður, ættingjar og vinir eigi
eftir að hitta Mörtu á landi lifenda,
að leiðarlokum.
Magnús, börn, tengdabörn og
barnabörn, megi Guð styrkja ykkur
nú og um alla framtíð.
Um leið og ég kveð Mörtu, vil
ég þakka Guði alla hennar tilvem
á meðal okkar og ógleymanlegt
brosi hennar, sem yljar mér um
ókomna ævidaga.
Unnur Guðjónsdóttir
t
Vinur okkar,
ÁRNI HINRIKSSON
frá Eskifirði,
sem lést á Hrafnistu 22. ágúst sl. verður jarðsettur frá Fossvogs-
kapellu miðvikudaginn 6. september kl. 10.30. '
Elín Skarphéðinsdóttir, Rögnvaldur Þórðarson.
t
Eiginmaður minn,
JÓN INGIMARSSON,
Vesturbrún 12,
Reykjavík,
lést laugardaginn 2. september.
Elín Guðmannsdóttir.
MASTER ♦
PL-4 VÖKVAVÍNDA
PULLMASTER PL-4 er afkastamikil tveggja
tonna vökvavinda, meö jafnan vinduhraða í
báöar áttir. Knúin vökvadrifnum gírmótor.
Sjálfvirkar diskabremsur og öryggisbremsa.
Innbyggð vökvakæling gegn ofhitun viö mikið
álag. Allir snúningsfletir aflokaðir og vinna í
olíubaði. Kúlu og keflalegur á öllum
snúningsflötum tryggja langa og áfallalausa
notkun meö lágmarks bilanatíðni. Varahluta- og
viðgerðarþjónusta.
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar.
PULLMASTER
- rökréttur kostur.
VELASALAN
Hp
■■ ■
ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122
Allir hlustendur Stjörnunnar frá 15-102 ára geta verið með f þessari stórskemmti-
legu og spennandi leit að Gullröddinni 1989. Og hinir geta fylgst með daglega þegar
keppendurnir láta til sín taka á Stjörnunni - 102,2 á fm.
Þú hringir í Gulllínuna í sínta 689697 og segir okkur á 30 sekúndum
hvers vegna þú œttir að hljóta þennatt titil. 20 bestu raddimarfara í
beina útsendingu á Stjörnunni í 15 mínútur hver og 10 verða valdar í
úrslitakeþþnina. Hver þeirra fœr svo hálftíma í útsendingu þar sem
reynir á hæfnina og auðvitað röddina, til hins ítrasta.
Það er til mikils að vinna því
Draumastarfið á Stjömunni.
Splunkunýjan Suzuki Vitara jeppa
til afnota í heilt ár.
102.200 krónur í peningum.
Tulip PC tölvufrá Örtölvutœkni.
Nordmende sjónvarp og
myndbandstækifrá Radíóbúðinni.
Pioneer hljómtœkjasamstœðu frá
Hljómbœ.
HLJOMBÆR
ÖRTÖLVUT7EKNI
SJÓVÁ-AIMENNAR