Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 53

Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989 53 væri heima og þar væri ekkert hlýrra en úti. Húsið hennar Beggu hefði líka verið litið hús og fátæk- legt án hennar. Hljóðlát nærvera hennar gaf heimilinu sérstakt and- rúmsloft. Ríkidæmi þess fólst ekki í veraldlegum hlutum. Tign þess og glæsileiki fólst ekki í dýrum húsbúnaði eða ríkmannlegum veisluhöldum hvunndags. Auðæfin sem börnin nutu og gestkomandi fóru ekki varhluta af voru fólgin í staðfestu og trygglyndi Bergþóru, ásamt þeirri reisn sem einkenndi allt fas hennar og hvarvetna vakti aðdáun alla tíð. Begga var börnum sínum fastur punktur í tilverunni, alltaf á staðn- um — alltaf eins. Hún gekk til dag- legra starfa sinna innan veggja heimiiisins án þess nokkur yrði þess var að hún „væri að vinna“, fylgd- ist vel með því sem gerðist í þjóð- félaginu og hafði ákveðnar skoðan- ir á þeim hlutum sem skiptu máli. Oft var hún hnyttin í tilsvörum um menn og málefni, hún var rík af kímnigáfu og á stundum eftirminni- lega hláturmild. Begga hafði litla þörf fyrir að halda skoðunum sínum að öðru fólki, hún flutti fáar ræður ef nokkrar yfir börnum sínum, en breytti sjálf eftir því sem henni þótti réttast hveiju sinni. Umvand- anir voru einfaldlega ekki hennar stíll. Eftir því sem börnin komust á legg gekk Begga á nýjan leik til vinnu utan heimilisins. Vafalaust er það ekki tilviljun ein að hún skyldi í fyrsta sinn ráða sig í fasta vinnu er hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða í Kópavogi, Sunnuhlíð, var sett á laggirnar fyrir rúmum 10 árum. Begga tók ásamt öðrum Kópavogs- búum þátt í því glæsilega söfnun- arátaki sem gerði byggingu heimil- isins að veruleika og hún starfaði þar frá fyrsta degi. Aður hafði hún starfað hjá heimilishjálp Félags- málastofnunar Kópavogs og því hélt hún áfram þegar hún fyrir nokkrum árum minnkaði við sig vinnu og lét af störfum í Sunnuhlíð. Störf sín í þágu aldraðra og bág- staddra vann hún af rómaðri alúð og nærgætrii. Iþróttir hafa leikið stórt hlutverk í lífi ijölskyldunnar á Þinghólsbraut 20. Synirnir reyndust snjallir og áhugasamir knattspyrnumenn, dæturnar létu ekki sitt eftir liggja í handboltanum og öll íþróttaiðkun barnanna fór fram innan raða Breiðabliks, sem að auki hafði lengi aðalbækistöðvar sínar á Vailar- gerðisvelli, rétt við heimili þeirra. Begga lagði sitt af mörkum til fé- lagsins. Hún annaðist um langt árabil allan þann stórþvott sem fyllgir keppnisbúningum knatt- spyrnudeildar og í þeim efnum þurfti oft að taka til hendinni og vinna hratt. Þá þurfti margt sumar- ið að veðja á þurrk á snúrunum á réttum tíma og þótti Begga síst eftirbátur reyndustu bænda í þeim efnum. Það gerðist a.m.k. aldrei að búningarnir biðu ekki drengj- anna snyrtilega samanbrotnir í hvert sinn sem flautað var til leiks. Þrátt fyrir þungar byrðar í lífinu heyrðist Bergþóra aldrei kvarta og tilfinningar sínar bar hún ekki á torg. Ekkja með níu börn í nýreistu húsi sem byggt var af meira harð- fylgi en efnum, eins og íslenskra manna er gjarnan siður, hefur vafa- laust þurft að glíma við ýmsa erfið- leika, jafnt andlega sem veraldlega. Engin merki þeirra sýndi hún þó börnum sínum og ennþá síður öðru fólki. Af sama æðruleysinu tók hún óvæntu dauðsfalli Þorbergs sonar síns. Hún bar harm sinn í hljóði og gaf systkinum hins látna styrk til þess að sætta sig við orðinn hlut. Þegar veikindi Begg’ömmu upp- götvuðust var hið sama uppi á ten- ingnum. Hún háði baráttuna án orða, bugaðist aldrei og gaf sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Allan tímann hélt hún reisn sinni og tígu- leika. Henni var gefinn stuttur endasprettur í þessu stríði sem máttarvöldin sögðu henni á hend- ur— stríði sem Bergþóra þurfti að heyja alltof fljótt. Begga fékk ekki mikinn tíma fyrir sjálfa sig. En hún gaf öðrum mikið og víst var henni gefið í staðinn. Líf hennar var þrátt fyrir allt gleðiríkt um margt. Full- vissan um að hennar sé beðið fyrir handan gerir ótímabært brotthvarf hennar bærilegra. Hún á bjarta tíma framundan. Við sem nú sjáum á bak Bergþóru munum minnast hennar með virðingu og þakklæti fyrir allt það sem hún gaf okkur. Börnum Magnúsar og Bergþóru kippir í kynið. Við höfum dáðst að styrk þeirra og yfirvegun á þeim erfiðu stundum er þau misstu föður sinn svo skyndilega, síðan bróður sinn ungan og nú móður sína. Merkjum Bergþóru verður greini- lega haldið á loft af samhentum hópi þeirra systkina. Við erum þakklát fyrir að fá að taka þátt í því. Tengdabörn Kveðjuorð: Garðar Þ. Jónson Fæddur 20. júní 1969 Dáinn 21. ágúst 1989 Stundum er raunveruleikinn svo óraunverulegur. Þess vegna er það, að þó ég sé sestur hér til að skrifa nokkur orð í minningu vinar míns Garðars Þormars Jónssonar, þá get ég samt ekki trúað því að hann sé horfinn úr þessu jarðlífi. Garðar fæddist 20. júní 1969 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Helga Guðmundsdóttir og Jón Guð- mundsson. Hann var elstur þriggjá bama þeirra, yngri eru Hildur og Lilja. Garðar flutti með foreldrum sínum til Reyðarfjarðar 4 ára gam- all og þar bjó hann til hinsta dags. Ég flutti með minni fjölskyldu til Reyðarfjarðar tveimur árum síðar og kynntist þá Garðari fljót- lega. Við vorum jafnaldrar, vorum í sama bekk í skólanum, og að segja má saman alla daga. Ég ætla ekki að tíunda allt sem brallað var og spékulerað en eins og geta má nærri var það margt og merkilegt eins og stráka er hátt- ur. En eitt er víst að vináttan varð einlæg og risti djúpt. Ég held að öll þessi ár hafi okkur ekki orðið sundurorða af neinni alvöru, við vorum auðvitað ekki alltaf sammála um alla hluti en það varð aldrei að ósætti. Þegar við vorum 15 ára skildu leiðir að vissu leyti, því þá flutti ég frá Reyðarfirði, en vinskapurinn hélst óbreyttur alla tíð og við notuð- um hvert tækifæri sem gafst til að hittast og símtölin voru mörg alveg fram á hinsta dag. Mér finnst það svo ótrúlegt og tómlegt að eiga ekki lengur von á upphringingu frá vini nn'num. Elsku Helga, Jón, Hildur, Lilja og aðrir aðstandendur, ég vona að Guð hjálpi okkur að bera þennan harm. Við eigum öll góðar og glað- ar minningar um Garðar, þær eru dýrmætar. Karl Jóhann Magnús- son - Minning Fæddur 7. september 1916 Dáinn 26. ágúst 1989 Leiðir okkar Kalla lágu fyrst saman fyrir tuttugu árum á Reykja- lundi. Hann hafði þá verið bundinn við hjólastól í nokkur ár. Kalli vakti strax athygli mína fyrir glæsileik og reisn í fasi og sérstaklega góð- legan og bjartan svip. Mig langaði strax að kynnast honum nánar og sú ósk mín rættist fljótlega þegar við urðum vinnufélagar við skipti- borð símans á Reykjalundi, en þar störfuðum við saman í rúmlega sjö ár. Með okkur tókst góð vinátta sem varði þar til hann kvaddi þennan heim 26. ágúst síðastliðinn, eftir að hafa átt við erfiðan sjúkdóm að etja í rúmlega eitt ár. Nú þegar Kalli er horfinn streyma margar góðar minningar um hugann. Hann hafði mjög sterkan og lifandi per- sónuleika, létta lund og góða kímnigáfu og var einstaklega þægi- legur og skemmtilegur í umgengni þó hann gæti vissulega verið fastur fyrir og ákveðinn í skoðunum ef því var að skipta. Kalli var einn þeirra sem alitaf hafði ráð undir rifi hverju og var óspar á að miðla • af hugmyndasjóði sínum, hann var vel að sér og skilningsríkur og hægt að spjalla við hann um alla skapaða hluti. Að eðlisfari var hann hjálpsamur og vildi hvers manns vanda leysa ef hann mögulega gat, enda leituðu fjölmargir til hans með hvers kyns vandamál og var öllum vel tekið hvort sem aðeins þurfti að spjalla og fá skammt af andleg- um styrk, láta skipta um rafhlöðu í útvarpi, fá hann til að aka sér lengra eða skemmra og ýmislegt fleira, ég verð að segja að Kalli var greiðviknasti maður sem ég hef ennþá kynnst, hluturinn var gerður og ekki orð meira um það, ekkert óx honum í augum. Kalli hafði næmt fegurðarskyn, kunni vel að meta fagurt landslag, myndlist, góðar bókmenntir og tón- list, hann átti mikið plötusafn af óperum og klassískri tónlist, hann var auk þess söngmaður góður og söng á sínum yngri árum bæði í kvartett og kór þar að auki hafði BATAVELAR Viö eigum til á lager og til afgreiöslu STRAX 4JH bátavélar ásamt öllum fylgihlutum í stæröunum 41, 52, 63 og 74 hö á sér- lega hagstæðu verði. Ráögjöf — Þjónusta BILABORG H.F. FOSSHÁLS11 ,SÍMl 6812 99 & Ármúla 29 símar 38640 - 686100 Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0 Armstrong LOFTAPLjÖTUR KowDPLAsr GÓLFFLÍSAR EINANGRUN GLERULL STEINULL hann áhuga á leiklist og starfaði með Leikfélagi Hveragerðis áður fyrr. Kalli hafði mikla ánægju af ferðalögum og ferðaðist mikið um ísland, ógleymanlegar eru ferðirnar á Þingvelli til að skoða haustlitina og margar fleiri. Kalli hafði áhuga á ljósmyndun og tók margar frá- bærar myndir á ferðalögum sínum. Hann var mikill áhugamaður um dulræn efni, hann var sannfærður spíritisti, trúði á framhaldslíf og ræddi um dauðann og lífið fyrir handan sem eðlilegan og sjálfsagð- an hlut. Hann var félagslega sinn- aður, í nokkur ár var hann vara- formaður Sálarrannsóknarfélagsins í Skagafirði og var einnig formaður Sjálfsbjargar í Skagafirði, í nokkur ár var hann formaður Sjálfsvarnar, félags vistmanna á Reykjalundi meðan hann dvaldi þar. Kalli var tvíkvæntur og átti fimm syni frá fyrra hjónabandi. Eftirlif- andi eiginkona hans er Björk Sveinsdóttir. Þau hjónin bjuggu fyrst í Reykjavík en fluttu síðan norður á Sauðárkrók og ég hef notið ógleymanlegra samveru- stunda og einstakrar gestrisni þeirra á báðum stöðum. Þrátt fyrir hrakspár margra sem settu aldurs- mun þeirra og fötlun hans fyrir sig þá reyndist hjónaband þeirra sér- iega farsælt og þekki ég fá hjóna- bönd betri. í erfiðum veikindum reyndist Björk honum einstaklega vel og hefðu fáir gert betur. Kalla var margt til lista lagt og kom hann mér oft á óvart. Eftir að hann hætti að vinna úti og var orðinn heimavinnandi sá hann um stóran hluta af heimilisstörfunum, eldaði góðan mat og bakaði besta brauð sem ég hef smakkað. Hann hafði frábæra aðlögunarhæfileika sem entust honum lífið út, þannig að ég er viss um að Kalli er strax byijaður að aðlaga sig breyttum aðstæðum hinum megin. Brynja Arthúrsdóttir .\cVtu\ac Pims - virkilega gott kex. LU E* EGGERT KRISTJÁNSSON H/F Steini

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.