Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 60
■60----— €801 ffC’í;lMMTcI3?. ð HUOÁuylQIH4 GIGAjnMiJOfíOT/ MORGUNBLAÐIÐ-ÞRIÐJUÐAGUR- 5. SEPTÉMBER 1989 „Hvorl er pab Há-i/a-réur Háíijúlc- d6ma_S^rfraeh>irigar e-bc\ hayarbur- 1<v€n- sjuHdórnafrae^irgur^em þú i/itt taJö. \ZíA? " Ast er... ÍUU) að gleymast aldrei. TM Reg U.S. Pat Off. —all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Dropateljarinn hefiir ber- sýnilega bilað ... 251 POUUX. Það var mikið verk og er- fítt fyrir mig að strauja gardínurnar, eins og þú sérð. HÖGNI HREKKVISI Dæmalaus lagasetning Til Velvakanda. Nú þegar ekkna- og ekkilsskatt- urinn er kominn á fulla ferð lang- ar mig að ræða þetta hörmungar- mál nokkrum orðum. Það eru of mörg ljót dæmi í sambandi við þessi hörmungarlög en eitt dæmi, sem ég hef sjálfur séð, læt ég duga. Foreldri sem er með 3 börn á framfæri er gert að greiða laun sín öll í skatt og skulda auk þess 21 þúsund á mánuði til áramóta. Á hveiju á þetta fólk að lifa? Þetta foreldri er með nákvæmlega sömu eignir nú og í hitteðfyrra og í sömu vinnu með sömu tekjur. Það eina sem hefur breyzt er að ný stjórn — hörmungastjórn hefur tekið við völdum. Það er mitt álit og allra sem ég hefi rætt þetta mál við, að aldr- ei hafi Alþingi orðið sér til meiri minnkunar en þegar þessi ólög voru samþykkt. Getur það verið að einn einasti íslendingur sé í raun og veru sam- þykkur því að leggja svona dráps- klyfjar á nokkum mann? Ég er alveg sannfærður um að jafnvel þeir þingmenn sem samþykktu þessi dæmalausu ólög á sínum tíma geta ekki verið ennþá sömu skoðunar í dag. Telja kannske ein- hveijir þingmenn að breiðu bökin hafi allt í einu fundist? En ef nánar er skoðuð þessi dæmalausa lagasetning kemur ýmislegt furðulegt í Ijós. Menn geta átt jafnvel hundruð milljóna í málverkum og innanstokksmun- um án þess að greiða eina krónu í eignaskatt. A sama tíma og þetta skatta- drep er borið í hús, er dreift til fólks áskorun um að kaupa sem allra mest af ríkisskuldabréfum. Er þetta kannski tilraun þessarar stjórnar sem nú situr til að gabba fólk til 'að kaupa bréf núna og hriða það svo seinna með sköttum? Hvers eiga þeir að gjalda sem misstu maka sinn fyrir meir en fimm árum síðan? Það var engum manni gefinn kostur á að skipta upp sínúm eign- um fyrir áramót til að lenda ekki í þessum hörmungum. Er ekki Alþingi tiltölulega nýbúið að ganga þannig frá að eftirlifandi maka var gert mögulegt að sitja í óskiptu búi til þess að fólk þyrfti ekki að hrökklast frá eigum sínum? Er ekki ákvæði i stjórnar- skránni að eignarétturinn sé frið- helgur? Eða er eignarétturinn kannske bara háður því hvaða stjórn situr að völdum? Það má ekki dragast stundinni lengur að ganga frá nýrri stjórnarskrá í þessu landi. Setja þarf skýr og ótviræð ákvæði sem koma í veg fyrir að svona geti nokkru sinni endurtekið sig. Það er í raun og veru alveg dæmalaust að ekki skuli vera búið að ganga frá nýrri stjórnarskrá í þessu landi. Það getur ekki verið eðlilegt að það skuli taka hálfa öld að setja iandinu nothæfa stjórnarskrá. Ef það stenzt í dag að leggja á þessa eignaupptöku hlýtur það að verða til þess að þetta þjóðfélag hrynur til grunna. Borgari Þessir hringdu . . . mannsstíg og vil að það heiti Friðríksstofa eftir séra Friðríki heitnum. Þetta er að mínu mati betra nafn en þau sem komið hafa fram.“ Silfiirnæla Silfurnæla fannst á bílastæði við Grensásveg fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 36800 til kl. 14. Hjólkoppur Hjólkoppur af Benz fannst við Hamrastekk fyrir nokkru. Upp- lýsingar í síma 74840 eftir kl. 15. Dúkkuvagn Blár dúkkuvagn fannst fyrir utan Seilugranda fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 26103. Rangt með farið Leigubílstjóri hringdi: „Einhver Einar fullyrðir í Vel- vakanda fimmtudaginn 31. ágúst að ríkið gefi eftir gjöld af leigubifreiðum. Hið rétta er að ríkið hefur ekki gefið eftir nein gjöld af leigubifreiðum eftir tollabreytinguna fyrir nokkrum árum. Einar þessi veit greinilega ekkert hvað hann er að tala um.“ Friðríksstofa Lesandi hringdi: „Mér hefur dottið í hug gott nafn á KFUM-húsið við Ant- Sælgæti, bílar og útvarp Einar hringdi: , „Undanfarið hafa staðið yfir „Islenzkir dagar“ í þeim tilgangi aðkynna íslenzkar vörur en mér finnst að I kynningunni hafi borið mest á miður æskilegum og óholl- 'p um vörum, svo sem gosi og sæl- i gæti. Mér dettur í hug á sama ’ tíma og settur er kvóti á land- 1 búnaðarvöi-ur, hvort ekki mætti á , sama hátt setja kvóta á óholiustu- vörur eins og gos og sælgæti? Einnig langar mig að leggja nokkur orð í belg varðandi hrað- akstur og hámarkshraða. Það Læða Ómerkt grábleik læða af Síamskyni fór að heiman frá sér að Mímisvegi 2 föstudaginn 25. ágúst. Hún er kettlingafull og með bleika hálsól. Þeir sem orðið hafa varir við kisu eru vinsam- legast beðnir að hringja í síma 26259. Kettlingar Grábröndótt þriggja mánaða gömul læða fæst gefins. Upplýs- ingar í síma 75358. Angórakettlingur óskast. Vin- samlegast hringið í síma 673024. Víkverji skrifar Borgaraflokkurinn er á leið inn í ríkisstjórn og nýtt ráðuneyti verður myndað n.k. sunnudag, ef ekkert óvænt gerist fram að þeim tíma. Upphaf þessa máls má senni- lega rekja til viðræðna formanna núverandi stjórnarflokka við Borg- araflokksmenn fyrir ári, þegar unn- ið var að myndun ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Þá urðu flokksformennirnir þrír þess varir, að ýmsir þingmenn Borgara- flokksins þ.á.m. þeir Júlíus Sólnes og Óli Þ. Guðbjartsson, höfðu áhuga á aðild að ríkisstjórninni en töldu, að Albert Guðmundsson, sem þá var formaður flokksins mundi koma í veg fyrir það. Á þeim tíma var líka andstaða t.d. innan Alþýðu- bandalagsins við aðild Borgara- flokksins og Alberts að ríkisstjórn- inni. í þessu ljósi verður að skoða til- boð utanríkisráðherra til Alberts um sendiherraembættið í París, sem Albert tók. Hins vegar var áreiðan- lega ætlunin, að Borgaraflokks- mennirnir færu inn í ríkisstjórnina snemma á sl. vetri. Albert kom að öllum líkindum í veg fyrir það m.a. með því að draga á ianginn að fara til Parísar. Síðan hefur staðið yfir “farsi“, sem hefur verið öllum þessum mönnum til minnkunar. Margir við- mælendur Víkveija telja, að íslenzk stjórnmál hafi ekki komizt á lægra stig en nú. Forystumenn Borgara- flokksins hafa ekki aukið veg sinn með framkomu sinni og yfirlýsing- um í fjölmiðlum. Ríkisstjórnin stendur tæplega sterkari eftir. Að vísu hefur hún fleiri atkvæði í þing- inu en reynslan sýnir, að það dugir ekki alltaf til. xxx að var áhrifamikið að fylgjast með beinni útsendingu frá Varsjá í ríkissjónvarpinu sl. föstu- dagskvöld og hafi forráðamenn þeirrar stofnunar þökk fyrir. Tón- leikarnir voru eftirminnilegir, og þá ekki síður að sjá þá sitja saman í stúku á þessum tónleikum forsæt- isráðherra Póllands og forseta landsins en hinn fyrrnefndi sat í fangelsi um skeið af völdum hins síðarnefnda. xxx að er af sem áður var, ef marka má orð listmálara, sem Víkveiji ræddi við fyrir nokkru. í eina tíð fór fólk, sem vildi kaupa málverk á vinnustofur listamanna. Nú er sagt, að slíkar heimsóknir heyri til algerra undantekninga. Sýningarsalirnir, sem sprottið hafa upp, hafa náð þessum viðskiptum til sín. Listamenn eru misjafnlega ánægðir með það. Þeir telja sig nú eiga allt undir þessum fyrirtækjum, sem taki þóknun af söluverðinu svo að verð til listamannsins hafi í raun lækkað. Þá telja þeir, að syningar- salirnir haldi sumum fram en flíki öðrum minna, eftir því, sem henti viðskiptahagsmunum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.