Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 62

Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 62
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989 4 Aðalfundur Stéttarsambands bænda: Mestu umræðum- ar um skerðingu fullvirðisréttarins Á AÐALFUNDI Stéttarsambands bænda, sem lauk á Hvanneyri síðast- liðinn laugardag, fór mikill timi fundarmanna í umfjöllun um sauð- Ijárframleiðsluna þau ár sem eftir eru af gildandi búvörusamningi, en hann rennur út 1. september 1992. Mestar urðu umræðurnar um drög að reglugerð um framleiðsluna á verðlagsárinu 1990-1991, en þau voru lögð fram á fundinum til kynningar. Helst stóð í fúndarmönn- um að taka afstöðu til ákvæða reglugerðarinnar um skerðingu á fram- leiðslunni, og fór svo að lokum að samþykkt var ályktun um að ekki væri tímabært að taka afstöðu til reglugerðardraganna, íyrr en leyst- ur hefði verið ágreiningur við stjórnvöld um framkvæmd búvörusamn- ingsins. Samkvæmt reglugerðardrögum landbúnaðarráðuneytisins er gert ráð fyrir skerðingu á fullvirðisrétti ein- stakra framleiðenda til framleiðsiu á sauðfjárafurðum á verðlagsárinu 1990-1991, annars vegar vegna leið- réttinga sem nema um 1,5% af fram- leiðslurétti, og hins vegar vegna umdeildrar úthlutunar á fulivirðis- rétti samkvæmt reglugerð 157/1987. í ályktun framleiðslunefndar sem lögð var fyrir aðalfundinn sagði að eftir atvikum væri hægt að fallast á 1,5% samdrátt til að mæta leiðrétt- ingum sem gerðar hafa verið, en tekið fram að um stjórnvaldsákvörð- un hlyti að vera að ræða á hvaða framleiðendur sú skerðing kæmi. Hins vegar var tekið fram að Stéttar- sambandið gæti ekki fallist á skerð- ingu á framleiðslurétti vegna úthlut- unar samkvæmt reglugerð 157/1987, þar sem þar hefði verið um einhliða stjórnvaldsákvörðun að ræða. I miklum umræðum um ályktunina komu fram ýmsar athugasemdir og gagnrýni á að fundurinn ályktaði um skerðingarákvæði í reglugerðardrög- unum, þar sem ekki hefði náðst sam- komulag við stjórnvöld um ýmis ágreiningsmál varðandi búvöru- samninginn, og í ljós hefði komið að ágreiningur væri milli landbúnaðar- ráðherra og ijármáiaráðherra um hve mikil. skerðing fullvirðisréttar ætti að vera síðustu tvö ár samningsins. Fór svo að umræðum um tillöguna var frestað að ósk framleiðslunefnd- ar, og var hún síðan lögð aftur fyrir fundinn í breyttri mynd, þar sem ekki var tekin bein afstaða til reglu- gerðardraganna, en stjórn Stéttar- sambandsins falið að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum og lag- færingum á þeim, og var sú tillaga samþykkt samhljóða. Engar ákveðnar kröfur varðandi nýjan búvörusamning Fulltrúar á aðalfundinum íjölluðu nokkuð um undirbúning nýs búvöru- samnings, og vildu þeir að af hálfu Stéttarsambandsins yrði höfuðá- hersla lögð á að tryggja hagsmuni framleiðenda, bæði hvað varðar fjár- hagslega afkomu og stöðugleika í framléiðsluaðstæðum og markaðs- málum. Engar ákveðnar kröfur voru settar fram á fundinúm, en tekið undir undir þær hugmyndir sem fulltrúar Stéttarsambandsins í viðræðum við stjórnvöld hafa sett fram, og formað- ur Stéttarsambandsins gerði grein fyrir á fundinum. Sérstakiega var tekið undir hugmyndir um 15% nið- urfærslu á virkum fulivirðisrétti í sauðfé verðlagsárin 1990-1992, gegn greiðslu sem svari til launaliðar og fasts kostnaðar í grundvallar- verði. Komið verði í veg fyrir lausagöngu búQár Fjallað var um umhverfismál á aðalfundi Stéttarsambandsins, og samþykkt ályktun um að hvetja sveitarstjórnir til að nýta sér heimild- ir laga um takmarkanir á lausagöngu búíjár. Einnig hvatti fundurinn til þess að Vegagerð ríkisins girði fjöl- farna vegi, þannig að tryggt verði að búfé eigi ekki aðgang að þeim. Fjölmargir fulitrúar tóku til máls þegar ályktunin var til umræðu, og gætti nokkurrar andstöðu gegn henni, aðallega í röðum eldri bænda. Að lokum fór þó svo að tillagan var samþykkt samhljóða eftir að gerðar höfðu verið á henni nokkrar orða- lagsbreytingar. í ályktuninni er varað við afleið- ingum þess að yfirstjórn landgræðslu og gróðurverndar verði tekin úr höndum landbúnaðarráðuneytisins, en helst sé að vænta viðunandi ár- angurs í landgræðslu- og gróður- verndarmálum sé þeim aðgerðum stjórnað af viðkomandi ráðuneyti í nánu samstarfi við bændur, náttúru- og gróðurverndarnefndir, Land- græðsluna og Skógrækt ríkisins. Ráðstöftm fullvirðisréttar Miklar umræður urðu um tillögu um meðferð og ráðstöfun fullvirðis- réttar, og þá fyrst og fremst um leigu hans. Flestir þeirra er til máls tóku lýstu sig andvíga versiun með full- virðisrétt, en kváðust þó styðja tillög- una sem málamiðlun ólíkra sjónar- miða og var hún að lokum samþykkt samhljóða. í tillögunni segir að aðalfundurinn vilji að settar verði í reglugerð megin- reglur um fullvirðisrétt og ráðstöfun hans, sem gildi almennt meðan bú- vörusamningur er, en sérstakar reglugerðir verði gefnar út fyrir hvert verðlagsár um einstök atriði eftir því sem þörf verður á. Fundur- inn leggur til að þeir sem ekki ætli sér að nýta fullvirðisrétt sinn geti lagt hann inn til leigu hjá viðkom- fj andi búnaðarsambandi, gegn vægu föstu fyrirframákveðnu gjaldi sem ákvarðist af Framleiðsluráði, en leig- Æ utími verði mest fjögur ár. Síðan “ geti fullvirðisréttarhafi látið rétt sinn liggja inni leigulaust í önnur fjögur ár, en sé þá framleiðsla ekki tekin upp að nýju renni rétturinn í pott viðkomandi búmarkssvæðis, og dei- list út eftir almennum reglum eða úthlutun. Þeir aðilar sem ekki eigi rétt á greiðslum fyrir ónýttan full- virðisrétt geti látið hann liggja inni leigulaust í allt að átta ár, en til þess að framleiðandi öðlist rétt til að leigja fullvirðisrétt sinn þurfi hann að hafa stundað framleiðslu í við- komandi búgrein næstliðin fimm ár samfellt. Hámark 8% virðisaukaskattur Ályktun verðlags- og kjaranefndar » um starfsskilyrði landbúnaðar, kjör kl bænda og verðlagsmál varð tilefni skoðanaskipta hjá Stéttarsambands- _ fulltrúum, og þá helst liður um að v stefna skuli að því að flytja aðsetur Stéttarsambandsins á Selfoss eða í Borgarnes, og flestar deildir RALA að Hvanneyri. Margir tóku til máls og fram komu nokkrar breytingartil- lögur um þennan lið, en þær voru allar felldar, og að lokum var tillagan samþykkt með 48 atkvæðum gegn einu. í ályktuninni er þess krafist að stjórnvöld móti samræmda og ábyrga stefnu um niðurgreiðslur og skatt- lagningu á búvöruframleiðsluna, og allar innlendar landbúnaðarafurðir sitji við sama borð varðandi álagn- ingu virðisaukaskatts, en skatturinn Bergur Pálsson: Bændur fái fastara undir fætur „STÆRSTA málið sem blasir við bændum i dag er að það takist að semja um nýjan búvörusamn- ing, og þá til langs tíma, þannig að bændur fái eitthvað fastara undir fætur. Þær aðstæður sem ég tel að geti skapað góðan bú- vörusamning eru fyrst og fremst að innflutningur á landbúnaðar- vörum verði alls ekki leyfður, og ekki verði hringlað mikið í verð- lagi,“ segir Bergur Pálsson bóndi í Hólmahjáleigu í Austur-Lan- deyjum, en hann býr bæði með kýr og sauðfé. „Það hefur tekist að aðlaga mjólkurfram- leiðsluna að markaðnum ein- faldlega , vegna þess að tekin voru stór stökk í upphafi. Ef það tekst að halda þessari stöðu, þá sýnist mér að framleiðendur fái að framleiða meira á næstu árum, en ég tel þó engu að síður ljóst að mjólkurfram- leiðendum muni halda áfram að fækka. Ungt fólk í dag sækist ekki eftir því að vinna 365 daga.á ári, og því tel ég afleysinga- og forfalla- þjónustu vera stærsta hagsmuna- mál okkar kúabænda til þess að viðhalda stéttinni. Það hefur verið viss tilhneiging til þess að leysa vanda sauðíjar- ræktarinnar á kostnað mjólkur- framleiðslunnar, en ég er lítið hrif- inn af því. Vandi sauðijárræktar- innar er mikillj en þó tel ég horfa þar til betri áttar þar sem ekki munar nema þúsund tonnum á framleiðslu og neyslunni innan- lands. Það þarf þó skilyrðislaust að ná út af markaðnum öllum birgðum, og það verður að vera hægt að Bergur Pálsson. byija eina sláturtíð á hreinu borði. Það þarf að endurskoða sauðfjár- framleiðsluna og ná niður verði, og þá ekki eingöngu hjá bændum held- ur einnig hjá milliliðunum. Vinnslu- stöðvum þarf að fækka og í þeim þarf að ná meiri hagræðingu, auk þess sem bæta þarf markaðssetn- inguna, en hún hefur ekki tekist jafn vel varðandi sauðfjárafurðir í samnanburði við aðrar landbúnað- arafurðir. Kjötframleiðslugreinarn- ar þurfa jafnframt að koma sér saman um hvað á að markaðssetja mikið kjöt á hverju ári og hjálpast að við að selja þessar vörur. Það er alveg fráleitt að keyra niður verð á einni búvöru eingöngu til þess að drepa niður aðra. Samkeppnin á milli kjötgreinanna kemur ekki einu sinni neytandanum til góða, og því er það öllum til hagsbóta að Ieitað verði leiða til þess að hafa þessar vörur á sem hagstæðastu verði“ Guðmundur Lárusson: Framleiðslan sem næst markaðnum „ÞAÐ er komið jaíhvægi á milli framboðs og eftirspurnar í mjólk- urframleiðslunni vegna þess að framleiðendur hafa lagt verulega á sig til að ná þeirri stöðu, en þeim hefur fækkað verulega und- anfarin ár og margir stærri fram- leiðendur hafa tekið á sig miklar skerðingar. Það hefur sauðfjár- ræktin ekki gengið í gegnum ennþá, og við erum því mjög ósáttir við þær hugmyndir sem fram hafa komið um að beina hluta af sauðfjárbændum yfír í mjólkurframleiðslu, en með því yrði eyðilagður sá árangur sem okkur hefúr tekist að ná. Það verður að leysa vanda sauðfjár- ræktarinnar á annan hátt en að velta honum yfir á aðrar búgrein- ar.“ segir Guðmundur Lárusson bóndi á Stekkum í Flóa, en hann er formaður Landssambands kúabænda. „Það verður þó að skipu- leggja mjólkur- framleiðsluna þannig að hún eigi sér stað sem næst markaði, og í nálægð við þær vinnslu- stöðvar sem Guðmundur verða eftir þegar Lárusson. búið er að gera þá endurskipulagn- ingu á mjólkurvinnslunni sem nauð- synleg er. Þá verða helstu mjólkur- framleiðslusvæðin einnig að láta hluta af framleiðslurétti sínum í sauðfé og skipti honum yfir í mjólk, en þetta er sú framtíðarsýn sem ég vildi helst sjá í þessu. Það er skynsamlegra að fara þá leið að skipuleggja þessa hluti heldur en að láta tilviljun ráða því hvaða mjólkursamlög verða gjaldþrota miðað við núverandi aðstæður. Það gefur auga leið að þegar framleiðsl- an hefur dregist jafn mikið saman og raun ber vitni, þá er ekki orðinn grundvöllur fyrir rekstri allra þess- ara mjólkursamlaga. Varðandi þær kröfur sem fram hafa komið um aukinn innflutning á landbúnaðarvörum, þá er að minu mati ekki nema eitt svar við þeim, en það er að ieita verði allra leiða til að lækka verðið á innlendu fram- leiðslunni. Til dæmis er það fóður- gjaldakerfi sem nú er við líði ekk- ert annað en innheimtukerfi, sem eykur fjárskuldbindingar okkar mjólkurframleiðenda. Nauðsynlegt er að sérstakt grunngjald falli út, en hins vegar má fallast á að sérs- takt fóðurgjald verði áfram, sem þá yrði endurgreiðanlegt. Á þennan hátt myndi kjarnfóðurliðurinn í framleiðslunni lækka verulega. Við verðum jafnframt að fara að horf- ast í augu við hvað er heppilegasta bústærðin, en méð framleiðslu- stjórnuninni hafa stærstu búin minnkað en aftur bæst við þau smæstu, þannig að verulegur jöfn- uður hefur orðið í framleiðslunni. Spurningin er hvort þetta er heppileg þróun, en að mínu viti þurfa búin að verða lífvænleg íjöl- skyldubú á þann hátt að allar ijár- festingar nýtist á sem bestan hátt. Þetta tel ég vera framtíðarstefnuna ef við eigum að geta skilað vöru til neytandans á hliðstæðu verði við það sem gerist í nágrannalöndun- um." Hörður Harðarson: Þurfiim að ná tökum á fram- leiðslunni „ÞAÐ sem er helsta mál okkar svínabænda um þessar mundir er að ná tökum á framleiðslunni, þannig að framboðið verði ekki meira en það að markaðurinn geti greitt það verð fyrir kjötið sem við þurfúm að fá. Við höfúm horft upp á mikla aukningu í neyslu á síðustu árum, og fram- leiðsla og sala hefúr haldist nokk- urn veginn í hendur, en mögu- leikar markaðarins til að afsetja svona mikla aukningu á stuttum tíma eru takmarkaðir, og þess vegna hefur verðið farið sam- hliða niður,“ segir Hörður Harð- arson svínabóndi í Laxárdal í Gnúpveijalireppi. „Þessi mál erú auðvitað í beinu samhengi við það hver þróunin verður á heildar- kjötmarkaðnum, og ég er ekki frá því að nú séu jafnvel meiri lýk- ur en oft áður á Hörður Harðar- Guðmundur Þorsteinsson: því að kjötgrein- son. arnar reyni að skoða markaðinn meira í sameiningu. Þá verður að kanna hvað er eðlilegt í sambandi við framleiðslu og vinnslu og hveij- ar óskir neytenda eru í sambandi við framsetningu vörunnar. Við höfum reifað það að efla samvinnu okkar í milli varðandi markaðssetn- inguna sjálfa, og þá ekki síður til þess að reyna að vera betur í stakk búnir til þess að standa að bættari vöruvöndun. Það kemur þó alltaf til með að vera ákveðin samkeppni á milli kjöt- greinanna, þó svo að menn séu að reyna að koma málum þannig fyrir að það verði ekki þessar miklu stökkbreytingar á markaðnum eins og orðið hafa síðustu árin. Á síðasta ári varð 23% framleiðsluaukning í svínakjötinu, og síðan hefur aukn- ingin verið 10-12%. Það er mjög ■■'j óheppilegt að framleiðsluaukningin verði svona mikil á jafn stuttum tíma, og þó svo að við séum að reyna að stemma stigu við svona miklum kollsteypum, þá mun það alltaf verða þannig að það verði ákveðið sigrúm til að viðhalda ákveðinni samkeppni milli fram- leiðslugreinanna, en það er þeim öllum nauðsynlegt. Það er sameiginlegt hagsmuna- mál allra búvöruframleiðenda að verðið á framleiðslunni lækki og við svínabændur höfum barist fyrir því mörg undanfarin ár að svokölluð grunngjöld á kjarnfóður verði af- numin. Það hefur verið tregða í kerfinu fyrir því, en við höfum alitt- af haldið því fram að það gangi ekki til lengdar að skattleggja að- æ föng til svínaræktar og alifugla- ™ ræktar til þess að halda uppi verð- inu á kindakjöti. Það verður að leysa ^ vanda þeirrar búgreinar á einhvern ™ annan hátt, en neytendur eru komn- ir á það stig að þeir hafa það i hendi sér hvort framleiðsla í þessum greinum getur gengið eða ekki. • Skattlagningin kallar auk þess óbeint á innflutning á landbúnaðar- vörum, og ég held að þeir sem eru i forystu fyrir islenskum landbúnaði hljóti að átta sig á því að þetta getur ekki gengið lengur í þessa átt.“ Svæða- skipting nauðsynleg „ÉG tel nauðsynlegt að stuðlað verði að svæðaskiptingu mjólk- urframleiðslunnar, þannig að hún færist á þá staði þar sem hagkvæmast er að stunda hana. Rétta leiðin til þess er að beina fjárfestingunum á þau svæði sem hentugust þykja, en einnig er hægt að hafa áhrif á þetta með I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.