Morgunblaðið - 05.09.1989, Qupperneq 50
50
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
í dag er það umfjöllun um
Ljónið (23. júlí - 23. ágúst)
og Meyjuna (23. ágúst - 23.
sept.) í ást. Einungis er fjallað
um hið dæmigerða fyrir
merkin og einnig stöðu Ven-
usar og Mars í merkinu.
Stórhugur
Ljónið er trygglynt í ástum
og vill visst öryggi og stöðug-
leika. Það er stolt og vill vera
metið að verðleikum, það vill
að ástvinir sýni því virðingu
og það verður sjálft að geta
borið virðingu fyrir þeim sem
það elskar. Slíkt er forsenda
ástar. Ljónið laðast því oft
að glæsilegu fólki eða þeim
sem eru á einhvern hátt sér-
stakir og stórir í sniðum.
Heiðarleiki og einlægni skipt-
ir það einnig miklu.
Líf
Ljónið vill að umhverfí þess
sé lifandi og skemmtilegt.
Það þolir því illa lífleysi eða
ást sem byggir á vana án
þess að það njóti eftirtektar
og stuðnings. það hefur þörf
fyrir stöðuga ást og athygli.
Það laðast því að lifandi og
opnu fólki, en einnig að sjálf-
stæðum og jákvæðum per-
sónuleikum.
Gullhamrar
Glæsileiki, lifandi umhverfi,
athygli, gullhamrar og sér-
stök rómantísk stemmning
örvar ástarhvöt Ljónsins, en
grár hversdagsleiki fínnst því
lítt spennandi. Það er því
ekki verra að skapa rétt and-
rúmsloft þegar Ljónið og ást-
in eru annars vegar. Gott er
að stjana svoiítið í kringum
það en einnig má t.d. reyna
að bjóða því í mat í nýja út-
sýnishúsið, sækja það á
glæsikerru, kaupa dýrasta og
besta rauðvínið og draga upp
gullkeðjur. Það að við höfum
ekki efni á slíku og látum
síðustu peninga okkar í veisl-
una er bara betra og sýnir
að við erum stórhuga og laus
við smámunasemi. Ljónið
kann vel að meta slíkt.
Duglegt fólk
Meyjan er jarðbundin og
raunsæ og laðast því að dug-
legu og hæfu fólki. Kona í
Meyjarmerkinu verður t.d. oft
hrifín af manni sem getur
lagað það sem bilar í húsinu.
Hún hrífst af jarðbundnum
manni en karlmaður í merk-
inu laðast að hagsýnni konu.
Þar sem Meyjan er smámuna-
söm og leggur áherslu á það
áþreifanlega skiptir útlit hana
miklu og því grunar mig að
hún hrífist oft af útlitsfríðu
fólki.
Óbein tjáning
Þar sem Meyjan er vinnu- og
framkvæmdamerki sýnir hún
ástina með því að gera eitt-
hvað fyrir ástvin sinn. Hún
býr til góðan mat, kaupir fal-
lega muni eða einfaldlega
vinnur fyrir hann. Hún er
hins vegar varkár í því að tjá
tilfínningar sínar beint út.
Hreint teppi
Meyjan er þolandi þegar ástin
er annars .vegar og neitar sér
oft um tilfinningaútrás vegna
vinnu eða sterkrar blygðunar-
kenndar. Þegar hún á hinn
bóginn gefur ástinni lausan
tauminn þá 'blómstrar hún,
enda jarðbundin og líkamlega
næm. Góður ilmur, mjúk silki-
lök og annað slíkt hefur góð
áhrif á Meyjuna. Ég heyrði
eitt sinn skemmtilega sögu
af ástarleik Meyjarmanns í
sveitinni: Hann breiddi teppi
á jörðina og gætti þess vel
að það væri ekki krumpað.
Hann burstaði síðan gras og
lyng af teppinu, vel og vand-
lega, áður en hann bauð elsk-
unni sinni að leggjast á tepp-
ið. Þar var ekki verið að ijúka
vanhugsað í ástarleikinn.
TSTORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR’S. 'SEPTEMBER 1989
GARPUR
þAD HLJOTA A£> /i/£S/UlM6S
VERA ElNH/ERJlR./ LÆPa
HVARFTÖF/ZAR, T ( HVAÐ
BRENDA STARR
Ve&T £kk'að t>essu\
PE5K/. EKICEIZTEP.
£WS ÓA&ÍAÐAKDí
oc PJA TTAEXJ/S.
, KAfiL/ylAÐUIS.
yp
^ s,
/£G ER A£> HATA /AIG T/L F-yftlR.
AJýSH BAGueýHEHDAOJOBBlO,
iMÍU KfEKA, 8 . 6ABB/TT
&AAU.I SEOIST V/L 7A
i E/NHVER.N SEAA t-iWR.
i l/EL OTA
(•S/GTA/JUAt
Orr Kemu/S
GOÐU/S þg
Get/ð er
OG /LLUR.
pEGAR UAt
Ef? &ETT.
/U B \ m/1 2-1 ( mw I |/Sc|/ /V
1 IUoKA
SPARSA/WDR. j OeplÐeR|
\OG ÞO SEGIZAÐJiNÍSXUR
|hamm sé
FERDINAND
SMAFOLK
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Noti menn 11-regluna gegn
grandi er tvisturinn yfirleitt til
marks um fjórlit. Sú staðreynd
slævði dómgreind suðurs.
Norður
♦ G72
♦ ÁKD104
♦ Á84
Vestur Austur
♦ 9643 ♦ Á108
♦ 643 ♦ DG98
♦ 652 ♦ 9
♦ D62 ♦ KG1095
Suður
♦ KD5
♦ K1072
♦ G873
♦ 73
Vestur Norður Austur Suður
— 1 tígull Dobl 1 grand
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Útspil: lauftvistur.
Útspil vesturs er vel hugsað.
Austur er sennilega að dobla á
góða skiptingu frekar en sterk
spil. Með fimmlit í spaða eða
hjarta hefði hann alveg eins
valið að strögla þar, svo þar er
orðið líklegt að hann sé með
gott lauf.
Sagnhafí dúkkaði laufið tvisv-
ar og spilaði svo spaðagosa.
Hann bjóst við að laufið skiptist
4—4 og ætlaði að ganga hrei«J
til verks. Ef austur myndi freist-
ast til að dúkka var yfirslagur
orðinn líklegur á kastþröng. En
austur sá ekki ástæðu til annars
en taka sína fimm slagi.
Suður vaf á réttri leið með
hugleiðingar sínar um kast-
þröngina. En hann gleymdi því
að menn fara ekki að hugleiða
yfírslagi fyrr en samningurinn
er tryggður. Og það gat hann
gert með því að spila tíglinum
til enda.
Síðasti tígullinn fer illa með
austur. Vilji hann halda valdi á
hálitunum verður hann að henda
einu laufi. Og þá má sækja slag
á spaða.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á brezka meistaramótinu í ár
kom þessi staða upp i skák stór-
meistarans Julian Hodgson
(2.535), sem hafði hvítt og átti
Ieik, og"alþjóðlega meistarans
Keith Arkell (2.450).
17. Rb5! - axb5 (17. - Dd8
18. Ra7 var einnig slæmt.) 18.
Bxb5 - Dd8 19. Bb6 20. axb6 -
0-0 21. Hxc8 - Dxc8 22. Bxd7
(Hvítur hefur unnið manninn til
baka með léttunninni stöðu. Lokin
urðu: 22. - Dc5 23. b7 - Dxd5
24. Bc8 - e4 25. b8=D - exf3
26. Db7 - Dg5 27. g3 og svartur
gaf.)
Yngsti stórmeistari heims, Mic-
hael Adams, sigraði nokkuð óvænt
á mótinu. Hann hlaut S/i v. af 11
mögulegum, en næstir komu
King, Meste! og Norwood með 8
v. í 5.-8. sæti urðu þeir Arkell,
Emms, Hebden og Hodgson með
Tó v. í síðustu umferðinni sigraði
Adams stigahæsta keppandann,
Murray Chandler, í æsispennandi
skák.